Vísir - 19.05.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 19.05.1958, Blaðsíða 4
VfSIK Mánudaginn 19. maí 1958 •< Hérbdis licfur veiDst 60-70 pt. lax. SeimiBega er Grímseyjarlax- inn sá næst-stærsfi. i Fyrir nokkru ritaði Þór , Guðjónsson, veiðimálastjóri, grein í Náttúrufræðjnginn j um stóra laxa og leyfir Vísir sér að endurprenta Hiana. Það þykir jafnan tíðindum sæta þegar veiðast risar meðal dýranna. Veiði stóra laxins við Grímsey 8. apríl síðastliðinn vakti að vonum mikla athygli. Oli Bjarnason, sjómaður í Grímsey, veiddi laxinn í þorska net, er hann hafði lagt um 400 m. vestur af eynni. Var netið með 4 þuml. teini. Laxinn var 132 cm. að lengd og vóg 49 pd. (24% kg) blóðgaður. Má ætla, að hann hafi verið nær 50 pd. með blóðinu. Mesta ummál hans var 72 cm. Iiöfuðlengd laxins var tæplega % af heild- arlengdinni. Laxinn reyndist vera 10 vetra gamall og hafði hrygnt tvisvar, 7 vetra og 9 vetra gamall. Laxinum var got- ið haustið 1946. Vorið 1951 gekk hann í sjó í fyrsta skipti, þá nál. 16 cm. langur. Sumarið 1953 gekk hann í ána til þess að hrygna, og má ætla að hann hafi verið nál. 80 cm. að lengd. Sumarið 1955 gekk hann öðru sinni þá nál. 120 cm. að lengd. Laxinn hefur gengið til sjávar veturinn 1955—56. Eftir um árs veru í sjó veiddist hann mánudaginn 8. apríl í þorska- net við Grímsey, svo sem fyrr segir, við botn á 16 m. dýpi. Laxinn hafði fest sig á hausn- um í netinu og vöðlað því utan um sig. Þegar netið var inn- byrt, var mjög af laxinum dregið. ‘í'elja má líklegt, að risalaxinn frá Grímsey, sem almennt hef- ur verið kallaður Grímseyjar- laxinn, sé íslenzkur að upp- runa. Hann gæti vel hafa verið úr Laxá í Þingeyjarsýslu, eins og margir hafa getið sér til, því að í þá á ganga óvenjulega stór- ir laxar. Þegar la?finn gekk í sjó að aflokinni hrygningu, lik- lega fyrri hluta árs 1956, var hann af svipaðri stærð og stærstu laxar, sem veiðast _í Laxá. Lax hefur áður veiðzt við Grimsey, og er greinarhöfundi kunnugt um tvo laxa, sejn fengizt hafa þar í snurpinætur að sumarlagi. Annar laxinn veiddist af ms. Eldborg frá Borgarnesi í júlí 1938, 3—4 sjómílur suðvestur af Grímsey og vóg hann 16 pd. Hinn lax- inn veiddist af bv. Tryggva gamla 1942 eða 1943 suðvest- an við eyna og var hann 7—8 pd. að þyngd. Eftir veiði Grímseyjarlaxins hefur töluvert verið rætt um stóra laxa og margt rifjazt upp um þá. Skal nú skýrt frá því markverðasta, sem höfundi er kunnugt um stóra laxa, sem veiðzt hafa hér á landi. Risalax veiddist í silunganet í Hvítá í Borgarfirði hjá Flóða- tanga á síðustu öld. Menn eru ekki á eitt sáttir um þyngd hans, hvenær hann var veiddur eða af hverjum. í Veiðimann- inum nr. 18., 1951, og síðar í bókinni „Að kvöldi dags“ 1952, skýrir Björn J. Blöndal, rit- höfundur, frá því, að lax, sem talinn var 70 pd., hafi veiðzt í Hvítá frá Flóðatanga 1 Staf- holtstungum. Björn bar sögu þessa undir Þorstein bónda Böðvarsson í Grafardal, sem heyrt hafði hana af vörum sömu manna og Björn. Þor- steinn taldi þyngd laxins hafa verið 65 eða 70 pd., en hélt þó síðari töluna vera réttari.Stefán Ólafsson telur í grein í Veiði- manninum nr. 19, 1952, að Björn fari rétt með þyngd lax- ins og annað í frásögninni um Flóðatangalaxinn, en bætir við, að hann hafi veiðzt í svokall- aðri Sandskarðalögn í kvísl úr Hvítá, sem nú er þurr, og enn- fremur, að Hálfdán bóndi á Flóðatanga hafi veitt laxinn um 1880. Kjartan Bergmann, sonur annars sögumanns ofannefndra manna, telur laxinn hafa verið 64 pd. og er Jósep Björnsson á Svarfhóli sammála Kjartani um þyngdina. Kjartan segir ir einnig frá því eftir föður sínum, Guðjóni Kjartanssyni, bónda á Flóðatanga, að stóri laxinn hafí veiðzt á búskapar- rárum Ásmundar Þórðarsonar á Flóðatanga, en Ásmundur bjó þar á árunum 1840—1862. Kjartan telur, að Ásmundur hafi veitt laxinn eða Björn son- ur hans, er síðar bjó í Svarf- hóli í Stafholtstungum. Þá hef- ur Kristján bóndi Fjeldsted í Ferjukoti það eftir Sigurði Fjeldsted, föður sínum, að Flóðatangalaxinn hafi vegið 120 merkur eða 60 pd. Hvort f heldur, að þyngd laxins hafi verið 60, 64 eða 70 pd., þá er Flóðatangalaxinn stærsti lax, sem sögur fara af, að veiðzt hafi hér á landi. Árið 1895 veiddist 45 pd. lax í ádrátt í Laxá í Þingeyjarsýslu frá Nesi. Þorgrimur Pétursson bjó þá í 'Nesi, en Sigurður Guð- mundsson og Jakob Þorgríms- son veiddi laxinn í Vitaðsgjafa. Steingrímwr bóndi Baldvinssn í Nesi og Karl Sigurðsson, bóndi á Knútsstöðum í Aðaldal, hafa sagt mér frá þessum laxi. Sigurður Sigurðsson, bóndi að Núpum í Aðaldal, segir í bréfi 1957 til Sæmundar Stef- ánssonar, stórkaupmanps, frá stórum laxi, sem fannst dauð- ur í Laxá í Aðaldal á jóladag 1929. Laxinn var nák 123 cm. að lengd frá trjónu og aftur að sporði eða 132—133 cm., ef sporðlengdinni er bætt við eftir því, er Sigurður telur. Sigurð minnir, að laxinn hafi vegið 36 pd. Lax þessi hefur verið milli 40—49 pd. nýrunninn úr sjó, því að gera má ráð fyrir, að hann hafi tapað allt að 30% af þyngd sinni frá því, að hann geklc í ána. Er líklegt að um hafi verið að ræða einn af fjór- um stærstu löxunum, sem á land hafa komið hér. Frásagnir eru til af 7 löxum milli 36 og 39 pd. Skal sagt frá því, sem höfundi er kunnugt um þá. Stærsti laxinn, sem veiðzt hefur í Árnessýslu, vóg 39 pd. og fékkst fyrir um 40 árum í lögn, sem kölluð var Víkin og var úti í Ölfusá. Um þetta leyti stunduðu þeir Sig- urgeir Arnbjarnarson og Símon Jónsson, bændur á Selfossi, veiðarnar, og er Sigurgeir heimildarmaður minn um þennan lax. 38 % pd. lax fékk Kristinn Sveinsson á stöng í laxaá landsins. Tveir 36% pd. laxar hafa veiðzt á stöng í henni, annar 1912 af L. S. Fortescue hjá Nesi, en hinn af Jakobi Hafstein þann 10. júlí 1942 í Höfðahyl. Til samanburðar við ofan- greint skal þess getið, að í ná- grannalöndum vorum verður lax stærri en hér á landi. Stærsti lax, sem veiðzt hefur- í Skot- landi, vóg 103 ensk pd. eða 93% íslenzkt pd. Kom hann í net í Forthfirði. Stærstí stang- veiddi laxinn vóg 58 íslenzk pd., og veiddi hann kona í Tay- ánni 1922. I Noregi veiddist nvita nja iðu i juni 1946. Lax- inn var 115 cm. á lengd og 70 cm. að ummáli. Þann 7. sept- ember 1952 veiddi Víglundur Guðmundsson lax, hæng, á stöng í ármótum Brúarár og IJvítár, og vóg hann 37% pd., var 122 cm. að lengd og 65 cm. að ummáli. Laxinn var 6 vetra gamall, hafði dvalizt 3 vetur í fersku vatni og 3 vetur í sjó og hafði ekki hrygnt. í Hvítá í Borgarfirði hafa veiðizt tvéir 36 pd. laxar. Ann- ar veiddist í króknet frá Ferju- koti rétt fyrir 1920. Daniel Fjeldsted, læknir, vitjaði um netið, sem laxinn var í, ásamt Sigurði bónda Fjeldsted í Ferjukoti, og hefur Daniel sagt höfundi frá laxinum. í netinu var einnig 26 pd. lax. Hinn lax- inn var veiddur á stöng þann 22. ágúst 1930 fyrir neðan Svarthöfða af Jóni J. Blöndal, hagfræðingi, frá Stafholtsey. I Laxá í Þingeyjarsýslu hafa veiðzt tiltölulega flestir stórir laxar miðað við laxafjöldann, sem gengur í ána, og má því ó- hikað telja hana mestu stór- pu. a siong í rana- ánni, og er hann stærsti At- lantshafslax, sem veiðzt hefur á stöng. Metlaxinn í Svíþjóð veiddist í Faxánni 1914 og vóg 72 pd. í Finnlandi veiddist 70 pd. lax, 130 cm. langur, í jKymmeneánni 1896. Stærsti lax, sem veiðzt hefur í Dan- mörku, fékkst. í Skjernánni 1953, og vó hann 53 pd. Hann var 136 cm. á lengd og 70 cm. að ummáli. Var hann því lítið eitt stærri en Grímseyjarlaxinn. Hér hefur verið sagt frá stærstu löxunum, sem höfundi er kunnugt um, að veiðzt hafi í fersku vatni hér á landi og í sjó. Heimildir, sem stuðzt hef- ur verið við, eru vafalaust ekki að öllu leyti tæmandi, og má því vænta, að fram komi nán- ari vitneskja um þessa laxa. Þá má einnig við því búast, að fleiri laxar 36 pd. eða þyngri hafi veiðzt heldur en þeir, sem hér hefur verið rætt um, og væri æskilegt, að fá fregnir af slíkum löxum. „GróSiir" - Ijóðabók eftir Artia G. Eylands. skrifa sendibréf. Sú gáfa er ekkí hættulaus, því hún freistar til þess, að taka sér starfann létt og lofa móðum að mása. Það. liggur þó í því, er þegar var sagt, að ekki virðist liafa orðið honum að tjóni. Því réð tilviljun að eitt sinn komust í mínar hendur allmörg óprentuð kvæði eftir Árna Ey- lands, þau er í hvorugri bók hans að f inna. Eitt þeirra, „Eldmessan“, mikið kvæðd, hef- ir þó síðan birzt í „Lesbók Morgunblaðsins“, en margra annara sakna eg stórlega. Eg vona að þau eigi eftir að koma fyrir almenningssjónir, þó að þeim hafi að þessu sinni verið úthýst. Árni Eylands hefir ætíð ver- ið afburða-starfsmaður. En þó að hann hafi verið þrekmað- ur, mun hann eins og aðrir komast að raun um að.viturleg- ast er að vinna í hófi. Hann varð öndverðlega á þessu ári að taka sér algera hvíld frá em- bættisstörfum og fór þá til Noregs, sem er honum annað föðurland. Nú er það sumra sögn að vafasamt sé hvort hann treystist til að taka aftur við embætti. Verði svo ekki, mun fleirum en mér virðast sem bændastéttin hafi mikils misst. Það hefir hver maður getað séð nú um langt árabil, að þó að af engum sé dregið það er honum ber, hefir á því skeiði enginn verið skörulegri fprvígismaður búnaðarmálanna en hann, og enginn haft yfir þau meiri yf- irsýn. Hann hefir reynst manna einarðastur, og sennilega feng- ið að finna það, að næðinga- samt verður um hvern þann, er einurð sýnir á okkar landi, enda kunna flestir vel að forðast hað. í „Gróðri“ kemst hann á einum stað þannig að orði: Að segja bændum sannleikann, ei sýnist mikill vandi, en þó er á því algert bann svo oft í þessu landi. Ljóðasafn Árna G. Eylands, „Mold“, kom út um jólin 1955. Á meðal þeirra, er um bókina skrifuðu, var Gísli ritstjóri Jónsson, en um langt skeið hafa hans umsagnir um bækur ver- ið á meðal hinna athyglisverð- ustu, því að þær hafa að von- um sýnt góða dómgreind og um leið fágæta hreinskilni. Eftir að hafa gert grein fyrir skoðun sinni á „Mold“, segir hann að niðurlagi: „Og svo fór eg að’spyrja sjálfan mig: Er ekki hér í raun og veru á ferð- inni stórskáld? .... Stórskáld er sá einn, sem hefir stórar hugsjónir." Tvennt virðist mér einkenna Ijóð Árna Eylands, en það er hugsjónir og samanþjappað efni. Hvorugt ætla eg að sagt verðd að almennt einkenni kvæði hiixna yngri skálda; má því vera að hvorugt sé aldar- andanum að geði, og því ekki eins og vera ber. „Man skal hyle med de ulve man er iblandt11, segja Norðmenn. En hitt verður þá líka að viður- kenna, að svo verður hver fugl að fljúga sem hann er fiðraður. Heyrir og hver maður til sinni kynslóð. „Mold“ var gróðurmold; um það var ekki að villast. Og upp úr henni er vaxinn „Gróður“; en svo nefnist nýútkomin ljóða- bók eftir þetta sama skáld. (ísafoldarprentsmiðja). Bókinni er skipt í tvo megin- kafla, „Mold og gróður“ og „Mál og menn“, hinn fyrri miklu stærri. Þeir sem „Mold“ hafa lesið, munu auðveldlega geta sér til um yrkisefnin í fyrra kaflanum og meðferð þeirra. í síðara kaflanum er ort um samferðamennina, lífs og liðna, hérlenda og erlenda. Ekki er þá alltaf hirt um að nefna nöfn, enda stundum alls- endis óþarft, eins og t. d. þeg- ar Árni yrkir um „‘Ráðs’- manninn“. En það kvæði er ekki nema þessi þrjú erindi: Þykist vera manna mestur, mælir góðverkin í spóni, reynist flestum valdaverstur, vcldur mörgum skaða og tjóni. Flesta kosti beztu brestur, blíðlega þó hann ræðu tóni, í öllum málum illur gestur, undirförull sleipur dóni. Þó í valdasæti seztur sé hann nú og hátt sér tróni upp var margur annar festur öllu betri maður á Fróni. Skylt er að geta þess, að það er aðeins örsjaldan að Árni yrki í sama tón og hér, en líklega munu enhverjir taka undir með honum einnig þegar hann kveð ur þetta lag; Árni Eylands hefir þá gáfu að geta ort ljóð eins og aðrir Þá hentar betur blekking gróf og þelgingur án raka, og meiri há+tar málaþóf: af miklu er hér að taka. Þetta skilst, þó að ekki skelli í tönnunum. Árni er, svo er fyrir að þakka, aldrei torskil- inn, enda er hann maður sepi hugsar skýrt. Sn. J. ----«---- Akureyrartogarar á Grænlandsmið. Frá fréttaritara Vísis. —i Akureyri í gær. Akureyrartogarinn Svalbak-. ur kom af veiðum til Akureyr- ar í gær með um 280 lestir a£ fiski, mestmegnis karfa. Afla þenna hafði Svalbakur fengið eftir 12 daga útivist á Jónsmiðum og í Þverál. Karf- ! inn fer í hraðfrystihús til , vinnslu. Sléttbakur, sem kom s.l. þriðjudag til Akureyrar og Vísir hefur áður skýrt frá, reyndist með nokkru meiri afla en talið var í fyrstu, eða alls 293 lestir. Togarinn Kaldbakur fór s.l. laugardag á Grænlandsmið, þar sem veitt verður í salt. Er bú- izt við að togarinn verði a. m. k, mánuð í ferðinni. ,,-.i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.