Vísir - 21.01.1958, Qupperneq 4
VÍSIR
WSSXR
DAGBLAÖ
Vísir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson.
Skrifstoíur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3.
Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8.00—18,00.
Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00.
Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá 'ki. 9,00—19,00.
Sími: (11660 (fimm linur)
Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H.F.
Vísir kostar kr. 20.00 í áskrift á mánuði,
Félagsprentsmiðjan h.f,
Fjandmenn Reykjavíkur.
Síðustu tvo áratugi hafa fram-
sóknarmenn stritast við að
þvo af sér stimpilinn, sem
þeir fengu strax og þeir fóru
að skipta sér af málum höf-
uðstaðarins. Þeir voru þegar
í öndverðu stimplaðir sem
„fjandmenn Reykjavíkur“.
Þessi lýsing á innræti þeirra
festist við þá. Hvernig sem
þeir hafa reynt að hrista af
sér nafngiftina, hvernig sem
þeir hafá reynt að flaðra
upp um bæjarbúa, hefir
þeim aldrei tekist að sann-
færa Reykvíkinga um að
þeir, framsóknarmennirnir,
eigi ekki nafngiftina skilið.
Auðvitað getur hver maður
sagt sér sjálíur, að það er
erfið aðstaða, að standa á
biðilsbuxunum frammi fyrir
kjósendum með þenna stimp
il bak og fyrir. Enda svíður
Framsókn sárt undan því, að
allt skjall hennar og flaður
við Reykvíkinga fyrir kosn-
í ingar hefir ætíð sætt kaldri
> fyrirlitningu bæjarbúa.
j Þessa kjósendur hefir hún
aldrei getað blekkt.
Tilgangslaust er fyrir fram-
sóknarmenn að reyna að
sannfæra bæjarbúa um það
að þeir séu vinir þeira. Til
þess talar fortíðin of skýru
máli um innræti þeirra gagn
vart Reykjavík. Þeir hafa séð
ofsjónum yfir þeim miklu
framförum, sem hér hafa
oröið undanfarna áratugi.
Þeir hafa talið Reykvíkinga
lægri manntegund en aðra
landsmenn, og nefnt þá einu
nafni „grimsby-lýð“. Þeir
hafa ekki farið ieynt með
það, að þeir teiji Reykjavík
vei’a snikjudýr á þjóðinni og
þess vegna verði að stöðva
vöxt hennar og viðgang.
Er ekki nokkuð langt gengið
að halda því fram, að slíkir
menn séu þeir einu sem ó-
liætt sé að trúa fyrir fram-
tíð Reykjavíkiu?
í nálega hverju blaði Tímans
þessa dagana er hvatning
til bæjai'búa að velja nú
„nýja menn“ til þess að
stjórna höfuðborginni. Þess-
ir „nýju menn“ sem eiga að
taka hér við völdum í bæn-
urn, eru framsóknarmenn,
sem fyrir hvei’n mun vilja
stöðva framfarir í bænum og
kommúnistar, sem mundu
láta það vei’ða sitt fyrsta
verk að hneppa manndóm
Reykvíkinga í þi'ælsfjötra
þjóðnýtingar og ófrelsis.
Furðuiegt plagg.
800 ifaúiir...
Framh. af 1. síðu.
með einu sinni emx Jiug sinn
trl Reykjavíkurhæjar. Og
enn á ríkissjóðoir vangoldn-
ar 6 millj. kr. til þess að
standa við skuldbindingar
sínar í þessu efni.
Samt áætluðu þeir aðeins 4
millj. kr. á fjárlögum 1958 til
útrýmingar heilsuspillandi hús-
næði á öllu landinu. Sýnir þetta
vel, hve mikil alvara þeim er
með skrifum sínum um hús-
næðismálin í Reykjavík.
Hinn 21. nóv. sl. var sam-
þykkt í bæjarstjórn tillaga
Sjálfstæðismanna, sem var
miðuð við að árlegt framlag
bæjarsjóðs til útrýmingar
heilsuspillandi húsnæði yrði a.
m. k. 10 millj. kr. Var hún á
þessa leið:
„Bæjarstjórn skorar á þing-
menn Reykvíkinga að beita sér
fyrir þvi, í samvinnu við aðra
fulltrúa sveitarfélaga, er sæti
eiga á Alþingi, að framlág rík-
issjóð til að útrýma heilsuspill-
andi húsnæði, sbr. 16. gr. laga
nr. 42, 1957, verði hækkað til
samræmis við það, sem ætla
má að framlög sveitai'félag-
anna í þessu skyni muni vei’ða.
Telur bæjarstjórnin, að til
þess þurfi ríkissjóðsframlagið
á fjárlögum 1958 að nema um
12 millj. kr.“ -
Þessi tillaga var samþykkt í
bæjarstjórninni með atkvæðum
alíra bæjarfulltrúa.
Samkvæmt þessari sam-
þykkt báru svo þingmenn
Sjálfstæðisflokksins í Reykja
vík fram hreytingartillögu
þess efnis, að framlag til
útrýmingar heilsuspillandi
húsnæðis yrði hækkað úr 4
millj. kr. í 12 miHj. kr. á
fjárlögum.
Þá gerðist hað, að þing-
menn vinstri flokkanna
felldu á Alþingi það sem
fulltrúar þeh’ra höfðu sam-
þykkt í bæjarstjórninni.
Á þessu geta Reykvíkingar
séð hvér hugur fylgir máli
„Gula bókin“ sem stjórnar-
flokkarnir ætluðu að leyna
. fram yfir kosningar, hefir
vakið verðskuldaða athygli
bæjarbúa. Með henni átti að
laumast aftan að fcæjarbúum
eftir kosningarnsr og gera
að lögum tillögur, sem
munu svipta þá öllum um-
ráðarétti yfir húseignum
sínum. Annað eins plagg
hefir ekki sést í nokkru
landi þar sem lýðræði og
pei’sónufrelsi á að vera ríkj-
andi. En stjórnai’hérrarnir
hafa ef til vill talið að nú
væri orðið svo lítið efth af
pei’sónufrelsi og lýðræði á
íslandi, að hægt væri að
bjóða landsmönnum hinar
„gulu“ þræla-tillögur.
Það hefði einhvern tíma þótt
saga til næsta bæjar, ef rxk-
isstjórnin hefði látið semja
og lagt fram tillögur, sem
svipti fólkið algerlega ráð-
. -stöfunarrétti. á eignum sín-
•; um. Menn mega ekki selja
1 > húseignir sínar sjálfir. Þeir
eru ekki sjálfráðir að leigxa
þæi'-. Um það sér sérstök
ríkisstofnun. Menn eru með-
höndlaðir eins og. þeir yæ.i
, ómehritáðúr bg huhdíldtur
ski’ælingjalýður, sem ekki
væri þorandi að trúa fyrir
almennum mannréttindum
og frelsi til persónulegra á-
kvarðana.
Af sambúð framsóknar og
- kommúnista hafa vaxið marg
ir kynlegir kvistir. Þetta er
einn af þeim og mai’gir eiga
enn eftir að koma fra n.
Þótt þessir rekkjuna..xar
séu um margt ólíkir, þá hafa
þeir þó eitt sameigialcgt:
Þeir sjá ofsjónum yfir íxam-
förum Reykjavíkur undir
stjórn Sjálfstæðismanna því
að illgirni og öfundin eru
aðalsmerki beggja.
Kommúnistar eru leiguþý er-
. lendrar heimsvaldastefnu og
svikara við. lýfiræðishug-
sjónir fólksins. En fram-
sókn hefir á 40 ára ófrægi-
legum ferli sínum jafn-n
verið reiðubúin að telja það
hagsmuni þjóðarinnar, sem
koxn henni sjálfri bezt í
valdastreitu suini.
x-D
þegar blöð vinstri flokkanna
eru að lofa bæjarbúum gulli
og grænum skógum. Sigur
þeirra í bæjarstjórnarkosning-
unúm myndi hafa í för með
sér stöðvun þeirra stórfelldu
framkvæmda, sem Sjálfstæðis-
flokkurinn vinnur nú að í hús-
næðismálunum og svipta
hundruð eða þúsundir manna
voninni um að eignast nokkru
sinni þak yfir höfuðið.
Þeir, sem búa i herskálum
og öðru heilsuspillandi hús-
næði, ættu af> minnast þess
við kjörborðið á sunnudag-
inn kemur, að vinstri flokk-
arnir á Alþingi líta svo á,
að þetta hxxsnæði sé nógu
gott handa þeim, sem í því
búa.
Kaupum flokks-
merkin!
Trúnaðarmenn á vinnustöð-
um. sem fengið hafa flokks-
merki til sölu. — Herðið nú
sóknina og seljið hvert irierki
hæsta \erðl og styikið þaimig
fjáröflun flokks ykkar sem bezt
svo sigur hans verði sem glæsi-
legastur við konmndi kosning-
ar. Skilagi’ein fjrír flokksmerk-
in þarf að hafa borizt skrifstofu
flokksbis í síðasta lagi fimmtu-
daginn 23. janúar n. k.
L.R. frumsýnir Gler-
dýrin á miðvikudag.
Leikfélag Reykjavíkur frum
sýnir næstkomandi miðviku-
dagskvöld sjónleikinn Gler-
dýrin, eftir Tennessee Williams.
Leikrit þetta var frumsýnt í
New York árið 1945 og hlaut
geysimikið lof og tvenn stór
verðlaun. Voru það verðlaun
leiklistargagnrýnenda í New
York og Donaldsonverðlaunin,
sem veitt eru fyrir sérstök af-
rek á sviði leiklistar í Banda-
ríkjunum.
Leikritið er í 2 þáttum og
gerist í borginni St. Louis í
Bandaríkjunum. Pei'sónur
leiksins eru aðeins fjórar og
leiknar af þeim Huldu Valtýs-
dóttur, Kristínu Önnu Þórar-
insdóttui’, Gísla Halldórssyni
og Jóni Sigurbjörnssyni. Leik-
stjóri er Gunnar R, Hansen.
Þýðingu á ieiki’itinu gerði Geir
Kristjánsson. Leiktjöld eru
máluð af Magnúsi Pálssyni og
ógna frelsi Reykjávikur.
Gissur Pálsson sér um ljósin.
Glerdýrin. er annað leikritið
eftir Tennessee-. Williams, sem
sýiit éx; ‘her á landi.”’
Kaupstefnan í Leipzig
haldin 2.-11. marz.
Kaupstefnan í Leipzig, sem
margir íslenzkir kaupsýsliunenn
iiafa sótt hin siðari ár og í sí-
vaxaridi mæli, verður að þessu
sirini lialdin dagana 2.—11. ma-rz
n. k.
Kaupstefna þessi á sér 8 alda
sögu að baki. Hún er ein helzta
alþjóðlega miðstöð viðskipta á
sviði alþjóðlegra vörusýninga og
lxefur auk þess það hlutverk að
auka viðskiptin milli austui’s og
vesturs. Að þessu sinni sýna á
sýningunni um 40 þjóðir og
skiptist hún í iðnaðar og vöru-
sýningu. Vörusýningunni er
komið fyi’ir í 15 stórum sýning-
arhúsum og er henni skipt nið-
ur í vöruflokka og sýna mörg
hundruð fyrirtæki framleiðslu
sina í hverjum vöruflokki
Iðnsýningin er engu veiga-
minni og er hún í útjaðri borg-
ai’innar i 40 stórum sölum og er
skipt í marga flokka.
Kaupendui’ frá 80 löndum
munu sækja sýninguna og er að
venju margt til skemmtunar
bæði leiklist og tónlist,
Á þessu ári verður haldið
áfram livirfilvinda-rann-
sóknum í Bandai’íkjimuin,
senx liafnar voru á sl. ári. —
Bandaríski flugherinn legg-
ur til 8 flugvélar, eina
B-57 og 2 T-50, til rann-
sóknanna. Þegar hvirfil-
vindar fara yfir Atlantshaf,
Karabiskaliaf og Bandarík-
in eiga flugvélar þessar að
vera á sveimi yfir hvirfil-
vindasvæðunúm til rann-
sókna.' ■ ' " '
Þriðjudaginri 21. januar 1958
Nánax-i tengsl við írlaixd.
Eftir Einar Ól. Sveinsson pró-
fessor bii’tist hér í blaðinu 15. þ.
m. ritdómur um bókina „Eyjati
græna“. Rifjaði hann þar uppi
hugmynd Séans MacBrides, fyrr-
verandi utanríkisráðheri’a íi-ska
lýðveldisins, „að íssk og íslenzfc
ferðaski’ifstofa tækju hönauni.
saman að skipuleggja hópferðir
milli landanna" .... og —
„mættu með því aukast kynni
þessara skyldu þjóða.“
Af sérstöku tilefni er rétt að
géta þess nú, að hér hafa ýmsir
haft áhuga fyi’ir, að eitthvað
væri gert í þessa átt, og er þeim
sem þetta ritar, kunnugt, að for-
stöðumenn ferðaski’ifstofa og
flugfélaga iiafa hugleitt þessi
mál, þótt ekki hafi orðið af
framkvæmdum. Fullkominn á-
hugi virðist rikjandi fyrir þess-
um málum á íi’landi, bæði á
Norður-li’landi og í lýðveldinu.,
Meðal þeirra, sem hafa mskintx
áhuga fyrir þessum málum, er
R. J. Frizzell, forstöðumað •
ur Ferðaski’ifstofu Norður-ír-
lands.
Kemst skriður á?
Nú virðast a. m. k. allsterkar
likur fyi-ir, að skriður fari að
komast á þessi mál. Meðal mik-
illa áhugamanna um þau er
Ronald Orme, fi-amkvæmda-
stjóri Loftleiða í Bi’etlandi, en
hann kom hingað snöggva ferð
í s.l. viku, svo og fi’kvstj. Loft-
leiða i Nev Yoi’k, Nicholas Cx-aig,
en á þeirra verkssviði er aukin
kynningai’stax’fsemi. Og það eru
einmitt skiptiferðalög, sem að
ofau nm getui’, sem Orme
hefur í huga, og yrði þá flogið
til Belfast, og mimdi það í flest •
um tilfellum henta vel ferða-
fólki fi’á Islandi, en höfuðborgir
beggja ríkjanna á Irlandi, Belt-
ast og Dyflin, hafa raunar hvor
um sig hin ágætustu skilyrði,
sem fyrsti dvalarstaður í skípu ■
lögðum kynningarferðum um
alls li-land.
Undirbúningsvið-
ræður í Belfast.
Mr. Orme hefur m. a. rætt
þessi mál við þá aðila í Belfast,
sem bezt skilyrði hafa til að
þoka undirbúningi áfram þar, þ.
e. við forstofumann í'íkisferða-
skrifstofunnar og fleiri aðila. Og
að sjálfsögðu voru þessi mái
rædd við forstöðumenn Loft-
leiða hér, er Mr. Oi-me og Mr.
Craig komu hér í s.1.1 viku.
Góðir gesth’ '
væntaiilegir.
Þeim, sem þetta ritar, er kunn
ugt, að i ráði er, að hingað komi
bráðlega góðir gestir frá írlandx
í kynningarskyni og í boði Loft-.
leiða, og er sú heimsókn tengd
þessum málum. Þessi heimsókn
var ekki endanlega ákveðin, er
þetta er ritað, en af henni getur
orðið mjög bráðlega, ef til vill
i þessari viku. Meðal gesta eru
þeir menn, sem mundu hvað
mest geta gert fyrir fi'amgang
málsins á Irlandi. Þeir Frizzeli
forstjóri, sem fyrr var nefndur
og Mr. Fred Gamble, aðstoðar-
ritstjóri Belfast Telegraph,
sem er útbreiddasta blað Norð-
ur-lrlands og viðlesið einnig
sunnan landamæi-anna.
Óskandi er, verði sú tilraun
gerð með skiptifei'ðalög nxilli Ir-
lands og íslands, sem hér ura
í-æðir, að vel takist, og .aö hún
vei'ði upphaf aukinna, gagxx-
kvæmra, ánægjulegra kynna
þjóðanna. Og þakkarvei’ður er
áhugi þeirra manna, íi'skra og
íslenzki'a, sem-liér hafa teklð
höndum saxnan urn ..tilraun tU ••••
frárnkvæmdár— L “ ■**’'