Vísir - 21.01.1958, Side 5
Þriðj udaginn 21. janúar 1958
VÍSIR
i
\ bi&lana jjóra.
„Tveir borgarar."
VIÐBRÖGÐ ÖKNYTTA-
STRÁKA ERU MISJÖFN, þegar
ú'pþ um þá kemst, og það þótt
þeir séu í sama bófafélaginu.
Sumir hæla sér af óknyttunum,
en aðrir benda á einhvern félaga
sinn og góla: „Það var allt
bonum að kenna. Eg gerði ekk-
ert!“
Svona fór þeim fóstbræðrun-
um í bónorðsförinni til Reykja-
vikur, Timamönnum og komm-
ímistum, þegar upp komst um
„gulu bókina". Kommúnistarn-
ir segja, að þetta sé mesta dá-
semdarrit, en félagar þeirra í
„Tímanum" reyna hina aðferð-
ina. á sunnudaginn var heldur
„Tíminn“ því fram, að það sé
hinn argasti rógur, að bendla þá
stjórnarherra við „gulu bókina“.
Hér sé ekki um annað að ræða
en bollaleggingar „tveggja borg-
ara“ í Reykjavík um það, hvern-
ig ráða beri fram úr húsnæðis-
vandræðum höfuðstaðarins.
Eitthvað mikið stóð nú til, þeg-
ar „Tíminn“ fór að tala um „tvo
iborgara" í Reykjavik, þvi að
venjan í þeim herbúðum er að
líta á Reykvíkinga sem „þegna"
stjórnarherranna. „Borgara"-
heitið hlýtur og að hafa komið
undarlega við fóstbræður
peirra í „Þjóðviljanum", þvi að
þar er venjan að bregða upp
myndum af , ,borgurum“, sem
verum, sem sitja snögggklæddir
Jiæturlangt yfir fjárhættuspilum
og „passa pottinn". Má ætla, að
Sigurði Sigmundssyni þyki ekki
mikið til þess koma að vera
bendiaður við slíka ,borgaralega‘
Effum flokks-
sjóiinn.
Sjúlfstæðismenn! Flokkur
ykkar gengst nú fyrir fjársöfn-
ur tii að standast straum af
kosning-unum. Þeir sem styrk,ja
vilja flokkinn með því að leggja
eitthvað að mörkiun i söfnunina
eru vinsamlega beðnir að koma
framlögum sinum til sluúfstofu
flokksins í Sjálfstæðishúsinu
hringja í síma 17100 og
verða þá framlögin sótt til
jþeirra. Sjálfstæðismenn. Munið
fjársöfnunina og leggist á eitt
aweð að styrkja flokkinn og
styðja mi, þegar ltður að kosn-
jjigum, og gera hlut hans sem
Ibe7tan, I ■- ' I I
liegðun, en „Tímanum" ætti að
vera kunnugast, hvað Hannes
Pálsson aðhefst.
★ ★ • ★
ÞAÐ HEFUR ALDREI ÞÓTT
STÓRMANNLEGT AÐ SVERJA
FYRIR AFSPRENGI SlN, en
það er nú það, sem stjórnarherr-
arnir í Tímaliðinu eru að gera,
þegar þeir neita faðerninu að
„gula króanuni“.
Það er hart, ef „borgararnir"
þurfa að höfða bamsfaðernis-
mál gegn Hermanni Jónassyni,
en á því sýnast nú helzt vera
líkur. Lítum aðeins á það sem
snöggvast, hverjir „borgararnir"
eru. Þeir eru sérlegir fulltrúar
aðalflokka ríkisstjórnarinnar í
húsnæðismálstjórn. Sigurður
Sigmundsson er eitt af upprenn
andi „ljósum" kommúnismans á
Islandi, sérgrein hans er „með-
ferð eignarréttarins". Og Hann-
es Pálsson frá Undii-felli hefir
um langt árabil verið aðalsér-
fræðingur Framsóknarflokksins
i húsnæðismálum.
Framsókn og Hannes Pálssoon
hafa brallað svo mai'gt saman
i húsnæðismálunum og svo oft
hafa þau gert sameiginlegar til-
raunir til þess að brjótast inn í
eignarhúsnæði Reykvikinga, að
henni þýðir ekkert að ætla að
sverja fyrir samneyti við Hann-
★ ★ ★
GULI ÓSKAPNAÐURINN
SVER SIG LlKA I ÆTTINA
VIÐ ANNAN FYRRI ÓBURÐ
FRAMSÓKNAR. Reykvikingar
eru ekki svo minnislausir, að
þeir hafi gleymt þvi, þegar
Fi-amsóknarþingmaðurinn ung-
frú Rannveig Þorsteinsdóttir
flutti frumvarpið fræga um að
úthluta hverjum Reykvíkingi
svo og svo miklum hluta af hans
eigin húsnæði og skylda þá jafn
framt til þess að taka ókunnugt
fólk inn á heimilin, allt eftir til-
vísun einhven-ar nefndar, þar
sem gert var ráð fyrir að ein-
mitt Hannes frá Undirfelli ætti
að vera formaður.
En enda þótt ekki sé um að
villast ættarmótið, verður því
ekki neitað, að tillögur „borgar-
anna tveggja" hafa náð meiri
„félagslegum þroska“, eins og
það myndi heita á Þjóðviljamáli,
heldur en tillögur ungfrú Rann-
veigar á sínum tima. Með nýjum
nefndum, skipuðum af hinu op-
inbera, — í þessu tilfelli Hanni-
bal Valdimarssyni, sem áreiðan-
lega yrði ekki gleyminn á verð-
leika fyrstu flutningsmanna til-
lagnanna — á að létta áhyggj-
um eignarréttarins af reykvísk-
um húseigendimi.
★ ★ ★
EF ÞÚ VILT SELJA HÚSIÐ
ÞITT, Reykvíkingur góður, áttu
alveg að sleppa við „húsabrask-
arana“, sem nú leiða seljanda og
kaupanda samn. Þú sleppur
einnig við ð auglýsa í „Vísi“ og
kaupanda saman. Þú sleppur
einnig við að auglýsa í „Vísi“ og
fasteignamiðstöðina og láta skrá
þig- hjá Hannesi frá Undirfelli
og Sigurði SigTmmdssyni.
Kannske hefir þú sjálfur hitt
einhvern, sem vill kaupa aí þér
húsið, fyrir það sem þú telur
viðunandi verð og borgunar-
skilmála án íhlutunar seljanda"
(þ.e. Hannesi væri enn nokkurn-
veginn frjálst að velja þann um-
sækjanda, sem honum litist bezt
á).
Það væri náttúi-lega ósköp
gaman fyrir þig að vita, að eign-
in þín seldist fyrir márkaðsverð.
En það er bara svolítill galli á
gjöf Njarðar. Sá hluti söluverðs-
ins, sem fer fram úr „mats-
verði“ sölumiðstöðvarinnar, á að
rer.na til ríkisins að langmestu
leyti. í mesta lagi fengir þú að
halda einum fimmta hluta af
þéssum „gróða"!
Segjum, að ástæðan til þess
að þú vildir selja húsið þitt %ræri
sú, að þú ætlaðir að skipta ög
fá annað, sem þér hentaði bet-
ur. Þá fer alveg eins. Þú skalt
ekki vera að hafa fyrir þvi að
leita þér að húsi sjálfur. Hann-
es og Sigurður sjá fyrir því,
blessaðir „borgararnir". Þeir
segja þér fyrir um. í hvaða hús
þú megir gera tilboð.
Nú er sá einn munur á, ef
Hannes fær að ráða, að þú verð-
ur að bjóða hæsta gangverð í
húsið, ef þú \ilt hafa nokkrar
líkur til að eignast það. Og nú
gefa þeir þér ekki eftir þessi
80% af umframverðmætinu,
sem þeir voru að stinga í vas-
ann, þegar þeir seldu þitt hús.
Nei, þú ert sannarlega ekki of-
góður til að borga fullt verð.
„Hundrað prósent“, segir Hann-
es, „hér ei' engum selt ódýrt“.
Reykvikingur góður, er þú
hættir þér í hendurnar á „gulu
borgurunum“ máttu þakka fyr-
ir, ef þeir skipa j>ér ekki að
kaupa þitt eiglð hús aftur, — að-
eins með jþe'uu mismun, að
gTóðinn“ á sölunni hefir orðið
eftir hjá Hannesi og Sigurði.
Akureyri einangruð sakir
óveðurs og ófærðar.
Engar samgöngur í lofti eöa á landi milli
Reykjavfkur og Akureyrar í heila
viku.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri, í gær.
Yfir eitt hundrað manns
bíða nu eftir fari með flugvél -
um frá Akureyri til Reykja-
víkur.
Akureyri er sem stendur
innilokaður bær frá öllum sam-
göngum í lofti og á landi. Frá
því 11. janúar sl. hefir áætlun-
arbíll ekki farið frá Akureyri
áleiðis suður og engin flugvél
frá því sl. þriðjudag. Eru þess
naumast eða ékki dæmi, að
flugsamgöngur hafi verið
tepptar svo lengi í einu milli
Akureyrar og Reykjavíkur.
Bíður fjöldi manns, bæði frá
Akureyri og nærliggjandi
sveitum eftir því að komast
suður.
í gærkveldi var stórhríð á
Akureyri og lenjuhríð í morg-
un með kafaldi og 9 stiga
frosti.
Færð er hin versta orðin á
götum Akureyrar. Margar göt-
urnar alveg lokaðar fyrir bif-
reiðaumferð og aðrar illfærar.
Strætisvagnar komast ekkert
um efri hluta bæjarins og
ganga því ekki nærri fulla á-
ætlun.
Ófærð er á vegum úti. Mjólk
urbílar, sem lögðu frá Dalvík
kl. 1 í nótt komu ekki fyrr en
kl. 9 í morgun til Akureyrar.
En þessa leið aka bílar á einni
klukkustund í góðu færi. Á
öðrum leiðum er einnig þung-
fært eða jafnvel ófært.
Frá Grimsey er símað í
morgun, að þar væri stóhríð,
8 vindstig af norðri með miklu
ofankafaldi og 9 stiga frosti.
Veðurhæð var svo mikil í gær,
Ágætur Hvatar-
fundur í gærkvöldi.
f gærkveldi efmdi Sjálfstæð-
iskvénriáfélagið Hvöt' til .bæjár-
málafundar í Sjálfstæðishús-
inu.
Var fundurinn mjög fjolsótt-
ur. Frk. María Maaek, formað-
ur Hvatar sett-i- fundínn og
stjórnaði honum. Gunnar Thor-
oddsen borgarstjóri flutti aðal-
ræðuna og minntist í upphafi
máls síns þess, að 24, jan. n.k,,
eru 50 ár liðin frá því að kon-
ur voru fyrst kosnar í bæjar-
stjórn Reykjavlkur. Taláði
hann síðan um þátt kvenna í
starfsemi bæjarins og þeim
þætti er þær hafa átt í að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur svo offe
gengið með sigur af hólmi í
kosningum.
Einnig ræddi borgarstjórf
húsnæðismálin, og viðbrögð
andstæðinganna I þeim efnunv
eins og þau koma frani í „gulu
bókinni“, heilbrigðisfnál og
skóla- og félagsmál.:
Er borgarstjóri hafði loköS
máli sínu fluttu níu félagskon-
ur ávörp og ræddu hina ýmsu
þætti bæjarmálanna og fram-
göngu Sjálfstæðismanná í mál-
efnum bæjarins.
Þessar konur fluttu ávörpj
Gróa Pétursdóttir, varabæjar-
fulltrúi, Ólöf Benediktsdóttir,
frú, Guðrún Jónasson, fyrrv.
bæjarfulltr., Piagnhildur Helga-
dóttir, alþm,, Helga Marteins-
dóttir, frú. Guðrún Gúðlaugs-
dóttir, frú, Soífía M. Ólafsdótt-
ir, frú, Helga Þorgilsdóttir, ýf-
irkennari, og Auður Auðuns,
forseti bæjarstjórnar.
Að ávörpunum loknum tók
til máls María Maack og hvatti
hún konur til samstöðu í kosn-
O ■
ingunum.
Alaður örendur
við vinnu.
í gærmorgtm snemma féll
maður á götu og var þegar ör-
endur.
Maður þessi heitir Gunnar
Hallgrímsson tii heimilis aS
Hlíðarvegi í Kópavogi, en var
staddur að Skipholti 3 þegar
hann datt niður.
Gunnar mun hafa kennt
hjartabilunar um nokkurfc
skeið.
að margir togarar lögðust þá í
var sunnan undir eyna og
halda sig þar ennþá.
Síðastliðinn hálfan mánuð
hafa Grímseyingar ekki getað
stundað sjó sökum ógæfta.
Vöröur - Hvöt - Hehndallur - Óöinn
ALMENNUR KJÓSENDAFUNDUR
Sjálfstæðisfélögin í Reykjavík efna til almenns kjósendafundar rSjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 23. jan. kl. 8,30 e.h.
Ávörp flytja:
Ólafur Thors, form. Sjálfstæðisflokksins
Auður Auðuns, forseti. bæjarstjórnár
Úlfar Þórðarson, læknir
Birgir Kjaran, hagfræðingur
Sigurður Sigurðsson, yfirlæknir
Gísli Halldórsson, arkitekt
Björgvin Fredrikssen, verksmiðjustj.
Guðjón Sigurðsson, iðnverkamaður
Þorv. Garðar Kristjánsson, lögfræðingur
Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri
Allt stuðningsfólk lista Sjálfstæðisflokksins velkomið á fu ndinn meðan húsrúm leyfir.
Siálfstfleðisfélöpin í Revkiavík.