Vísir - 23.12.1957, Side 3

Vísir - 23.12.1957, Side 3
Mánudaginn 23. desember 1957 Vf SIR Teddy" Roosevelt forseti taldi sig vera í ætt við Gísla Súrsson. Sagt frá kynnum Vestur-íslenzka listmálarans imile Walters og Theodores Roosevelts. Vesturíslenzka blaðið Lögberg- skýrii’ nýlega frá því að undir- búningur sé hafirin að hátíða- höldum í minningu þess að á næsta ári er öld liðin frá fæð- ingu Theodors Roosevelts Banda ríkjaforseta. Hefur verið gefið út sérstakt rit varðandi tmdir- búning, en í því riti er ni. a. mynd af málverki eftir Vestur- íslenzka listmálaran Eniile Walt- ers. Lögbergsgreinin skýrir einn- ig frá kynnum þeirra Roosevelts og Emile Walters og sameigin- legum áhuga fyrir Islendinga- sögunum. Greinin er orðrétt á þessa leið: Þann 27. okt. 1958 verða liðin hundrað ár frá fseðingu Theo- dore Roosevelt, hins mikilhæfa Bandarikjaforseta. Hefur þegar verið hafinn undirbúningur til þess að minnast hans ámarg- víslegan og virðulegan hátt strax og afmælisárið hefst. Lög- bergi barst nýlega bæklingurum ráðagerðir nefndarinnar. Verð- ur meðal annars lokið við listi- garðinn, Theodore Roosevelt Memorial Park, í Norður-Da- kota, en hann er á svæðinu þar sem Roosevelt fékkst við gripa- rækt á yngri árum og varð for- ingi í því að koma á lögum og reglu í þessum nýbyggðu North Dakota Bádlands. Emile Walters listmálari hef- ur gert málverk af þessum fornu bækistöðvum Roosevelts og prýðir mynd af þvi málverki þennan bækling. — Emile Walt- ers var frá barnæsku mikill að- dáandi Theodores Roosevelts. Árið 1917 var hann eystra að læra hjá Louis C. Tiffany; hafði fengið námsstyrk til þess. Þá fór hann að mála umhverfi Saga- more Hill, en þar var þá heimili Roosevelts fjölskyldunnar. Einn daginn komu Roosevelts hjónin til hans þar sem hann var að Niðursoðnir ávextir Ananas, perur, ferskjur, apríkósur Nýir ávextir: appelsínur, grapealdin, sítrónur (sunkist) þurrkaðir ávextir. Þingholtsstræti 15. Sími 17283. Ananas tvær tegundir. Ferskjur, perur og blandaðir ávextir í dósum. Söluiurninn í Veltusundi Sírai 14120. mála. Hinn ungi málari, sem var fremur feiminn i þá daga, féll næstum í stafi við óvænta ná- vist þessa áttrúnaðargoðs síns. „Hvaðan ert þú, drengur minn?“ spurði Mr. Roosevelt. „Norður Dakota.“ „Norður Dakota, þetta land afskaplegra sumarhita og níst- andi vetrarkulda — kjarkmikils fólks, sem aldrei lætur bugast. Hverjir voru foreldi'ar þínir?“ „Þau voru innflytjendur frá Islandi. Eg var fæddur í Winni- peg, en fluttist til Norður Da- kota barn að aldri eftir að faðlr * minn dó.“ „ísland! ísland! Land forn- sagnanna. Hefur þú lesið þær?“ „Já, ég er sérstaklega hrifinn af Grettis sögu.“ „Það er ég lika, en mér þykir þó sérstaklega vænt um hinn frækna, ^stýriláta marin, Gisla Súrsson, ég held ég sé eitthvað í ætt við hann.“ Emile Walters málaði mikið umhverfis Sagamore Hill þetta haust; Mrs. Roosevelt settist hjá honum með prjóna sína, þar sem hann var að mála; lagði hon um mörg góð ráð og talaði í hann kjark að ryðja sér veg á listasviðinu. Eitt kunnasta mál- verk hans er frá þessu tímabili, „Roosevelt’s Haunt — Early Autumn", sem nú hangir í Nati- onal Fine Arts Coilection, Smit- hsonian InStitution, Washington, D. C. Tuttugu árum síðar 1937 málaði hann fyrrgreinda mynd, sem nú prýðir bæklinginn um aldarafmæli Theodore Roose- velts. Til gamans má geta þess, að K. N. gaf Emile Walters Grettis sögu þegar hann var barn í Garðar. Var K.N., sem kunnugt er, mjög barngóður. Minnist listmálárinn hans jafnan með miklu þakklæti og virðingU. Þetta var fyrsta bókin, sem hann eignaðist og lærði hann af henni islenzku, las hana spjald- ana á milli þar til hann kunni söguna næstum utanbókar. Var þvi engin furða þótt hann fengi mikið uppáhald á söguhetjunni Gretti, og væri oft að leika hann sem barn, eins og svo margir íslenzkir drengir hafa gert sið- an þetta listaverk var fært í let- ur. Hafði kynning hans af þess- um tveimur hetjum, Gretti Ás- mundarsyni og Theodore Roose- velt, heillarík áhrif á listaferil hans. Græniendingar eiga ekki Grænland Rí'kissjéður öana teiur si-g eiga iandið. Fyrir fáum dögum síðan lýsti danski Grænlandsráðherrann, Kai Lindberg því yfir í danska rikisþinginu, að danski ríkis- sjóðurinn ætti alla „jörð“ á Grænlandi, þ. e. ætti allt Græn- land, vötn þess og ár og sjóinn eins langt út og hann tilheyrir landinu, öll náttúruauðæfi Grænlands og öll verðmæti vegna afstöðu eða hnattstöðu. Þetta er ekki nein ný bóla, heldur er þetta yfirlýst og framkvæmt sjónarmið dönsku ríkisstjórnarinnar um marga áratugi, eða eins langt aftur í tímann og ég hefi fengið rakið. Grænlendingar eiga þannig hvorki strá eða stein á Græn- landi, landinu, sem þeir búa á. Allar námur og öll auðæfi, er finnast á Grænlandi, eru því strax eign danska ríkissjóðsins. Það gildir alveg einu, hvort það er leiðangur frá Danmörk, sem finnur námurnar, svo sem t. d. blýnámuna í Grænlands- óbyggðum, eða það eru Græn- lendingar, sem hafa fundið þær, svo sem kryolitið (íssteininn), er gefið hefir danska ríkis- sjóðnum tugi milljóna króna n i..1

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.