Vísir - 20.01.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 20.01.1958, Blaðsíða 4
VÍSIR Mánudaginn 20. janúar 195S % Svo nefnir Sveinbjörn Bein- teinsson ljóðakver er hann sendi frá sér núna rétt fyrir jólin. Má vera að vefjist fyrir fleirum en mér að finna nieð öruggri vissu hverja merkingu hann leggur í orðið. Varla uá liversdágslegustu, enda þótt fimmta erindið í bókinni kynni að benda á þá skýringu. En þiað er skemmtun sumra skálda að kveða það sem Snorri kallar rfljóst. Ekki hæli eg því. Það höfum við scð síðustu seytján árin eða svo, að margt er skrixið í kýrhausnum þegar samtíðarmenn okkar liér á ís- landi velja bókum sínurr t”'m- ing. Hvernig var það, taiaði ekki andskotinn um eintómar kvarnir? Og ekki nema ein í þorskkindinni, sagði Jónas. En eg er ekki þorskafræðingur og læt ekkert um þessi kvamamál frá mér fara á eigin reikning. Fyrir þann tíma, er nú sagði eg, sá eg aldrei beinlínis ljóta bók íslenzka; marga fátæklega til fara. Og fátækum var aldrei nein vansæmd í fátæklegum búningi. En síðan skrílmenska peningamontsins náði tökur á fólkinu, hefi eg séð marga ljóta bók senda á markaðinn og sé þær enn koma Ijótar — yfir- ganganlega Ijótar. Fjarri sé það mér að segja að þessi sé hin ljótasta; það er hún ekki. En enga sá eg fáránlegri. Hún er prentuð á sextán mjó og löng pappaspjöld, sitt af hverjum lit, og þau eru fest saman með gormi úr stálvír. Önnur útgerð er eftir þessu. „Eigi kann eg helskó að binda ef þessir losna'1! Ef útgerð kversins tryggir því ekki höfn í bréfaruslskörfunni þá þarf slyngari mann en mig til þess að finna örugt ráð. Þess skal getið, að það höfum við svart á hvítu að hvorki beri höfundinum sjálfum lof né last af þessari kostulegu útgerð. Hana fann upp hugvitsmaður sem eg hafði aldrei lieyrt nefndan. Einhver sagði mér að hann mundi vera listamaður. Því trúi eg mætavel. En þess vildi eg óska að annaðhvort ! yrði þetta síðasta bókin sem hann réði útgerð á, eða þá að breyting yrði á hugarfari hans áður en hann tæki fyrir þá næstu. Þetta er að óska honum sjálfum góðs en ekki ills. Það var illt að þetta kver skyldi verða dæmt til tortím- ingar. Þar fór sannarléga of góður biti í hundskjaft. En einhverjir lesendanna vona eg að skrifi það upp áður en beir stinga því í eldinn. Sú var tíðin að íslendingar töldu ekki eft.ir sér að skrifa upp stærri bækur — og ósambærilega lélegri. Mikið mundi kver þetta lof- sungið ef það væri eftir Bjarna Thorarénsen eða Stephan G. Stephansson, enda hefðu þeir hvor um sig verið vel sæmdir af því, þó að það sé hvorugum þeirra tiltakanlega líkt. Svein- björn leikur hér, eins og endra nær, á eigin strengi, og fyrir það er hann ekki vel séður af öllum. Sérstaklega minnist eg þess um tvo menn að þeir hafi „á verkin hans varpað hnjóði og níði“. En þó að þeir hafi báðir verið við ýmislegt brugðnir, hefi eg hvorugan Myndin gefur góða hugmynd um þann friðsem iarblæ, sem á öllu getur verið — einnig í nánd við kranana á hafnarbökkunum, — þegar dagsins striti er lokið. þeirra enn heyrt kenndan við göfugmennsku. Og á hvorugum þeirra veit eg til að mikið mark sé tekið. Sannleikurinn um Sveinbjörn er sá, að hann er merkilegt skáld og sjálfstætt, og um bragsnilli mun hann nú trauð- lega eiga sinn líka í landinu. Hann er snillingur á íslenzka tungu hvort sem hann ritar bundið mál eðá óbundið. Fáir j rita nú svo gagnorðan stíl sem þeir frændurnir Sveinbjörn Beinteinsson og Jón Helgason. Og alltaf skrifar Sveinbjörn og yrkir af íhugulu viti. En hitt er satt, að það hefir hent hann að velja sér yrkisefni ósam- boðið gáfunni. Upp úr því er hann nú að líkindum vaxinn, og engu slíku bregður fyrir í þessu kveri. Það verður ekki talið honum til lýta að hann freistast til að stæla nýju skáldin í háði (kvæðið Rós). En þar mistekst honum; hann getur ekki losað sig við orð- kyngina, sem „atómskáldun- um“ er ekki gefin. „Sigurð ekki næðir nú niðri í kistu sinni“, og eg trúi ekki að þær næði skagfirzku kon- urnar, sem Sveinbjörn breiðir hér ofan á, þúrfti þó mikið til þess að breiða svo ofan á Ólínu Jónasdóttur að henni væri sam boðið. Annars eru nálega ein- göngu perlur í þessu kveri. En á rótleysi ber þar raunalega mikið. Það er tíðum eins og þetta merkilega skáld ráfi um eyðimörk mannlífsins án þess að vita hvert stefna skuli. Þetta er allt of almennt einkenni ungu kynslóðarinnar. Hún hef- ur tapað áttum, og mjög að vonum. Þess bera nú bókmennt irnar merki. Hvenær og hvern- ig á þessu ræðst bót, getum við ekki sagt. Kirkjan er van- megnug og ekki í svipinn unnt að sjá, að mikils sé af henni að vænta. Þó getur hún enn sagt til vegar. Það hlaut að verða okkur Ijóst, sem hlýdd- um á nýársboðskap Ásmundar bískups Guðmundssonar nú á dögunum. Ilún hefir löng'um sýnt sig mjög ófullkomna cg stundum beinlínis á villigötum. En svona er það nú samt, að boðskapur hénnar hefir verið lifakkeri menningarinnar á meðal vestreénna þjóða. Eg er ekki kirkjumaður og hefi stað- ið utan við hana i fulla hálfa öld, eða frá því er eg varð full- tíða. En það verð eg að játa, að ef hjálpin kemur ekki frá henrii, þá hefi eg enga hugrnynd: um það, hvaðan hún á að koma. Og að hún komi frá tjóðraðri og dofinni TÍkiskirkju, það get eg blátt áfram elcki hugsað mér. Hamingjan hjálpi okkar ungu kynslóð, sem rótlítil og áttavillt á að taka við landinu. Svo að eg víki aftur beint að skáldskap Sveinbjarnar Bein- teinssonar og honum sjálfum, þá verð eg að segja það, að eg tel að honum hafi verið of lít- ill gaumur gefinn og að Svein- björn hafi verið gerður ómak- lega afskiptur af þeim mönnum (löngum að mínu viti miður heppilega völdum), sem fengið hafa það hlutverk að mæla og vega skáldum og rithöfundum laun þeirra að verðleikum. Það er hættulegt ef maður með hans gáfu, sem er svo langt frá að vera hversdagsleg, fimiur að hann er ekki látinn njóta rétt- ar. Það skapar þá beiskju, sem beint getur gáfunni inn á ó- heppilega braut. Enginn skyldi. ætla að slík gáfa geti nokkru sinni orðið ávaxtalaus. Mín skoðun er sú, að þarna sé mað- ur serri hlynna eigi að, og sé það þó fjarri mér að leggja til að farið sé í því efni út í nokkr- ar öfgar. Sn. J. Gisfiibátur Framh. af 3. síðu. þess álits, sem Fultori naut I Englandi, tókst honum að fá smíðaða þar gufuvél eftir sínum eigin teikningum og flytja hana til Ameríku. Svo var það árið 1807, að Ful- ton var tilbúinn að fara í reynslu förina á Hudsonánni. V'ar ekki vel spáð fyrir honum. Báturinn komst stuttan spöl, en stanzaði svo. Fulton tókst að gera endur- bætur á vélinni og var svo lagt af stað aftur. Og báturinn komst alla leið til Albany, 150 mílria vegalengd á 32 tímum. Öld gufuskipanna var gerig- in í garð. > Nýtt enskt farþegaskip, Empress of England, 25.500 smák, Siefir nýlokið fyrstu ferð sinni yfir Atlanitsháf, — kom til New Yox-k nú í vikunni. reynzt honum svo svívirðilega. En Labori var það viðurstyggð að allir í herforingjaráðinu, sem lxöfðu logið og falsað, skyldu verða lagðlr að jöfnu við Picgu- art og Di’eyfus, og fá uppgjöf sakár. Það var dálítið hávært at- riði, sem kom fyrir við matborð- ið hjá Labori, hann leyfði sér þá að segja við Dreyfus, að hann væri ánægður ef hann sæi sér borgið. Labori sá eftir þessum orðum alla ævi, en það gréri aldrei um heilt milli þeiri’a. f fyrstu leit svo út sem Labori hefði fórnað öllu fyrir Dreyfus og Zola. Það kom varla fyrir að stéttarbræður hans heilsuðu honum, háriri fékk engin mál og dórriarar neituðu að hlusta á hann fyrir rétti, og föður hans, sem var starfsmaður við járn- brautirnar, var sagt upp stöð- unni. En hann sigraði að lokum. Hann var ekki orðinn íertugur Jxegar hann flutti málið í Renn- JSS. Og eftir að Dréyfus var náð- aður var almennt litið á það sem fríkenningu og upp frá því var Labori opið glæsilegt skeið, sem lögfræðingúr og stjórnmála- maður. Hann varð á fyi’sta tug aldarinnar álitinn mikilhæfast- ur verjandi af lögfraíðingum Frakklands og vaíalaust sá, sem var hæst launaður. Stærsta mál haris' eftir Dreyf- us-málið var 1914, þegar hann varði frú Iíenriette Caillaux. Það var vörn sem tókst vel: Iíarin fékk konu, sem var morð- ingi alveg fríkennda. Henriette Caiilaux var gift stjórnmálamanninum Joseph Caillaux, sem þá var fjármála- ráðherra. Þau höfðu bæði verið gift áður. Caillaux var stjórn- málamaður að atvinnu og haíði nafn hans verið bendlað við hvert fjármálahneyksli, sem nokkuð kvað að í frönsku félags lífi í upphafi aldarinnar. Á nýársdag 1914 hóf aðalrit- stjóri Le Figaro, Gaston Cal- mette, árásir á Caillaux og voru svívirðingarnar miklar. Hann skrifaði allt í allt 140 greinar, sem allar höfðu það markmið að lýsa Caillaux sem bófa og mútuþega. Caillaux tók þessu með kæruleysi, þangað til Cal- métte tók að pi’enta bréf, sem Caillaux hafði skrifað fyri’i konu og bréf til núverandi konu, meðan hann var giftur hinni fyrri. Hann hafði þá venju í þessum litlu bréfum til konu sinriar og ástmeyjarinnar, að gorta af því hvað hann væi’i snið ugur stjórnmálamaður og hvern ig hann lékí á þjóðarsamkund- una. Þegar þetta byrjaði að koma á prent var ekki lengur garnán. Öll Parísarborg talaði um á- rásina og uiri'hin litlu pólitísku ástarbréf Caillaux. I miðjum, marz fór áð kvikna í alvöru: Þá virtist svo sem Calmette væri faiinn að nálgast trúnaðarbréf- in. Caillaux skildi ekki í því hvernig Calmette hefði náð í bréfin, en það var þá í rauninni mágkona haris af fyrra hjóna- bandi, sem hafði safnað þeim saman svikalaust. 14. marz fór Henriette Caillaux út og keypti sér skammbyssu. Siðan fór hún héim og hugsaði sig um, eftir því sem hún sagði af mestu ró- semi i réttinum, hugsaði sig um hvort hún ætti heldur að fara í teboð eða upp á ritstjórnarskrif- stofur Le Figaro og skjóta Cal- mette. Því miður ákvað hún hið siðara. Og það lýsix' vel hæfi- leikum Laboi’is, sem verjanda, að hann gat sannfært kviðdóm- inn um að þetta væi’i manndi’áp fi'amið i fljótræði, en ekki vel yfirvegað morð, þó að frú Cail- laux hefði keyppt sér skamm- byssu og hefði setið heila klst. í skrifstofu Lé Figaro og beðið eftir Calmette. Hún skaut hann jafnskjótt og herini var visað inn í herbergið til hans, og hann féll fram á hendur sínar á skrif- borð sitt Og' hann var hylltur, sem blaoamaður og hetja, sem hefði fallið á verðinum — þó að hann væri í í'aun og veru mað- ur, sem geiðist svo framur að prenta einkabréf manna. Þegar dómur féll og frú Caillaux var sýknuð var sú æsifregn litið nefnd, jafnvel í Le Figaro. Það gerðist 29. júlí 1914 og var þá bara vika eftir þangað til fjölda morð hóíust í stórum stil: heimsstyrjöldin hófst. Fernand Labori dó ungur. Hann féll saman veturinn 1917 þegar hann var vei’jandi fyrir herrétti ekki langt frá víglin- unni. Vini haus, hinum heiðai’- lega Pieguart mistókst er hann var hernaðarráðherra. í byrjun striðsiris féll hann af hestbaki og dó. Hinn óheiðarlegi du Patý de Clam fékk kúlu i brjóst- ið i árás á aleyðu og dó hetju- dauða með heiðri. Hjónin Caill- aux lifðu hamingjusömu fjöl- skyldulífi fram á vora daga að Framh. á 9. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.