Vísir - 30.05.1958, Blaðsíða 10
Föstudaginn 30. máí 1958
lflL
VfSIB
CATHERINE GASKIIM.
ibóttii*
F □ Ð Lí R S I N S
Og
35
— Hvers vegna gerði hún þetta, Maura?
Hann leit fyrst á hana, en síðan á Chris og Tom.
— Þið heyrðuð sjúkrahúslæknana segja, að sennilega væri
hér um sjálfsmorð að ræða. Hvers vegna fór hún héðan og tók
til þessara örþrifaráða? Segið mér það.
Maura leit í kringum sig.
— Lokaðu dyrunum, Chris. .
Hann hlýddi henni Það varð dimmt inni. Síðan hallaöi hún
sér að veggnum.
— Irene kom hingað í gærkvöldi og sagði okkur Tom, að hún
og Johnnie væru að skilja.
Desmond varð óttasleginn á svipinn og gat ekki dulið það.
— Hvers vegna ætluðu þau að skilja?
— Af því að hann hafði sagt henni, að hann elskaði hana ekki.
— Eg skil. Og nú varð rödd hans kuldaleg. — En þú?
' — Eg hef elskað Johnnie frá því eg sá hann fyrst.
— Eg skil, sagði Desmond aftur.
Hann horfði svo lengi í augu henni, að hún sá dapurleikann
í svip hans.
— Hafðirðu hugsað þér að giftast Sedley, ef hann skildi?
— Nei — ekki giftast honum. Eg reyndi að fara burt með
faonum. En eg hafði ekki hugrekki til þess. Eg flýtti mér hingað
aftur af því að þú, trúin og Irene, býst eg við, voru mér meira
virði en ást mín á Johnnie. i
I
Desmond starði á Mauru. » |
Hafðir þú ekki samvizkubit af þvi að eyðileggja hjónaband
á þennan hátt? I
— Hjónabandið var þegar í ólagi — strax í sumar. Eg reyndi
það sem eg gat. Eg hitti ekki Johnnie fyrri en á jóladag. Og það
varst þú, sem bauðst þeim hingað.
Hann hlustaði ekki á hana.
— Hvað veizt þú um hjónaband þeirra? Irene elskaöi mann
sinn. Það gat hver maður séð.
— Johnnie elskaði hana ekki — og hefur aldrei gert það.
Það voru aðeins þau sjálf, sem vissu það.
j Hann stóð snögglegt á fætur.
—■ Þú ert blygðunarlaus!
— Blygðunarlaus? Það hefði verið miklu betra, ef eg hefði
ekki þurft að taka tillit til stolts þíns og þeirrar trúa'r, sem þú
hefur alið mig upp í.
Hún litaðist um örvingluð.
— Og meðan þú brýtur heilann um þetta, geturðu ef til vill
rifjað upp fyrir þér, hvaða hlutverk þú hefur leikið. Það ert þú,'
sem hefur gert mig að því, sem eg er. Eg hef alitaf verið bundin!
við heimili þitt og fjárhagslega háð þér. j
Hún gekk ákveðnum skrefum fram hjá þeim. Hún varð þess
vör að þau viku tif hliðar og horfðu á eftir henni. Hún gekk upp
stigann og var undrandi á því, sem hún hafði sagt við föður
sinn. Hún hafði aldrei talaö svona við hann fyrr.
Áður en hún kom að svefnherbergisdyrum sínum heyrði hún,
að Desmond kom á eftir henni. Hún sneri sér við.
Hann var móður eftir aö hafa gengið upp stigann. j
— Maura — eg hef sagt meira en eg átti að segja. En við
E. R. Burroughs
erum öll þreytt — við getum ekki hugsað skýrt. Við höfum
nægah tíma til að ræða málið.
— Já, sagði hún.
Hann tók fast um hönd hennar.
— Þú gerir vonandi ekkert í fljótræði, þótt eg segði þetta?
Hún hrukkaði ennið.
— í fljótræði?
— Þú ferð vonandi ekki án þess að tala um það við mig?
Hún tók að blygðast sin. Auðmýkt hans var óvenjuleg
kveljandi.
Nei, eg skal ekki fara.
— Lofarðu því?
— Já.
Hann klappaði henni á höndina einu sinni enn. Svo sleppti
hann henni.
— Oott.... gott. Nú er bezt þú farir og hvílir þig.
Fimmti kafli.
Dyravörðurinn lokaði dyrunum hægt á eftir sér og forvitni
hans var vakin. Maura fann, að hann horfði á hana og hann
horfði á hana forvitnislegu augnaráði og frá þeirri stundu var
henni Ijóst, að hún átti engan rétt á að vera hér í dagstofu
Johnnie. Það var dimmt í herberginu, því að dregið var fyrir
gluggana, og þegar hún fór til að draga frá þeim var hún í vafa
um, hvort henni væri það leyfilegt.
Hér hafði ekki verið opnaður gluggi síðan Irene fór að heim-
an til Hanover Terrace fyrir fimm dögum síðan. Maura vissi, að
Johnnie hafði ekki heldur verið þar nema í örfáar mínútur til
að ná i fötin sín.
Hún sat þarna í herberginu og beið eftir þvi að heyra Johnnie
stinga lyklinum í skrána.
Þetta var venjuleg Lundúnaíbúð. Irene og Johnnie höfðu búið
þarna án þess að hafa nokkurn áhuga á umhverfinu og án þess
þeim liði vel þar. Þarna voru bækur og blóm og mjög stór radíó-
grammófónn.
Og það yrði aldrei framar aukið við þessi húsgögn, því að
daginn eftir ætlaði Johnnie að fljúga heim til New York.
Hún heyrði, að hann stakk lyklinum í skrána, og þegar hann
birtist í dyrunum, sneri hún sér hægt við til að sjá hann. Hún
stóð á fætur, en þau færðu sig ekki nær hvort öðru.
— Sæl, Maura.
— Sæll, Johnnie.
Hann stakk höndunum í vasana Qg gekk inn á mitt gólfið.
— Fyrirgefðu að þú hefur orðið að bíða, sagðu hann. — Eg
gat ekik hugsað mér neinn stað þar sem við gátum talað saraan
í næði nema hér.
— Eg skil það. Eg hafði ekkert við það að athuga að koma
hingað.
Það varð þögn. Hvorugt þeirra hafði hugrekki til þess að hefja
samræðurnar.
Hann gekk út að glugganum, sem var næst Mauru. Hún fann,
hversu sorgbitinn hann var, þegar hann tók aðra höndina upp
úr vasanum og snerti eina rauðu rósina. Krónublöð duttu niður
á borðið. Hann starði lengi á þau.
— Það er svo margt í þessari ibúð, sem mér hefur aldrei
geðjast að, sagði hann að lokum. Raunar er mér venjulega sama,
hvar eg bý.
— Hvernig fer með íbúöina?
íbúðina? Það er einn mánuður eftir af leigutímanum. Eg
skal sjá um, að hér verði tekið til áður en eg fer.
— Hvenær ferðu á morgun?
— Flugvélin fer klukkan tíu annað kvöld.
Meðan hann sagði þetta gekk hann skyndilega frá glugganum.
— Viltu kaffi? spurði hann.
Hún kinkaði kolli.
Hann gekk á undan henni út að glugganum. Meðan þau biðu
eftir því að kaffið hitnaði, fór hann að leita í vösum sínum.
Eftir stundarkorn dró hann upp hring og rétti henni.
— Eg keypti hann í Amsterdam, sagði hann. — Eg hélt, að
hann væri mátulegur á þig.
Þetta var hringur með tærgrær.v.m jaðisteini.
— Settu hann .upp, sagði hann.
2835
Á KVÖLDVÖKUNNI
„Vikið til hliðar og opnið
þorpshliðið. Það er skipun
drottningar ykkar!“ Það
ríkti þögn um stund, en svo
hlýddu dvergarnir. Þau
voru í þann veginn að ganga
út um hliðið þegar kallað
var: „Nemið staðar!“ Kulp,
sem þau voru búin að
gleyma stóð sigrihrósandi á
tröppunum.
— Mér fannst eins og hún
stæði nær mér en eg henni. —•
Roderick Mann.
Kvenfólk kann vel við þögla
menn, því að þær eru svo vit-
lausar að láta sér koma til hug-
ar, að þeir séu ekki aðeins fá-
málir heldur hlusti líka. —
Sacha Guitry.
Við verðum að fyrirgefa
þeim, sem eru okkur til ama.
Við getum ekki fyrirgefið þeim,
sem við erum til ama. — La
Rochefoucauld.
— Hefurðu nokkurn tíma
tekið eftir því, að það er alltaf
stúlkan fneð fallegustu fótlegg-
ina, sém sér músina fyrst?
Eitt þvottahúsið á Spáni aug-
lýsti nýlega í blöðunum í
Barcelona. Fyrirsögnin hljóðaði
á þessa leið: „Más Tiempo para
el Amor“ — „Meiri tírai fyri-r
ástina“.
Kirkjukóramót
á Akureyri.
Frá fréttaritara Vísis.
Akureyri í morgun. —
Nýlega efndu kirkjukórar
víðsvegar að úr Eyjafjarðar-
sýslu til söngmóts á Akureyri.
Þessir _kirkjukórar voru 6
talsins, frá Siglufirði, Ólafs-
firði, Daivík, Lögmannshlíð og
úr Grundar- og Saurbæjar-
sóknum.
Sungið var í Akureyrar-
kirkju. Þar sungu kórarnir 8
fög sameiginlega, en síðan
söng' hver kóranna 2 lög. Heið-
urssöngstjóri var Björgvin Guð-
mundsson tónsklád og stjórn-
aði hann einu laginu, en ann-
ars stjórnuðu söngstjórar kór-
anna til skiptis.
Knattspyrnumaður
Iieiðraður.
Þegar Ríkharður Jónsson,
hhin kunni knattspyrnimiaður
frá Akranesi, hafði á s.l. liausti
itúkió 20 sinmirn í landsliði I.s-
lands, ákvað stjórn knattspyrnu
sambandsins að heiðra Ríkharð
i'yrir þetta einstæða afrek.
Stjórn K.S.Í. bauð því hinn
19. þ. m. knattspyrnumönnum
i A.kranesi og forustumönnum
iþ”óttanna þar til fundar í Hótei
Akranes, þar sem Ríkharði var
afhent íorkunnar fögur silfur-
stytta af knattspyrnumanni, en
á stall styttunnar er letrað nafn
Rikharöar og þakkir frá K.S.Í.
fvrir þá 20 landsleiki, sem Rík-
harður hefur leikið.
Ríkharður bakkaði með ræðu
fyrir þennan heiður og margir
aðrir tóku til máls.