Vísir - 02.04.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 02.04.1958, Blaðsíða 4
vísra Miðvikudaginn 2. apríl 1958 íltdráttur úr ræðum Hans G. Ander- sens og Jóns Jónssonar á Genfar- ráðstefnunni. I ræðu fulltrúa íslands á ráð- stefnu í Genf, þeirra Hans G. Andersens ambassador og Jón Jónsson forstjóri fiskideildar At- vinnudeildarinnar er greinilega mörkuð afstaða Islands til rétt- arreglna á hafinu, en það er við- fangsefni raðstefnunnar. 1 ræðu þeirri, er Hans G. And- «rsen flutti þann 18. marz á fundi 1. nefndar segir hann: „Við höfum þráfaldlega bent á, .að til þess að tryggja fiskveiðar strandríkis er ekki nauðsynlegt að miða við landhelgina, og að það getur jafnvel haft mikla ó- kosti að gera það, þar sem land- helgin felur í sér svo margt ann- að, sem ekki kemur fiskveiðum við. Þess vegna er óþarft að rugla saman hugtökunum um landhelgi og fiskveiðilögsögu. Að því er okkur Islendinga varðar, höfum við ekkert á móti þröngri landhelgi, svo fram arlega, sem hin lifsnauðsynlega lögsaga okkar yfir fiskveiðum nndan ströndum landsins er nægilega tryggð með einhverju móti. Þetta hefur verið sjónar- mið íslenzku ríkisstjórnarinnar í mörg ár. Við skulum nú athuga tillögur nefndarinnar í 66. grein frum- varpsins, um svæðið, sem ligg- nr næst landhelginni. Þar viður- kennir nefndin viss i-éttindi á nákvæmlega sama hátt og eðli- legt væri að láta gilda um fisk- veiðarnar. En nefndin telur að- eins upp tollgæzlu, heilbrigðis- eftirlit og þess háttar, og er því í þeirri upptalningu gengið fram hjá fiskveiðum. Síðan eru ákvæðin um land- grunnið. Enda þótt þau séu til nmræðu í annari nefnd, er nauð- synlegt að geta um þau hér, af þvi að þau skipta máli í þessu sambandi. Grynningar land- grunnsins eru, eins og ég gat um áðan, grundvöllur fiskveiðanna við strendur landsins, af þvi að þær eru hinar hagstæðustu hrygningar- og uppeldisstöðvar. Frumvarp nefndarinnar fjallar aðeins um réttindi, er varða vinnslu á olíu og málmum á sjáv arbotni og í jarðlögum undir hon um, svo og um botnveiðar vissra skelfiska. Frumvarp nefndarinnar, þar sem það fjallar um landgrunnið ieysir ekki vandamálið um lög- sögu strandríkis yfir fiskveiðum undan ströndum landsins. Kröfur um sérstök fiski- veiðaréttindi á grundvelli efnahagsaðstæðna. Athygli nefndarinnar hafði verið vakin á tillögu þess efnis, að þar sem þjóð byggir afkomu sina á fiskveiðum undan strönd- um sínum, ætti hlutaðeigandi ríki að hafa rétt til lögsögu yfir fiskveiðum innan sanngjarnra takmarka frá ströndinni með hliðsjón af aðstæðum, þegar siíkt er nauðsynlegt, til þess að varðveita afkomu þjóðarinnar. Var það lagt til, að í slíkum til- vikum gæti komið til mála að færa út landhelgina eða að sér- stakt viðbótarbelti yrði viður- ■kennt í þessu skyni. Þegar nefndin hafði rætt þetta atriði um stund, komst hún að raun um, að hún hefði ekki að- stöðu til að athuga nákvæmlega hvað í því fælist og að hve miklu leyti væri hér um sérréttindi að ræða. Nefndin viðurkenndi hins vegar, að þessi tillaga svo og reglan um að í vissum tilvikum hefji þjóðir ekki veiðar á svæð- um þar sem þær hafa ekki stund að veiðar áður, kunni að byggj- ast á hagsmunum, sem þjóðar- réttinum beri að viðurkenna. Þjóðir skulu ekki hefja veiðar. Islenzka sendinefndin er sann- arlega sammála þeirri reglu að þjóðir skuli ekki hefja veiðar á svæðum, þar sem þær hafa eigi stundað veiðar áður (ef slíkt brýtur í bága við hagsmuni strandrikisins), og að hennar á- liti er vandamálið um lögsögu yfir fiskveiðum sett fram á mjög raunhæfan hátt í skýrslu neínd- arinnar. Samt hefur nefndin ekki gert ákveðnar tillögur hér hér um og ber við skorti á sér- þekkingu í íiskifræði og hag- fræði til þess að gera þessu máli hæfileg skil. Sendinefndin treystir því, að þessi ráðstefna, þar sem kostur ] er sérfræðinga á öllum þessum ' málum, muni taka mál þetta til1 meðferðar og leysi það. Þess ber að geta sérstaklega 1 og leggja áherzlu á, að með þess ari tillögu erum við ekki að gera neina tilraun til þess að „ganga á“ reglurnar um frelsi á hafinu, 1 enda þykir oss hlýða að taka það 1 fram, að þessi tillaga snertir á engan hátt frjálsræði venjulegra siglinga. En vér erum þess full- vissir, að grundvallarreglurnar um lögsögu strandríkis — hvort sem hún nefnist landhelgi, við-1 bótarbelti eða landgrunn -— og um frelsi á hafinu eiga jafnan rétt á sér og að annað kemur ekki í bága við hitt. Samþykkur tillögu Kanada. I ræðu sinni lét hæstvirtur fulltrúi Kanada þá skoðun i ljós, að hvað landhelgi áhrærði bæri að draga mörkin þrjár mílur út frá grunnlínum, en að því er fiskveiðihelgi snertir ætti fjar- lægðin að vera 12 mílur. Svo sem ég hef áður tekið fram, fellst ís- lenzka sendinefndin algerlega á það, að ekki sé þörf á að færa landhelgina út að því er varðar fiskveiðilögsögu strandríkis. Ef lögsagan yfir fiskveiðunum er hæfilega tryggð, getur sendi- nefndin íslenzka fallizt á þrönga landhelgi. Við lítum einnig svo á, að yfirleitt muni 12 mílna svæði vera sanngjarnt hámai’k fisk- veiðilögsögu. Að því er íslend varðar, myndu slík fiskveiði- mörk að miklu leyti reynast full- nægjandi hvað þarfir Islendinga snertir, og munum við styðja þessa tillögu sem almenna reglu. Sérstakar í-eglur fyrir fiskveiðiþjóð. Eins og ég hef áður sagt, telj- um við nauðsynlegt að sérstak- ar reglur gildi um þjóð, sem er að miklu leyti upp á fiskveiðar komin sér til lifsuppeldis, Þegar svo stendur á, hlýtur strandrík- ið að gera sínar ráðstafanir í ljósi brýnna þarfa, og ráðstefna þessi mun að sjálfsögðu með góðum vilja, skilningi og raun- sæi geta komizt að einhverri niðurstöðu um i’eglur, þar sem viðurkenndar séu brýnar efna- hagsþarfir strandríkis ásamt reglum, er útiloki misnotkun slíkrar aðstöðu. Munum við aftur víkja að þessu vandamáli, svo og því, hvar setja beri slikar regl- ur inn í texta frumvarpsins, þeg- ar komið er að umræðum um þær frumvarpsgreinar." 1 upphafi máls síns haíði Hans G. Andersen gert ýtarlega grein fyrir sérstöðu Islands, sem skap- ast af þvi að afkoma þjóðarinnar byggist nær einvörðungu á fisk- veiðunum og segir hann þar: „Þýðingu fiskveiðanna fyrir Islendinga, efnahagslega og fé- lagslega má bezt marka af eftir- farandi fimm atriðum: 1. Heildarfiskafli íslendinga nemur árlega 300 lestum á hverja 100 íbúa, en ekki nema 48 lestum hjá þeirri þjóð, sem næst gengur Islendingum í þessu efni. 2. Verðmæti fiskaflans er $206 á íbúa, miðað við $ 24 hjá þeirri þjóð er næst kemst Islendingum. 3. Næstum fjórðungur brúttó þjóðarframleiðslu Islendinga er framleiðsla á sjávarafurðum. Er þessi hlutfallstala um það bil 5 sinnum hærri en hjá nokkurri annarri þjóð. 4. Um 95—97r/c af útflutningi landsins eru sjávarafurðir. 5. Artk framgreindra atriða, sem hafa eingöngu efnahagslega þýðingu, eru ýmiss önnur sjón- armið, aðallega félagsleg, sem i enn ríkari mæli snerta þýðingu fiskveiðar.na fyrir ísland." I ræðu þeirri er Jón Jónsson fiskifræðingur flutti í fjcrðu nefnd, ræddi hann um afstöðu þjóði’éttarnefndarinnar til land- grunnsins og þá sérstaklega þá tilhögun, sem kemur fram i til- lögu nefndarinnar að aðskilja Iögsögu yfir landgrunninu og hafinu sem yfir því er. 1 frumvarpi nefndarinnar, er Iagt til að strandriki hafi ákveð- in réttindi á botni landgrunnsins og verðmætum undir honum, svo sem málmum, oliu og kröbbum og öðrum sjávardýrum er á botninum liggja. Málsgrein nr. 3. í 68. grein frumvarpsins kveður svo á að „það beri svo að skilja að áðurnefnd réttindi nái ekki til botnfiska eða annarra fiska, sem i sjónum eru og haldi sig stundum við botn eða alist þar upp.“ Þessari grein frumvarpsins' mótmælir Jón Jónsson og bendir á gagnsleysi slíkrar tillögu fyrir Island. Hann^sýnir fram á, að á landgrunni Islands, sé að því er til þekkist, engin slík auðævi,, sem tilgreind séu í tillögunni. Hinsvegar íeiðir hann rök að þvf. að hrygniiígastöðvar og u.pp- eldisstöðvar ýmissa fisktegunda. á landgrunninu séu þær auðlind- ir, sem íslenzka þjóðin byggir afkomu sina á. I stuttu en greinargóðu yfirliti sýnir hann fram á hvernig geng- ur á fiskstofnana við strendur Islands og þegar styrjaldir eða annað hindra ekki veiði og þann árangur, sem friðunarráðstafan- ir af hálfu íslenzka rikisins hafa haft til aukningar á fiskveíðinni. ----•----- Bygptg ský|ak§júfs stö5vu5 í París. Vinna hefur verið stöðvuð’ við fyrsta skýjakljúfinn, sem ákveðið hefur verið að reisa í París. Nágrannar hinnar miklu byggingar telja hana ólöglega, því að byggingarsamþykkt borgarinnar bennar, að hæð húsa sé meiri en tvöföld vegar- lengdin til næstu byggingar. Skýjakljúfurinn á að verða 21. hæð. Nato vill auknar varnir á hafinu. Newsweek, bandaríska viku- ritið, skýrir frá því, að Nato muni brátt fara fram á, að' Bandaríkin hafi öflugan flota á austanverðu N.-Atlantshafi og Norðursjó. Segir í ritinu, að fram á þetta verði farið, vegna þess að varn- irnar á þessum hafsvæðum verði allt of veikar. þar sem Bretar hafi ákveðið að rífa tíu. flugstöðvaskip og beitiskip. Piltarnir höfðu verið teknir fastir nótt eina 1931. Nú var komið 1934: allir piltarnir níu höfðu nú setið um þrlggja ára skeið í kleíum dauðadæmdra, nema sá yngsti sem var aðeins 13 ára að aldri og hafði verið dæmdur í lífstíðar erfiðisvinnu. Hvert réttarhaldið rak annað. EeiboWitz áfrýjaði og fletti ofan af. Nýr dómari barði Leibowitz niður og dauðadómar voru aftur dæmdir. 1 fimmta réttarhaldinu kom loksins ljósgeisli: einn af þeim sem áður hafði verið dauða- dæmdur fékk í staðinn lífstiðar- fangelsi. Þessi eilifu málaferli í Seotts- boro vöktu svo mikla athygli að allar hugsandi manneskjur voru sannfærðar um það að stúlkan hafa áhrif á heiður Alabama. 1 sjötta réttarhaldinu kallaði Xeibowitz sem vitni Ruby, vin- konu Viktoríu. Hún hafði verið með henni í vagninum og vitnað • móti blökkupiltunum í fyrstu málaferlunum, en síðan hafði ekki til liennar heyrst. Nú 4 ár- um síðar játaði hún að hún hefði logið: piltarnir hefðu alls ekki nauðgað þeim. Samvizkan hefði siegið hana og hún hefði játað íyrlr presti í New York hið sanna í málinu. Presturinn hefði ráðið henni til að vitna i málinu. Árangurinn: I þetta sinn fengu nokkrir af blökkupiltunum frelsi, en aðrir voru aftur dæmdir. Meðan þetta gerðist hafði tvent komið fyrir: Ríkisstjórinn í Ala- bama hafði komið til New York í venjulega heimsókn og til þess | að framlengja lán, sem Ala- bama átti þar. Honum var sagt að lánunum hefði verið sagt upp og að engin ný lán yrðu veitt. Alabama væri riki sem ekki væri hægt að leggja í peninga. Scottsboro málið hefði gert það að sorpbletti á landabréfi Ame- í'íku og bankarnir lýstu þvi yfir í stuttu máli að þeir vildu engin skipti eiga við Alabama. Það lá við að Alabama yrði gjaldþrota. Nokkru síðar hringdi ákærandi blökkumamianna til Leibowitz, heima hjá honum. Ákærandi þeirra hét Jonas Krivig — hann var sjaldgæfur suðrænn maður, hann var mjög andvígur frelsi blökkumanna, beinharður á móti því, fullur af hrekkjabrögðum í málaferlum en einlægur aðdá- andi Leibowitz, og líklega hefir hann verið persónuleg trygging fyrir þvi að æstur lýðurinn í Alabama réðist aldrei á hann, meðan á réttarhöldunum stóð. Já, hann hafði ferðast til New York til að geíast upp. Hann vildi gera samkomulag við Leibowitz í laumi. Hann vildi að biökkumennirnir játuðu sekt sína — að þeir hefðu ráðist á hina hvítu farþega — og svo fengju þeir 3.eða 4. ára dóm. En hrossakaupin mistókust. Og ný réttarhöld komu á eftir. Leibowitz vann loks í þessu langa máli og hann hafði'mikið fyrir því. Hann útvegaði öllum j blökkupiltunum frelsi — í dag situr einn þeirri inni fjrrir ann- ] að afbrot. Hann vann lika rétt- inn fyrir blökkumenn í Suður- ríkjunum til þess, að sitja i kvið- 1 dómi með hvitum mönnum. j Þegar hann varð dómari 1941 og hætti þá störfum, sem verj- andi, gat hann litið yfir langan verðleikalista. Hann hafði tekist á hendur vörn fyrir 101 mann, l . sem voru ákærðir fyrir ásetn- ingsmorð og slík morð hafa j undantekningarlaust dauðann í för með sér. Hann frelsaði 100 frá rafmagnsstólnum. En einn: laug að honum. 1 dag situr hann sem óvið- jafnanlega skarpskygn dómari, næmur á heyrn, mildur, vitur og hygginn dómari, í Brooklyn.. Brooklyn er borgarhluti í New York á stærð við Parísarborg. Þar er stærsta samsafn þjóðar- brota og kynflokka í Bandaríkj- unum, ólíkir kynflokkar frá ó- líkum löndum. Núna nýlega sór fyrsti Kín- verjinn eið sinn, sem kviðdóm- andi. Þetta er nokkurskonar heiðursstarf fyrir Samuel Leibo- witz, sem er frá fátækrarhverfi í Rúmeníu. Hann situr þarna, sem einn af hinum fremstu frumherjum i því, sem þrátt fyr- ir allt, hefir verið árangursrík barátta gegn kynþáttafordómum í Bandaríkjunum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.