Vísir - 06.09.1958, Síða 12

Vísir - 06.09.1958, Síða 12
Ekkert blað er ódýrara I áskrift en Vísir. Lótið bann fœra yður fréttir annað lestrarefni heim — án fyrirhafnar af yðar hálfn. Sími 1-16-60. 'WHiSXIlR Laugardaginn 6. september 1958 Munið, að þeir, sem gerast áskrifendur Vísis eftir 10. hvers mánaðar, fá blaðið nkeypis til mánaðamóta Sími 1-16-60. arvegstæði um Sprengisand og jallabaksleið könnuð nýverið. á Sprengisandsleíð eru Tungná og Kalda- hvísí kelzíu farartálmar. Ms'sé ijpfis' 'É'ststfjntt cinn tnyntii fa&siesr ts.SBB.ii~ '2*5—3 sseiiljjf. ka*. tlð sjúkra- Nýlega voru gerðir út tveir leioangrar af háífu Vegamála- stjórnarinnar til þess að kanna «g rannsaka vegastæði yfir tvo fjallvegi, Sprengisand og Fjalla haksleið, en hvorug sú leið er fær nema sterkum og traustum bílum með drifi á öllum hjólum. Leiðangrar þessir voru gerðir út að tilhlutan síðasta Alþingis, en þar var samþykkt þings- ályktunartillaga um að rann- saka skyldi leiðir um Sprengi- sand og Fjallabaksleið með sumarvegi fyrir augum og enn- fremur skyldi athugun gerð á brúarstæðum yfir Tungná og Köldukvísl. Vísir átti nýlega tal við Sigurð Jóhannsson vegamála- stjóra, en hann hafði sjálfur forystu þess leiðangursins sem fór yfir Sprengisand. Voru í þeim leiðangri sex manns og xneðal þeirra Jón Víðis, sem á- Eamt þeim Jóni frá Laug, Ein- íari Magnússyni og Valdimar Sveinbjörnssyni, fóru fyrstir í bifreið yfir Sprengisand fyrir réttum aldarfjórðungi síðan. Var leiðangur Vegamála- Stjornarinnar að þessu sinni um ,viku í þessari ferð og fór víða um öræfin í leit að heppilegri leið. Vegamálastj. sagði aðþarna þyrfti víðast hvar mjög lítið að gera fyrir sumarveg, því að mest er um melá og sanda að fara. Hann sagði að sumstaðar hefðu myndast slóðir eftir ör- sefaleiðangra, sem lagt hafa leiðir sínar um Sprengisand á sumrin. En hinsvegar væri víðá unnt að finna heppilegri leiðir því þeir menn sem stjórnað hafa þessum ferðaleiðöngrum hafa ekki gefið sér tíma til þess Frh. á bls. 10. Akureyringar mófmæb ofbeldi. Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í gær. Bæjarráð Akureyrar sam- þykkti eftirfarandi ályktun í Iandhelgismálinu á fundi sínum í gær: „Bæjarráð Akureyrar lýsir yfir stuðningi sínum við út- færslu íslenzkrar fiskveiðiland- helgi í 12 mílur og þakkar öll- um, sem að þeirri ráðstöfun hefur unnið. Jafnframt fordæmir bæjar- ráðið framkomu Breta og of- beldisaðgerðir þeirra í íslenzkri ^landhelgi. ; Skorar bæjarráð á alla lands- menn að sýna einhug og festu í . málinu og hvika hvergi frá i rétti íslendinga til 12 mílna landhelgi“. Stjórn IJ.IVI.F.Í. fagnar. Eftirfarandi barst Vísi í gær: Stjórn Ungmennafélags ís- lands fagnar ákvörðun ríkis- ' stjórnarinnar um útfærslu fisk- ' veiðilandhelginnar og treystir því, að engir samningar verði 1 gerðir við önnur ríki, sem skert gætu umráðarétt íslendinga yfir 12 mílna landhelginni. Jafnframt lýsir stjórnin megnri andúð á ofbeldi og yfir- gangi brezkra herskipa en þakkar starfsmönnum land- helgisgæzlunnar einbeitta og drengilega framgöngu. lHP i Frá fréttaritara Vísis. — Akureyri í gær. Eyfirðingar hafa nýlega sótt um leyfi fyrir snjóbíl fyrst og fremst til þess að annast sjúkra flutninga að vetri þegar vegir eru tepptir vegna snjóalaga. Að þessari umsókn standa Ungmennasamband Eyjafjarð- ar, Slysavarnadeild kvenna og Rauða kross deildin og Akur- eyri. Ýmsir aðilar leggja fram fé til kaupa á bílnum, m. a. hefur K.E.A. boðið fram 100 þúsund krónur. Þá er og gert ráð fyrir framlögum úr sveitasjóðum einstakra hreppa. Mikil eiturlyf upptæk ger. Lögreglan á Kúbu kveðst hafa gert upptæk 268 þús. stcrlingspunda virði af eitur- lyfjum hjá Bolivíumanni ein- um, Luis Gonzales Aguilera að nafni. f leðurtösku, sem hann hafði meðferðis, voru 11 pund af kokaíni í duftformi og yfir 20 pund af öðrum lyfjum í flösk- um, allt tilbúið til sölu. Vitað er, sagði lögreglan, að Aguilera kom með kokaínið til Kúbu frá Peru, Bolivíu og' Spáni. Hann hafði fullkomna lyfjastofu heima hjá sér í Vela- do, sem er útborg frá Hvana, og þar voru lyfin löguð. Sprengisandur er mesta sandflæmi á íslandi og þotti jatnan erfið leið á hestum sökum vrasleysis, stórfljóta og — útilegu. manna. Aldarfjórðungur er liðin frá því er fyrsti bíllinn fór, yfir sprengisand, en nú er í ráði að gera öllum bílum fært að komast yfir hann að sumri til. OvenjuEegt annríki ritsíma og taisambands vð útiönd. Eiit kviilti t'ttvib ttð ..íetktnetrEng rtcðu tíntti * * i sttntíöiunt út. Það munu vera mörg ár, síð- an síminn hcfur haft annað eins að gera og nú í þessari viku. Það, sem þessu veldur, er sú ,,innrás“, sem blaðamenn frá mörgum löndum gerðu í lok siðasta mánaðar, þegar allar líkur voru til þess, að engir samningar næðust við íslend- inga í landhelgismálinu og að til tíðinda drægi. Dreif þá að mikinn fjölda blaðamanna frá ýmsum löndum, Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi (að sjálf- sögðu), Bandaríkjunum, Frakk- landi og jafnvel víðar, og hafa þeir verið mjög ötulir við að afla frétta og koma þeim á framfæri við lesendur sína. Svartur sjór af síld fyrir Austurlandi. Tunnuskortur hamlar móttöku síldar þar eystra Á Fjallabaksleið. Hér sést Jökulgilið flæmast yfir sanda skammt fyrir neðan Landmannalaugar, en það er einn helzti farartálmi á leiðinni sökum vatnsmagns og sandbleytu. Eskifirði í gærmorgun. Skipverjar á síldvciðiskipum sem voru að veiðum fyrir Austfjörðum á laugardaginn sögðu sjóinn svartan af síld og að þeir hefðu aldrei lóðað á eins mikla síld í sumar sem þá. Á laugardaginn komu Snæ- fell og Súlan með 600—700 mál síldar hvort til Norðfjarð- ar. í gær kom Snæfugl frá Reyðarfirði með slatta inn til Eskifjarðar, en þar er ekki unnt að taka á móti neinni síld sem stendur sökum skorts á tunn- um undir lýsið. Lýsisgeymar eru þar ekki til og nú hafa Esk- firðingar verið tunnulausir um hríð og orðið að neita móttöku síldar dag eftir dag. í Eski- firði hafa verið saltað í 15 þúsund tunnur síldar l sumar og myndi hafa verið unnt að salta mun meir ef tunnuskort- ur hefði ekki hamlað. Von er á einhverju af tunnum með næstu ferð m.s. Esju. Tunnulaust mun einnig vera orðið bæði á Norð- firði og Fáskrúðsfirði og mikl- um erfiðleikum bundið að taka á móti síld þar. Síldin heldur sig bæði inni í Reyðarfirði og alla leið inni í Eskifjörð og eins út af fjörðun- um, sérstaklega í námunda við Skrúð. Þarna er um að ræða millisíld, ekki söltunarhæfa, en samt feita. Berjaferi. Húsmæðrafélag Reykjavíkur efnir til berjaferðar á morgu.n, sunnudag. Þær konur, sem hafa í hyggju að taka þátt í förinni eru vinsamlega beðnar að til- kynna þátttöku sína í síma 14442 eða 15236 strax í dag. Þetta hefur leitt til gífurlegs annríkis hjá símanum, bæði rit símanum og talsambandinu við útlönd. Munu fréttamenn hafa lagt inn svo mikinn fjölda skeyta suma daga, að annað eins hefur vart þekkzt hér á landi, en auk þess hefur tal- sambandinu verið haldið opnu allan daginn látlaust og fram á eða fram yfir miðnætti suma daga, svo að hægt væri að sinna öllum samtalabeiðnum. Kom það meira að segja fyrir á þriðjudaginn, að nauðsynlegt reyndist að „takmarka ræðu- tíma“ eins og á málfundi, og fékk þá enginn að tala lengur en í 15 mínútur, en annars mun það hafa komið fyrir, að menn töluðu í klukkustund samfleytt. En nú er farið að dofna yfir þessum fréttum, áhuginn er- lendis heldur að minnka, svo að þetta er að færast í eðlilegt horf aftur. Ftaug með „Rán" umhverfis land Lúðvík Jósepsson, sjávarút- vegsmálaráðherra, tók sér í gær far með flugvél landhelg- isgæzlunnar, „Rán“. Var flogið umhverfis land, og reynt að fylgja allan tímann hinni tólf mílna landhelgi. — Sjö erlend fiskiskip sáust fyrir vestan land, en aðeins einn maður sást vera að gera að á þeim skipum. Engir togarar voru fyrir Norðurlandi, og lítið fyrir austan land, en nokkrir togarar höfðu hópað sig nærri nýju línunni fyrir SA-landi. Viðhafði ráðherrann þau orð að ferðinni lokinni að auðséð væri að um litla sem enga veiði væri að ræða hjá hinum er- lendu fiskiskipum.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.