Vísir - 12.07.1958, Blaðsíða 7
Laugardaginn 12. júlí 1958
* :r*' " " ■ ■
VfSII
7
Höfum bíla til sölu
/-.> nifliiiiff
Fíat 1400. 1958. Verð kr. 125 þúsund.
Fíat 1400. 1954. Verð kr. 85 þúsund.
Fíat 1100. 1957. Verð kr. 100 þúsund.
Fíat 1Í00. 1954. Verð kr. 75 þúsund.
Volkswagen 1958. Verð kr. 115 þúsund.
Volkswagen 1955. Verð kr. 80’þúsund.
Volkswagen 1953. Verð kr. 75 þúsund.
Opel Record 1958. Verð kr. 145 þúsund.
Opel Record 1955. Verð kr. 85 þúsund.
Opel Record 1954. Verð kr. 75 þúsund.
/-J ntanna
Austin 10. 1947. Verð kr. 30 þúsund.
Austin 16. 1947. Verð kr. 25 þúsund.
Austin 7. 1947. Verð kr. 22 þúsund.
Renault 1946. Verð kr. 20 þúsund.
Hillmann 1947. Verð kr. 20 þúsund.
Vauxhall 1954. Verð kr. 90 þúsund.
Vauxhall 1950. Verð kr, 45 þúsund.
Standard Vangard 1951. Verð kr. 60 þúsund.
Standard 8. 1946. Verð kr. 18 þúsund.
fi
nianna
Chevrolet 1958. Verð kr. 255 þús.
Chevrolet 1957. — — 200 þús.
Chevrolet 1955. — — 115 þús.
Chevrolet 1954. — — 95 þús.
Chevrolet 1953. — — 80 þús.
Chevrolet 1952. — — 75 þús.
Chevrolet 1951. — — 65 þús.
Chevrolet 1950. — — 60 þús.
Ford 1958. Verð kr. 250 þús.
Ford 1956. — — 135 þús.
Ford 1955. — — 115 þús.
Ford 1954. — — 100 þús.
Ford 1953. — —- 95 þús.
Ford 1950. — — 60 þús.
Ford 1949. — — 55 þús.
Ford 1947. — — 40 þús.
Greiðsluskilmálar okkar gera flestum mögulegt að eignast bíl. — Alltaf reiðubúnir a? vcita allar upplýsingar.
BIFBEIBASALAN, Ajálsgötn 40 j
Stnti 1-1i-20 — Opið aila virka tlatja til kl. lO |
!
Athugið eftirtaldði* tegundii*
BJÓÐUM BEZTU KJÖRBN
bifreiða og verð þeirra!
VÉR
Hvers vegna Nagy varð að deyja
Hann og féfagar hans fyrstu
fdrnardýr inýjo Stalvns.
Eftir höfiuul þessarar greinar,
William Forrest, Iiafa áður birzt
greinar hér í blaðinu. Fessi grein
var birt í brezka blaðinu News
Chronicle (frjálsi.) í s.l. mánuði.
Afta’ía Imre Nagy og félaga
hans var raunverulega. stríðsyf-
irlýsing á hendur hinni júgóslav-
nesku villutrúarstefnu (þ. e.
Iiinni óháðu kommúnistísku
stefnu), jafnframt bar að líta á
aftökurnar sem aðvörun til for-
sprakka kommúnista i íylgirikj-
um Sovétríkjanna, sem freistast
gætu til að taka sömu stefnu og
Tito — og eins og Nagy rsyndi
að gera.
Ekki mun sízt til þess ætlast,
að Gomulka, pólski kommúnista-
leiðtoginn, taki bendinguna til
greina.
Lítum um öxl sem snöggvast
tii ársins 1948, er Stalín „hrakti
Tito út í eyðimörkina“, að því
er hann hugði, og hét að tor-
tíma honum.
Við íáum sennilega aldrei vit-
neskju um livenær Nagy var
tekinn af lifi. En við vitum hve-
nær örlög hans voru ákveðin.
Og einnig hvers vegna.
Það var hinn 18. apríl s.l., þeg-
ar lesin var í Moskvuútvarpið
grein úr Kommunist, mánaðar-
riti Kommúnistaflokksins, þar
sem ráðist var heiftarlega á
stefnuskrá júgóslavneska komm
únistaflokksins.
Menn kunna að spyrja hvað
þetta komi Nagy við? Svarið er
augljóst, ef raktir eru atburðirn-
ir til þsss tíma, er greininni var
útvarpað.
Fundur Tiios
og Kadars.
1 marzmánuði hittust þeir
Tito forseti Júgóslavíu og Kad-
ar, höfuðleiðtogi kommúnista í
Ungverjalandi. Þeir hittust ná-
lægt landamærum Ungverja-
lands Júgóslavíu.
Þegar Kadar kom aftur til
Budapest sagði Kadar, að Nagy
væri á sumardvalarstað, og það
væri ekki lengur mál, sem menn
þyrftu að hafa áhuga fyrir, hvar
hann væri.
Þetta var skilið svo, að fyrir
oi ð og áhrif Titos mundi Nagy
ekki verða leiddur fyrir rétt, —
en
í sama mánuði var fcirt fyrr-
nefnd stefnuslcrá júgóslav-
neska kommúnsstaflokksins,
sem til umraeðu skyldi koma
á flokksfundinum í april.
Ögrun við Moskvu.
Stefnuskráin var bein ögrun
við Moskvuvaldið. Þar var því
haldið fast fram, að ekki skyldi
hvikað frá stefnunni um mis-
munandi leiðir að sósíalisma.
Þar var endurtekið, að því marki
yrði náð með framþróun.
Þar var hafnað forystu Sovét-
ríkjanna á vettvangi alþjóða
kommúnismans. 1 stefnuskránni
var kerfinu um kennt frekara
en Stalin, þvi sem áfátt var eða
mistekizt hafði.
Það, sem verst var —
En það, sem verst var af öllu:
í stefnuskránni var neitað að
viðurkenna, að öll ólgan á al-
þjóðavettvangi nú væri sök Vest-
urveldanna.
Þótt Krúsév vafalaust hafi
orðið öskureiður þegar, þá sauð
ekki upp úr hjá honum — hann
lét kyrrt liggja í bili, -— ef til
vill vegna þess, að hann hafði
þá tekið sér allvandasama
stjórnmálalega aðgerð, þ. e. að
losa sig við Búlganin og verða
sjálfur óumdeilanlega æðsti og
valdamesti — og í rauninni eini
— leiðtogi Sovétríkjanna.
En snemma í apríl þegar þessu
var lokið, fór Krúsév til Ungverja
lands. Og meðan hann var þar
fór hann að berja frá sér og
Tító vai’ð fyrir höggunum. —
Var það þráinn, þögul ásökunin í
augum ungverskra verkamanna,
sem hafði þessi áhrif á hann?
Víst er, að ræður hans urðu æ
hótunarkendari og lausari i reip-
unum.
Betra að liandtaka fáeina
heldur en —
Hann tók nú aftur í munn sér
orðið landráð, er hann minntist
á Nagy, og kæfði allar vonir um
náðun, er hann sagði: „Það er
betra að handtaka nokkra sam-
særismenn heldur en að tefla
allri þjóðinni í hættu“.
En hann mun ekki hafa gleymt
þvi, að Stalin gat ekki beygt
Titó, og þess vegna hikaði hann
við að slíta gersamlega öllu sam-
bandi vdð Júgóslávíu, þótt hann
hefði fyrirskipað að sniðganga
skyldi flokksþingið í Júgóslavíu,
og var því hlýtt af undirgefni og
möglunarlaust í Sovétrikjunum
og fylgiríkjunum. Kanske heíur
Krúsév líka vonað, að Tító myndi
sjálfur lækka seglin. Og hinn 18.
apríl komu líka fram nokkrar
breytingartillögur frá flokks-
stjórninni, m.a. var milduð gagn-
rýnin á utanríkisstefnu sovét-
stjórnarinnar, en í höfuðatriðuni
var hvergi hopað.
Gat ekki beðið
lengur —
Þá gat Krúsév ekki beðið leng-
ur og sama kvöldið kom gusan i
Moskvuútvarpinu, og eftir það
var Krúsév nauðbeygður til að
taka sömu stefnu gagnvart Júgo
slavíu, og Stalín áður (1948).
I fám orðum sagt: Sama
stefna. Sömu aðferðir. Nagy og
félagar urðu fyrstu fórnardýr
hins nýja Stalíns. Og við getum
verið viss um, að fleiri eru á
listanum.
Hryilileg morð
framin á Kýpur.
Enn voru hryllileg morð
framin á Kýpur.
Gerð var árás á munk og
nunnu í klausturgarði og voru
bæði stungin rýtingum til
bana. Nokkrar nunnur voru
særðar. Ellefu ára drengur og
fjárhirðir urðu fyrir árásum.
Nokkrir menn af tyrkneskum
stofni voru handteknir til yfir-
heyrslu.
Embættismönnum, sem ekld
þora að fara til vinnu sinnar,
hefur nú verið heitið hervernd
á leið til vinnu og heim.
Karasnanlis fös til viðræðna
við Macmillan.
Karamanlis er staddur í
Genf í einkaerindum.
Eftir honum er haft, að hann
gæti fallist á að koma á við-
ræðufund með Harold Mac-
millan, en ekkert hafi verið á-
kveðið í því efni, og undirbún-
ingur yrði að vera að diplomat-
iskum leiðum.
Leopold Stokovvski hcfir
fyrir nokkru lokið tónlest-
arferð um Sovétríkin.
Talið er, að upprunalega
nafnið á Alaska hafi verið
Alak-sjak, sem er úr tungu
Aleut-indíána og þýðir
meginland. ,