Vísir - 16.08.1958, Blaðsíða 9
I^ugardaginn 16. Sgúst 1658
YtSTR
- Landhelgismálið.
Framhald af bls. 4.
Að blöðum Sjálfstæðisílokks-
ins hefur verið' fundið að þau
liafi helzt til mikið haldið að sér
höndum i þessu mikla velferðar-
máli þjóðarinnar og ég er ekki
frá því að svo sé, en þeim er
vorkunn, þvi enginn gaumur
hefur verið gefinn tillögum
þeirra hjá stjómarliðinu, og þá
er naumast um annað að gera,
en biða átekta og sjá hvað set-
ur. íslenzka þjóðin er svo greind
og svo menntuð, að hún lilýtur
að líta með óhug — svo ekki
verði fastara að kveðið — á öll
þessi leiðu og ljótu blaðaskrif í
mesta velferðarmáli okkar og
fær skömm á slíku. Auk þess
sem svona deilur eru aðeins til
þess eins að spilla fyrir málstaðn-
um og sundra þjóöinni, þá veit
hún t. d. um Sjálfstæðisflokk-
inn, að það var alþingismaður-
inn Jóhann Þ. Jósefsson, sem
undirritaði lög nr. 44, 5. april
1948, serrt friðunarreglugerðirn-
ar 1950 og 1952 byggjast á, og að
það var formaður Sjálfstæðis-
flokksins, Ólafur Thors, sem
undirritaði þær, en báðir þessir
þjóðkunnu alþingismenn voru þá
í ráðherrasætum, atvinnumála
og sjávarút\regsmála. Hitt veit
þjóðin kannske ekki eins vel,
með hvilíkri rökfestu og lög-
speki Bjarni Benediktsson al-
þingismaður hélt á málum okk-
ar gagnvart Bretum, meðan hann
var dóms- og utanrikismálaráð-
herra, en hjá honum var engin
undanlátssemi þegar löndunar-
bannið var á döfinni.
BeglugerSin frá 30.
júní s.l.
Hún er sett samkvæmt lögum
44/1948 um visindalega friðun
fiskimiða landgrunnsins, en í
mínum augum er hún beinlínis
brot á þessiun lögum, þar sem
di'agnótaskipum íslenzkum og
alveg sérstaklega innlendum tog-
urum er leyft að toga innan
landhelgi.
Friðun fiskistofnsins heftxr
verið kjörorð okkar í
landhelgLSinálinu.
Þegar til kasta kom á fundi
Alþjóðahafrannsóknarráðsins í
Stokkhólmi 1946 að loka Faxa-
flóa, þá skauzt brezka rikisstjórn
in úr leik, en hugmyndin kom
fi'á okkur sjálfum. Þ.jóð, sem
átti og á allt sitt undirsjávai'afla,
bauðst til þess að loka beztu
fiskimiðum sinum af frjálsiun
vilja.
Þegar reglugerðin um vernd-
un fiskimiða fyrir Norðurlandi
öðlaðist gildi 1. júni 1950, var
henni eftir beiðni Breta frestað
gagnvart útlendingum, unz geng
inn var dómurinn í Haag 18.
des. 1951, eða um liáift annað ár,
og útlendingum var með þvi
móti leyft að fiska nær landi .en
okkar eigin mönnum.
I þessi skipti bæði færði ís-
lenzka þjóðin fórnir vegna fiski-
stofnsúis —- og þá óx hún í aug-
um sjálfrar sín og útlendinga,
en nú er öldin önnur, nú vill hún
reiða bæði í klóm og kjafti, leyfa
stærstu útgerðarfélögum sínum
að ura upp fiskistofninn með
togveiðinni innan ákveðinnar
landhelgi, með þeim hræðileg-
ustu veiðitækjum, sem notuð
eru til fiskveiða, sem engu eira,
hvorki ungviði fiskjarins né
botngróðri hafsins. Jafnframt
er svo útlendu fiskvsiðiþjóðun-
um óviturlega storkað með svona
ákvæðum — og hvernig fer um
landhelgisgæzluna? Linumar
eru allt í einu orðnar tvær, önn-
ur innlend, hin útlend. Hvemig
á varðsidpafloti okkar að verja
þessi annarlegu ósköp?
1 þessu sambandi skal ég játa,
að mikinn mun ber að gera á
dragnótaveiðinni og á togurum
og togbátum. Það má til sanns
vegar færa að leyfa dragnóta-
j veiði á tilteknum svæðum, til-
tekinn tima ársins við ákveðnar
veiðar, en að hleypa togurum á
friðuð svaíði er með engu móti
^ verjandi.
Grimnlmustæðunum átti
strax að breyta.
j Þá tel ég það hina mestu yfir-
sjón , að grunnlínustæðunum
var ekki strax breytt, áður en
j reglugerðin var gefin út. Eg tel ^
I
það jafnvel nauðsynlegra og vit-
urlegra að færa út grunnlínurn-
ar og lengja bilin milli grunn-
línustæðanna frá þvi, sem nú
er, en að færa út friðunarlínuna
sjálfa eða fiskveiðilandhelgislin-
una með óbreyttum grunnlínu-
stæðum frá 1950 og 1952. Þetta
kom greinilega fram á fundi
þeim 12. og 13. febrúar 1957, sem
sjávarútvegsmálaráðherra hélt
með fulltrúum úr fjórðungum
landsins og vísa ég um þetta at-
í'iði til greinar minnar „Friðun
fiskistofnsins", sem birtist í sjó-
mannablaðinu „Víking" í júlí
1957 (6.-7. tbl.) og í blaðinu j
„Islendingur" um sama leyti. j
Það er ekki hægt að segja í!
reglugerð, að grunnlínur og
grunnlínustæði skuli vera svona'
í dag en á morgun allt önnur — j
slikt mundi aldrei nokkurri þjóð
líðast. Það er því skylda nefndar
þeirrar, sem tillögur á að gera
um veiðiheimildir nýju reglu-
gerðarinnar, að láta það verða
sitt fyrsta verk, að koma með
tillögur um breyttar grunnlín-
ur og grunnlínustæði.
Nefndarskipunin.
Mér er ókunnugt um skipun
nefndarinnar — hún hefur ekki
mér vitanlega verið birt, en mér
er tjáð, að Farmanna- og fiski-
mannasamband íslands sé alger-
lega sniðgengið. Áður hef ég í
greinum um landhelgismálið tek-
ið fram, hversu nauðsynlegt er,
að sjómennirnir og fiskimenn-
i irnir sjálfir eigi fulltrúa í nefnd
sem þessari — engu síður en
^ lögmenn, fiskifræðingar og stór-
útgerðarmenn, því einmitt fiski-
j mennirnir og fiskideildirnar cru
kunnugastar fiskimiðunum okk-
ar bæoi að fornu. og nýju.
Tillögur mínar.
Það kaiyn að þykja býsna
djarft, vonandi ekki ókurteisl,
að ég leyfi mér að setja íram til-
lögur, eftir að reglugerðin er
kornin út, en það er hvortveggja,
að ekki gat ég gagnrýnt hana
áður en hún birtist og ekki er
jiað sæmandi, að ég einungis
í'ífi niður, en leggi ekkert til um
að byggja upp.
Þetta legg ég til að athuguðu
máli:
1. Fiskvæiðilandhelgi íslands
skal afmörkuð 9 sjómilur utan
við grunnlínu, sem dregin er
milli eftirtaldra staða:
a. Grunnlínan fjmir Norður-
landi verði:
Aðaltillaga: Horn —- Grímsey
—- Hraunhafnartangi —-. Langar
nestá.
Vai'atillaga: Horn — Siglunes
— Rauðanúpur — Rifstangi —
Hrauntangi — Langanestá.
b. Grunnlínan fyrir Austur-
landi verði:
Aðaltillaga: Langanes — Glett-
inganes — H\ralbakur — Ingólfs-
höfði.
Varatillaga: Langanes — Glett
inganes — Gerpir — Hólmur
eða Setusker — Ystiboði — Hvít-
ingur — Stokknes — Ingólfs-
höfði.
c. Grunnlinan fyrir Suðurlandi
verði:
Ingólfshöfði — Mýrna eða
Kötlutangi — Geirfugladrangur.
d. Grunnlinan fyrir Vestur-
landi verði:
Geirfugladrangur — Hraun-
vör eða Skálasnagi — Bjarg-
tangar —- Barði — Straumnes
— Kögur — Horn.
Auk þess skulu dregnar
markalínur kringum Kolbeinsey
— 9 sjómílur — svo og kringum
Grímsey og Hvalbak ef aðaltil-
lögur að framan þykja ekki til-
tækilegar, en sjálfur tel ég þær
heimilar eftir Genfarráðstefn-
una og Haagdóminn. Sérstak-
lega ber að gæta þess, að Sel-
vogsbankinn sé allur eða sem
mest varinn eða friðaður sem
viðurkennd klakstöð.
2. Eg er því með öllu mótfall-
inn og tel það brot — eða a. m.
k. siðferðilegt brot — á lögum
nr. 44, 1948 að innlendum togur-
um sé leyft að toga innan þeirr-
ar friðunarlinu, sem ég hef leyft
mér að stinga upp á, en ég get
til samkomulags fallizt á, að
dragnótabátaveiðar séu inn-
lendum skipum leyfðar til stein-
bitsveiða á Vestfjörðum og til
kolaveiða eða flatfiskveiða á
þeim tímum og stöðum, sem
fiskirannsóknir okkar og land-
helgisgæzlan tiltekur og sam-
þykkir. Að öðru leyti hef ég
ekki við nefnda reglugerð að at-
huga.
íyrir- ágangi; togaranna en, hlnn
áldni þingmaðúr Borgfirðinga
Pétur Ottesen. Hann er þegar
búinn að lýsa sig mótfallinn
„tvöfaldri" landhelgi vegna ís-
lenzku togaranna, og mér þykir
sómi að þvi og vænt um að vera
honum samferða um þetta at-
riði, sem er svo þýðingarmikið
fyrir friðun fiskistofnsins og svo
þungt á metunum í baráttu okk-
ar fyrir lokatakmarkinu, að eign
-ast landgrunnið fyrir okkur eina
einnig til fiskveiða, þvi sá sem
engu vill fórna, getur ekki búizt
við að eignast neitt til lang-
frama.
Kynni einhver að segja, að ég
með þessari tillögu minni um
9 milna landhelgi væri að reka
erindi útlendinga, þá hefur hann
;ekki kynnt sér eldri skrif míir
'um landhelgismálið. Ef nú samt
sem áður útlendu óvinimir okk-
ar í landhelgismálinu gætu fellt
sig við tillögur mínar sem miðl-
un, þá er vissulega engu spilt,
þvi nú erum við ekki lengur af-
skekt þjóð „yzt á Ránar slóð-
um.“
Okkur er nauðsynlegt að taka
tillit til annarra þjóða eins og
við krefjumst þess, að við séum
virtir og okkar hagsmunir.
Hættum skítkastinu hver á
annan heima fyrir en stöndum
um fram allt saman sem ósvikisi
íslenzk þjóð í okkar mesta vel-
ferðarmáli, landhelgismálinu.
Reykjavík, 31. júlí 1958. !
Július Havsteen. t
Verölag heiztu nauðsynja.
Til þess að almenningur eigi auðveldara með að fylgjasfl
með vöruverði, birtir skrifstofan eftirfarandi skrá yfir útsölu-
verð rrokkurra vörutegunda í Rejrkjavík, eins og það var hinií
1. þ. m. n
Verðmunurinn, sem fram kemur á nokkrum tegundanna,
stafar af mismunandi tegundum og /eða mismunandi inn-
kaupsverði.
Nánari upplýsingar um vöruverð eru gefnar á skrifstofunní
eftir því sem tök eru á, og er fólk hvatt til þess að spyrjasfl
fyrir, ef því þykir ástaeða til.
Upplýsingasími skrifstofunnar er 18336.
Friðun Halamiða.
Þá vil ég aftur skora á rikis-
stjórn okkar að hún beiti sér
fyrir því, að þjóðir þær, sem
fiskveiðar stunda í Norður-At-
lantshafi komi sér saman um að
friða Halamiðin fyrir togm'um á
timaöiiinu frá 1. deseniber til
aprílloka ár hvert. Ættu Eng-
lendingar að vera fúsir til þessa,
þvi að frekar ber jieim að að-
stoða okkur við að afstýra hætt-
um og hörmungum á þessum
stórhættulegu veðramiðum, hcld
ut' en að ósekju að kenna okkur
um ófarirnar, eins og enskir út-;
gerðarmenn létu sér sæma þeg-1
ar togararnir „Lorella" og „Rod-
erigo“ fórust af ísingu, sem var
algert sjálfskaparvíti mannanna
sjálfra, er skipunum stjórnuðu,
en öðrum til varnaðar.
Enginn afsiáttui’.
Ekki cr ólíklegt, að ég fái orð
í eyra fyrlr afslátt og undanhald
í landhelgismálinu, en ég bið þá,
som Jcunna að vilja veitast þann-
ig að mér, að gera. samanburð á
12 mílna landhelginni með ó-
breyttum grunnlínum og grunn-
linustæðum frá 1950 og 1952 og
9 mílna landhelgi með þeim
grunnlínum, sem ég legg til að
verði, og mun ég vel þola hann
— ekki sízt, ef svo vel tækist til,
að Halamiðin yrðu friðuð 5 mán-
uði ársins.
Skoðun Péturs Ottesen.
Enginn alþingismaður hefur
látið meira til sín taka um frið-
un Faxaflóa, Selvogsbankans og
yfirleitt friðun fiskimiða okkar
Lægst. Hæst
Blatvörur og nýlenduvörur. Kr. Kr. <
Rúgmjöl pr. kg. 2.75 2.90
Hveiti pr. kg 3.20 3.60
Haframjöl pr. kg 3.10
Hrísgrjón pr. kg 5,10
Sagógrjón pr. kg. 4,95 5,30
Kartöflumjöl pr. kg 5,85
Te 100 gr. pk 8.75 10.45
Kakaó, Wessanen 250 gr. pk... 11.35 14.05
Suðusúkkulaði (Síríus) pr. kg. 76.80 83.40
Molasykur pr. kg 5,85 6,45
Strásykur pr. kg 4,45 4,95
Púðursykur pr. kg 5,35 6,05
Rúsínur (steinlausar pr. kg.) 22,00 31,65
Sveskjur 70/80 pr. kg 19,00 32,15
Kaffi, br. og malað pr. kg - • j 43.60
Kaffibætir pr. kg 21.00
Smjörlíki, niðurgr a 8.90
— óniðurgr 13.80
Fislýbollur 1/1 ds 12.75
Kjötfars 19,00
Þvottaefni (Rinso) 350 gr. .. 7,90 10,05
Þvottaefni (Sparr) 250 gr. .. 4,30
Þvottaefni (Perla) 250 gr 3,65 4,30
Þvotíaefni (Geysir) 250 gr. .. 3,65 4,05
LandbúnaBarvörur o. fl.
Súpukjöt 1. fl. pr. kg ■ 25.25
Saltkjöt pr. kg .14 " f t 25.90
Rjómabússmj., niðurgr. pr. kg. 41.80
Rjómabússmj., óniðurgr. pr. kg. 62.50
Samlagssmj., niðurgr. pr. kg... 38.50
Samlagssmj., óniðurgr. pr. kg. ? 59.18
Heimasmj., niðurgr. pr. kg. .. 30.00
Heimasmj., óniðurgr. pr. kg. .. i 50.60
Egg. stimpluð pr. kg 31.80
Egg. östimpluð pr. kg. 29.40
Fiskur.
Þorskur, nyr nausaður pr. kg. 2.90 :
Ýsa. ný. hausuð pr. kg 4.00
Smálúða pr. kg 8.00 i
Stórlúða pr. kg 12.00
Saltfiskur pr. kg 7,00
Fiskíars pr. kg 9.50 ;
Grænnieti:
Tómatar (II. fl.) pr. kg 26,80 1
Gúrkur (I. fl.) pr. stk , r ' '• 8.85 j
Ýmsar vörur.
Olía til húsakyndinga pr. Itr. !| . 1,01 1
Kol pr. tonn 710.00 i
Kol, ef selt er minna en 250 kg.
pr. 100 kg 72.00
Sement 50 kg. pk 37,00 . j
Reykjavík, 7. júlí 1958. |
Verðlagsstjórinn. J