Vísir - 19.05.1958, Blaðsíða 10

Vísir - 19.05.1958, Blaðsíða 10
ifiL VfSIR Mánudaginn 19. mai. 1958 CATHERIIME GASKIIM. FOÐUR SINS 26 sem eg hafði lært að treysta á og þar glataði eg tilfinningunni fyrir öllu því, sem við kom heimili mínu. Hvernig sem því er varið, rofnuðu öll tengsl mín við heimilið. Síðan hef eg verið í eins konar auðu rúmi og beðið eftir því, að eitthvað skeði. Eg hefi ekki heldur löngun til þess að flækjast um í tilgangs- leysi. — Heldurðu, að þú finnir það, sem þú þráir, í sambúð við mig? — Eg veit það ekki. Elskaröu mig svo heitt, að þú viljir vera hjá mér, jafnvel þótt eg finni ekki það, sem eg þrái? Maura! Stund- um þarf meira en ást einnar konu til að bjarga manni. Veiztu það? — Já, eg veit það. — Og þú ætlar samt að halda áfram? —1 J á. Hann þrýsti henni fast að sér. — Maura.. .. Snekkjan vaggaðist og rann hægt áfram, en bárurnar gjálfr- uöu við kinnungana. Ekkert heyrðist nema niður hafsins og .ástarorð þeirra, sem hvíslað var í hálfum hljóðum. Þegar þau komu inn í höfnina í Ostende, var sólin komin á loft. Hún blikaði á skipunum og mávunum, sem af og til stungu. sér eftir æti. Menn hrópuðu á riiörgum tungumálum. — Við förum í land og borðum morgunverð, sagði Johnnie. Uann leit á Mauru. — Eg held, að við séum komin á það stig, að við ættum að hætta að tala um okkur sjálf, en gera ráð okkar. Við verðum að hugsa um Irene og föður þinn — og Tom. Hún spennti greipar í kjöltu sinni. — Eg skil þig ekki, Johnnie. — Hvað segirðu? — Eg skil þig ekki. Eg get ekki gert þetta. — Þú ert ekki réttu megin við Norðursjóinn til að segja mér þetta, sagði hann rólega. — Nei, sagði hún örvæntingarfull. — Ó, Johnnie, mér þykir svo mikið fyrir því. Eg er svo lélegur svikari. Eg hélt, að eg gæti framkvæmt ætlun mína, en nú get eg það ekki lengur. Hún hélt áfram í flýti. — í gær — í gærkveldi var það allt öðru vísi. Þá varö maður að hugsa .um það líf, sem maður hafði lifað og það líí, sem ekki var enn þá byrjaö. Skilurðu, Johnnie, það sem eg er að reyna að gera þér ljóst? Ástin mín. Eg vissi ekki, að eg yrði svona þreklaus. Þú hefðir átt að hlusta á mig í The Temple. Þú hefðir ekki átt að treysta mér, þegar eg var í þessu skapi. Þú hefðir átt að vita, að vegna þess að eg elska þig, hefði eg gert allt, sem þú baðst mig um. — Þá skín hin bjarta sól veruleikans á okkur nú, Maura, og þér geðjast ekki að því, sem þú sérð. Er þetta rétt hjá mér? — Segðu þetta ekki. Eg hafði ekki gert ráð fyrir, að þetta kæmi fyrir. En ég hefði átt að vita, að eg var ekki manneskja til að framkvæma ákvörðun mína. Hann horfði á sólarljósiö glampa á hári hennar og aridlit, sem var orðið fölt. Aldrei fyrr hafði hann séð augu hennar svo dimm. Augnaráðið var harmþrungið og axlirnar signar niður. Það b'ar vott um örvinglun hennar. E. R. Burroughs Hann var snortinn. Nú var hún hreinskilin og uppgerðarlaus eins og barn. Hvern skyldi hafa gmnað, að hún mundi sleppa honum um borð í gærkveldi. Það vaknaði hjá honum með- aumkvun með henni. Hann gekk hratt til hennar. — Pyrirgefðu mér’ sagði hann. Hún hallaði höfði sínu að honum og hann fann, að hún skalf af gráti. - . -• — Við eigum bæði sok þessu, Maura. Við höfuin verið kjánar og blekkt okkur sjálf. En það er mikiu betra að hárma það nú en seinna. — Hvernig gat eg gert b> tta, Johnnie? — Það er mér að kenna, sagði hann með'hægð< Eg-.hefði átt að þekkja þig nægilega til að vita, að þér var alvara með það, sém þú sagðir í The Temple. En eg er blindur þegar um er að ræða það, sem eg þrái. Eg þr :öi þig, Maura, meiraieiýallt annað. Þau horfðu hvort á auriað og björt mörgunsólin skein í andlit þeim og þau heyrðu hávað: í frá höfninni umhverfis þau. — Hvað ertu aö hugsa m að gera? spurði hún. ' . — Gera? Hann yppti ö um. Verða hér eftir, býst eg við. Eg get ekki verið á Englanci; sem stendur. Og ekki get eg hitt Irene heldur. Eg skal tala um þetta við hana. — Já, það verðurðu að gera. Tom verður líka að'fá að vita það. — Er það nauðsynlegt? Hún kinkaði kolli. — Nú er tími til kominn að vera fullkomlega hreinskilinn. Tom á heimtingu á að fá að vita þetta, Þessu hlýtur að vera lokið milli okkar og hann verður að fá að vita ástæðuna. Eg hef verið óhreinlynd nógu lengi. — Fjögur líf eru of stór fórn til þess að eg geti flækst um Evrópu og leitað mér einhvers konar björgunar. En eg hefði íundið hana með þér, Maura. Við hefðum getað fundið hana í féiagi. En ef til vill hefur þú verið — eða ert — björgun mín. Ef til vill get eg lært að lifa í sátt við mig sjálfan, eða fundið mína guði. Eða eg kemst að raun um, að engin eirð eða ró er til og þá hætti eg að leita. Þau kysstust heitt og innilega og þau gátu naumast trúað því, að öllu væri lokið. Andlit Mauru var vott af tárum og hún fann, að enni hans var rakt af köldurn svita. Að lokum losaði hún sig úr faðmi hans og strauk hönduin niður eftir líkama hans. Augu hennar fylltust aftur tárum. — Farðu strax, Johnnie. Eg þoli þetta ekki lengur. Hann svipaðist um ringlaður. Án þess að sleppa henni svip- aðist hann um á bryggjunum. — Eg skal leita uppi einhvern, sem getur farið með þér til baka. Hún hristi höfuðið. Hann sá tárin á vöngum hennar glitra í sólskininu. — Eg hef oft siglt Regnfuglinum. — Það mun reynast þér erfitt, ef það verður stormur og stór- sjór. Og þú hefur ekkert sofið. Þú getur ekki siglt honum ein til baka. Ef eg lít inn á nokkra matstaði hér í nágrenninu, mun eg áreiðanlega finna einhvern, sem fer með þér. Hann tók hana aftur í faðm sinn og kyssti iiana. En þessi koss var eins og skuggi fyrri kossa. Það var eins og hann væri þegar farinn frá henni. — Vertu sæl, Maura. Hann sneri sér við og tók frakka'nn sinn. Hún virti hann fyrir ' sér, þegar hann greip í brúnina á steinþrepunum og dró bátinn upp að bryggjunni. Og hún horfði á eftir honum þegar hann gekk upp þrepin með frakkann á öxlunum og lagði af stað upp bryggjuna. Hún beið ekki eftir því að sjá, hvort hann liti við, heldur fór beina leið ofan í káetu. Það var dimmt og hlýtt þarna inni. Hún lagðist á einn bekkinn og var full trega. Þegar hún reif sig upp aftur, langaði hana í vindling. En pakkinn var tómur. Hún fleygði frá sér tóma pakkanum og gekk hröðum skrefum að skápnum. Það var ekkert þar. Svo fór hún að leita milli svæflanna í rúminu. Þar fann hún pakka j með tveimur vindlingum. Þaö voru amerískar sígarettur, Philip J Morris. Hún kveikti í annarri síðarettunr.i og gekk upp á þilfar. Sól- 2623 •• •• A KVOLDVOKUNNI Cedar Rapids Iowa var Gor- don Davis settur inn fyrir að aka bíl sínum drukkinn. Kon- an Itans leysti hann úr haldi og þorgaði . 50 dala tryggingu, Þegar .fangelsishurðin laukst upp 'fy'rir honum, fékk hann þvilíka dembu af skömmum og svivirðingum af vörum konu sinnar, að hann bað um að vera heldur settur inn aftur — og var það. ic ' Miðaldra maður barði að dyrum í mótttökuherberginu í St. Josephs sjúkrahúsinu í Lexington í Kentucky. Hjúkr- unarkonan, sem varð fyrir svörum, sagði honum, að E. C. Jones mætti ekki fá heimsókn á sjúkrastofuna, en að hann væri á góðum batavegi. — Mér er mjög mikil ánægja að heyra það. Eg hefi verið hér í 10 daga og gat aldrei komizt að því hjá læknunum. Eg er nefnilega E. C. Jones. ★ Vegna sívaxandi hættu á geislaverkun hefir læknir nokkur í Lundúnum, H. O. J. Collier, gefið eftirfarandi ráð til að draga sem mest úr hætt- unni: 1) farið ekki til læknis til gegnumlýsingar, 2) drekkið ekki mjólk, það dregur úr neyzlu á cesium 137 (geisla- virkir isotopar), 3) haldið til innan dyra til að forðast áhrif geimgeisla og 4) andið aðeins frá ykkur. Tarzan bylti sér og braust Reipin á hornum netsins nú í netapoka í lausu lofti fylgsni sínu og hló yfir sigri um en netið hélt honum. drógust upp og Tarzan hékk og þá kom Veera fram úr sínum. Vinarkveðja. Árleg vinarkveðja í þrítug- asta og sjöunda sinn frá börn- unum í Wales til barna um all- an lieim. (Útvarpað í flestum löndum heims 18. maí, 1958); „Þetta er dagur vinarþels. Enn sendum við drengir og telpur í Wales okkar innileg- ustu kveðjur til æskufólks heimsins, og þau ykkar, sem eruð sjúk, einmana eða sorg- mædd, eru okkur sérstaklega hjartfójgin. Viriarkveðja okkar er hafin yfir öil landamæri og alla mis- klíð. Við vöxum upp á óróatímum. Innan um þjáningar og deilur erum við uggandi um hvaða hlut íramtíðin ætlar okkur. Þrátt fyrir það trúum við því statt og stöðugt, að ef við, æsku- fólk alh'a þjóða, vígjumst rétt- læti og friði verði vald hins illa sigrað. Við skulum því biðja um 'k til að styðja stjórnir allra landa til að gefa okkur heim lausan við ótta, ófrið og skort. Vinátía okkar skal hjálpa til að skapa þann heim. Látum okkur öll, vongóð og djöf, verða samferða inn í framtíðina.“ MeÖ þakklæti, Ragnar Þorkelsson, Reyi.jaskóla. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.