Vísir - 06.06.1958, Blaðsíða 10
IfiL
VÍSIR
Föstudaginn 6. júní I95E
39
— Segiö bara Conelly, að veröið sé of hátt,
— Það væri ekki sanngjarnt að selja hana ódýrara.
— Hann verður að fórna einhverju, ef hann vill selja hana,
sagði Tom stuttaralega.
Vinnumaðurinn horfði dapurlega á þau um leið og hann fór.
En þegar hann var komin spölkorn burtu heyrðu þau hann
blístra. Það taknaði, að dagsverkinu væri lokið og að hávaðinn
í eldhúsinu færi að byrja. Nú heyrðist ekki lengur neitt manna-
mál í garðinum bak við eldhúsið. Skugga sló á fjöllin og kvöld-
himininn var orðinn rokkinn.
— Conolly er frændi móður hans, sagði Tom, þegar þau
heyrðu ekki hvíslið lengur. Hann fær ekki það, sem hann heimt-
ar fyrir hryssuna, en sennilega fær hann ofurlítið meira en
hann gerir ráð fyrir.
Jafnvel þótt þú hafir ekki séð hana?
— Eg sá hana í vetur. Þetta er ekki gott ganghross, en hún
er falleg. Mér datt í hug, að þér mundi geðjast að henni.
— Eg veit ekki, Tom....
— Við sjáum nú til. Það liggur ekkert á. Við getum ekið
þangað og litið á hana.
Maura svaraði ekki. Þau beygðu inn á gangstiginn og gengu
upp að húsinu. Það gekk á með smávindkviðum. Það var ekki
ennþá farið að kveikja í húsinu.
Allt í einu greip Tom undir hönd henni.
— Komdu, við skulum lykta af rósunum. Það er orðið langt
síðan eg hef þefað af rósunum að kvöldlagi.
Það var sterkur ilmur af rósunum.
— Eg hef saknað þín, sagði Tom.
— Hvenær þá?
— Eftir að teið var drukkið, þegar þú fórst niður til strand-
arinnar.
— Eg var ekki lengi burtu.
— Nei. Það var heimskulegt af mér. En eg var glaður, þegar
eg sá þig aftur.
— Þú heíðir getað farið og leitað að mér.
— Eg vissi, að þú mundir koma aftur.
— Já.
Það hvessti af fjallinu og nú var vindurinn svalur. Hár Mauru
ýfðist.
— En hvað hér er fallegt, Tom. Fjallið er dásamlegt.
— Já. Á vissan hátt er það fallegra en ítölsku fjöllin. Það er
vinarlegra. Ef til vill finnst mér það vinalegt af því að eg hef
horft á það alla ævi og eg er vanur því.
— Að lokum veit maður ekki, hvar maður á heima— né heldur
hvað heyrir manni til.
Hún greip í hönd hans.
— Komdu nú inn. Það er orðið kalt.
Þau þögðu á leiðinni.
Annar k'afli.
Gerald vildi láta fresta því lengur að kveikja á lömpunum í
matsalnum. Nú var kvöldið orðið svalt og eldur var á arninum.
Hann var ekki vanur að tala meðan á máltíðinni stóð. Hann
hafði vanist þögninni eítir aö Tóm og Harry fóru í skólann og
á stríðsárunum. Hann hafði. alltaf vitað, að þögnin hæfði hon-
um bezt. Hann var mjög feiminn og hlédrægur maður.
Samræður þeirra voru einkennandi fyrir tvær manneskjur, sem
lengi hafa þekkt hvor aðra og verið vinir. Hann hafði aldrei
spurt Tom, hversu lengi hann hefði haft í huga að kvænast
Mauru. Og hann kærði sig ekki um að vita það. — Tom hafði
af frjálsum vilja, verið fjarverandi frá Rathbeg í fjögur ár og
þetta var ekki nein skyndileg ást. En hann gat ekki botnað í,
að hér lægi neitt sérstakt á bak við.
Allt í einu varð Gerald sorgbitinn út af því að honum þótti
svo vænt um þau, en gat ekki skilið þau.
— Eg gekk út fyrir ytri oddann, sagði Maura. — Þar við vík-
ina er oddi, en enginn bátur.
Gerald laut fram yfir borðið.
— Mary Stanley á þar heima. Manstu eftir henni, Tom?
— Já. Eg hef ekki séð hana síðan stríðið hófst.
— Hún kemur stundum til borgarinnar, þegar torgsala er. Þá
selur hún grísi. En annars sést hún aldrei. Og láttu þér ekki
detta í hug, að hún verði sérlega hrifin af að sjá þig. Hún er
hrædd við allar heimsóknir. Hann leit á Mauru. — Faðir hennar
átti vefnaöarverksmiðju í Belfast, en missti alla peninga sína.
Þá fluttu þau í þetta hús. Og þegar hann dó var hún ein eftir í
kofanum. Mér hefur oft fundizt eg verða að gera eitthvað fyrir
hana, en það er sýnilegt, að hún vill fá að vera í friði.
Þegar Maura leit á Gerald braut hann heilann um, hvort hún j
gerði sér ljóst, hversu töfrandi andlit hennar væri. Það var að vísu
ekki fagurt — en það hélt athygli manna. Á þessum gráu kvöldum
var það þreytulegt og dálítið dapurlegt. Hún bar það greinilegal
með sér, að hún var dóttir hins fræga frænda hans, Desmonds.j
Hún hafði sama rannsakandi svipinn, en ekki harðneskju hans
og hlífðarleysi.
Eftir kvöldverðinn mundi hún ef til vill spila fyrir þá — ef til
vill gæti hann fengið hana til að spila eitthvað eftir Chopin.
Tónlist hans féll honum betur í geð en tónlist Brahms og
Beethovens, sem henni geðjaðist betur að. Síðan Maura og Tom
kornu hafði hann hlakkað til þess, að hún settist að á Rathbeg.
Hann mundi eiga mörg kvöld sem þetta og það gladdi hánn, aðj
Tom skyldi heldur vilja kvænast Maurú en einhverri annarri.
Það var engu stefnt í óvissu, þar sem hún var annars vegar.
Þau þekktu hvort annað og voru þolinmóö hvort gagnvart öðru.
Hún var ekki of ung heldur. Og hún hafði það öryggi, sem
uppeldi hennar hjá Desmond hafði veitt henni. Eitt sinn hafði
Gerald hugsað til þess með kvíða, að börn hennar yrðu kaþólsk,
en með tímanum hafði sú tilfinning dofnað og nú orðið hafði
liann lítið sem ekkert við það að athuga. Tom hafði þegar tekið
ákvörðun sína.
Gerald vonaði, að hún eignaðist bráðum bam, því að það
hafði svo lengi verið hljótt og gleðisnaut á heimilinu. Hann
hélt, að engan grunaði, hversu mjög hann saknaði Harry’s. Enn
í dag var það svo, að er hann minntist þess dags, er hann fékk
tilkynninguna um lát hans, varð hann mjög harmþrunginn.
Harry hafði verið iðinn og ástundunarsamur. Hann hafði ekki
borið jafnmikinn persónuleika og Tom og ekki verið eins glæsi-
legur, en hann hafði verið félagslyndari, óbrotnari og hann
hafði haft meiri áhuga á landbúnaöi. Harry hefði aldrei gert
það sama og Tom; að vera fjarverandi frá Rathbeg í fjögur ár,
til þess aö læra, hvernig ríkið hagaði landbúnaði í Englandi.
Harry hefði verið kyrr heima og hugsað um búið og ráðsmennsk-
ast eftir eigin höfði. Hann hefði kvænzt Sheelagh Dermott og
þá hefðu verið barnabörn á heimilinu í stað þess, að einungis
var von um, að þau myndu einhverntíma koma. Gerald varð
skyndilega leiður yfir því, að Tom hafði beðið svo lengi með að
kvænast.
Hann horfði út um gluggann á fjallið. Hann hlustaði á sam-
ræðurnar, sem snerust um leikrit sem þau höfðu séð um vetur-
inn. Hann var gramur yfir því, að nú hafði Maura komizt að
því, hversu lítinn áhuga hann hafði nú orðið á því, sem gerðist
utan heimilisins. Hann var aö gleyma þeirri veröld, sem lá meira
en mílu frá dyrum hans. Hann mundi aldrei framar fara frá
Rathbeg, nema til þess að dveljr.st dag og dag í Dublin. Það var
! óviðkunnanlegt að verða að viðurkmna þetta fyrir sjálfum sér.
Nú, þegar Tom var kominn heim, gac hann falið honum á hendur
umsjá búsins og átt næðissama daga. liann vissi, að hann hafði
Á KVÖLDVÖKUNNI
Úr „Plain Dealer“ í Cleve-
land: — Um það bil þriðjungui*
allra farþega, sem fljúga milli
London og París, ferðast loft-
leiðis.
kr .
— Ódauðleiki er sú snilld, að5
hræra aðra löngu eftir að þú
ert sjálfur hættur að hreyfast.
(Frank Rooney).
★
— Ef Karl Marx væri á lífi í
dag' ,mundi vandamál hans
vera það, að finna bílastæði
fyrir bandaríska öreiga, miklu
fremur en að brjóta hlekki
efnahagslegrar þrælkunar
þeirra. (G.K. Reddy £ „Times
of India“).
★
— Ef þið lofið mér að reykja
ekki, fyrr en þið eruð orðin 21
árs, sagði eg við krakkana mína,
— skal eg gefa ykkur hundrað
dali á tuttugu og eins árs af-
mælinu. .
Sautján ára gömul dóttir mín
sagði strax: — Enn sætur!
Hundrað dali! Dásamlegt! Eg
lofa því.
Fimmtán ára sonur mimi
hikaði dálítið. -— Eg verð að
velta þessu fyrir mér, sagði
hann, — það er langt þangað til
að eg verð tuttugu og eins og
eg er alls ekki viss um að eg
vilji vera bundinn við svona
loforð.
Þegar hér var komið sneri eg
mér að 10 ára gömlum syni
mínum, sem hafði hlustað á
það, sem fram fór, dálítið vand-
ræðalegur á svip. — Hvað um
þig, vinur? spurði eg.
— Ja, pabbi, svaraði hann,
—hvers vegna sagðirðu mér
þetta ekki fyrr?
Dýrunum hætt
viS taugaáfaHi.
Stjórnendur dýragarðsins í
smáborginni Midland í Texas
liafa ákveðið, að framvegis
skuli garðurinn vera lokaður á.
hverjum mánudegi. Astæðan
er sú, að dýrin eru að því kom-
inn að fá taugaáfall. „Þau þola
svo illa, hvað fólk starir mikið
á þau,“ segir dýrgarðsstjórinn,
l
Dvergarnir voru lostnir þeirra brotnaði og réðust á
reiði þegar hinn helgi steinn Kulp. Hann var viðbúinn
árás þeiira og greip tii inu í dvergana, sem sóttu
byssu sinnar og hellti blý- ótrauðir fram.
Sveinn Björnsson -
Framh. af 3. síðu.
líka gott að breyta til og mála
landslag og figúrur.
— Af hvaða íslenzkum málara
ortu hrifnastur?
— Scheving og Kjarval og þó
fyrst og fremst af þeim síðar-
nefnda. Kjarval hefur þrætt
sína oir.stigu, öllum ólíkur. Hug-
:arflug hans óendanlegt og með-
ferðin hrein og tær list.
— Hvar eru svo þín helztu
framtíðarpkn?
— Að mála, mála og mála.
Þ.