Vísir - 16.07.1958, Side 4

Vísir - 16.07.1958, Side 4
I- rfsii Miðyikudaginn 16. júlí 1958 WÍSXR D A G B L A Ð Vísir kemur. út 300 daga á ári. ýmist 8 eða 12 blaðsíður. Rrtstjúri eg áb>Tgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Skrifstofur blaðsms eru í Ingólfsstræti 3. Ritstjórnarskrifstofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,0-0. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. - Afgreiösla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Visir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2:00 eintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan b.f. Skipin sigla á ný. Lausn hefir nú verið fundin á deilu þeirri, sem hásetar og smyrjarar á kaupskipaflot- . anum hafa átt í við skipa- félögin. Eftir tuttugu daga verkfall, sem hafði mjög I fljótlega þau áhrif, að flest kaupskip landsmanna stöðv- uðust og voru bundin við bryggjur, láta skipin á nýjan leik úr höfn. Samkomulagið er á þá leið, að skipafé- lögin taka að sér að greiða að nokkru leyti yfirfærslu- gjaldið á þeim erlenda gjald- eyri, sem skipverjar fá sam- kvæmt samningi, en auk þess verður stofnaður lífeyr- issjóður fyrir háseta og smyrjara og veikindadögum er fjölgað. Skipafélögin fá hækkanirnar bættar með hærri farmgjöldum. En þess er rétt að geta í sam- bandi við þessa nýju samn- inga, að þeir eru engin allra meina bót. Með þeim er að- eins tjaldað til einnar nætúr, því að þeir gilda einungis til fyrsta dags desembermánað- ar og eru þá uppsegjanlegir með stuttum fyrirvara — mánuði. Og enginn mun vera þess umkominn, eins og nú t stendur, að gefa tryggingu fyrir því, að samningunum t verði ekki sagt upp jafn- skjótt og það er heimilt. Því miður hefir þróunin í efna- hagsmálunum verið á þá leið síðustu mánuði, að all- ar líkur eru til þess, að upp- sagnarheimildin verði notuð tafarlaust. Á það er einnig að líta, að það er alls ekki víst, að þetta sé einu hóparnir á kaupskipun- um, sem telja ástæðulaust að greiða til fulls skatt þann á gjaldeyrinn, sem rík- isstjórnin lagði á með bjarg- ráðunum. Verkfallshættan VEGIR OG VEGLEYSFB EFTIR . Víöförlí er því enn fyrir hendi og getur leitt til nýrrar stöðv- unar, enda þótt almenningur j trúi því vart, að svo geti far- j ið í annað sinn á svo skömm- um tíma. En þess eru dæmi, að það geti gerzt — eins og fram kom á síðasta ári — svo að ekki er hægt að telja hið gagnstæða tryggt. Það er viðurkennt, að sjómenn hafa orðið ver fyrir barð- inu á bjargráðunum en aðr- ar stéttir þjóðfélagsins. Þeir benda á það, að þeir verða ekki aðeins að bera ýmis- konar verðhækkanir hér á landi, heldur eigi þeir einn- ig að greiða skatt af. hluta af kaupi sínu, en það eru aðrar stéttir ekki látnar gera. Nú hefir samizt um síðarnefnda atriðið við nokkurn hluta áhafna kaup- skipanna, en ef vei'ðbólgan heldur áfram á næstu mán- uðum, þá er sú hætta fram- undan, að þeir sömu og hættu í verkfalli fýrir hálfi'i viku, efni til nýi'rar vinnu- stöðvunar, þegar samningar renna út á næsta hausti. Eins og þegar er sagt, gildir samningurinn einungis til nóvemberloka, en hann mundi hafa verið látinn gilda lengur, er horfur væi’u ekki mjög óti'yggar í efna- hagsmálum þjóðarinnar. Fleiri stéttir en sjómenn líta líka svo á, að horfur sé svo ótryggar, að rétt sé að hafa samninga aðeins til skamms tíma. Slíkt öryggis- leysi mun segja til sín á möi’gum sviðum. Það mun meðal annai's birtast 1 því, að menn þora ekki að leggja í ýmsar nauðsynlegar fram- kvæmdir — það veldur stöðnun, síðan afturför og minnkandi vinnu. Umferðaslys eru orðin svo ’ þá komið er niður á Skeiðin. Að hversdagslegur viðburður að vísu hefur skapast ný ' hring. þau fara stundum alveg fram hjá manni þó að orðið hafi tugr- þúsunda tjón og fólk beðið ör- kuml. Það var t. d. eitt inn á Réttarholtsvegi í síðustu viku, sem sjálfsagt heíur farið fram hjá mörgum. Þar fór bíll út af brún á ræsi, sem er mjórra en. vegurinn. Við ræsin stóðu stpr aðvörunarskilti, báðu megin vegarins, en þau sýndu bara ekki hvar vegurinn endaði. Það var dimmt yfir þetta kvöld og því enn erfiðara að átta sig á þessu en ella. Þegar svona ferr þar sem eru sæmileg skilti, hvei'nig haldið þið þá lesendur góðir að það sé úti á þjóðveg- unum eins og t. d. i Boi-gar- firði þar sem úir og grúir af þessum ófögnuði og öll eru þau illa merkt, sum ómerkt. Enn einu sinni skora ég á vegayfir- völd þessa lands að losa okkur við þennan ófögnuð. Oe nú skora ég einnig á yfirvöld og slysavarnasamtök þessara hér- aða að láta ekki þingmenn sína í friði fyrr en það hefur tckizt. Nóg er slysahætta samt á veg- um vorum þó þessari forsmán sé útrýmt. keyrsla með brúnni á Hvítá hjá Iðu en hún er mun leiðin- legri. Nú vii'ðist svo, sem þessi leið sé um bað bil að leggjast niður, að minnsta kosti fyrir stærri bíla, því brúin á Brúar- hlöðum er orðin svo léleg að það er ekki einu sinni þoi’andi að. láta hópferðavagna aka þar yfir tóma. Þetta verður endi- lega a.ð laga. Þessi eini almenni iegi hringakstur um Suðurland má ekki .iokast eins og: Lyng- dalsheiðarvegurinn forðum. . Afrek stjórnarinnar. Ýmsir hafa komizt svo að orði á þeim vikum og mánuðum, sem liðnir eru, síðan bjarg- ráð stjórnarinnar sáu dags- ins Ijós, að þau séu drjúgt spor £ rétta átt — að koma efnahagslífi landsmanna á réttan kjöl. Þetta hefir einn- ig verið einkunn sumra þeirra hagfræðinga, sem hafa rætt tillögurnar opin- berlega upp á síðkastið. Samkvæmt slíkum ummæl- um ætti ástandið þá að fara batnandi á næstunni en ekki versnandi. JCn hvernig eru horfur um áframhaldandL áhrif af gerðum stjórnai'innar? Und- anfarnar vikur hefir hvert verkalýðsfélagið af öðru sagt upp samningum og þótt samið hafi verið eftir nokk- urt þóf og menn skilið sátt- ir að kalla, er þó fjari'i því, að vinnufriður sé tryggður sem skyldi. í haust verður að byrja á ný að friða verka- lýðsfélögin, enda sögðu stjórnarskörungarnir á sín- um tíma, að það yrði að taka allt til nýrrar athugunar með haustinu. „Hváð er þá orðið okkar starf?“ geta stjömargarparnir vafa- laust sagt, en þeir geta ekki Lélegir hjólbaröar voru gei'ð- ir lítillega að umtalsefni i þess- um dálkum fyi'ir nokkru. Síðan hefur mér borizt nánari vitn- eskja um þessi alvarlegu mál. Svo virðist, sem undanfarið hafi verið fluttir inn hjólbarðar frá Rússlandi og Austur-Þýzka- landi, sem ei'u svo lélegir, að af þeim stafar alvarleg slysa- hætta. Sérstaklega munu það vera hinar smæi'ri tegundir, sem eru lélegar, þeir sem notað ir eru undir hina stóru fólks- flutningavagna. Eg hefi fyrir þessu svo öi’uggar heimildir, að j hér er ekki um neitt vafaatriði að ræða. Einn séi’leyfishafinn sagði: „Þessir hjólbarðar eru svo lélegir að ég þori ekki að setja þá nýja undir að framan, þar sem eru einföld hjól, því að þeir geta hvell sprungið hvenær sem er. Þessir hjólbarðar eru ónýtir og maður má þykjast góður meðan ekki hlýzt af þeim stórslys“. Þetta eru þung orð. Ef umboðsmenn þessarar vöru hafa eitthvað fram að færa þenni til málsbóta, er þeim heimilt rúm í þessum dálkum. Á Brúarhlöðum er fagurt og sérkennilegt umhverfi og leiðin þaðan niður Hreppa og Skeið er það ekki síður. Á henni eru líka margir staðir, sem útlendir gestir hafa áhuga fyrir, svo sem Galtafell, Hruni og að maður ekki tali um útsýnið til austurs litið yfir nein 600 sumur, því að stjórnin er að verðá aðéíns . tvéggja sumrá.. Þó hefir hún gei’t mikið, því að hún hefir frá upphafi siglt hi;aðbyri í áttina til vaxandi vandræða og öngþveitis á öllum sviðum. MIMNISKLAÐ FERDAMAMMA: ValhöII. Þetta'gistihús er í stöðugri hrörnun því mennii’nir, sém reka það, vanrækja að halda í horfinu. Síðast þegar ég kom þarna inn í gistiherbei'gi.voru þau heldur fornfáleg ög rúm- in éins, og mér er ekki kunnugt um að úr því hafi verið bætt. Veitingasalurinn er stór og vistlegur en snyrtiherbergi ófullnægj- andi. Matur er þarna oftast góður, stundum mjög góður, og framkoma og viðmót starfsfólks í lagi. Skiðaskálinn. Um gistihei'bergi á þessum stað er mer ekki persóhulega kunnugt en hefi heyrt sagt að þau séu sómasamleg. Matsalur er sérkennilegur, en mér finnst hann ætíð óþarflega dimmur og drungalegur. Snyrtiherbergi í kjallara eru ófull- pægjandi og ekki nógu snyrtileg.Matur og framreiðsla í góðu lagi nema hvar þarna kemur það sama fyrir stundum og víða annars staðar, að fólki er þrengt of mikið saman til borðs. - . Hveragerði. Þarna hafa orðið framfarir að undanförnu. Gisti- herbergi eru nú orðin sómasamleg. Matsalur er stór og rúm- góður, snyrtiherbergi nýuppgerð en eru ennþá helzt til þröng fyrir svona fjölfarinn stað. Matur er nokkuð misjafn en viðmót og framkoma í góðu lagi. ’ : Tryggvaskáli. Þetta mun fjölsóttasti staður á Suðurlandi ef miðað er við allt árið og til hans éru því gerðar miklar kröfur. Gistiherbergi munu þarna fá og gamaldags. Matsalur er stói' og vistlegur en snyrtiherbei'gi eru algei'iega ófullnáegjandi, þröng og óvistleg. Þau verður að laga. Matur er undantekningalítið mikill og góður. Frami'eiðsla er yfirleitt ágæt. Bíóskálinn. Matsalur mjög sæmilegur og snyrtiherbergi nokk- uð rúmgóð en heldur óvistleg. Matur talinn nokkuð misjafn, ég hefi fengið þarna góðan mat og þá var framreiðsla í lagi. Víðförli. fámennu félög starfa í. Reykvík- ingur“. Síld til Grímseyjar. Einn af góðvinum Vísis er Rúnki í Holti, sem allir fullorðn- ir Reykvíkingar kannast við eða þekkja persónulega. Hann er nú kominn til ára sinna, en er alltaf að hugsa um það, sem að gagni má koma landi og þjóð. Um dag- inn leit hann inn til þess að biðja Vísi um að koma því á framfæri við útgerðarmenn, að þeir kapp- kosti að leggja síld á land í Gríms ey. Það þarf ekki mikið, til þess að þeim fáu mönnum, sem eyna byggja, væri búbót að söltuninni, og skipin eru oft svo nálægt eynni, að það borgaði sig betur fyrir þau að leggja upp þar exi þeytast langar leiðir til annarra hafna. Meðan fólk vill búa á eynni, þá ættu aði’ir landsmenn, sem hafa tök á þvi að reyna að gera þeim lifsbaráttuna heldur bærilegri —• og útgerðarmenn til dæmis með því, sem Rúnki stakk upp á. írsku stúdentarnir. Það hefur litið verið minnst á írsku stúdentana, sem komu hingað í rnai-z, og efndu hér til sýninga í Iðnó, Hafnarfirði og í Keflavík á írskum leikþáttum, en þó mun þeirra hafa verið getið í Stúdentablaðinu í vor, eftir heimkomu þeirra. Eftir því sem Bei-gmál hefur frétt háfa þeir lofað ísland og Islendinga mjög í heimalandi sínu. M.a. skirifaði ein stúlknanna, Rosaleen Mc- Menamin, mjög lofsamlega um þjóðina. Nefnist grein hennar „Icelanders" og var birt í blaði háskólastúdenta í University College, Dublin. Þá birtist all- löng grein um ferð þeirra hingað í Irsh Independent 19. apríl s.l. og stuðst við frásögn þeii’ra. Er þar komið víða við og allt, sem eftir þeim er haft, hið vinsam- legasta í okkar garð. Verkföllin, Reykvíkingur skrifar: „Það er rétt, að það þarf að vinna að því, að ekki komi til þess á nýjan leik, að skipafloti landsmanna stöðvist. Stöðvun hans er alvarlegt áhyggjuefni alh'i þjóðinni. Og það er fleira, sem girða þai'f íyrir með ein- hvei-ju móti, og ei síst þá miklu hættu, sem af því stafar, að mjög fámennar stéttir, sem í eru að- eins nokki-ir menn, geti sett sig á háan hest, og heimtað æ hærra kaup, í trausti þess,. að kröfun- um verði ekki néitað, af því að það mundi bitna tilfinnanlega á öllum almenningi, ef til verkfalls kæmi af þejrra hálfu. Við slík félög á vitanlega að semja innan vébanda þess iðnaðar, sem þessi Tónlistarfélag á Eskifirði. Eitt tónlistarfélagið hefir enn bætzt í hópinn hér á landi, aíf þessu sinni á Eskifirði. Formaður þess var kosinn Kristján Jónsson, skólastjói’i, en varaformaður Arnþór Jen- sen. Aðrir í stjórn eru Halldóra Guðmundsdóttir, Ásgeir Júlíus- son og Valtýr Guðmundssqn. Næsta skrefið hjá tónlistar- unnendum á Eskifirði mun vérá að koma á fót tónlistar- skóla á staðnum áður en langt um líður og ráða að honuni músiklærðan mann.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.