Vísir - 23.12.1957, Side 7
Mánudaginn 23. desember 1957
VjglR
•4 hjálparstarfsemi félagsins, án
þess að vekja athygli á framlagi
og starfi einstaklingins. Sjálf-
boðaliðarnir eru af ýmsum trú-
arflokkum. Af öllum er krafizt
fulls trúnaðar gagnvart hverj-
•um þurfandi manni, er til stofn-
unarinnar leitar, og hlýtt
sé skilyrðislaust fyrirmælum,
sem gefin kunna að vera í
hverju einstöku tilfelli.
Lagði stuml
á sálfracði.
Síra Varah lagði stund á sál-
fræði í Oxford og hefur ávallt
haft áhuga fyrir sálfræðilegum
efnum síðan. Hann er nú 45
ára. Sé hann í vafa um hvað
gera skuli í einhverju máli er
það rætt á fundi, en hann lítur
ávallt svo á, að hann verði að
bera höfuðábyrgð á meðferð
hvers máls. Þegar um lögfræði-
leg vafaatriði er að ræða leitar
hann til „44“ og „46“, sem eru
lögfræðingar, og læknisfræðileg
efni til „99“ og „128“, sem eru
læknar.
Af ýmsum stéttum.
Meðál sjálfboðaliðanna er fólk
af ýmsum stéttum, fram-
kvæmdastjórar, kaupsýslu-
menn, skrifstofufólk, húsfreyj-
ur. Unga konan, sem ræddi við
piltinn, er gift kona, en vinnur
á skrifstofu. f „Mansion House
9000“ geta menn hringt á hvaða
tíma sólarhringsins sem er.
Hringingar eru að meðaltali 100
á dag, flestar frá fólki, sem áður
hefur leitað til Samverjanna,
og þarf á ráðum að halda, og
finnur styi’k í að halda tengsl-
um við þá. En svo er kannske
beðið um, að einhver komi á
einhvern skuggalegan stað,
götukrók, niður á einhverja
hafnarbryggjuna eða í herbergi,
sem er að verða fullt af gaslofti.
Veikur vafi.
Það getur allt af verið veikur
vafi hjá mönnum, að það sé
rétta leiðin að leita dauðans, er
þeim finnst að þeir hafi engu
að tapa, segir Varah. Getum
við ekld sannfært þá verður að
að skeika að sköpuðu. Margir
eru svo einmana, að engin
mannssál getur verið einmana-
legri, og þeir vilja kannske að
eins ná sambandi við einhveria
nafnlausa menn eins og okkur,
til þess að við vitum um áform
þeirra, vitum örlög þeirra. Við
leitum aldrei til lögreglunnar
og við ætlumst aldrei til þess að
okkur sé þakkað, segir hann
ennfremur. Samt barst okkur í
þessum mánuði 3000 stpd. gjöf,
frá stofnun, sem maður að
nafni Calouste Gulbenkian
stofnaði, en hann var einn af
aðalmönnum Iranska olíufé-
lagsins, almennt kallaður „Mr,
5%“ í lifanda lífi. Féð verður
notað til þess að fastráða tvo
menn til íélagslegra starfa og
til símavörzlu.
Þrjú á clag.
Síra Varha ákvað að hefjast
handa, er hann hafði komizt að
raun um, að þrjú sjálfsmorð,
eru frarnin á degi hverjum í
London.
Lútherskir söfnuðir í Vest-
ur-Berlin, Stokkhólmi og Hels-
ingjaborg hafa leitað ráöa Sam-
verjanna við að koma upp
samskonar hjálparstarfsemi.