Vísir - 09.08.1958, Síða 3
Manstu eftir þessu
Þessi mynd sýnir ljósmyndavél festa
utan á tveggja sæta flugvél bandaríska
flughersins árið 1919, en með þessum
hætti áttu sér stað fyrstu myndatökur
úr lofti. Fyrstu. myndavélarnar, sem
nctaðar voru í þessum tilgangi, voru
lítillega breyttar venjulegar mynda-
vélar þess tíma og tókst með þeim að
auka árangur njósnaferða og auðvelda
kortagerð í fyrri hcimsstyrjöldinni.
Síðan það var hefur tekizt að endurbæta
bæði myndavélarnar og aðferðir við
myndatökur, svo að loftmyndir hafa
margvíslcgt gildi á friðartímum. Það
var nýtízku eftirlit úr lofti, sem var
undirstaða tillögu Eisenhovvers Banda-
ríkjaforseta á ráðstefnunni í Genf í
júli 1955 um að Sovétríkin og Banda-
ríkin leyfðu gagnkvæmt eftirlitsflug
sem fyrsta skref í áttina til afvopnunar.
Sovétríkin liafa, þrátt fyrir allt friðar-
Iijal sitt, ekki viljað fallast á þetta.
Athyglisverð alþjóða listsýning var
haldin í Metropolitan listasafninu í
New York árið 1949. Stóð hún í 13 vik-
ur cg var sótt af fleira fólki en önnur
dæmi eru til. Fékk listasafnið að láni
95 málverk og 67 teikningar hollenzka
málarans Vincent Van Gogh hjá frænda
listamannsins og nafna sem og Kroller
Muller saíninu í Otterlo í Hollandi. Á
myndinni sést Van Gogh halda á
„Andlitsmynd af Zouave Lieut. Mill-
iet“, sem listamaðurinn málaði á efri
árum. Þeir, sem á horfa, eru Theodor
Rosseau yngri (t.v.), u.msjónarmaður
mynda á Metropolitan safninu, og A. M.
J.W. Hammaeher frá hollenzka safninu.
Ekki þarf að orðlengja um það, að
Vincent Van Gogh er einn af allra
frægustu málurum, sem uppi hafa verið;
en þó var það svo, meðan hann lifði
(1853—1890), að bróðir hans einn hafði
trú á list lians.
Jean Monnet (þriðji frá hægri),
fran'skur formaður stjórnar Kola- og
stálsamlags Evrópu, sézt hér fá fyrsta
„evrópska11 stálið út úr stálbræðsluofni
þann 30. apríl 1953. Það var við liátíð-
lega athöfn í Belval stálverksmiðjv.num
í Esch í Luxembourg. Athöfnin markaði
uppliaf sameiginlegs markaðar þátt-
tökuþjóðanna, Belgu, Frakklands, Vest-
ur-Þýzkalands, Ítalíu, Luxembourg og
Hollands. Jean Monnet hafði á hendi
forystuhlutverk við undirbúnings þessa
efnahagssamstarfs evrópskra hjóða. —
Eins og kunnugt er, eru nú meira eða
minna í deilgunni ýmis áform um marg-
víslega samvinnu þjóða í álfunni á sviði
framleiðslu,- og viðskiptamála. Má þar
til dæmis nefna sameiginlega markað
Evrópu, sem mikið liefur verið rætt um
að undanförnu. Enn liggja ekki fyrir
endanlegar upplýsingar um það, hve
margar þjóðir muni eiga hlut að honum.
Kaffibrennsla
0. Johnson &
Kaaber h.f.
30 ára reynsla
tryggir yður
úrvals kaffi
Laugaxdaginn 9;- ágúst ■
i ~ \irn m ■ ii ii ir niá-T.iirfc fi.-1. i#r.— nii-
AtómöWin 7.
V'
Dulmálskerfí atúmana.
Eiginleikar atómanna.-Orka atómkjarnans. — Dularfull skipun
elektrónanna.-Ek rtektarvert samræmi.-- Hvað nterkja
tölurnar 2x1 x 1, 2x2x2 o.s. frv.?
Eitir Cka'istian Ðahíerup Kach.
Það þurfti efnafræðing á borð
,við Mendjeljejev til þess að gera
gér grein fyrir eiginleikum
frumefnanna eða réttara sagt til
þess að kynnast þeim svo, að
unnt væri að flokka þau. Á
hinn bóginn þurfti atómeðlis-
fræðingur eins og Niels Bohr
að koma til skjalanna til þess
að skýra það, hversvegna 'frum-
efnin hafa þá eiginleika, sem
raun ber vitni og efnafræðing-
urinn sér í þeim.
j Eins og áður segir, eru það
atómin, sem efnið er gert af,
er ákveða eiginleika þess, og
það eru þessir eiginleikar atóm-
anna, sem vér verðum að gera
oss grein fyrir, til þess að geta
skilið hvað liggur á bak við
flokkakerfi frumefnanna.
Vilji maður skilja, hversvegna
klór og natríum verður að grófu
xnatarsalti, verður maður að
rannsaka klór- og natríum-
atómin.
i Vilji maður vita, hversvegna
helíum brennur ekki, eða hvers-
vegna unnt er að vinna orku
ur úraníum, þá verður maður
að rannsaka helíum- og úraní-
um-atóm.
Dulheimur elektrónánna.
i Eins og áður er margsagt, er
sérhvert atóm gert af kjarnan-
um og „skelinni“ og vissu
mágni af orku.
j í kjarnanum er nokkur fjöldi
prótóna og nokkur fjöldi nev-
tróna, sem loða saman og
mynda einskonar hnút eða
klump. „Skelin“ er viss fjöldi
elektróna, sem snúast í kring-
*um kjarnann eftir vissumbraut-
um. Venjulega eru elektrónurn-
ar í skelinni jafnmargar og pró-
tónurnar í kjarnanum.
Nokkuð af þeirri orku, sem
í atóminu er, er í prótónunum
og nokkuð í elektrónunum. Hve
mikil eða lítil þessi orka er, get-
umyér látið liggja á milli hluta
að svo komnu, látið okkur
nægja að vita, að hér er um
rafmagn að ræða. Elektrónan
er hlaðiri vissu magni af frá*
hverfu (negatívu) rafmagni
(reyndar þeim minnsta
skemmti af rafmagni ,sem yfir-
leitt getur verið um að ræða)
og prótónan er hlaðin nákvæm-
lega jafnmiklum skammti af
aðhverfu (pósitívu) rafmagni.
Nevtrónurnar eru hins vegar
ómagnaðar, þ. e. a. s. þær eru
ekki hlaðnar rafmagni og því
hlutlausar (neutral).
Ef maður þekkir eðli raf-
magns ofurlítið, hlýtur það að
vekja undrun manns, að elektr-
ónur, hlaðnar fráhverfu raf-
magni, og prótónur, hlaðnar að-
hverfu rafmagni, skulu ekki
dragast hver að annarri og að
„skelin“ og prótónurnar hlaupa
saman í hnút eða klump. Hvers
. vegna skeður þetta ekki, þegar
um elektrónur og prótónur er að
ræða? Hvernig má það ske, að
elektrónurnar skuli haldast á
braut sinni?
Kjarnorkan.
Þessu skal nú svarað í stuttu
máli:
í fyrsta lagi er í kjarnanum
afl, sem heldur prótónum og
nevtrónum saman í hnút og
það er þessi hnútur eða klump-
ur, sem vér köllum kjarna. Hér
er um allverulegt afl að ræða
og það þarf undramikinn kraft
eða orku til að rífa, þó ekki
^væri nema eina prótónu eða
,eina nevtrónu, út úr kjarnan-
um, hvað þá heldur til að
Isundra honurri algjörlega. Þar
að auki ræður sérhver elektr-
óna yfir öðru ojg meira afli en
því fráhvepfa rafmagni, sem
vér höfum áður nefnt. Elektrón-
an er sem sé einnig þrungin
orku, sem gerir .það að verkum,
að hún getur snúizt um kjarn-
ann og sem einnig og eiginlega
leitast við að slöngva henni út
í rúmið — burt frá kjarnanum.
Hér er því ekki fyrst og fremst
um það að ræða að hindra
elektrónuna í því að dragast að ,
prótónunum í kjarnanum, held-
ur, og jafnvel miklu fremur, að
koma í veg fyrir að hún rjúki
út í veður og vind. Það er sem
sé hlutverk kjarnans að halda
elektrónunum í hæfilegri fjar-
lægð og án tillits til þess afls,
sem annars er í kjarnanum og
áður er nefnt, er hann hlaðinn
orku, sem skapar hið nauðsyn-
lega jafnvægi. Þetta afl er þó
takmarkað, og það er ekki nægi-
lega mikið til þess að kjarninn
geti að fullU og öllu ráðið ferð
elekrónanna eða brautum
þeirra.
I fáum orðum má skýra þetta
þannig:
Til þess að halda elektrónun-
um í skefjum, verður kjarninn
að halda þeim í hæfilegri fjar-
lægð. Ef aðeins er um tvær
elektrónur að ræða, getur kjarn
inn haldið þeim allnærri sér,
séu þær fleiri, verður hann að
raða þeim í lög og er þá eitt
lagið utan um annað. Maður
gæti því sagt, að „skeljarnar“
væri tvær eða fleiri.
Hér erum vér komnir að hinu
dularfulla kerfi, sem áður er
nefnt.
Frh. á 9. s.