Vísir


Vísir - 26.04.1958, Qupperneq 4

Vísir - 26.04.1958, Qupperneq 4
VÍSIB Laugardaginn 26. april 1958 D AGBLAÐ Ví«ir kemur út 300 daga á ári, ýmist 8 eSa 12 blaSsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstrseti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 0,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. t Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 20.00 í áskrift á mánuði, kr. 1,50 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan hJ. Ráðstefna um landhelgina. Kiirfiýa og tirúnttii : Oumræðileg gjöf. í dag eða á morgun lýkur ráð- stefnu þeirri um landhelg- ina, sem setið hefir á rök- stólum í nokkrar vikur suður í Genf. Hefir gangur mál- ' anna verið á þann veg að undanförnu, að ekki eru taldar horfur á því, að hún samþykki neinar ályktanir, , sem íslendingum þykir fengur í. Þó verður ekki sagt, að hún hafi verið alveg til einskis, því að hún hefir að minnsta kosti skýrt sjón- amiðin og fært íslendingum J heim sanninn um það, hvers styrks þeir megi vænta hjá ýmsum þjóðum, svo og hvað- an mótspyrnu sé að vænta gegn hagsmunum okkar í þessu mikilvæga máli. Hvað þetta síðarnefnda atriði snertir, þá gerðu íslending- ar aldrei ráð fyrir, að Bret- ar mundu verða bandamenn þeirra á ráðstefnunni. Ferill ; þeirra í landhelgismálinu • hefir verið slíkur, að við eigum sízt von á stuðningi frá þeim eða skilning á af- stöðu okkar. Við höfðum vænzt stuðnings úr annari átt, óg þess vegna fannst mönnum enn sárara, þegar hann brást eins herfilega og raun hefir orðið á. Virðist íslendingum bezt að gera sér grein fyrir því, að í þessu máli virðast þeir ekki eiga neina vini, aðeins mismun- andi einbeitta andstæðinga. Það hefir komið í ijós, að kpmmúnistar ætla að reyna að hagnast á því, hversu illa . Bandaríkj amenn hafa reynzt okkur á ráðstefnunni. Var mjög við því að búast, að ; kommúnistar mundu reyna þetta, því að þeir gera jafn- - an allt til að ófrægja þá, og þarna telja þeir sig eðlilega hafa góða aðstöðu. En kommúnistar aðgæta það ekki, að þeirra átrúnaðar- goð, fulltrúar sovétstjórnar- innar á ráðstefnunni, voru okkur jafnvel enn óþarfari, svo að vesalingarnir hér geta ekki einu sinni flotið á afstöðu Bandaríkjanna, þeg- ar málin skýrast fyrir al- menningi. Nú kemur að því, að íslending- ar taka ákvörðun um, hvað gera beri í þessu lífsnauð- synjamáli. Það hefir aldrei verið neitt leyndarmál, að stækkun landhelginnar árið 1952 var ekki neitt lokaskref íslendinga. Það var aðeins upphafið á því, að lands- menn tryggðu sér sem mest- an rétt yfir fiskimiðunum umhverfis landið og land- grunninu. Óvinir fslendinga reyndu þá að gera þeim allt til óþurftar, sem unnt var, og ætluðu að kúga þá til hlýðni með viðskiptabanni, en það bar ekki annan árangur en að sovétstjórnin greip tækifærið til að taka upp viðskipti við okkur í von um hagnað á pólitíska svið- inu fyrir leppa sína. íslendingar þurfa víst ekki að fara í neinar grafgötur um það, hvernig næsta skrefi þeirra í landhelgismálinu verður tekið. Gegn því mun verða barizt af mörgum, heiftarlega af sumum og einskis svifizt. Sennilega mun hatrammlegast verða barizt af sumum, sem tala mikið um vestræna sam- vinnu og nauðsyn hennar. Hlýtur þá að koma í ljós, hvort vestræn samvinna á að vera einungis á kostnað íslendinga, eða hvort þeir geta vænzt þess, að menn skilji, að þeir verða að fá að lifa eins og aðrir, því að ekki er um neitt annað að ræða. Engin breyting á Bretum. Þeir tveir brezku þingmenn, sem hér eru um þessar mundir, hafa gefið þær fróð- legu upplýsingar, að afstaða Breta í landhelgismálinu fari ekki eftir því, hverjir sé í stjórn í Bretlandi. Ekki skiptir máli, hvort það eru . jafnaðarmenn eða íhalds- menn — það verði Jón boli, sem við eigum við að etja. Það er vafalaust góðra gjalda _ vert, að þessir menn leggi á sig langa ferð til að kynna okkur vestræna samvinnu. Þó. er mikil spurning, hversu mjög menn leggja við hlust- ir, eins og ástatt er. En það þarf að fræða fleiri en okkur. Úti í heimi verða menn að fræðast um undirstöðuatriði eins og það, að þjóð á erfitt með að taka þátt í samvinnu, ef ætlunin er að svelta hana til hlýðni, ef hún vill ekki láta af rétti sínum. Án upprisu Krists hefði aldrei neinn kristindómur orðið til. Hvernig sem menn kunna að skoða eða skýra málið, þá er það staðreynd, að kristin trú fæðist með þeirri vissu, að Jesús væri risinn upp frá dauðum og að sú vissa er lifsafl hennar í aldanna rás. Ef einhver segir: Gef mér skiljanlegri kristindóm, aðgengi- legri, nútimalegri, strikið yfir þetta, sem er svo hneykslanlega ótrúlegt, þá geta kristnir menn ekki öðru svarað en þessu: Þú veizt ekki, hvað þú ert að biðja um! Þú ert að biðja um fátæk- legri kristindóm, þú ert að biðja um lík í stað lífs, þú ert að biðja um það, sem er ekki til og ekki fæst, kristindóm án síns upp- j risna, lifandi höfundar og drott- ins, þú ert að biðja um minni fátæklegri Guð. Og skyldi það nú vera það, sem þig vantar i þinni fátækt, í þinni smæð! Guð er það, sem hann er. Og vér? Hvaða vald höfum við yfir því, sem Guð hefur gjört? Það er hann, sem hefur skapað kristindóminn, hann, sem gefur þér kristindóminn, ekki vér né neinir menn. Það er hann, sem hefur gefið þér upprisinn Drottinn, lifandi, sigrandi frels- ara. Oss nútímamönnum er svo á- takanlega gjarnt til þess að vera alltaf að spyrja: Hvað get ég komizt af með minnst, hver er sá lágmarksskammtur Guðs gjafa í Jesú Kristi, sem ég get verið þekktur fyrir að taka til greina og þiggja? Vér tökum ekki víxla Guðs nema með afföll- um. En gleðiboðskapur Nýja testamentisins er þessi: Sjáið, hversu dýrðlega hluti Drottinn hefur gjört, hversu stórkostleg þau verk eru, sem hann hefur unnið fyrir oss, hversu dásam- lega mikið, algert og affallalaust það er, sem hann vill gefa oss. Lofaður sé Guð og faðir drottins vors Jesú Krists, sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krist frá dauðum, segir Pétur. Sjáið, hvílíkur er rík- dómur þeirrar dýrðar, sem Guð œtlar oss, og hinn yfirgnæfandi mikilleiki máttar hans gagnvart oss, en það er sami áhrifamikli, kröftugi mátturinn, sem hann lét koma fram í Kristi, segir Páll. Þannig talar Nýja testamentið. Upprisan er ekki fyrst og fremsf einstæður atburður, sem höfði til undrunar, aðdáunar eða hneyksl- unar eftir atvikum og skapferli. Hún er verk, sem Guð hefur framkvæmt fyrir þig, gjöf handa þér að þiggja. Þú átt lifandi kon- ung, sem er alger sigurvegari, höfðingi lífsnis, upprisan og lífið. Mannkyn á þann Drottinn, sem ríkir í eilífu lífs- og kærleiks- valdi. Jesús Kristur er frelsarinn, sá frelsari, sem getur leyst allar viðjar, sigrað alla synd, bugað allan dauða, sá lifandi, sigrandi frelsari, sem ég og þú og hver annar skammsýnn, veikur og syndugur maður getur flúið til og átt athvarf hjá i neyð og í deyð. Jesús Kristur er upprisinn frá dauðum, hann er sannarlega upp- risinn. Það þýðir það, að öll hans orð og öll hans fyrirheit og öll hans kærleiksverk og gjörvöll hans heilaga fóm eru eiliflega staðföst og gild Það þýðir það að þú getur risið upp til nýs lífs með honurn, þegið lífsins kraft af krafti hans, heyrt hann sjálf- an tala, þegar þú heyrir, lest, í- hugar orð hans, þú mátt lifa svo að hans líf sé þitt, þú mátt ganga við hans hlið sporin fáu til graf- ar þinnar og síðan með honum inn í ljóma eilífra páska. Hann talar nú: Eg er upprisan og lífið, hver sem trúir á mig, mun lifa þótt hann deyi. Hann segir nú: Komið til mín alllir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir og ég mun veita yður hvíld. Hann segir nú: Eg ljfi og þér munuð lifa. Minn frið gef ég yður. Eg er ljós heimsins, hver sem fylg-i ir mér mun ekki ganga í myrkr- inu, heldur hafa ljós lífsins. Mér er gefið allt vald á himni og jörðu. Eg er með yður alla daga. Kristindómur er ekki samsafn af undarlegum ráðgátum, heldur tilboð undursamlegra gjafa. Kristin trú er ekki samþykkt á furðulegum staðhæfingum, held- ur þakklát viðtaka dásamlegrar auðlegðar, sem Guð máttarins og kærleikans hefur tileinkað oss, gleði yfir því, hvað Guð Jesú Krists er góður, sterkur, ríkur og örlátur faðir. Kristin trúar- játning og trúarreynsla er fagn- andi þakkargjörð: „Þökk sé Guði fyrir sína óumræðilegu gjöf. Guði séu þakkir, sem gef- nr oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist“. Hraöskákmótið: Lárus Johnsen efstur með 11% v. Á þriðjud.kv. var keppt til úr- slita í liraðskákmóti Skákþings íslendinga. Hlutskarpastur varð Lárus Johnsen og fékk liann IIV2 vinning. Alls komust fimmtán menn í úrslit á hraðskákmótinu, þrír úr hverjum riðli undanrásanna, sem tefldar voru á föstudag. Úrslitin fóru svo fram í gær- kveldi eins og áður segir að viðstöddum fjölda áhorfenda. Úrslit urðu þau, að Lárus Johnsen varð efstur. Hlaut hann 11 % vinning af fimmtán mögulegum og þar með titilinn Hraðskákmeistari íslands 1958. 2. varð Sigurgeir Gíslason, 10V2 vinn. 3.—4. Jón Pálsson og Ingi R. Jóhannsson, 9% vinn. 5.—6. Sveinn Kristjáns- son og Benóný Benediktsson, 8 vinn. 7. Gunnar Ólafsson IV2 vinn. 8. Jón Kristjánss. 7 vinn. 9.—10. Halldór Jónsson og Ól- afur Magnússon, 6V2 vinn. 10. Stefán Briem, 6 vinn. 12. Egg- ert Gilfer, 5 vinn. 13 Jón Þórð- arson, 4 vinn. 14. Júlíus Lofts- son, 3V2 vinning og 15. Ólafur Gíslason, 2 vinninga. Eitt berklahæli nægir ekki- Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri á miðvikudag. Eyfirzkár konur hafa mót- mælt því aí> berklahælið í Kristnesi verði lagt niður. Á aðalfundi Héraðssambands Almannagjá. Það hefur oft á liðnum árum verið rætt um nauðsyn þess, að banna alla bifreiðaumferð um Almannagjá, og virðist nú loks að koma skriður á það mál, því að þingmenn úr öllum flokkum hafa sameinast um þingsálykt- unartillögu þess efnis, að allri umferð eftir veginum um gjána verði hætt, og lagður nýr bif- reiðavegur, sem ekki liggi gegn- um gjána. í greinargerð eru færð rök fyrir nauðsyn þess, að gjá- in verði friðuð, og segir þar m. a., að illverandi sé í gjánni sak- ir ryks, í þurrviðrum, en enn- fremur geti sú hætta komið til, að vegna umferðar þungra bif- reiða verði hættara við hruni úr veggjunum. — Ef Almannagjá verður friðuð yrði það til þess að auka stórlega ánægju allra, sem á Þingvöllum dveljast. Allt, sem gert er, til þess að auka frið- helgi Þingvalla, á rétt á sér, og friðun gjárinnar er mikilvægt skref í þá átt. Rykið og ferðamennirnii’. Úr þvi minnst er á rykið i 'Al- mannagjá í þurrviðrum væri ekki úr vegi, að minnast á rykið á þjóðvegunum íslenzku. Fróð- legt væri að heyra álit sérfróðra manna um, hvort ekkert væri hægt að gera til þess að drepa það niður. Kemur þar sjálfsagt til greina, að fá hentugri ofaní- burð, en á því eru sjálfsagt viða miklir erfiðleikar. Eru engin efni, sem hægt er að blanda í yfirkeyrslu-ofaníburðinn, sem bindur rykið? Spyr sá, sem ekki veit. Umkvartonir skennntiferðafólks. Það er líka vert að vekja at- hygli á því, að eitt af þvi, sem erlent skemmtiferðafólk kvartar mjög yfir, er rykið á þjóðvegun- um, það sé hið hvimleiðasta, taki fyrir útsýn, smjúgi inn í bifreiö- arnar og veldi skemmdum á fatn aði. Það mun vera venja i stóru skemmtiferðaskipunum, sem hingað koma, að ferðamennirnir, sem fara í land, fá eyðublöð með ýmsum fyrirspurnum, og i svör- unum kemur fram, yfir hverju menn eru óánægðir og yfir hverju menn eru ánægðir. Og undantekningarlítið munu þeir, sem hafa kvartanir fram að færa, kvarta yfir rykinu. Steyptir vegir. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að lagning steyptra vega er mjög kostnaðarsöm hér á landi, en væntanlega verður kostnaðarhliðin rannsökuð á nýj- an leik, þegár sementsfram- leiðsla er komin í fullan gang í landinu. Og eitt er víst, að þótt lagningin sé dýr í byrjun, ættu slikir vegif, ef þeir eru rétt og vel lagðir, að endast lengi, og viðhaldskostnaður sennilega minni. Lagning á steinsteyptum vegi miili Þingvalla og Reykja- víkur hlýtur að verða ofarlega a blaði, þegar farið verður að gera áætlanir um stejTJta vegi. eyfirzkra kvenna, sem nýlega var haldinn í Freyvángi, var samþykkt að skora á heil- brigðisyfirvöld landsins að leggja ekki að svo stöddu niður berklahælið í Kristnesi. Teija konurnar ekki tíma- bært að leggja hælið niður og að enn séu ekki nægjanlegar upplýsingar fyrir hendi um það að- eitt berklahæli rúmi alla berklasjúklinga landsins.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.