Vísir - 22.03.1958, Qupperneq 5
ÍÆúgardaginn 22. marz 1958
Vísa ■ . ; .. r/--.
Leíkféiag stúdenta, Dyffirmi:
Irskir ieikþætfir.
Frumsýning í Iðnó í gær.
Rhona Betson og Miehal Lovvey í „Kossinn“.
Frumsýning var í Iðnó í jyrra
kvöldl á sýningu Leikjélags
stúdenta í Dyjlinni á jjórum
írskum einþáttungum, ejtir
heimskunna írska höjunda,
Fyrsti leikþátturinn var Koss
Inn (The Kiss) eftir Austin
Clarke, og fóru þau Rhona Bet-
son og Michael Lowey með hlut
verkin. Vakti leikur þeirra
beggja hrifni, enda skiluðu þau
hlutverkum sínum með ágæt-
um. Komu þegar fram í þess-
ari leiksýningu hin sterku á-
hrif þeirrar hefðar, sem er bak-
hjarl þeirrar listar, sem hinir
ungu stúdentar kynna hér,
samtvinnuð ást á listinni, gagn-
hugsun á verkefninu og ná-
kvæmri þjálfun, svo að árang-
urinn vekur furðu, þar sem
margt er gert á mörkum full-
komnunar, af ungu fólki, sem
þegar hefur sumt náð langt á
erfiðum námsfei'li eða jafnvel
náð þar settu mai’ki (a. m. k.
tvær stúlknanna hafa t.d. tek-
ið B.A.-próf í sínum greinum).
Næsti leikþátturinn var Bylt-
ingin með tunglkomunni (The
Rising of the Moon) eftir Lady
Gregoi’y. Þar leika þeir Patrick
McEntee, Patrick Laffan, Brian
Quinn og Michael Higgins.
Mest reynir þar á Patrick Mc-
Entee, sem leikur lýðveldis-
sinnann, sem hefur dulbúið sig
sem götusöngvara og Patrick
Laffan, sem leikur lögreglufor-
ingjann,enfyrir áhrif lýðveldis-
sinnans, sem hann á að hand-
sama, leysist frelsisþrá hans úr
dvala og hann hjálpar honum
í stað þess að handsama hann.
Þessi þáttur er áhrifamikill í
einfaldleik sínum og ætti að
vera auðskilinn skyldri þjóð,
sem einnig hefur verið kúguð
og þráð frelsið.
Milli þátta söng Rosallyan Mc
Menamin hið gullfallega þjöu-
lag Danny Bov, og vakti með-
ferð hennar á því og framkom-
an öll óskipta hrifni.
Þriðji þátturinn var Köttur-
inn og máninn (The Cat and
the Moon) eftir Yeats, en þar
er ,,lýst dáleiðsluáhrifum mán-
ans á einn í’áfandi kött“, en
förumenn (líkami og sál) leita
heilsubrunnsins, sem um getur í
írskum þjóðsögum. Með hlut-
vei'k lamaða mannsins fór
Patric McEntee og Patrick
Laffan með hlutverk blinda
mannsins. Leystu þeir — og
einnig hljóðfæraleikarai'nir
þi’ír t— hlutvei'k sín ágætlega
af hendi.
Fjói’ði þátturinn var Helreið-
in (Ridei's to the Sea), eftir
John M. Synge, en í þessum
þætti, sem gei’ist á vesturströnd
Irlands, er lýst fólki, sem er
svo nátengt hafinu, að niður
þess er sem undirspil, er aldrei
þagnar i hugai’heimi þess. Magn
þrunginn örlagaþáttur, sem ís-
lenzkur áhoi'fandi mun skilja
og lifa sig inn í, þótt hann
skilji ekki orð af því, sem fram
fer á leiksviðinu. Leiklistin
náði, að ég hygg, einna hæst í
þessum þætti, og bar þar hæst
Ann O. Dwyer, sem lék Mau-
roya, móðurina.
Mun áhorfendum seint úr
minni líða þessi þáttur, einkum
lokaatriðið, er ástvinii’nir hafa
safnazt saman syrgjandi kring-
um lík eina sonarins, sjódrukkn
aða, er eftir var.
Húsfyllir var og voru leik-
endur kallaðir fi’am margsinnis,
að leiksýningu lokinni.
Þessi frumsýning var, að
mínu viti, viðburður í leiklist-
arlifi okkar, og hafi frændur
okkar þökk fyrir.
Axel Thorsteinson.
HRINGUNUM
FRÁ
Hún læddist hljóðlega út úr
svefnherbei’ginu til þess að vekja
ekki son sinn. Hún var rétt að
komast niður í stigann, þegar
hún vai’ð þess vör, að hún var
ekki ein. Það var dimmt í stiga-
ganginum. Samt heyrðist ekki
nokkurt hljóð.
Hún fór afar varlega og hélt
niðri í sér andardrættinum til
þess að láta ekki heyra í sér. Hún
gægðist yfir handi'iðið. Á meðan
hún stóð þarna hreyfingarlaus
og hlustaði heyrðist afar lágt
hljóð, eins og skrjáf í blöðum í
vindi. Taugar hennar voru
spenntar til hins ítrasta.
Var þjófur í húsinu? Og
Keith mundi ekki koma heim
fyrr en eftir max’ga klukkutima.
Það var langt í næsta hús og sím-
inn var í ski'ifstofunni, þar sem
þjófurinn var.
Mestur hluti mánaðarkaups
Keiths og allt, sem hann hafði
spai-að saman í tvö ár, til þess
að geta gert við húsið, var þarna
í skrifstofunni. Hvað oft hafði
hún ekki beðið hann að leggja
heldur peningana inn á banka?
Hún vai'ð að hafast eitthvað að.
Göngustafurinn hans Keith lá
þarna á borðinu. Hann hafði skil-
ið hann þarna eftir, þegar hann
kom inn frá því að viðra hund-
inn um kvöldið. Hvar var Major
núna? Hann var náttúrlega stein-
sofandi fyrir aftan húsið og lét
sig dreyma um stór, matarmikil
bein. Ef þetta hefði verið velkom-
inn gestur í staðinn fyrir inn-
brotsþjófui', hefði Major gelt á
hann eins og óður væri.
Hún læddist lengra niður og
nálgaðist nú stafinn og loks hélt
hún á hónum og kreisti hann og
vó í hendi sér. Svo dró hún djúpt
andann og leitaði með vinstri
höndinni eftir kveikjaranum.
— Eg skal láta yður kenna á
þessum hérna, hrópaði hún og
reiddi stafinn til höggs, ef þér
farið ekki frá simanum.
Maðurinn snerist á hæl.
Það var dauðaþögn i nokkrar
mínútur.
Hún stóð sem agndofa, hún
ætlaði ekki að trúa sínum eigin
augum, en loks gat hún stunið
upp:
— MARK. Þetta getur ekki
verið þú. Þú ert dauður.
Svitinn rann niður kinnarnar.
En þetta voru samt augun
hans Marks, á því var engin efi.
Og munnurinn. Þetta var þá
maðurinn, sem hún hafði einu
sinni elskað og gifst — þessi
aumingjalegi maður. *
— Guð hjálpi mér! Þurfti ég
þá einmitt að lenda á þessu eina
húsi — átti ég þá einmitt að
brjótast inn i þetta hús. Hringdu
ekki i lögregluna! Gefðu mér
eitt tækifæri!
— En Mark — þú varst dáinn.
Við jörðuðum þig.... en svo
gat hún ekki sagt meira.
Hún sá það fyrir augunum á
sér: gamla bílinn og lögreglu-
þjónana allt i kringum brenndan
líkama mannsins. Þetta hafði
verið Mai’k. Þetta var hringur-
inn hans — þetta voru leifarnar.
— Það var nú einmitt það
bezta við allar mínar áætlanir,
tautaði hann. Þegar ég sá, að
leikurinn var tapaður, var ég
ekki lengi að skipta um gervi
við Mike, láta hann fá sitt af
hverju af minum eigin eigum og
fötum, sem ég vissi að þú mund-
ir þekkja. Líkið var allt of mikið
brennt til þess að nokkur gæti
þekkt hann. Eins og málin stóðu,
vorum við búnir að krækja í 98
þús., og ég hafði ekkert á móti
því að kasta eign minni á þau
einn.
— Og þú hugsaðir aldrei eitt
augnablik um mig? Ekki um
það, hvað af mér yrði — ekki
neitt?
— Við skulum nú ekki vera að
rifja þetta upp, elskan.
Hún leit með fyrirlitningu á
hann, þegar hann ypti öxlum.
★
Hann hafði alltaf verið ræfill,
en ástin hafði gert hana blinda,
svo blinda, að hún giftist honum.
Þannig hófst það.
Smátt og smátt voru öll fallegu
húsgögnin sótt til þeirra aftur,
af því að hann greiddi ekki af-
borganirnar. Og áður en langt
leið, sá hún, að allir kunningjar
hans voru ræflar, vasaþjófar og
slarkarar.
Svo datt honum allt i einu
siíjallráeði í hug. Áætlunin um
gróðrarfyrirtækið! Auðvitað
sagði hann henni aldrei frá þvi.
Það eina, sem hún sá og vissi,
var allt umstangið á baklóðinni,
þar sem Mark og vinir hans
máluðu gamla bíla, rannsökuðu
skjöl og ráðslöguðú óendanlega.
Þetta gekk allt vel, Þeir höfðu
rekízt á bílinn, sem ók vikulaun-
unum til starfsfólksins í súkku-
laðiverksmiðjunni, hrifsað til
sin töskuna með fénu, og stokk-
ið upp i bílinn sinn, sem bsið á
horninu. Svo óku þeir burt og
skiptu um bil og héldu áfram i
honum út úr bænum og komu
peningunum undan.
En þegar þeir voru komnir
nokkra kilómetra út á þjóðveg-
inn, höfðu þeir rekizt á beljuna,
sem var á beit við vegarbrún-
ina. Þeir hlutu að hafa verið á
120 km. hraða, eftir farinu að
dæma, sem bíllinn skildi eftir
sig. Bíinum hvoldi og svo kvikn-
aði í honum, þar sem hann lá á
hvolfi í skurðinum. Þar fannst
Mark — eða var það þá Mike —
hann lá þar á bakinu — stein-
dauður.
Lögreglumennirnir höfðu ver-
ið mjög nærgætnir við hana,
eins og þeir fyndu það á sér, að
hún ætti skilið að eiga betri
manii en Mark. Þeir spurðu hana
ekki margs, ekki nema þess
allra nauðsynlegasta. Þeir hjálp-
uðu henni, þegar hún kom til
þess að staðfesta, að þetta væri
Mark, og þegar öllu var lokið,
fannst henni eins og mikilli
byrði væri af sér létt. Loksins’
hafði hún fengið hvíld og ró. Nú
þurfti hún aldrei framar að
kviða, þegar barið var að dyrum.
Aldrei þurfti hún oftar að horfa
í þessi hatursfullu augu karl-
mannsins. Það var mikil mildi,
að þau skyldu ekki hafa eignast
börn.
Nú gat hún byrjað nýtt lif.
En hún hafði gleymt nábúun-
um. Þeir unnu henni þess ekki
að geta byrjað nýtt líf. Það var
ekki það, að þeir segðu mikið,
það var bara þetta augnaráð.
Það var jafnvel verra en hitt,
verra en nokkuð annað.
Hún varð að flytja. Fá aðra
stöðu, vinna, vinna og gleyma.
Hún var búin að vera ekkja 1
fjögur ár, þegar hún hitti Keith.
Þá fannst henni hið liðna vera
eins og martröð, vonudur draum-
ur, sem enga þýðingu hefði lerig-
ur.
Þeir voru ólíkir menn, Mark
og Keith. Keith fór að heiman
kl. 8.25 og kom heim aftur kl.
5.30, nema á föstudögum — eiris
og i kvöld — þá stanzaði liaim
hjá vinum sínum í bænum.
Núgreip óttinn hana.
Þau voru þá ekki gift, Kéitli
og hún.
Hérna var maðurinn hennar
— þessi, sem neri saman hönd-
unum og starði á hana. Húm
fylltist viðbjóði. Hann hafði eng-
an rétt til þess að lifa. Engan
rétt til þess að standa þarna fyr-
ir framan hana, svona ljóslif—
andi.
En svo kenndi hún í brjósti uni
hann.
Hann hafði alltaf dreymt um
að verða eitthvað, afreka eitt-
hvað. Alltaf óskað þess að eign-
ast peninga og geta lifað lífinu.
Að sjá hann núna: ræfilslegur,
óhreinn, flóttalegur, illa til fara.
Hvað hafði á daga hans drifið,
siðan hann lék dauða manninn.
Hann hlýtur að hafa verið i fel-
um — sihræddur — alltaf hrsé'dcl
ur um, að hann mundi þekkjast.
Ekki þorað að nota sitt eigið
nafn.
★
Hún tók skjóta ákvörðun.
— Hvað gerðir þú við alla
peningana? Af hverju ertu far-
inn að stela aftur?
— Hvað kemur það þér vi6?
Og þannig hélt það áfram:
— Nú, mér er svo sem samá
þó að þú vitir það. Það voru
menn, sem vissu of mikið.
— Og þeir hafa hrætt út úr
þér peningana! Jæja, heyi’ðu. Eg
á hálsmen uppi — verðmætt háls
men. Ef þú ferð burt og lætur
mig aldrei sjá þig eða heyra oít-
ar, og lætur aldrei neinn vita,
að þú sért á lífi, skaltu fá það.
Það er ekkert í skúffunum
hérna. Þú eyðir bara tímanurri.
Þetta er síðasti staðurinn, sem
ég mundi geyma peninga, það
ættir þú að vita. Heldur þú, að
ég hafi ekki lært neitt á því að
vera gift þér?