Vísir - 19.09.1958, Blaðsíða 10

Vísir - 19.09.1958, Blaðsíða 10
10 V f S I R Föstudaginn 19. september 1953 Indverskir kommmúiiisitai* reyna mi nýjar leiðir. Nehru sagði einu sinni, að erfitt væri að skilja stefnu þeirra. '' Kvartað tjiiir iars&sta ^os/i. flokfisfroriaggá. Kommúnistaflokkur Indlands er nú að reyna nýjar leiðir til þess að komast til valda, eins og bræðraflokkar hans 4 öðrum frjálsum lönduan. 1 þessu skyni þarf flokkurinn að fá nýja stefnuskrá, sem getur sannfært kjósendur um, að kommúnistaflokkurinn sé virðu- legur stjórnmálaflokkur, reiðu- búinn til þess að starfa á grund- velli laga og stjórnarskrár. Mað- urinn, sem stendur að baki þess- arar nýju stefnu, er Ajoy Kum- ar Ghosh, framkvæmdastjóri 'indverska kommúnistaflokksins. Ghosh og félagar hans gera sér grein fyrir þvi, hve flestir Ind- verjar eru þjóðræknir, og leggja því áherzlu á það, að þeir séu fyrst og fremst Indverjar og í öðru lagi kommúnistar, enda þótt þeim takist miður að sann- færa landa sína um það. Um þetta atriði lét J. Nehru forsæt- isráðherra svo um mælt: ,Það er dálítið erfitt að skilja stefnu kommúnista (í Indlandi) á hverj- um tíma. Hún er œði breytileg, en eitt er það, sem aldrei breyt- ist, en það er, að allt viðhorf þeirra byggist á einhverju utan Indlands. Lítið bara á fána þeirra!". Með þessari athuga- semd átti Nehru við, að í flokks- fána kommúnista í Indlandi er hamar og sigð eins og í fána Sovétríkjanna. Kommúnisti í meira en 30 ár. Ajoy Kumar Ghosh er fæddur hinn 20. febrúar 1909. Hann er hár maður vexti og sterkbyggð- ur að sjá, þeldökkur og nefstór. Þrátt fyrir hraustlegt útlit er hann fremur heilsuveill. Hann er kvæntur Gurdsharen Ghosh, en einnig hún er ákafur kommún- isti. Ajoy Ghosh lét fyrst til sín taka í stjórnmálum, er hann var áróðursmaður verkamanna í Kanpur í N.-Indlandi. Komm- únisti hefur hann verið í meira en 30 ár og foringi flokksins frá árinu 1951. Vitað er, að Ghosh hefur tvisv- ar sinnum setið í fangelsi. 1 fyrra skiptið árið 1929, þegar hann var handte/dnn vegna hlut- deildar í Meerut-samsærinu, en við það tækifæri var flett ofan af fyrirætlunum indverskra kommúnista um að steypa stjórn inni af stóli eftir fyrirskipunum frá Moskvu. 1 síðara skiptið var hann dæmdur árið 1948, er stjórn in missti þolinmæðina vegna hinna skipulögðu múgæsinga kommúnista og lét varpa nokkr- um af foringjum flokksins í fangelsi. Skemmöarverk óheppiieg. 1 íangelsiiiu virðast Ghosh og tryggur flokksbróðir hans, Shripat Dange, hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að ofbeldis- og skemmdarverkastefna sú, er þá- verandi framkvæmdastjóri flokksins, Bhalchandra Ranad- íve, hafði aðhyllzt, væri óheppi- leg. Við það bættist, að um svipað leyti og Ghash var sleppt úr fangelsinu árið 1950, hafði Moskvuvaldið birt Stokkhólmsá- v'arpið, og var því óviðeigandi fyrir ingverska kommúnista að hefja ógnarárásir gegn stjórn- inni. Ghosh tókst að sveigja meiri- hluta flokksins til fylgis við sig, og árið 1951 tók hann sæti Ranadives sem flokksforingi. Ranadive, sem ásamt fylgis- mönnum sínum er enn áhrifa- mikill meðal indverskra komrn- únista hafði þó ekki fylgi til þess að verða keppinautur Ghosh. Ranadive er menntaður maður og einn af fremstu hug- sjónamönnum flokksins. Það er Ghosh aftur á móti ekki, en hann er kænn og hefur framúr- skarandi skipulagshæfileika. Öðru hverju birtast fremur skýlausar kvartanir frá flokks- mönnum vegn^^orystu Ghosh. Tíðast er kvartað um, að hann einangri sig um of frá öðrum meðlimum flokksins og takist því ekki að sameina hin ýmsu flokksbrot víðsvegar í landinu. Áberandi óstöðuglyndi. Ennfremur er Ghosh stundum sakaður um skort á skapfestu. Yfirleitt hagar hann sér skyn- samlega, en það skeður æ tiðar, að hann missi stjórn á skapi sínu. Ástúðin getur þá horfið á svipstundu, og hann hellir þá yfir undirmenn sína óbóta- skömmum. Þessa óstöðuglyndis gætir stundum líka í stjórnmálastefnu Ghosh. Slíkar breytingar á stefnuskránni eru venjulega samfara breytingum á stefnu Moskvuvaldsins, þótt Ghosh forðist að minnast á tengsl ind- verskra kommúnista. við Sovét- rikin, Ghosh skrifaði til dæmis grein í blað sitt „Krossgötur" (nú kall- að „Nýja Öldin") hinn 3. ágúst 1951: „Hvorki Indlandi né Pak- istan ber að kveða á um framtíð Kashmir. Kashmir og Kashmir- búar er enginn varningur, sem gengur kaupum og sölum. Það er óskoraður réttur Kashmirbúa að ráða framtið sinni sjálfir.“ í samræmi við þessa yfirlýs- ingu kröfðust Ghosh og félagar hans, að skorið yrði úr um, hvort Gosh, foringi indverskra kommúnista. Kashmir skyldi tilheyra Indlandi eða Pakistan, með „algjörlega frjálsri þjóðaratkvæðagreiðslu“ undir eftirliti allra meðlima Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Annað hljóð komið í strokkinn. I marz 1957 sagði Ghosh aftur á móti í sama málgagni: „Það er óvéfengjanlegt, að Kashmir er óaðskiljanlegur hluti Indlands." Þessi opinbera afstaða kommún- ista í málinu var boðuð í desem- ber 1955, þegar þáverandi for- sætisráðherra Sovétríkjanna, Nikolaj Bulganin, kom til Kash- mir, sem hann þá talaði um sem „norðurhluta Indlands". Forsætisráðherra Pakistans, Chaudri Mohámmed Ali, fannst þetta orðalag Bulganins „furðu- legt og lét svo um mælt, að rúss- neskir og indverskir kommúnist- ar virtust „vilja hafa Kashmir að leiksoppi í hættulegum leik, sem óumflýjanlega verður til þess að auka ósamlyndið milli Indlands og Pakistans og spenn- una í heiminum." Frá 6. til 13. apríl 1958 héldu indverskir kommúnistar sérstak- an fund í Amritsar. Á þeim fundi voru lögð fram frumdrög að nýrri stefnuskrá fyrir flokk- inn, þar sem lögð var áherzla á, að „flokkurinn leitist við að koma á algjöru lýðræði og sósí- alisma á friðsamlegan hátt.“ Enn heyrist nýr tónn. Þessari tilkynningu hafa kom- múnistar hampað mikið, en Ghosh dró mjög úr þýðingu hennar meö eftirfarandi ummæl- um í „Nýja Öldin“ i apríl síðast- liðnum: „Þetta er engan veginn öruggt, vegna þess að svo getur farið, að hinir borgaralegu flokk ar sýni mótþróa til þess að hindra framkvæmd vilja þjóðar- innar (þ. e. kommúnistanna), en þá verða þeir ábyrgir fyrir of- beldisverkunum.“ Með öðrum orðum, ef kommúnistar gripa aftur til ofbeldisverka í framtíð- inni, verður öllum um kennt, öðrum en þeim sjálfum. I hinni nýju stefnuskrá er einnig gert ráð fyrir frelsi, mál- frelsi, ritfrelsi og fundafrelsi fyrir alla „þar með talda and- stöðumenn stjórnarinnar, svo lengi sem þeir brjóta ekki gegn stjórnarskrá landsins." í málgagni flokksins skýrði Ghosh svo frá, að í þessu ákvæði fælist tih’aun til þess að „sefa þann kviða, sem margir vinir sósialismans í Indlandi væru haldnir." í hvoru lagi flýðu heimaland sitt liittust aftur á Fornebu flugvelli s.l. þriðjudagskvöld. Þessi umræddu hjón eru hin 25 ára gamla sýningardama, Libuse Olezkova, sem leitaði hælis í Noregi í október í fyrra, ér hún var þar á ferð með tékk- nesku ferðafólki. Maður hennar er liinn þekkti Stanislav Nepo- mucky, einn fræknasti ísknatt- leiksamður Tékka. Hann leitaðií hælis í Zúrich þegar hann var ásamt félögum á leið heim eftir landsleik við Svía. Nepomucky og Olzekova voru gefin saman í Prag í september í fyrra en kommúnistar höfðu illan bifur á Nemopucky og leyfðu honum ekki að búa með konu sinni. Þau fengu að hitt- Það er einkennilegt, að kænn stjórnmálamaður skuli komast þannig að orði. „Vinir sósíalism- ans“ hljóta að gera sér grein fyrir, að sú stjórnarskrá, sem stjórnarandstaðan yrði að hlýða, myndi verða stjórnarskrá kom- múnista, og stjórnarandstaða er hvergi heimil i neinu kommún- istalandi. Samstaða með Moskvu. Framsóknaröfl þau, er Ghosh og félagar hans óska eftir nán- ara samstarfi við, eiga jafnvel enn erfiðara með að skilja af- stöðu indverskra kommúnista í deilunni milli Belgrad og Moskvu. Þegar júgóslavneski kommúnistaflokkurinn kom saman fyrst í Lljublana til þess að ræða frumdrög að stefnuskrá sinni, sendu indverskir komm- únistar vinarkveðju til júgó- slava. Nokkrum vikum síðar, er það fréttist, að Moskvuvaldið samþykkti ekki ákvörðun þá, sem Júgóslavar lýstu yfir, um að fara sínar eigin götur í komm únisma, sendi flokkur Ghosh aðra orðsendingu, sem var sam- hljóða afstöðu Moskvuvaldsins. Þessar vangaveltur indverska kommúnistaflokksins staðfesta þá skoðun, sem Nehru lét uppi 12. maí þess efnis, að hugsjónir og stefna flokksins séu aðfluttar. til en urðu að vera aðskilin á nóttunni. Svo var það í október ama ár að Nemopucky fór með landsliðinu til keppni í Sví- þjóð. Sama dag og hann fór úr landi sat kona hans í ferða- mannavagni á leið til Noregs. Þau höfðu komið sér saman um að flýja land sitt hann í Svíþjóð og hún í Noregi. Hún hafði heppnina með sér, en honum tókst ekki að flýja fyrr en í Zúrich, þar sem hann bjó þang- að til hann kom til Noregs. Þau hafa bæði fengið dvalarleyfi og atvinnuleyfi í Noregi. Tólftu Alþjóða liljómlistar- hátíðinni í Edinborg lauk s!. laugardag með miklum há- tíðahöldum. SHELL-benzíni FuII orkunýtni, meir: ■ , j?agosilytir? jafrúA ”r."3ur, ísngri endiu hrtími kertanna, iieiri km. á 7 benzínlíter. Takið ávalií benzín al áHELL-dælu og verSið [lannig aðnjótandi t ka þessara kosta, án nokkurra aukaútgj fda. Tékknesk landflótta hjón ná saman í Noregi. Kommúnistar leyfðu þeim ekki að sofa saman, en fengu að hittast á daginn. Ung tékknesk hjón, sein sitt ast og vera saman að deginum

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.