Vísir - 12.07.1958, Blaðsíða 1
Í8. árg.
Laugardaginn 12. júlí 1958
200. tbl.
Sásttifsa í«.v/iá Bi ut iÞÍiti ;
Islendingar sigruðu Ira
með 4 vinningum gegn 0.
Aðalkeppnin á V. Heims-
ineistaramóti stúdenta f skák í
Búlgaríu er nú byrjnð og seint
Seil vann
Fram 7:1.
Sjálenzka úrvalsliðið (SBU)
sem hingað er komið í boði
Fram, keppti fyrsta leik sinn
licr í þetta sinn í gærkvöldi við
gestgjafana á leikvanginum í
Laugardal.
Leikar fóru svo, að sjálenzka
liðið sigraði með 7 mörkum
gegn 1.
Næsti leikur gestanna verður
við Akureyringa (Í.A.) og fer
sá leikur fram á Melavellinum
á mánudagskvöld.
í gærdag bárust frégnir af úr-
slitum £ fyrstu umferð.
íslendingar kepptú þá við Ira
og höfðu svart á lf' og 3. borði
en hvítt á 2. og 4. Úrslit urðu
þau, að Friðrik Ólafsson vann
Kennedy, Ingvar Ásmundsson
vann Cochran, Freysteinn Þor-
bergsson vann Carthy og Árni
Finnsson vann Rawley. Þannig
hafa íslendingar hreppt 4
vinninga í þessari viðureign.
Er þetta fyrsti sigur sveitar-
innar í keppninni, en hún tap-
aði sem kunnugt er í öllum
þrem einvígum undanrásanna.
í annari umferð keppir ís-
lenzka sveitin við Svía og því-
næst við Hollendinga.
Finnar ætla að selja Rúss-
um 12,000 lestir af smjöri
og taka við korni í greiðslu.
Snurpinótaveiðar Norðmanna hér
við land hafa brugðizt verulega.
Þannig var umhorfs við nokkurn liluta Reykja víkurhafnar í gær — kaupskip bundin við ból-
virki vegna verkfalls. Á myndinni sjást frá vinstri Reykjafoss, Ðettifoss, o? Gullfoss, en
handan hinna síðarnefndu má greina TröIIafoss. Skip SÍS lágu annars staðar í höfninni. —
Mikilvirk soðkjamatæki sett
upp í SR-46 í Siglufirði.
Ein stærstu eimingartæki, er sett hafa verið upp
í siíkri verksmiðju í heiminum.
Aðeins 70.000 hektóiífrar
ikomnir af meira en 100
skipum.
JXnrshu siiipim eru að vcrða
nltulaus.
Siglufirði í gær.
Soðkjarnatæki til vinnslu á
Síldarsoði liafa verið sett upp við
síldarverksmiðju ríkisins (S.R.
46) á Siglufirði, og eru það
stærstu tæki sinnar tegundar
B?m til eru í liehninum.
Hjá síldarverksmiðjum ríkis-
ins hafa oft á liðnum árum verið
Ikannaðir möguleikar þess að
vinna mjölefni úr síldarsoði, og
var m.a. samþykkt frumvárp til
laga á Alþingi 1950 um að reisa
soðvinnslustöð hjá S.R. á Siglu-
firði. Úr framkvæmdum varð þó
ekki fyrr en nú.
Á s.l. hausti ákvað stjórn S.R.
að setja upp tæki til vinnslu á
Síldarsoði við SR-46-verksmiðj-
lina á Siglufirði. Skyldu tækin
vinna úr soði 8500 mála af síld á
Sólarhring. Gerði stjórn S.R.
samning við Landssmiðjuna um
smiði og uppsetningu eimingar-
tækja, og var uppsetningu þeirra
að fullu lokið á tilsettum tíma og
tækin tekin í notkun með fullum
afköstum um leið og vinnsla síld-
ar hófst í verksmiðjunni á þessu
sumri.
Eftir þá reynslu, sem þegar er
Jengin, er sýnt að tækin geta
fulíunnið soð úr allt að 10 jbús.
Jnálum á sólarhring.
Við vinnslu sildar eins og hún
hefur farið fram i sildarverk-
smiðjum norðanlands og áustan
fara sem kunnugt er um 20—
25% .af þurrefni síldarinnar for-
|görðum með soðinu, sem rennur
frá verksmiðjunum.
j I soðkjarnanum er fólginn mik
ill næringarkraftur m.a. vegna
ýmissa vítamína og vaxtarefna,
er soðið hefur að geyma, og er
hann notaður í ýmsar fóðurblönd
ur.
Er þetta talið eitt hið mesta
framfaraspor í íslenzkum síldar-
iðnaði til þessa.
Stofnkostnaður við soðvinnslu-
stöðina nam 214 millj króna.
SíEdarflutnínga-
skip í vanda.
Frá fréttaritara Vísis —
Osló í gær.
I gær barst skeyti frá
norska flutiiingaskipinu Janii
frá Bergen, þar seni skipst.jór-
inn tilkynnir, að skipið sé i
nokkurri hættu statt. Jami er
tœplega 500 lesta skip, sem
leigt hefur verið til að flytja
sild frá norskum skipum á
íslandsmiðum. Það er á leið
til Noregs, en lenti í illviðri
og hefur síldarfarmurinn kast
ast til í lestum þess, svo að
verið getur, að skipverjar
vérði að fara í bátana. Undir-
alda var mikil og erfitt að lag-
færa farminn. Annað skip er
á leið til hjálpar.
Frá fréttaritara Vísis —
Osló í fyrradag.
Síidveiðar Norðmaniia liafa
gengið heldur Llla við ísland fram
að þessu og komast sumir svo
að orði, að þær hafi bakað mönn-
uin mikil vonbrigði.
| Eins og skýrt hefur verið frá
áður, sendu Norðmenn mikinn
flota til að veiða fyrir síldarverk-
Ismiðjúrhar vestan fjalls, sem ella
mundu standa auðar um þetta
leyti árs. Er greiddur nokkur
styrkur, til þess að hægt sé að
stunda veiðar þessar, og voru
yfir 100 skip send af stað. Má af
þessu marka, hversu mikil á-
herzla var lögð á þessar veiðar,
sem stundaðar eru um svo lang-
an veg.
En svo hefur farið, að afl-
inn hefur orðið niiklu minni
en menn liöfðu gert sér vonir
um. I gær liöfðu skipin feng-
ið samtals um 70.000 liektó-
lítra. Segja menn þó, að nóg
só af sUd í sjónum — veður
liafi bara verið afleitt, og því
ekki gengið betur.
Búizt er við snurpinótaflotan-
um heim í lok næstu viku, en
ekki verður höfð löng viðstaða,
því að erindið verður fyrst og
fremst að hafa veiðarfæraskipti.
Þegar skipin halda aftur á miðin,
munu þau verða eingöngu — eða
því sem riæst — með reknet
Gera menn sér vonir um, að þá
fari að ganga heldur betur, því
j að hægt er að veiða með reknet-
um í lakara veðri en með snurpi-
nót.
Þótt menn láti heldur illa af
aflabrögðum við ísland, hafa
nokkur skip verið heppin og
fengið um 5000 hektólítra á tæp-
um einum mánuði, og er það
mjög sómasamlegt, þvi að
norsku skipin þurfa ekki nærri
eins mikið og hin íslenzku til að
bera sig. Sjómennirnir segja, að
það sé góð síld, sem þeir hafi
fengið og aflinn hefði orðið
miklu meiri, ef veður hefðu ekki
verið stirð.
Oliuskortur.
Þá hefur borist skeyti um það,
að olíuskortur sé farinn að gera
vart við sig hjá norska skipaflot-
anum. Það hefur verið venjan,
að skipin hafa getað skroppið til
hafnar á íslandi og fengið olíu,
en vegna verkfallsins er það ekki
hægt. Hefur komið fram krafa
um það frá félögum sjómanna,
að oliuskip verði sent á Islands-
mið til að sjá norsku skipunum
fyrir olíu.
Tveir drengir missa 15 fingur.
Héngu í vírum þegar látið var hey
í hlöðu á Grund í Eyjafirði.
Frá fréttaritara Vísis —
Akureyri í gær.
Tveir ungir drengir urðu fyr-
ir því slysi að missa framan af
flestum fingriun sínum, við það
að lianga i strengjum er liey var
látið í hlöðu á Grund i Eyjafirði
í gærdag.
Maðurinn, sem vann að því að
láta heyið í hlöðuna, vissi ekki
af drengjunum inni í herini, en
heyið var dregið á vírum sem
léku í blokk og var dráttarvél
notuð til þessa.
Dréngirriir munu hafa gripið
um vírana og hangið í þeim, en
þegar vírarnir drógust til urðu
drengimir á milli með fingurda
með þeim afleiðingum að annar
þeirra, Bjarni Aðalsteinsson, sex
ára gamall, missti 8 fingur, þ.e.
4 á hvorri hendi ofan við miðju,
en hinn drengurinn, Gunnar
Hjartarson, 12 ára, missti 4 fing-
ur af annarri hendinni en 3 af
hinni. Þumalfingurnir sluppu á
báðum drengjunum.
Yngri drengurinn, Bjarni, er
fóstursonur hjónanna Gísla
Björnssonar og Steingerðar
Magnúsdóttur, sem búa á Grund.
Eldri drengurinn, Gunnar, er úr
Reykjavík.
Drengirnir voru þegar i stað
fluttir í sjúkrahúsið á Akureyri
og leið þeim eftir atvikum vel i
mörgun.
líiJjJí ':' tl "" " ’