Vísir - 18.03.1958, Qupperneq 1
1
G
k*
[4.8. árg.
Þriðjudaginn 18. marz 1958
62. tbl.
Átta menn drepnir
í Kuwait.
I síðustu viku voru átta
íranskir menn drepnir í Kuwait
við Persaflóa.
Komu næstum 100 atvinnu-
lausir menn frá Iran og ætluðu
að reyna að fá atvinnu við olíu-
jindirnar í Kuwait. Lögreglan j
bannaði þeim að stíga á land,
en er þeír gerðu það samt, var
hafin skothríð á þá með ofan-
greindum afleiðingum. Hinir
mennirnir voru handteknir og
fluttir yfir til Irans undir eftir-
liti. ■ ÍÉ.
Þingkosningar
á Ítalíu.
Þingkosning-ar fara fram á ft-
a.líu í maí.
Þingrof, sem nær til beggja
þingdeilda hefur farið fram. —
Brezk blöð eru ekki trúuð á
stórbreytingar, en Kristilegi lýð-
ræðisflokkurinn vonast til að
verða styrkari eftir kosningarn-
ar.
Ferðalangar 47 þjóða
gistu Island á sl. ári.
36—37 þús. farþegar ferðuðusí milli
íslands og útíanda í fyrra.
Hópur ungra íslendinga er nú staddur vestan hafs, þar sem
þeir læra meðferð allskonar vinnuvéla. Myndin hér að ofan er
tekin í verksmiðju, sem framleiðir dráttarvélar og fleiri slík
vinnutæki, og verið að segja Jóni Þorvaldssyni og Þorsteini
Þorsteinssyni til um viðhald slíkra véla.
Drengur deyr
af voiaskoti.
Fjögurra ára drengur, Berg-
iar Kristjánsson, beið bana af
voðaskoti á heimili sínu á
Seyðisfirði Iaugardaginn 15.
marz s.I.
Var hann einn í herbergi með
foróður sínum nokkru eldri, sem
var að handleika haglabyssu.
Hljóp skot úr byssunni í höfuð
drengsins. Óvíst er hvort byss-
an var skilin eftir hlaðin eða
drengirnir hafi hlaðið hana
sjálfir. Foreldrar drengsins eru
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir og
Kristján Þórðarson. Bergur var
yngstur 15 systkina.
Tveir togarar í land-
heigi í
Ægir náði öðrum en hinn slapp.
Frá fréttaritara Vísis. —
Seyðisfirði í morgun.
Varðskipið Ægir tók brezka
togarann Bombardier að veið-
um eina sjómílu fyrir innan
fiskveiðitakmörkin « Lónsbugt.
Kom Ægir með togarann til
Seyðisfjarðar í gær, þar sem
kveðinn verður upp dómur í
máli skipstjórans Albert Victor
Meech í dag.
Meech skipstjóri hefur við-
urkennt að hafa verið fyrir
innan fiskveiðitakmörkin og
hefur borið það fram sér til
varnar, að hann hafi lent of
Miðfunartillaga Kanada í
Genf vekur heimsathygíi.
Landhelgín 3 míSur, en strandrgkin fái 12
mélna fiskveiðirétt viðurkenndan.
Tillaga Kanadamanna, sem
fram var borin í gær á Genfar-
ráðstefnunni, um 3ja mílna3
landhelgi strandríkja til tak-
mörkunar á fiskveiðum 12
mílur út frá ströndum sínum,
liefur vakið heimsatliygli.
Fulltrúar Noregs og írska
lýðveldisins á ráðstefnunni
studdu hana þegar.
Fyrir tillögur Kanada talaði
George A. Drew, sendiherra
Kanada í London. Stabell, full-
trúi Noregs, kvað tillöguna
fara í þá átt,- sem Norðmenn
vildu, og Mirrossey, fulltrúi
írska lýðveldisins kvað með
henni fullnægt sanngjörnum
kröfum smáríkja, sem yrðu að
þola ofveiði af völdum annarra
þjóða.
Menn virðast gera sér all-
miklar vonir um miðlun á
grundvelli þessarar tillögu.
★ Mikil flóð voru í Sidney í
Ástralíu fyrir skemmstu og
flæddi vatn í göng neðanjarð-
branta, svo að þúsimdir far-
þega komust ekki leiðar sinn-
ar.
innarlega, en byrjað að draga
inn vörpuna þegar hann áttaði
sig' á því. En í því kom Ægir.
Enginn fiskur var í vörpunni,
þegar hún var innbyrt, en skip-
ið var með 600 kitt af fiski í
lest. Bombardier er stór og
hraðskreiður togari og er það
talin sérstök heppni að Ægi,
sem er gangvana skip, skyldi
heppnast að ná honum.
Skammt þar frá og þó
nokkur nær landi var annar
togari að veiðum, þegar Ægi
bar að. Ekki var hægt að
greina 'þjóðerni hans, en
hann beið ekki eftir varð-
skipinu og var á hak og burt
eftir litla stund.
Er það álitið, að ef varð-
skipið Þór hefði verið þarna í
stað Ægis, hefði auðnast að ná
báðum landhelgisbrjótunum.
Bombardier er fyrsti enski
togarinn, sem tekinn er í land-
helgi á þessu ári.
Réttar veBurspár
90 daga af 100.
Veðurfræðingar víða um
heim gera sér vonir mn, að er
íímar líða, verði unnt að birta
áreiðanlegar veðurspár lengra
fram í tímann en nú.
Samkvæmt skeyti frá Vínar-
borg segjast veðurfræðingar
þar nú geta spáð um veðrið
næstu 3—5 daga svo örugglega,
að ekki skeiki hverja 90 daga
af 100.
Á árinu sem leið ferðuðust
8626 farþegar milli íslands og
tlanda og er það örlitlu færra
n árið næsta á undan, en þá
ar farþegafjöldinn alls 36916.
Til útlanda fór rúmlega halm-
ígur þessa hóps, eða 18489 far-
egar. Af þeim voru 9161 Islend-
ngar og 9328 útlendingar. Til Is-
i lands komu á árinu 18137 manns,
þ.e. 8858 íslendingar og 9279 út-
lendingar. 1 þessu sambandi má
geta þess að íslenzkar skipshafn-
I ir sem fara utan þeirra erinda að
sækja skip, eru aðeins skráðar á
leiðinni til útlanda, enda ferðast
þær þá sem farþegar, en þegar
þær koma heim aftur eru þær
skráðar sem skipshafnir, en ekki
farþegar. Hér eru því ekki að
öllu leyti rétt hlutföll i tölu
þeirra Islendinga, sem fara utan
og koma heim.
Samkvæmt framanskráðu hafa
18019 íslendingar tekið sér far
milli Islands og útlanda á árinu
sem leið en 18607 útlendingar.
Mjög er það áberandi hve far-
þegaflutningar fara sívaxandi
með flugvélum, en dregur hins-
vegar að sama skapi úr þeim
með skipum. Af þeim 36626
manna hópi sem ferðaðist milli
landa á árinu sem leið, fóru
27638 alls með flugvélum, eða
meira en þrír af hverjum fjórum
farþegum. Tæp 9 þúsund manns
ferðuðust með skipum, þar af
Hellisheiðí fær
öllnm bílum.
I g-ær var Hellisheiðarvegúr
ruddur og er nú fær ölluin bif-
reiðum.
Vegir eru nú sem óðast að opn
ast til umferðar við hlákuna síð-
ustu dagana, en vegir eru sums
staðar mjög blautir og jafnvel
þungfærir orðnir af þeim sök-
um.
4Q75 farþegar sem fóru til út-
landa og 4913 manns sem komu
hingað til lands.
Samkvæmt upplýsingum út-
lendingaeftirlitsins eru júlí- og
ágústmánuðir mestu ferðamán-
uðir ársins og þar næst júni og
september, en minnst er ferðast
fyrstu þrjá mánuði ársins. Helztu
ferðalangarnir þá eru Færeying-
ar, sem koma á vertíð.
Á árinu sem leið voru það
menn af 47 þjóðerni, sem gistu
Island — og reyndar þó fleiri því
útlendingaeftirlitið fer eftir rík-
isfangi. Þannig eru t.d. Færey-
ingar og Danir taldir til sömu
þjóðar.
Af útlendingum eru Banda-
ríkjamenn sú, þjóðin sem mest
sækir Island heim, og á árinu
sem leið komu hingað 2432
Bandaríkjamenn. Hermenn eru
þó ekki taldir í þessum hópi.
Raunar eru Danir taldir enn
þá fjölmennari, eða 3300 talsins,
en þar eru Færeyingar í meiri
hluta, fólk sem starfar hér á
vertíðinni.
Aðrar fjölmennustu þjóðir,
sem ísland gista eru Bretar 854
talsins, 785 Þjóðverjar, 539 Norð-
menn, 401 Svíi og 122 Frakkar.
Síldin horfin úr
Eyjafirði.
Frá fréttailtara Vísis.
Aknreyri í gærmorgun.
Síldin, seni gekk inn Eyjaf jörð
fyi-ir röskri viku í þykkum og
niiklum torfum, er horfin aftur.
Um fyrri helgi og framan af
síðustu viku var allgóð síldveiði
í firðinum en dró úr veiði þegar
á leið vikuna og á laugardaginn
fannst engin síld þrátt fyrir leit.
Atvinnuhorfur vænlegri
í Bandaríkjunum,
vegna róttækra ráðstafana til að
stemma stigu við atvinnuleysinu.
Demokrataleiðtoginn Johnson í
Bandarikjumuu sagði í gær, að
liann teldi betur liorfa um lausn
atvinnuleysisvandamálsins en
fyrir nokknim dögum.
Bæri tvennt til, þingið hefði til
meðferðar frumvörp varðandi
framkvæmdir, sem 2 millj.
manna myndu fá atvinnu við, en
fleiri myndu á eftir koma. Þing-
ið myndi ekki tefja framgang
nauðsynlegra ráðstafana. Hitt
væri, að ríkisstjórnin hefði tekið
viðbragð við vaxandi gagnrýni,
og léti nú hendur athafna standa
fram úr ermum.
Eisenhöwer ávarpar konur úr
flokki republikana í dag. Talið
er, að hann kunni þá að víkja að
skattalækkun, sem ráðstöfun til
þess að stemma stigu við at-
srínnúleysl, ;,