Vísir - 21.04.1958, Side 4
I-
"VfSIE
Mánudaginn 21. apríl 1958
Hilmar Jónsson.
Æskan og sorpritk-
Undanfarið hafa klám- og'
sorprit borið mjög á góma í
blöðum og útyarpi. Hallast
margir menntamenn og æsku-
lýðsleiðtogar að þeirri skoðun,
að hér sé um umfahgsmikla
útgáfustarfsemi að ræða, þar
sem nær eingöngu er fjallað
um lægstu hvatir mannkyns-
ins á fremur ólistrænan hátt.
Hafa margir menn borið fram
óskir um að útbreiðslustarfsemi
þessi sé bönnuð. Gegn þeirri
beiðni hafa ýmis helztu for-
vígismenn helstefnunar hér á
landi risið öndverðir. Eru þar
fremstir í flokki austrænir
trúboðar, sem starfa í anda
Stalíns. Brugðust þessir boðber
ar þrælahalds og annarra ó-
kristilegra athafna ókvæða við
þegar útgáfa einhverrar fræg-
ustu klámsögu síðari tíma var
stöðvuð í Reykajvík. Nokkrir
meðreiðarmenn kommúnista,
svo sem Helgi Sæmundsson
ritstjóri, fundu köllun hjá sér
til þess að verja sorann. Halda
sporbaugsmenn Kruséffs því
fram, að með því að banna
Rauða Rúbíninn sé verið að
skerða frelsi manna. En mér
er spurn: Er ekki líka verið að
skerða frelsi einstaklinga þeg-
ar þjófum er hegnt fyrir fram-
in innbrot? Og hvaða rétt hafa
menn, sem verja nær óskiptum
líkams- og sálarkröftum sínum
í að forsvara morð og önnur
myrkraverk, til að skilgreina
fyrir öðrum hvað sé menning?
í mörgum menningarríkjum
t. d. Vestur-Þýzkalandi og
Bandaríkjunum þykir það
sjálfsögð skylda gagnvart
föðurlandinu, að hreinræktuð-
um glæpamannasamtökum,
eins og komúnistar^ vitanlega
eru, sé ekki leyfð félagsstarf-
semi, hvað þa að þeir hafi til-
lögurétt í uppeldismálum. Deil
ur þær, sem spunnizt hafa hér
á landi út af útbreiðslu niður-
rifsbókmennta hafa ekki rist
djúpt, þegar gott blað eins og
Satt er sett á bekk með soran-
um, en tímarit Máls og menn-
ingar og Birtingur talin tii
brautryðjendaverka, þá er
heilskyggnum mönnum ijóst,
að hér er deilt af lítilli þekk-
ingu.
Málgögn, sern hvetja til upp-
reistar gegn Guði og góðum
siðum hafa engu öðru hlutverki
að gegna en þjóna lýginni.
Hitt, hvort lýst er morðum og
hórdómi, skiptir ekki máli. í
Biblíunni úir og grúir af glæpa-
sögum. Höfundar íslendinga-
sagnanna sneyddu ekki hjá
þeim heldur. Og í báðum þess-
um öndvegisverkum heims-
bókmenntanna þykir það ekki
löstur áð nefna kynfærin á
nafn. Þegar óeðlilegar frásagnir
um samskipti karls og konu eru
höfð að féþúfu má hinsvegar
með réttu kalla slíkt klám-
sagnaútgáfu.
fslenzk æska á nú mjög í
vök að verjast. Annars vegar
er haldið að henni leiðinlegum
og forheimskandi kennslubók-
um eins og Gagn og gaman,
hins vegar býðst henni ó-
kristilegt lestrarefni eins og
illa skrifuð kynæsingarit og
kommúnistablöð. Undirritaður
hefir um tveggja ára skeið
starfað við bókasöfn og átt þess
góðan kost að kynnast því
hvaða bækur almenningur tel-
ur eftirsóknarverðar. Hefi eg
sérstakiega tekið eftir því, að
bækur Jóns Sveinssonar,
Grimmsævintýri og Þúsund og
ein nótt eru mjög vinsælar
meðal yngri kynslóðarinnar.
Aftur á móti er greinilegt, að
fslendinga sögur eiga ekki
stórt rúm í hugum æskunnar.
Ef börnum væri kenndur lest-
ur á öndvegisritum svo sem j
Þúsund og einni nótt, Njáiu og
Nýja testamentinu, mundi ungt
fólk öðlast vald á íslenzku
máli. Atómskáld og aðrir and-
legir vesalingar mundu ekki
verða í meirihluta meðal ís-
lenzkra rithöfunda. Með slíkum
lestri mundi ungt fólk komast
í kynni við göfugustu hug-
sjónir mannkynsins. Og hinar
leiðinlegu kennslubækur hyrfu.
Eg þori nærri því að veðja
hundrað kalli að ekkert barn
á landinu biður móður sína að
lesa upphátt í Gagn og gaman
eins og það gerir þegar
Grimmsævintýrin eru við
höndina. Hið óheppilega
kennslukerfi Brynjólfs Bjarna-
sonar á að mínu áliti ekki lít-
inn þátt í, að rit eins og Eva,
Amor og Birtingur liggja á
borðum æskufólks. Okkar
hlutverk er að krefjast þess,
að hinum andlega nazisma
verði aflétt í skólunum, þá
munu sorpblöðin brátt sjálf-
dauð. Hilmar Jónsson.
Hamborgarar and-
vígir kjarnavopnum
Mikill mannfjöldi ■' Hamborg
andmælti kjarnorkuvopna-
notkun nýlega.
Talið er, að um 120.000
manns hafi safnast saman fyr-
ir framan ráðhús borgarinnar.
Var þess einkurn krafist, að
hætt yrði við-öll áform um að
búa vestur-þýzka herinn
kjarnorkúvopnum.
um einstakt efni,
í herliði því ensku, landher,
flugliði og flota, sem hér
gegndi þjónustu frá vorinu
1940 til styrjaldarloka, var,
eins og vænta mátti, margt
ágætra manna, þó að þorri
þeirra væri þá á unga aldri, á
margan hátt vel gefnir menn
og prýðilega menntaðir. Ýmsir
eru þeir nú áhrifamenn á einu
eða öðru sviði í heimalandi
sínu, og hreinustu undur mega
það heita, hve margir þessara
manna eru af alhug vinveittir
íslandi, jafnvel þeir, sem svo
voru ólánssamir að vera hér
fyrsta árið og rejma allan þann
heimskulega fjandskap, er þá
mætti þeim hér, a. m. k. í
Reykjavík. Slíkt ber vott um
meira en lítiðmerkilegtinnræti.
Og þrátt fyrir hina almennu
andúð, gat ekki hjá því farið
að menn þessir eignuðust hér
vini á meðal þeirra, er per-
sónuleg kynni höfðu af þeim.
Það er nefnilega ekki annað
unnt en að meta góða drengi
og vingast við þá.
Á meðal þeirra, er hér
dvöldu langvistum, var leuti-
nant einn í sjóliðinu, Cecil A.
Meadows, og alla þá, er hon-
um kynntust, mun hann hafa
heillað með góðvild sinni,
prúðmannlegri glaðværð og
greindarlegum viðræðum. —
Það er byrjað snemma, að þjálfa drengi í Japa r í japánskri glímu. Myndin er tekin á barna-
heimili í Tokio.
Hann var sannur snilidarmað-
ur og ágætlega menntaður. Hér
mun hann enn eiga allmarga
vini, og einarðlega vináttu sína
í okkar garð sýndi hann með
blaðaskrifum sínum, meðan
við deildum- við enska útgerð-
armenn í Grimsby og Hull.
Ekki hefir hann komið aftur
hingað til lands, síðan hann
fluttist héðan sumarið 1945, en
ekki væri það ósennilegt, að
hann ætti eftir að gera svo, því
allan tímann hefir hann haft
hug á að láta konu sína og
dóttur sjá landið.
Skömmu fyrir jól í vetur
kom út eftir Cecil A. Meadows
bók, er fjallar um nokkuð sér-
stætt efni: Trade Signs ancl
their Origin (Routledge &
Kegan Paul, London 21s). —
Þetta er að vísu fræðirit, byggt
á margra ára rannsóknum, en
svo er vel með efnið farið að
það verður Ijóslifandi, og hvern
þann lésara, er ánægju hefir af
söguleum fróðleik, ætla eg að
bókin hrífi engu miður en vel
rituð skáldsaga. Þarna er mik-
ið af skemmtilegum fróðleik
saman dregið, og það er fróð-
léikur, sem annars er ekki auð-
fundinn. Það er margt, sem
flýtur með þegar farið er að
greina írá því, hvernig merki
verzlana og iðngreina ui’ðu til.
Sumt kann að virðast fjarlægt
okkur, t. d. það, hvenær regn-
hlíf var fyrst borin á Englandi,
og hver það gerði. Því hér tíðk-
ast regnhlífar ekki svo mjög,
enda alltof hvassviðrasamt til
þess að þær henti hér vel. í
enskum bæ þykir það aftur á
móti heldur sóðalegt að verá
úti regnhlífarlaus í rigningu.
Margan fróðleik þessu líkan er
í bók þessari að finna;
Við lauslega talningu virtist
mér sem myndir mundu vera
þarna af um hálft þriðja hundr-
að merkjum sérverzlana og iðn-
greina. Sum eru merki þessi
beinlínis listaverk og sýna
skáldlega hugkvæmni. Að sjálf-
sögðu er gott registur við bók-
ina; svo er um aliar enskar
fræðibækur. Hjá okkur er það;
á hinn veginn, því hér geta
jafnvel ævisögur og endur-
minningar hinna merkustu-
manna verið án nafnaskrár.
Við eigum sorglega mai'gt ó-
lært ennþá í bókagerð.
Sn. J. j
var maður, sem var gripinn fyr
ir utan hús, sem rænt hafði
verið og var hann með poka
fullan af þjófagóssi og hinn síð-
asti var maður sem stóð yfir
keppinaut sínum skotnum, með
skammbyssu í hendi. Marshall
Hall sýndi fram á að það væri
mögulegt að annar hefði fram-j
ið innbrptið^einnig að í raun og
veru hefð| sem skotinn var,'
sjálfur haldið á skammbyss-
unni Og þar sem þessir mögu-
leikar voru fyrir hendi var ekki
hægt að dæma hina ákærðu.
Stærsta þrekvirki sitt vann
Marshall Hall árið 1907, þegar
hann frelsaði Robert Wood frá
gálganum. Robert Wood var
gáfaður piltur og listrænn,
drengur frá góðri fjölskyldu.
Hann átti ástmey sem var fyr-
irsæta en hafði þar að auki
gaman af að bjóða vændiskon-
um glas af víni og fylgdi þeim
þá gjarnan heim. Camden Town
er skuggalegur borgarhluti og
þangað fylgdi hann stúlku heim
eitt kvöld, en morguninn eftir
fannst hún myrt. Robert Wood
var í rauninni kærður af fyrir-
sætunni, ástmey sinni, sem
hann hafði sárbeðið að gefa sér
fjarvistarsönnun kveldið, sem
morðið var framið. En tvilífi
hans, og fagurfræðilegt og
hrokafullt viðmót hans og eitt-
hvað líkt Oscar Wilde í við-
horfi, gerði það að verkum að
fólk snerist á móti honum. —
Hann varði viðskipti sín við
vændiskonur á líka lund og
Oscar Wilde varði samveru
sína við hestastráka. Allt í
sannanagögnum lög'reglunrjar
var á móti honum. Úr mynda-
bók heima hjá hinni myrtu
stúlku var rifin teikning, sem
í ljós kom að hann hafði gjört,
hann hafði logið til að leyna
sambandi sínu við hina myrtu
og loks var hann þekktur af
niíónarvotti, sem við gasluktar-
ljós hafði séð hann fara úr hús-
inu sömu nótt eða snemma
sama morguns, sem morðið var
framið.
Þetta varð erfitt mál fyrir
Marshall Hall. Honum tókst að
varpa rýrð á því nær öll vitni
lögreglunnar en sannreyndum
komst hann ekki fram hjá! Loks
datt honum ráð í hug. Hann
heimfærði það augnabik, sem
sjónarvotturinn fullyrti að
hann hefði séð Wood, við það
augnablik þegar gasverkið
slökkti ljósin í Camden Town.
Hann komst að því, að slökkt
hafði verið á luktinni áður en
sjónarvotturinn sagðist hafa
séð Wood ,,í ljósi gasluktarinn-
ar“. Þar með gerði hann ó-
merkt höfuðvitni lögreglunnar.
Var þetta bindandi sönnun fyr-
ir því að Wood væri saklaus?
Vitanlega ekki. En það sýndi
að það vitnið, sem lögreglan
byggði á ákæru sína var óáreið-
anlegt og með slíkum sönnun-
um gat enginn kviðdómur
dæmt mann sekan. Þetta var
ein af lexíum Marshall Halls
til ákæranda og lögreglu, sem
hljóðaði á þessa leið: „Herrarn-
ir verða að læra betur og vera
dálítið nákvæmaiji ef þeir ætla,
sér að hengja fólk.“
Hann var í haldsmaður og
rækti af kappi hvers konar tóm-
stundaiðju prúðmenna frá
cricket til fuglaveiða. Hann
hafði engan áhuga fyrir því að
dauðarefsing væri afnumin, en.
hann hafði innilegan áhuga
fyrir því, að skjólstæðingar
hans væri ekki hengdir. Hann
hefir kannske vikið við vitna-
leiðslum til hagsmuna fyrir
einhvern skjólstæðing, en hitt
jvegur þó miklu meira, að hann
frelsaði marga saklausa, sem
^voru ákærðir af hirðuleysi og
fékk þá aftur frelsinu og lífinu.