Vísir - 26.04.1958, Síða 8

Vísir - 26.04.1958, Síða 8
&____________________________________________ Lfckert blað cr ódýrara í áskrift cn Vísir. Látlð hann færa yður fréttir eg annað lcstrarefni heim — án fyrirhafnax mi ySar hálfu. Sími 1-16-69. Laugardaginn 26. apríl 1958 Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið ókeypis til mánaðamóta. Sími 1-16-60. M'rcí pisssfi SVJFÆs 162 manns bjargað frá því síbasta þing var haítSíð- Félaginu færð afmælisgjöf frá Svíþjóð. Þing Slysavarnafélags Islands iiófst í fyrradag með guðsþjón- ustu í Dómkirkjunni. Séra Jón 'Auðuns dómprófastur prédikaði. Að lokinni guðþjónustu setti íforseti Slysavarnafélags Islands, fiuðbjartur Ólafsson þingið með ávarpi. Hann gat þess að síðan Bíðasta þing Slysavarnarfélags íslands var háð, hafi 162 mönn- jum verið bjargað frá dauða, fyr- Ir atbeina Slysavarnafélags Is- lands og annarra aðila, en á eama tíma hafi farizt að slys- lörum hér á landi 93 menn. Þar Bf drukknað 39, farist í umferða Blysum 22, flugslysum 5 og öðr- *im slysum 27. Þingforseti var kosinn Ólafur 1B. Björnsson, Akranesi. 1. vara- (forseti séra Óskar J. Þorláksson- Keykjavík. 2. varaforseti frú jGuðrún Jónasson, Rvík. Ritarar IVoru kosnir séra Stefán Eggerts «on, Þingeyri, Sigríður Magnús- Idóttir, Eygló Gísiadóttir og Geir jólafsson. Þá fór fram nefndarkosning, en því næst lagði gjaldkeri fé-\ lagsins, Árni Árnason kaupm. íram endurskoðaða reikninga fé- lagsins fyrir síðastl. tvö ár á- fiá öryggisráð Sameinuðu þjóð- | anna kemur saman í dag út af ásökun Sovétstjórnarinnar ! í garð Bandaríkjanna varð- í' andi „fiug bandarískra í sprengjuflugvéla með kjarn- r orkusprengjur í áttina til Sovétríkjanna". — Banda- j ríkjastjórn kveðs fagna um- , ræðu um niálið. samt fjárhagsáætlun fyrir næstu tvö ár og ítariega grein fyrir reikningunúm og áætluninní. Um kvöldið hafði stjórn Slysa- varnafélagsins boð inni í Tjarn- arkafé fyrir fulltrúa og nókkra gesti í tilefni af 30 ára afmæli félagsins. Meðal gesta voru forseti ís- lands og frú, biskup Islands og frú, félagsmálaráðherra og frú og ambasador Svía og frú. Af- henti hann Slysavarnafélaginu fagran krystalsvasa áletraðan að gjöf frá Slysavarnafélagi Svíþjóðar í tilefni af 30 ára af- mælinu. Ræður og ávörp fluttu: Guð- bjartur Ólafsson forseti Slysa- varnafélagsins, Ólafur B. Björns son, Akranesi, séra Sigurður Einarsson Holti, frú Guðrún Jón asson, Rvík og Júlíus Havsteen fyrrv. sýslumaður. Kvæði fluttu Gísli Sveinsson fyrrv. sendiherra og Lárus Salómonsson lögreglu- þjónn. Guðmundur Jónsson ó- perusöngvari skemmti gestum með einsöng og ennfremur söng kvennakór Slysavarnafélagsins (kvennadeildarinnar í Rvík) undir stjórn Herberts Hriber- schek. Hófið var hið ánægjuleg- asta. Veizlustjóri var Gunnar Friðriksson forstjóri. í gær kl. 10 hófust að nýju fundir landsþingsins í Tjarnar- kafé. Voru þá rædd dagskrármál, m. a. húsbyggingarmál félags- ins, erindrekstur þess og út- breiðslumál og fl. Málum var vísað til nefnda. Fundum verður haldið áfram á morgun. Verðlaunakeppni að glugga- skreytingu í Skálholti lokið. Gerður Helgadóttir hlaut 1. verðlaun, Nína Tryggvadóttir 2. og Sigurður Sigurðsson málari híaut 3. f vetur efndi kirkjumálaráðu- neytið til verðlaunasamkeppni nm tillögnr að skreytingum á gluggum Skálholtskirkju. Veitt Voru samtals 50 þúsund króna .Verðlaun og hlaut Gerður Helga ðóttir fyrstu verðlaun, 25 þús. kr. Önnur verðlaun lilaut Nína Tryggvadóttir 15 þús. kr. og þrlðjuverðl. Sigurður Sigursson listmálari 10 þús. kr. Varðarkaffi í Valhöll í dag kl. 3—5 s.d. Aukaverðl. að upphæð 7500 kr. voru veitt Jörundi Pálssyni og Henning Simon sameiginlega. I dómnefnd áttu sæti Sigurðu,r Guðmundsson akritekt, Björn Th. Björnsson og Kristján Eld- járn. Selma Jónsdóttir var skip- uð sem varamaður í dómnefnd- ina. Alls báruzt nefndinni 15 til- iögur, teikningarnar hafa verið almenningi til sýnis í Iðnskólan- um. Verðlaunaveiting þessi er óháð ákvörðuninni um það eftir hvaða teikningum gluggaskreytingin verður gerð, en teikningarnar verða sendar til Danmerkur, þar sem gefendur glugganná munu úrskurða hvaða teikningar koma til greina, sem fyrirmynd að glerskreytingunni. Söngskemmtun Hallbjargar Bjarnadóttur. Hallbjörg Bjarnadóttir hélt fyrstu söng-skem.Tntun sina í Austurbæjarbíói s.l. þriðjudag. Var þar sitt af hverju til skemmtunar, eins og til dæmis eftirhermur, söngur og smáþætt ir. Húsið var fullskipað áhéyr- endum svo að sumir stóðu og glumdi af hlátrasköllum og fagn aðarlætin ætluðu engan endi að taka. Hermdi Halldjörg m. a. eftir Paul Robertson, Louis Arm- strong, Josephine Baker og Hall- dóri Kiljan Laxness, auk þess sem hún söng nokkur lög ,,með eigin nefi“. Næsta skemmtun frúarinnar verður annað kvöld og hefst hún kl. 11,30 og verður hún í Austur- bæjarbíói sem hin fyrri. Q. Hersýningin í Jerúsalem leiddi ekki til árekstra. Mikið um fagnað á 10 ára afmælinu. UngEingum býðst skipti- för til Sví|)jóÓar. Fimmtán geta komizt í ferðina, sem tekur hálfan mánuð. Sýíþjóðardeild samtakanna kemur við í Þórshöfn i Færeyj- „Experiment in International um, Bergen og Kaupmannahöfn Kiving“, sem er alþjóðlegur fé- og kemur til Gautaborgar hiná lagsskapur, er vinnur að gagn- 13. júní. 1 Svíþjóð munu svo ísL kvæmri kynningu og vináttu- þátttakendurnir dveljast á völd- tengslum milli fólks af ýmsu um einkaheimilum í hálfan mán’- þjóðerni, býður íslenzku æsku- uð. fólki á aldrinum 16—20 ára hálfs | Hinn 27. júní verður farið með mánaðardvöl í Svíþjóð, gegn því m.s. Heklu heimleiðis frá Gauta- að jafnstór hópur sænsks æsku- |borg með viðkomu i Kiústians- fólks njóti hliðstæðrar fyrir- 'sand og í Færeyjum. Og verða greiðslu hér jafnlangan tíma í þá 15 sænskir unglingar með í júlibyrjun í sumar. j íörinni. Komið verður til Rvíkur Islenzki hópurinn mun leggja 2. júlí. af stað frá Reykjavík hinn 7. j Síðan dvelja sænsku þátttak- júní n. k. með m.s. Heklu. Skipið 'endurnir á íslenzkum heimilum í hálfan mánuð. Þeir fara út aft- ur með m.s. Heklu 19. júlí. Nauð synlegt er að væntanlegir þátt- takendur í Svíþjóðarförinni taki Hin mikla liersýning ísraels í gær í tilefni 10 ára afmælisins hefur ekki liaft alvárlegar aL leiðingar í för með sér. Allt hef- nr verið með kyrriun kjörum í borginni. Fremstar fóru skriðdrekasveit- ir, fótgöngulið þar næst og sjó- liðar, og kvennadeildir o.s.frv. Fannst mönnum til um hve deild- ir þessar voru sýnilega vel þjálf- aðar og öruggar. Jórdaníumenn, sem höfðu mót- mælt því, að hersýningin færi fram, höfðu flutt lið í sinn borg- arhluta, en eftirlitsnefnd Sam- einuðu þjóðanna hafði sína menn hjá báðum, og mun það hafa haft sín áhrif. I vestrænum blöðum kemur fram sú skoðun, að það hafi ekki verið nein stjórnmálahyggindi í því, að nota þetta tækifæri til að berast svo mjög á hernaðarlega, en þó heyrast raddir um, að eitt gott gæti af þessu leitt. Hersýn- ingin muni verka sem áminning til Nassers og Krúsévs um, að ísrael muni verja sig af öllum mætti verði á hana ráðist, og hafi til þess nokkra og jafnvel allmikla getu. Mikið var um fagnað hvar- vetna í landinu í tilefni 10 ára afmælisins. sænska unglinga til dvalar um hálfsmánaðarskeið eins og að framan greinir. Af þessum sök- um verður að þessu sinni að takmarka þátttökuna við æsku- fólk frá Reykjavík og bæjum og byggðarlögum á Suður- og Vest- urlandi. Kostnaður fyrir hvern þátttakanda er áætlaður um 2000 þús. kr. og eru þar innifal- in öll fargjöld og þátttökugjald. Umsóknir um þátttöku send- ist Magnúsi Gíslasyni, námsstj., Vonarstræti 8, (Box 912), Rvík, sem fyrst og eigi síðar en 10. maí n. k. Umsókn fylgi upplýs- ingar um aldur, nám og atvinnu, ásamt meðmælum frá skóia- stjóra, kennara eða vinnuveit- anda svo og önnur meðmæli ef fyrir hendi eru. Ætlar að kanna íslenzka Drengjahlaup jr Aimanns. Drengjahlaup Ármanns ver'ð- ur á sunnudag kl. 10.30. Keppendur eru 35. Hlaupið hefst í Vonarstræti við gamla Iðnskólann. Hlaupið verður suður Tjarnargötu að Háskóla, yfir mýrina og endað við Hljómskálann. ’ Keppendur mæti kl. 10 við Miðbæjarbarnaskólann. ---•---- Bókmenntakynning í Háskóianum. Kynning- á verkum Magnúsar Ásgeirssonar vei’ður haldin í hátiðasal Háskólans sunnudag- inn 27. apríl kl. 4. síðdegis. Séra Sigurður Einarsson í Holti flytur erindi um skáldið og lesið verður úr verkum hans. Eftirtaldir lesa: Gerður Hjör- leifsdóttir leikkona, Kristinn Kristmundsson, stúd. mag., Bald vin Halldórsson, leikari, og Æv- tungu og keltnesk áhríf. Fyrsfai vetðbunin veltf úr sfé5i ICiHfans vesfra* American-Scandinavian Foundation í New Yorkborg hef ir tilkynnt, að Michael Krauss frá Ohio hafi verið veitt fyrstu verðlaun úr sjóði þeim, sem Halldór Kiljan Laxness stofn- aði til syrktar þeim, sem leggja stund á málvísindi við Háskóla Islands. Sjóðinn stofnaði Halldór Kiijan, er hann var á ferð í Bandaríkjunum fyrir nokkr- um mánuðum. ar R. Kvaran, leikari. Guðmunda Elíasdóttir, söngkona syngur nokkur lög við ljóð og ljóðaþýð- ingar Magnúsar. Þetta eru þriðju og síðustu bókmenntakynningar Stúdenta- ráðs á þessum-vetri. Áður hafa verið kynnt verk Jónasar Hall- grímssonar og ljóð nokkurra ungskálda. Aðgangur er ókeyp- is-á kynningu þessa og«ölIum heimill meðan húsrúm leyfir. Þessi fyrsti verðlaunahafi hefir valið sér athyglisverða og óvenjulega námsgrein, þ. e. ísl. tungu og keltnesk áhrif. Hann lauk B.A. prófi frá Chi- cagoháskóla árið 1953, og meist- arapróf tók hann við Colum- biaháskóla árið 1955. Ári síðar hlaut hann Certificat d’études superieures frá Faculté des Lettres en Sorbonne við Par- ísarháskóla. 1956—57 stundaði Krauss nám við Dublin insti- tute of Advanced Studies, og nú er hann að búa sig undir að ljúka doktorsprófi í heimspeki við Harvardháskólan í Banda- ríkjunum. Meðal þeirra tungu- mála, sem hann kann, eru norska, danska, sænska, ís- lenzka og keltneska eins og hún er töluð fig rituð í hinni írsku mynd. Krauss er einnig vel að sér í frönsku, þýzku og ítölsku og getur lesið latínu, grísku og spænsku.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.