Vísir - 20.01.1958, Blaðsíða 6

Vísir - 20.01.1958, Blaðsíða 6
6 VÍSHt Mánudaginn 20. janúar 1958 im&iwt DAGBLAÐ Víslr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Fálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. fl,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Vísir kostar kr. 20,00 í áskrift á nánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasöhu Félagsprentsmiðjan h.f. Þeir fengu tækifæri. Bftir aðeins sex daga verður gengið til kosninga hér í Reykjavík og víðar á land- . inu. Verður þá skorið úr um það, hvort Sjálfstæðisflokk- urinn á að halda áfrarn að fara með stjórn hér í bæn- um næstu fjögur árin, eða hana á að fela þeim flokk- um, sem hafa haft aðsetur í stjórharráðinu og sameig- inlega meirihluta á Alþingi undanfarið hálft annað ár. Andstæðingar Sjálfstæðis- flokksins segja, að það eigi að gefa honum orlof um skeið og veita nýjum mönn- um tækifæri til að sýna, hvaða úrræði þeir hafa í pússi sínu til að stjórna þessu bæjarfélagi. Það er rétt hjá andstæðingum Sjálfstæðisflokksins, að þeir hafa ekki fengið tækifæri til að spreyta sig á stjórn Reykjavíkurbæjar. En flokksbræður þeirra hafa fengið tækifæri til að stjórna j mörgum bæjarfélögum, ein- ir sér eða í félagi innbyrðis. ' Og sannleikurinn er sá, að það er alveg ástæðulaust Langvarandi En menn skulu ekki ætla, að óstjórnar glundroðaflokk- anna mundi ekki gæta nema þann tíma, sem þeir fengju að stjórna bænum, ef svo hörmulega færi, að þeir fengju meirihluta í bæjar- ' stjórn. Þeir mundu áreiðan- lega ganga svo rösklega fram ) við að koma fjárhag bæjar og bæjarbúa úr skorðum, að það mundi taka mörg kjörtímabil að koma lagi á hann aftur. Af þessu er ljóst, að það er ekki alveg sama, hvernig menn kjósa á sunnudaginn. Það er ekki hægt að leyfa glundroðaflokkunum að Þeir eru Úr því að stjórnarflokkarnir eru svo hræddir við það, sem þeir ætla að gera, að þeir skjóta öllu á frest sem þeir geta, er þá ekki ástæða fyr- ir kjósendur til að vera hræddir við það, sem þessir flokkar hafa í huga gagn- vart þeim? Það er áreiðan- legt, að kjósendur hafa það í hendi sér að gera stjórnar- flokkana enn hræddari, svo að þeir jafnvel hætti við sum ar af þeim fyrirætlunum, sem þeir eru nú að fresta til betri tíma. Kjósendur geta skötið stjórn- fyrir Reykvíkinga að gera sig að tilraunadýrum, þegar sýnt er, hvernig þessir flokk ar fara að annars staðar. Hvarvetna hefir þeim tek- izt stjórnin illa og sumstað- ar hörmulega, svo sem fram kemur í margföldum álögum á einstaklinga miðað við menn með samskonar tekj- ur hér í Reykjavík. Og sömu flokkar hafa fengið tækifæri til að sýna, hvern- ig þeim tekst að stjórna landinu í heild, og' það er slík sorgarsaga, að flestir munu harma að hafa gefið þeim tækifæri til þess með því að veita þeim stuðning í kosningunum fyrir hálfu öðru ári. Þegar á allt þetta er litið, ætti ekki að vera erfitt fyrir reykvíska kjós- endur að gera upp við sig, hvern þeir styðja á sunnu- daginn. Þeir styðja þann flokk, sem einn hefir mögu- leika til að ná meirihluta og hefir stjórnað bænum svo, að til fyrirmyndar er hér á landi. X.-D. affeiðingar. stjórna bænum í fjögur ár í þeirri vissu, að allt mundi verða samstundis gott, þeg- ar þeir fengju lausn í náð að kjörtímabilinu loknu. Nei, afleiðingarnar mundu vara lengi. Almenningur hefir fyrir aug- unum, hvei’nig stjórnar- flokkarnir stjórna málefn- um ríkisins, og þeir eru svo hræddir við afrek sín, að þeir vilja geyma allt, sem hægt er, svo sem athugun á efnahagslífinu, uppbótar- kerfinu og þar fram eftir götunum, þgr til kosning- arnar eru um garð gengnar! hræddír! arflokkunum slíkan skelk í bringu, að þeir hugsi sig um tvisvar og jafnvel oftar, áð- ur en þeir ráðast í ýmislegt af því, sem þeir munu vilja gera, ef allar götur væru greiðar, engar kosningar, framundan og engin stór og vaxandi stjórnarandstaða. Bæjarstjórnarkosningarnar verða því að flestu leyti trausts- eða vantraustsyfir- lýsing á stjórnina og athafn- ir hennar. Sýnum henni verðskuldað vantraust með því að efla fylgi D-listans sem allra mest. íbúðarbyggingarnar... Framh. af 1. síðu. 'lingar taki síðan við og ljúki sjálfir verkinu. Þetta er oft eina leiðin til þess að menn geti eiguazt þak yfir höfuðið, enda hefur hún orðið mjög vinsæl meðal Reykvík- inga. Jafnframt þessu er svo auð- vitað haldið áfram að styrkja bygging-u verkamannabústaða og' greiða fyrir starfse.mi byg'g' ingarsamvinnufélaga. Kommúnistar vilja hins vegar byggja sem mest af leiguibúð- um. Er það ein af fjölmörgum sönnunum þess, hve lítinn skiln- ing þeir liafa á íslenzku þjóðar- eðli. Islendingum er flestum eða Öllum þjóðum meir í blóð borin löngun til þess að eiga sjálfir þak yfir höfuðið, enda eru hlut- fallslega fleiri eignaríbúð- ir hér en í nokkru öðru landi. Fæstir vilja fyrir nokkurn mun búa í leiguhúsnæði, ef þeir geta með einhverju móti klofið að koma sér upp eigin íbúð. Þetta hafa Sjálfstæðismenn skilið allra stjórnmálaflokka bez.t, og þess vegna m. a. treysta Reyk- • víkingar þeim bezt til að stjórna bæjarfélaginu. Þessi stefna Sjálfstæðis- flokksins i húsnæðismálum á afarmiklum vinsældum að fagna meðal ungs fólks, sem vill stofna heimili og eygh’ þarna sumt eina mög'uleik- ann til þess að fá umráð yfir liúsnæði, sem er því ekki fjár- hagsiega ofviða. Ný liverfi ineð 5900 íbúðmn skipulögð. Á síðustu fjórum árum hafa verið skipulögð hverfi með 5900 íbúðurn, fyrir 26,500 manns. Framkvæmdir eru haínai- í flest um þessara hvei’fa, en þau eru þessi: Hverfi austan Stakkahlíðar og sunpan Miklubrautar, rað- húsahverfi við Bústaðaveg, liverfi við Slripliolt og Nóatún, ilð Rauðagerði, í Skildinga- nesi, við Hálogaland, við EII- iðavog á Laugarási, neðan Laugarásvegar, raðhúsahvei’fi við Laugalæk og Otrateig, Iiverfi við Hátún og loks stærsta liverfið á Háaleitis- og Kringhmiýrarsvæðmu. Skipulag Háaleitis- og Kringlu mýrai’svæðisins er mjög athygl- isvert og með nýstárlegu sniði. Umferð gangandi fólks er þar skilin frá umferð ökutækja svo sem framast má verða og skipu- lagningu yfir leitt hagað í sam- ræmi við ýtrustu kröfum nútím- ans á þessu sviði. Þrekvirki í býggingamálum. Þjóðviljinn var sár ýfir því á dögunum, að því skyldi hafa verið haldið fram hér í blaðinu, að bæjarstjórnarmeirihlutinn hefði unnið þrekvirki í húsnæð- ismálunum. Þetta er samt sann- leikur hversu illa sem það kemur heim við óskir og skrif Þjóðviljans — "Hús- næðismálin í Reykjavík eru gíf- urlegt vandamál, meðan að- streymið til bæjarins er eins ört og það hefur verið undan- fama áratugi. Sjálfstæðismenn hafa reynzt þessum vanda laxnir. en þar sem rauðu flokkai'nir ráða er viðast hvar nóg húsnæði, því þeir hrekja ibúana burt með óstjóm og úrræðaleysi. Fólk- ið, sem þeir liafa hrakið úr átthögum síniun, mun gjalda þeim verðugar þakkir við kjörborðið á sunnudaginn keniur. Eflum ftokks- ísEenzk tónverk á norræna hátíð. Tónskáldafélag' íslands he'f- ur nýlega kjörið dr. Haligrím Helgason fulltrúa sinn í nor- ræna dómnefnd til að ákveða, hvaða norræn verk skuli flutt á næstu hátíð Norræna tón- skáldaráðsins, sem haldin verð ur í Osló á hausti komanda. - Hefir Hallgrímur tekið kjörinu Imeð þeim forsendum, að hann leggi ekki sjálfur fram verk tú flutnings að þessu sinni. Jafnframt hefir Tónskáld-i- félagið kosið dómneind til að velja íslenzk tónverk, sem leggja skal undir úrskurð hinn- ar sameiginlegu dómnefndar. f þessari nefnd eiga sæti dr. Hallgrímur Helgason, Guð- mundur Matthíasson og 'PálJ Kr. Pálsson. Hefir nefndin orð - ið sammála um að gera eftk farandi tillögur um íslenzk verk til hinnar sameiginlegu dómnefndar: A. Aðaltillaga: a) Hljómsveitarverk: Jón Leifs: Landsýn, forleik- ur. Jón Nordal: Píanókonsert. Sigursveinn D. Kristinsson: Draumur vetrarrjúpunnar. b) Kammermúsikverk: Jón Leifs: Strokkvartett nr. 1 „Mors et vita“. Magnús Bl. Jóhannsson: Fjórar abstraktionir fyrir pianó. Siguringi E. Hjörleifsson: Serenata fyrir strokkvartett. B. Varatillaga: Arni Björnsson: Lítil svíta fyrir strokhljómsveit. Karl O. Runólfsson: Orkest- erforleikur að Fjalla-Eyvindi. Páll ísólfsson: Passacaglia fyrir orkester. Hin norræna dómnefnd kem ur saman í Osló í byrjun marz- mánaðar, til að ákveða endan- lega dagskrá hátíðarinnar, og eiga sæti í nefndinni fimm menn, einn frá hverju landi. Samsæri í Tyrklandi. Níu tyrkneskir liðsforingjar! hafa verið teknir höndum í j Istanbul, sakaðir um samsæri gegn stjórn Mendares. Segir í tilkynningum um þetta frá Ankara, að komist hafi upp um samsæri þetta j fyrir nokkru, en ákveðið að birta enga tilkynningu um1 handtökuna, fyrr en rannsókn hefði farið fram. Við hana kom í ljós, að liðsforingjar þessir höfðu áform á prjónunum um að steypa stjórn Mendares. —1 Herréttur dæmir í máli hinna ákærðu. S j álf stæðismen n! Flokkui’ ykkar gengst nú fyrir fjársöfn- un til að standast straiun af kosningunum. Þeir sem styrk.ja vilja flokkmn með því að leggja eitthvað að mörkum í söfnxmina eru vinsamlega beðnh’ að koma framlögum síniun til skrifstofu flokksins í Sjálfstæðishúsinu eða hringja í síma 17100 og verða þá framlögin sótt tii þeirra. Sjálfstæðisinenn. Munið fjársöfnunina og leggist á eitt með að styrkja flokkimi og- styð.ja nú, þegar líður að kosn- ingimi, og gera hhit hans sem beztan. Kaupum flokks- merkin! Trúnaðarmenn á vinnustöð- um, sem fengið hafa flokks- merki til sölu. — Herðið nú sóknina og seljið livert merki hæsta verði og styrkið þannig fjáröflun flokks ykkar sem bezt svo sigur hans verði sem glæsi- Iegastur við komandi kosnmg- ar. Skilagrein fyrir flokksmerk- irt þarf að hafa borizt skrifstofu flokksins í síðasta lagi fimmtu- daginn 23. janúar n. k. Munið 25 krónu veituna! Sjálfstæðismenn! Látið ekki lijá líða að svara áskorunum kunningjanna um þátttöku í 25 króna veltunni og nota um leið í'étt ykkar til áskonmnar. Skrif- stofa veltunnar er í Sjálfstæðis- húsinu, símar 17104 og 16845. Opið alla virka daga frá kl. 9—7 og 2—6 á sunnudögum. Vinsamlega gerið skil strax og helzt undir eins. Nú má enginn skorast úi- Ieik lieldur herða Iokasóknina og verja höfuðborgina fyrir óstjórn arlýð vinstri manna, sem nú í J Brezka þingið sett á ný. Brezka þingið kemur saman til fundar á morgun í fyrsta sinn eftir jólaleyfi þingmanna og standa fyrir dyrum umræð- ur um efnahagsmálin, kjarn- orku-, varnamál oy afvopnun o. fl. Umræðan um efnahagsmálin. fer fram í neðri málstofunni á fimmtudag, en hin í lávarða- deildinni. — Hinn nýi fjár- málaráðherra, Amery flytur fyrstu ræðu sína sem fjár- málaráðherra, við þessa um- ræðu. Talið er,- að það fari eftir atvikum, hvort fyrrver- andi fjármálaráðherra Thorny- cróft taki þátt í umræðunni, en menn ætla að stjórnarandstæð- ingar muni gera harða hríð að stjórninni, og nota sér ágrein- inginn um fjárlagafrumvarpið. Munu þeir bera fram tillögu, sem felur í sér vantraust. Butler hefur svarað 'fyrir-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.