Vísir - 25.02.1958, Side 5

Vísir - 25.02.1958, Side 5
ÍÞriðjudaginn 25. febrúar 1958 VÍSIE IMúverandi verkun á skreiðinni er útgerðinnv til stérfellds tjéns Verja þarf fiskinn fyrii r vættii, svo ver6i fyrir jc Arið 1949 fór eg til ftalíu, kynntist eg þá einum kunn- asta og stærsta fiskkaupmanni þar í landi, Maður þessi spurði mig mikið um skreið' — og sagðist vilja kaupa mikið magn ' af íslénzkri skreið. Eg tjáði honum eins og satt var, að ís- lendingar væru enn ekki farn- ir að framleiða þessa vöru. En eg lofaði þessum áhugamanni að segja þessar frégnir, urn mikinn markað á Ítalíu — og gott verð, sem og hvetja út- gerðarmenn til þess að hefjast þegar handa um framleiðslu skreiðar á næstkomandi vertíð, þ. e. árið 1950. Þegar eftir heimkomu mína hringdi eg til kunnustu at- hafnamanna í útgerð í Reykja- vík, Hafnarfirði, Suðvestur- landi' og víðar og sagði þeim þessar mikilvægu fregnir. Auk þess hvatti eg ónafngreinda menn til þess að hefjast þegar handa um skreiðarframleiðslu. Enda var verð á skreið í Ítalíu mjög hagkvæmt — og eg gat tryggt öruggan grundvöll fyrir viðskiptum. Enginn vildi sinna þessu þá — og eru mér sérstak- lega minnisstæð svör eins af kunnustu útgerðarmönnum þá. — Hann benti á allskonar örð- ugleika, eins og t. d. að ekkert efni væri til í fiskhjalla. Eg - svaraði því til að útgerðarmenn - væru því vanir að kaupa inn allar nauðsynjar sínar fyrir vertíð hverja — og væri því engin sérstæður vandi hér í vegi. Sem sagt, útgerðarmenn höfðu þá ekki fengið áhuga fyrir þessari verkun. Grein í Vísi fyrir áramót 1949/50 um skreið og fleira. Mér var ljóst að hér var um sð ræða mikið hagsmuna- og velferðarmál fyrir útgerðina. Hafði einnig mikinn áhuga fyr- ir að koma þessu máli í fram- kvæmd. — Eg tók því það ráð að skrifa í Vísi nokkru fyrir ofangreind áramót. Lagði eg til, að miðað væri við hina miklu sölumöguleika — og ágætt verð, að hert yrði 35— 40% af öllum þorskafla, enda var þá dauf eftirspurn eftir saltfiski. Taldi eg að auki þessa verkun kostnaðarminni en ' aðra verkun. Samtímis taldi eg hj-ggilegt aðskipulögð yrði verk un á fiskafla landsmanna, eft- ir því sem hagkvæmast teldist. Vertíðina 1950 hófst skreiðar- fframleiðsla og nam magnið það ár 93.600 kg. Magn skreiðar á ári hefir hæst komist í tæpar 13 þús. smálestir. Verja þarf skreiðina vætu í ©kkar regnsama Iandi. (Samanber grein í Morgun- blaðinu 1. maí 1957). Arið 1940 verkaði eg skreið í Vestmannaeyjum. Eg hafði yfirbreiðslu yfir þriggja þurrk- hæða hjalli. Breiddi æfinlega yfir hjallinn þegar væta var i vændum, en tók hvert sinn.yfir breiðsluna af þegar sólar naut. Enda var sú skreið .ekki sam- bæi'ileg- að útliti við frámleiðsí- una nú. Miklu þykkri — og allt að því eðlilegur roðlitur. í of- an áminnstri grein taldi eg að skreiðin rýrnaði óeðlilega vegna hinnar miklu vætu — og iéttist af’ þeirn sökum um 10 a fhundraði. Árið 1956, sem eg legg til grundvallar þessari grein, voru vætudagar í Vest- mannaeyjum 75, á Suðvestur- landi- 65 dagar af þurrkunar- tímabilinu 4 .mánuði eða 122 dagar. Það mun koma fyrr eða síðar fram á daginn að verja þarf skreiðina fyrir vætu. Bæði vegna betrí vörugæða, þyngdar- auka og að ógleymdum jarð- slaganum. Ennfremur að nú er farið að hengja upp allt árið. Hr. Jóhann J. E. Kúld, skreiðarmatsmaður skrifar í Þjóðviíjann 3. jan. s.l. grein, sem inniheldur ýmislegt mark- vert' varðandi skreiðarverkun sem vert er að taka til greina. Og ber þar hæst hve alvarlegt það er, að aðeins 10—12% er hægt að meta í 1, flokk, en 88 —90% í 3. og 4. flokk. Enn- fremur segir: „Komið geta ár, sérstaklega hér á Suðvestur- landi, sem eru mjög óhagstæð til skreiðarherzlu sökurn vot- viðra. Sérstaklega getur jarð- slagasveppurinn orðið erfiður í slíkum árum“. Þá segir og „Utlit skreiðariimar skapast fyrir hagstæða veðráttu í sumar (þ. e. árið 1957) og veðrátta á síðastliðnu vori og sumri var yfirleitt mjög hagstæð til skreiðarherzlu“. Hér er ein sönnun þess, að vætan eyði- leggur gæði skreiðar, því að hun skapar jarðslagann. Yfirbreiósla á skreiðarhjalla nnm reynast mikil vörn gegn jarðslaga, jafnvel örvggt ráð. Jóhann bendir réttilega á, að vanda þurfi betur hráefni (fiskinn), sem hengdur er upp til að framleiða góða skreið. Stjórnarformaður Samlags skreiðarframleiðenda hr. Ósk- ar Jónsson skrifar meðal ann- ars þetta í ársrit Samlagsins fyrir árið 1956. „Stærsti áber- andi gallinn var jarðslaginn, eins og áður segir, en það er við stóran að deila“. Ennfremur „Margir hafa tekið fiskinn í stæðum úti og' breitt yfir, þeg- ar vottar fyrir jarðslaga, og er það líklega rétt aðferð, en þó kostar það aukavinnu, sem þó borgar sig, þar sem mikið jarð- slagaður fiskur fer eila í úr- kast, sem selt er svo á mikið lækkuðu verði“. — Þá kemur þessi ráölegging: „En eg vil undirstrika það, að menn skuli vera vel á verði gagnvart jarð- slaganum og spara ekki að kalla á eftirlitsmanninn og fá ráð- leggingar og upplýsingar varð- andi þennan vágest í skreið- ai'verkuninni." Þótt eftirlits- maður sá, er stjórnarformaður hvetur til að sækja til að „bæta meinin“ væri gerlafræðingur myndi hann ekki ráða niður- lögum jarðslagasveppsins. Þar eru til önnur. ráð betri. Verjið skreiðina vætu og þá munu gæðajhhrtföll reynast þessi: \ ] 88% nr. 1, en 10—12% í lægri gæðaflokka. Það ætti að< vera fraintíðar- markmið skreiðarframleiðenda að bæta verkun skreiðarinnar, þannig að meginhluti fram- leiðslunnar yrði góð vara á Italíumarkaði og aðra hlið- stæða. —- ítalir kaupa árlega 16—18 þúsund smálestir. ís- lendingar eiga hægt með, ef rétt er að staðið, að framleiða 1. fl. skreið fyrir þennan mark- að, t. d. 10—12 þúsund lesta. Hinsvegar mun hagstætt — og sjálfsagt a'ð herða fyrir Afríku- markað — þó ekki verri vöru en það, að hinir þeldökku menn kvarti ekki um léleg vörugæði, eins og nú er sagt að bryddi á. Athugun á skreið árið 1956. — Sala og verkun og verð. Stuðst við ársrit Samlags skreiðarframleiðenda sem og tölur úr grein hr. Jóhanns J. E. Kúld. Ef skreiðarframleiðsla um- getið ár, smálestir 11,505, hefði öll verið hæf á Ítalíu- markað, eða aðra hliðstæða, fyrir 290 £ smál. kr. 13,253, hefði söluverð skreiðar numið kr. 152,475,765. Reynslan var hinsvegar sú, að 88% af lieildarframleiðslu, eða smál. 10.124 var selt til Afríku (fyrir £ 81 minna verð pr. smál.) eða £ 209, kr. 9551. Samtals kr. 96.694.324. — En til Ítalíu umgetið ár, var aðeins seld 1381 smál. á £ 290. Fyrir kr. 16.302.393. — Þessi óhagstæða útkoma vegna Afríku-sölu, miðað við ítalíu- verð, nemur kr. 39 milljónum og tæplega háífri. Með góðu hráefni, sem og skreiðin varin vætu, hefði þessi stóra uppliæð getað komið útgerðinni til Iiags bóta. Ennfremur reyndist úrgangur úr 6556 smál. framleiðslu Skreiðarsamlagsins 250 smál., sem samsvarar 430 smál. af heildarframl. Verð hér reiknað fi’á.söluverði 6/47 pr. kg. Miðað við Ítalíuverð tap pr. smál. kr. 6.783.----kr. 2.916.690,— f Morgunblaðinu 1./5. ’57 taldi eg skreiðdna léttast af völdum vætu (óvarin) 10% — og er enn þeirrar skoðunar. Nú reikna eg til vara: 5% af heild- ar framleiðslu 11.505 smál. £ 290:0:0 ísl. kr. 13.253,— 575 smál. kr. 7.620.475,— Tjón samtals alls kr. 50.016.213.—. Niðurstöðutölur um tap bj'ggjast á því að öll framleiðsl- an væri hæf á Ítalíumarkað og eðlileg vikt. Enn skortir áhuga fyrir úrbótum. Enn sem kornið er hefir þessi sjálfsagða nauðsyn, að verja skreiðina vætu og útiloka hinn milda vágest, jarðslagann, ekki hlotið athygli né áhuga útgerðarmanna, þannig að mál- ið hafi fengið „byr undir báða vængi“, — því fer mjög fjarri. Þó höfum við fordæmi for- feðranna, sem um aldaraðir hafa hert skreið. Fyrst í grjót- byrgjum — og síðar af litlum efnum byggt hjalla úr timbri. Þá má einnig benda á að bænd- ur nú láta enga sátu óvarða. Hins er vert og skylt að geta, að þégar eg sj'ndi framkvæmd- arstjóra Skreiðarsamlagsins, hr. alþingism. Jóhann Þ. Jó- sefssyni fyrirmynd (Model) af nýjum 3ja hæða skreiðarhjalli með yfirbreiðslu var ■ hann fljótur að lýsa yfir að sér litist vel- á þessa hugmynd — og að sjálfsagt væri að reyna þessa þurrkunaraðferð. Stjórnarfor- maður, hr. Óskar Jónsson, tók jákvætt undir það. — Ráð- lagði J. Þ. J. mér að sækja um nægilegt fé (styrk) til Fiski- málasjóðs til að greiða þessa tií- raun með herzlu skreiðar, ein: og eg hafði hugsað það mál (Hjallur 15X6 mtr. með ? þurrkhæðum, 270 þurkmetrar).. Yfirbreiðsla í þrem stykkjum þvert yfir hjallinn, þannig af>' hliðar hjallsins eru einnig varð- ar vætu 1,5 mtr. niður og vel hugsað fyrir að festa verjurn- ar sem og taka fljótlega af. Stjórn Fiskimálasjóðs tók: það dauft í málið, að ekki tald- ist mögulegt að gjöra neitt í þessum framkvæmdum fyrir þá áheyrn. Það er þó ekki ven; að vantreysta því, að stjórnir, við nánari kynni og athúguh veiti máli þessu skilning — or>: síuðning til framkvæmda. — Enda er hér um að ræða þaf.l alvörumál fyrir útgerðina, aS úr verður að bæta. — Þar, seir.i aðeins 10—12% af skreiðar- framleiðslu er söluhæft á markað menningarþjóða fyrir fullt verð, eins og fyrr greinir. Eg hef tvisvar átt viðræður við hr. sjávarútvegsmálaráð— herra Lúðvík Jósefsson um. þetta mál og hef í bæði skiptin, mætt skilningi og velvilja,Þætt>e mér ekki ólíklegt að mál þetta ætti styrka stoð fyrir . atbeinaí ráðherrans þegar hann verður var áhuga útgerðarmanna —- og þeirra, sem að málum þess- um vilja vinna fyrir land og þjóð. — Eg leyfi mér að beina þeini. tilmælum til hr. forstjóra ein- ustu samtaka skreiðarfram- leiðenda, Samlagsins, að hanij beiti sér fyrir að koma þeiml tilraunum í framkvæmd, sem umræðir í þessari grein. Sjálfu u er eg reiðubúinn til að vinne< að þessu þjóðnýta máli í sam- ráði við hann, sem og veita: hverja fyrirgreiðslu, er eg má, eins lána og útvega teikningai yfirbreiðslur og „vera með í verki“. Vona eg að slíkt sam- starf sem hér um ræðir meg>». takast hið allra fyrsta. Páll Oddgeirsson. MJÓLKURÍSVÉLAR TIL SÓLU Hlutafélagið ÍSBORG í Reykjavík mun nú í vor hafa til sölu mjólkurísvélar af nýrri gerð, sem rutt hefur sér til rúms í Bandaríkjunum á skömmum tíma. Til sölu munu verða 40 vélar og fyrirhugað að af þeim verði 25—30 seldar i kaupstaði og kauptún utan Reykjavíkur og 10—15 í Reykjavík. Mun að- ‘eins einni vél ráðstafað á hvern stað, nema í stærstu kaupstaðina, þar sem ■ e. t. v. verða fleiri en ein vél. | 15 vélar hafa þegar verið seldar á eftirfarandi staði utan Reykjavikur: Ólafsvík Flateyri Suðureyri Bolungarvík Ísafjörður Blönduós Sauðárkrókur Sigluf jörður Ólafsfjörður Akureyri Raufarhöfn Vestmannaey j ar Keflavík (2 vélar) Hafnarfjörður og er þvi þýðingarlaust að senda unisóknir um kaup á vélum frá þessum stöðum. En óráðstafaðar 10—15 vélum á aðra staði utan Reykjavikur, og er hér með auglýst eftir kaupendum áð þeim. Jafnframt er auglýst eftii kaup^ endum- að nokkrum vélum í Reykjavík, sem óráðstafað er. ÍSBORG H.F. Austurstræti 12. — Reykjavík. Sími 1.72.77.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.