Vísir - 02.04.1958, Blaðsíða 6

Vísir - 02.04.1958, Blaðsíða 6
6 VlSIR Miðvikudaginn 2. apríl 1958 WESIWL DAGBLAÐ Víslr kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skriístofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðs^ns eru opnar frá kl. 0,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 20.00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan h.f. Eru kommúnistar hiutiausir? Kommúnistar ganga berserks- gang þessa dagana og krefj- ast þess, að ísland verði ævarandi hlutlaust, eins og lýst var yfir fyrir hartnær fjörutíu árum. Eins og nú er ástatt í heiminum, telja þeir þetta einu leiðina til þess að firra ísland og íslenzku þjóð- ina tortímingu, ef til ófriðar skyldi koma í heiminum. Þó er .sagan endalaus röð af rofnum griðasáttmálum, og þess sjást engín merki, að mannskepnan hafi breytzt svo upp á síðkastið, að samn- ingar um hlutleysi eða grið sé meira virði á þessum at- ómárum en þeim, sem liðin eru. Þegar herveldi hafa ákveðið að ná einhverju marki, svífast þau einskis. Árið 1914 — svo að minnzt sé atburðar, sem margir fslendingar muna — ruddust herskarar Þjóðverja inn í Belgíu. Samt höfðu þeir undirskrifað samning til að tryggja ör- yggi þessa litla lands, en þegar til kom var hann ekki meira virði en pappírinn, sem hann var letraður á. Hversu marga griðasamn- inga gerði Hitler? Hversu marga þeirra hélt hann, þeg- ar hann ætlaði að ganga á milli bols og höfuðs á and- stæðingum sínum? Vilja menn ekki staldra við og hugleiða þessi atriði? Fyrir hálfu öðru ári vildu Ung- verjar losna við „varnarlið- ið“ úr landi sínu, því að þeir vildu verða hlutlausir, eins og kommúnistar krefj- ast að ísland verði. Tóku kommúnistar þá hlutleysis- kröfu til greina? Nei, þeir gerðu annað. Þeir drápu hvern mann, sem þeir náðu til og þeir vissu um, að hafði viljað gera land sitt hlut- laust. Þannig var afstaða kommúnista til hlutleysis þar, en menn verða líka að muna, að það voru komm- únistar, sem höfðu ráðið landinu og vildu ekki missa tangarhaldið á því — að það yrði hlutlaust. Þeir menn eru meira en börn, sem halda, að yfiriýsing eða yfirlýsingar okkar um hlut- leysi muni nægja tilaðbægja sprengjum frá landinu. Vilji okkar í því efni mundi vera jafnþungur á metaskál- unum og allir þeir rofnu griðasáttmálar, sem blasa við okkur í öllum áttum og áttu að vera þjóðunum vernd • gegn vá. Ungverja- land ætti að vera næg sönn- un fyrir því, að kommúnist- ar virða ekki hlutleysisvilja þjóðanna, enda ætla ,,ís- lenzkir“ kommúnistar held- ur ekki að vera hlutlausir, ef þeir ná einhvern tíma völd- um hér á landi. Vitanlega munu allir íslend- ingar óska þess, að yfirlýs- ing um hlutleysi gæti orðið okkur alger brynja. Flestir skilja þó, að kommúnistar eru að reyna að blekkja, þegar þeir halda því fram. Þeir eru aðeins að hugsa um að treysta málstað og að- stöðu húsbænda sinna í Moskvu. En vilji andstæð- inga kommúnista vinna gegn málstað þeirra, þá neita þeir að fallast á tillögur þeirra í þessu efni sem öðru. Kom- múnistar eru ekki hlutlausir í neinu máli — og sízt þeim, sem snerta fyrirætlanir Kremlverja — og hvers vegna ættu aðrir menn þá að vera hlutlausir? Við er- um ekki í minni hættu hlut- lausir en afdráttarlausir andstæðingar þeirra. KIRKJA DG TRUMAL: Yfir Golgata til páska. í vrrn i !• 'j i Enn ekkert eftirlit. Því verður ekki neitað, að kommúnistar eru miklir á- róðursmenn, enda verður enginn hlutgengur til for- ustu hjá þeim, ef hann hefir ekki staðizt allskonar próf í klækjum og prettum. Þess vegna tilkynna þeir nú, að þeir sé hættir tilraunum með kjarnorkusprengjur, og' það getur svo sem litið nógu fallega út. En glæsileikinn fer af, þegar þetta er athugað nánar. Það er alkunna, að þegar til- raunir með kjarnorku- sprengjur hafa farið fram, verður alltaf hlé á þeim, með an unnið er úr öllum gögn- um, sem aflað hefir verið. Nú var einmitt komið að hléi hjá sovétstjórninni, svo að tilraunum þessum hefði verið hætt, hvort sem var. Ef hún hefði raunverulega viljað gera stöðvun tilraun- anna að framlagi til lausnar vandamálanna, þá hefði hún hætt tilraunum sínum miklu fyrr. Og stöðvun slíkra tilrauna hefir engin áhrif á framleiðslu slíkra og annarra vopna, eng in á þjálfun manna í notk- Einu sinni kom sorgin til vinkonu sinnar og stallsystur, þjáningarinnar, og sagði: „Ef við vinnum saman og erum vel samtaka, gétur enginn og ekkert staðizt okkur. Eða hvað ætti það svo sem að vera, sem gæti orðið okkur ofurefli? Vísindin? Aldrei geta þau skýrt gátu harmanna né unnið bug á öllum sársauka. Auðævi? Ekki megna þau að bægja raunum og þrautum frá dyrum manna. Vinir? Beztu vinir verða orðvana og ráðþrota, þegar þungir harmar steðja að og hjartanu blæðir. Við knýj- um dyra á höllum og hreysum og enginn getur skorast undan að ljúka upp fyrir okkur. — Óboðnar göngum við inn og látum ekkert aftra okkur. Við erum stórveldi og allir menn eru berskjalda fyrir okkur. Við bugum hvern sem er.“ Svo mælti sorgin. En þjáningin leit á vinkonu sma og sagði lágt: „Ertu búin að gleyma því? Manstu ekki lengur eftir því, þegar við gerðum samsærið forðum og ætluðum að buga undarlega manninn, sem sagð- ist vera kominn til þess að bera píslir og harmkvæli fyrir alla aðra? Við létum alla bregðast honum, alla flýja hann. Við létum misþyrma honum, sví- virða hann á allan hátt og loks létum við negla hann á kross, þar sem hann engdist í kvölum og mannfjöldinn umhverfis hæddi hann og storkaði honum. Og hann bugaðist ekki. Hann. var jafnreiðubúinn til hinzta l andvarps til þess að bera alla raun og kvöl fyrir hvern sem er, aðeins ef hann gæti hjálpað. Þú manst, að við mættum hjá honum einhverju, sem er sterk- ara en við og okkur óviðráð- anlegt. Þótt hann gengi eins gagngert í greipar okkar og nokkur manneskja getur gert, þá náðum við aldrei tökum á honum. Jú, hann leið i raun og veru, leið meira en nokkur hef- ur gert. En það var þetta dul- arfulla afl í hjarta hans, sem gerði okkur magnlausar. Það var kærleikurinn. Og við urð- um að viðurkenna, að hann er ofjarl okkar. Því að aflið í hjarta hans var kærleikur Guðs sjálfs. Og við uppgötvuð- um það, að Guð afneitar rétti okkar til þess að særa og hryggja mennina. Hvar sem við knýjum dyra og völdum áverk- um er krossinn í vegi fyrir okkur og höggið lendir á hon- um og leyndardómur hans er sá, að hann breytir písl í sigur, hann snýr vopnum í höndum okkar, hans Golgata verður alltaf að páskum. Þeir, sem vita af honum hjá sér og sækja styrk til hans, eru ósigrandi, við gefum þeim óvitandi bless- un í stað böls, líf þótt við ætl- um þeim dauða. Ertu búin að gleyma þessu?“ un þeirra, engin áhrif á undirbúning á beitingu þeirra, engin áhrif á eftir- lit með öllu þessu. Það er því harla lítilfj örlegt skref, sem sovétstjórnin hefir stigið, enda einkum gert í áróðurs- skyni. Svo mælti þjáningin við vin- konu sína, sorgina. Þetta er barnsleg saga. En hún er þó þess virði áð vera sögð og hugleidd. Vér minnumst þessa daga helgasta atburðarin s í langri og fjölþættri sögu jarðneskra þrauta og harma, pínu og dauða Jesú Krists. Það er píslar- sagati, hin eina, og þó eru harmsögur fleiri en tölu verði á komið. Ein slík hefur nýlega gerzt hér á landi, ástakanle og hörmuleg, dauðaslys fjögurra ungra efnismanna. Sá viðburð- ur er sorgarefni allra þjóðarinn ar og ósegjanlegt áfall fyrir ástvini. Enginn maður getur svarað því, hvers vegna slíkir atburðir gerast, svo grimmi- lega meiningarlausir. Kristinn maður getur heldur ekki svar- að því. En píslarsagan, sem þessi tími er helgaður og er sagan um grimmustu og sak- lausustu þraut, sem hugs- azt getur, varpar birtu yfir all- ar aðrar myrkar sögur. Vér vitum það um hinn krossfesta, að „vorar þjáningar voru það, sem hann bar, og vor harm- kvæli, sem hann á sig lagði.“ Þess vegna minnumst vér ekki písla hans með beim trega, sem hæfir saklausu píslarvætti, heldur tilbiðjum hann og veg- sömum öld eftir öld og sign- um hvern harm, hverja þraut, hverja gröf heilögu merki hans. Því að Kristur, Drottinn vor, er ekki aðeins einn meðal margra þjáðra, kvalinna, deyddra. Hann er ímynd Guðs. Saga hans opinberar líf Guðs, hugarþel hans, kærleik hans. Krossinn birtir það, að Guð ber þjáningar og harmkvæli mannanna vegna og í þeirra stað. Kristin trú er eini átrún- aður sögunnar, sem játar það um Guð sinn og boðar það, að hann sé „kunnugur þjáning- um“ — af eigin raun. Guð krist inna manna er eini guðdómur- inn, sem hefur píslartól að tákni. Og nú er hann ekki einn meðal annarra guðdóma. Hann er hinn eini sanni, eilífi Guð. I-Iann ber kross vegna þess að hann elskar. Og kærleikur hans sigrar með því að líða, skapar með því að fórna. Kjör kær- leika hans eru slík í þessari tilveru, Hann ber synd heims- ins og hann ber þraut heims- ins. Og hann ber það þannig, að hann sigrar. Sagan stefnir yfir Golgata til páska, urn krossinn til upprisnunnar. V eikur • maður, hrœðstu eigi, hlýcLdu, hreyk þér eigi, þoldu, stríddu. Þú ert strá, en stórt er Drottins vald. Hel og fár þér finnst á þínum vegi, Fávís maður, vittu, svo er eigi, haltu fast í Herrans klœðafald. Lát svo geysa lögmál fjörs og nauða, lífið hvorki skilur þú né hel. Trú þú: Upp úr djúpi dauða Drottins rennur fagra hvel. .. Páskar. — Vor í lofti. Að undanförnu hefur tiðarfar yfirleitt verið gott — og víða góðviðri dag eftir dag. 1 mörg- um sveitum landsins eru enn mikil snjóalög, en allvíða hefur snjóa leyst hægt og sígandi i góðviðrinu og hagar komnir upp. Eftir langan vetur er lundin orð- in léttari, enda má segja, að vor sé í lofti, og vonir vaka í hugum manna um gott vor, sól og sum- ar, þótt alltaf sé einhver beygur í sumra hugum um páskahret og fardagaflan og hvað þau nú öll heita. vorhretin, sem oft hrella menn og skepnur í okkar svala, en góða landi. Leyfisdagar. Viða um lönd nota menn tæki- færið til þess að bregða sér eitthvað um páskahelgina. — Fjöldi manna leitar til fjalla með skíði sin eða til þess að klífa fjöll eða fara út á sjávarströnd- ina, þar sem veðurskilyrði leyfa, — eða eitthvað annað, allir til þess að „varpa af sér vetrar- drunga“ og njóta góðs lofts og útiveru. Þetta hefur einnig orð- ið almennara hér, en áður var, einkum að fara eitthvað til þess að iðka skíðaiþróttina, en skil- yrði til þess hér hafa oftast ver- ið betri til þess einmitt um pásk- ana en á öðrum tímum. Og marg- ir bregða sér út í sveitirnar, þrátt fyrir að færð á vegum sé ekki sem ákjósanlegust. Það eru sem sé fimm leyfisdagar, sem margir geta notið — og reyna að nota sem bezt. En margir verða lieima að sitja. En margir verða lika heima að sitja, það eru mörg störfin, sem ekki mega niður falla, ýmsa þjónustu verður að láta í té — og á heimilum verður alltaf að starfa og vaka á verðinum, og þá fyrst og fremst húsmæðurn- ar. Bjart yfir. Við vonum, að það verði bjart yfir landinu um páskana og bjart yfir í allra hugum, þeirra, sem leggja land undir fót, og þeirra, sem heima sitja. GLEÐILEGA PÁSIvA. Veðrið í dag. Rvík NNA 2, 4. Loftþrýst- ingur kl. 8 var 1015 milli- barar, minnstur hiti í nótt 12 st. Úrkoma í nótt 3 mm. Sólskin í gær 8 klst. tæpar. Minnstur hiti á landinu í nótt -=-2 á Grímsstöðum. — Síðumúli S 1, 4. Stykkis- hólmur A 2, 2. Galtarviti SV 5, 3. Blönduós SA 1, -4-3. ureyri SA 1, 4. Grímsey Sauðárkrókur SV 4, 3. Ak- SSV 2, 3. Grímsstaðir á Fjöllum SSA 2, 1. Raufar- liöfn VSV 2, 3. Dalatangi S 3, 4. Horn í Hornafirði SSV 2, 6. Stórhöfði í Vestmanna- eyjum SA 5, 6. Þingvellir logn, 3. Keflavíkurflugvöllur ASA 2, 4. lantshafi og norður af Jan Yfirlit: Lægðir yfir At- Mayen. Hæð yfir Norður- löndum. Faxaflói: Sunnan eða suð- austan gola eða kaldi. Dálítil Rigning. Hiti erl. kl. 6 í morgun: London 9, New York 6, Ham borg -4-1, Osló -4-3. Stokk- hólmur 0. Þórshöfn í Fær- eyjum 2.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.