Vísir - 19.09.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 19.09.1958, Blaðsíða 4
I V í S I R Föstudaginn 19. september 195ff HOILUSTA OG IGHI Læknasambandið í Bandarxkj- unum (American Medical Associ- ation) hefnr mæit með því að nota dáleiðslii við lækningar, en fordæmir misnotkun liennar. Sambandið liefur viðurkennt þá aðferð, sem kennd er við Mesmer og var á sínum tíma litin hornauga af læknum og ekki talin sæmandi fyrir lærða og viðurkennda lækna. Mesmer lét fyrst að sér kveða í Vínarborg á öldinni sem leið. Síðan flýði hann til Parísar og þar var honum stefnt fyrir rannsóknarnefnd, sem í var m.a. Benjamin Frank- lin. Ekki mælti nefndin með dá- leiðslu sem lækningaraðíerð, þótt hún gæti ekki neitað því, að stundum hefði góður árangur náðst. 1 skýrslu, sem læknasamband- ið birti ekki alls fyrir löngu, var Viðurkennt, að dáleiðsla gæti komið að miklu gagni við upp- skurði. Einnig hefði hún komið að góðu haldi við tannlækningar og barnsfæðingar. Loks var skýrt frá þvi, að dáleiðsla hefði verið notuð með góðum árangri í seinni heims- styrjöldinni, sérstaklega af lækn- um flughersins, er gátu með lienni hjálpað flugmönnum, er orðið höfðu fyrir losti. Margs ber að gæta/ þegar dá- leiðsla er notuð. Ekki er ráð- iegt að dáleiða sama rnanninn oft. Getur það orðið til þess að veikja viljamátt hans. Ekki er óhætt að ólærðir menn beiti þess- ari lækningaaðferð, en þar- sem vísindamenn hafa nú tekið mál þetta alvarlegum tökum, er þess að vænta, að miklar framfarir eigi sér stað, og að dáleiðsla verði æ meira notuð af sérfræð- ingum. Nýtt berklavarnalyf cr kom- ið til sögunnar, framlcitt af dr. Vincent Barry og aðstoðar- mönnum hans í rannsóknarstof unum í Trinity College, Dyfl- inni. Frá þessu lyfi er sagt í „The American Review of Tubercu- losis nd Pulmonary Diseaces“. Tilraunir voru gerðar á 52 sjúklingum 14—75 ára í þrem- ur sjúkrahúsum í Dýflinni á 3—12 mánaða skei'öi. Um talsverðan bata ' 65% sjúklinganna var að ræða eftir 3 mánuði og næstuip 80% eftir’ 12 mánuði. Næstum allir sjúk-; lingarnir þyngdust, meðal þyngdarauka fyrstu 3 mánuði 10 lbs. — Varnarlyfið nefnist Hinconstarch og árangu.rinn af notkun þess talinn fyllilega sambærilegur við önnur berkla, varnarlyf, sem verið er að gera tilraunir með. 031TB Nýtt smyrsl græð- ir stór sár. Lœknar við sjúkrahús nokk- uð í Maryland í Bandaríkjun- urn hafa jramleitt sérstakt. smyrsl, sem inniheldur papain,' en það efni flýtir fyrir græðslu ( sára og er unnið úr safa og kjörnum papaya-ávaxta í hita-, beltislöndum Ameríku. Hrein papain er gráhvítir krystallar, blanda af gerhvöt-, um (enzymum) — efnum, sem örva lífeðlisfræðilegar efna- breytingar, án þess að taka breytingum sjálf, og er að finna í öllum lifandi frumum, bæði í jurta- og dýraríinu. í iðnaði er það notað til þess að gert seigt kjöt meirt, hreinsa ýmiss konar drykki, svo að þeir verði tæfir, og til þess að mýkja skinn í leð- urverksmiðjum. Þá hafa lækn- ar notað það til sótíhreinsunar, en tilraunir þeirra hafa ekki verið nægilega árangursríkar til þess, að þær réttlæti víðtæk- ari notkun. Læknarnir í Maryland blönd- uðu papainið blaðgrænu og ann- arri eðlilegri blöndu, urea, og bar það ágætan árangur. Þeirj reyndu lyfið á yfir 100 sjúk- lingum, sem þjáðust af sárum með alvarlegar ígerðir, og önn-j ur meðöl höfðu ekki haft full-j nægjandi verkanir á. í rösklega 94 tilfellum af 100 greru ekki aðeins sárin, heldur greru þau óvenju fljótt. Með öðrum orð- um, smyrslið virtist örva vöxt nýrrá fruma í stað hinna dauðu. Þetta efni hefur engin eitrandi aukaáhrif, og er að því leyti ólíkt öðrum efnum, sem einnig örva frumuvöxtinn. Sífellt eru að berast fregnir af því að vísindamönnum hafi tekizt að búa til lyf við krabba- meini, en því miður hafa flest- ar þeirra reynzt tálvonir að mestu. Ekki alls fyrir löngu til- kynnti læknir einn, dr. Gordon Murray, í, Toronto í Kanada, að honum hefði tekizt að búa til bóluefni, er linað gæti þján- ingar krabbameinssjúklinga og jafnvel lengt líf þeirra til muna. Þar sem hér var um þekktan skurðlækni að ræða, sem naut mikils álits, vakti fregnin mikla othygli og kveikti vonir manna. Streymdu. beiðnir til læknisins víðsvegar að úr heiminum frá sjúklingum, sem voru aðfram komnir og báðu um hælisvist hjá honum. Ekki gat hann sinnt beiðnum þess- um, þar sem ekki var pláss á sjúkrahúsinu fyrir fleiri sjúk- linga. Dr. Murray hafði dælt krabbameinsfrumum í hesta og síðan tekið þeim blóð og gerðist þetta á svipaðan hátt og þeirkt er, þegar blóðserum er unnið úr dýrum. Dældi Murray bóluefninu síðan í krabbameinssjúklinga, sem taldir voru ólæknandi, þar sem búið var að reyna við þá allar þær læknisaðferðir, sem þckktar eru. Skýrði hann frá því, að hann hefði beitt þessari lækningaaðferð við 233 menn og hefði 91 manni skánað svo, að þeir gátu tekið upp vinnu sína á ný og liðu engar kvalir lengur. Taldi læknirinn, að ekki væri um fulla lækningu að ræða, en í þrjú ár nutu þessir menn sæmilegrar heilsu. Vísindamenn tóku nú til að rannsaka málið, en því miður þykjast þeir hafa komizt að þeirri niðui'stöðu, að ekki sé -fc A.-þýzkum læknum hefir verið bannað að sækja læknaþing vcstan járn- tjalds, því að svo margir snúa ekki heim aftur. mikið byggjandi á læknisað- ferð þessari og telja skýrslur dr. Murrays ekki vísindalegar, né full grein gerð fyrir því, hvað orðið hafi af hinum'142, sem fengu inndælingarnar, en ekki eru taldir í skýrslunum, þar sem hinna 91, er bata eiga að haia fengið, er getið. Er því ekki á því að byggja, sem sagt er um bóluefni þetta, frekar en fyrri daginn. En vonandi tekst, áður en langt líður, að finna ráð við þessum Serra karlinn undi illa hag sin ægilega sjúkdómi, finna lyf um og vildi heimta sitt karleðli -sem dugar. j aftur eða miklar skaðabætur Sagt er að Braziliiuxienn séll ýmsu vanir og ídppi sér ekki upp við æsifregnir í blöðunum aila jafna. En þó varð uppi fótur og fit, þegar sú fregn var látin á þrykk út ganga í Rio de Janeiro, að maður einn, Serra að nafni, í borginni Aracatuba, um 500 míl- um norður af Rio, hefði skyndi- lega tekið að gerast allundarleg- ur í háttum. Hegðaði hann sér nú líkara því, að um kvenmann væri að ræða en karl á bezta aldri. Brátt vrarð einnig ljóst, hvað hér var um að vera -— sagði í fregninni: Maðurinn hafði etið bauta af nautakjöti •— og nautunúm höfðu verið gefnir hor mónar þeir, er stilbestrol nefn- ast og er það gert til að örva vöxt gripanna. Flaug saga þessi sem eldur í sinu um land allt og datt sala á nautakjöti niður, svo að til vandræða horfði. I Rio féll-salan um 40% og um allt að því 907o í öðrum borgum og verð á kjöti féll úr 50 centum i 3 cent pund- ið. Þótti nú illa horfp, þvi*Brazi- líumenn eru kjötætur miklar og urðu þeir nú að leggja sér fisk til munns. ella. Ekki dró það úr áhrifum tíðinda þessara, að kerlingar, sem farnar voru að missa allan úhuga fyrir hinu kyninu, tóku allt í einu fjör sitt aftur og það svo, að mörgum þótti nóg um. Voru hormónarnir i nautakjöt- inu einnig hér að verki. 'Heilbrigðisyfirvöldin tóku nú til óspilltra málanna að rann- saka málið. Það var svo sem ekkert nýtt, að gefa nautgripun- um þessar hormónasprautur og er algengt í Bandarikjunum. En nú var hert á öllum rannsóknum og þá kom í Ijós, að svo getur viljað til, að hormónaiyfið dreif- ist ekki jafnt um skrokkinn á skepnunni og setjist að á ein- um stað. Vildi svo til, að maður eti þann part, sem lyfið hefur sezt að í, getur einmitt það vilj- að til, sem fram kom á Serra karlinum og hinum fjörugu kon- um. Málinu er ekki lokið enn, og er deilt um, hvort leyfa skuli að nota hormónalyf til þess að auka hold nautanna. Garnagaul" Útvarp í magamim. Ein af nýjustu aðferðumim við rannsóknir & sjúkdómum í maga og þörmum er sú, að l ita sjúklinginn gleypa „útvarps- sendistöð". Stöðin er örlítil, og er hennl komið fyrir í pillu, sem er 2,54 cm. löng og 1 cm. í þvermál. Tæki þetta er sérstaklega næmt fyrir þrýsingi, og á ferð sinni gegnum meltingarfærin sendir það frá sér upplýsingar um þann þrýsting, sem það verður fyrir vegna misjafnlega spenntra vöðva í maga og þörmum. Þrýst- ingurinn kemur fram sem sveiflurit (oscillogram) á sjón- skífu móttökutækisins, sem enn- fremur linuritar hann. Slík rannsókn á vöðvaspermu í maga og þörmum er yfirleitt gerð með því að ýta löngum slöngum um kok sjúklingsins, i\ef eða endaþarm. Hin nýja að- ferð er því mrn þægilegri fyrir sjúklinginn, sem verður ekki fyrir neinum óþægindum a-f pill- unni, er líkaminn losar sig við á eðlilegan hátt. Myndin er úr suðrænni garðyrkjustöð — þar sem vernda þarf gróðurinn fyrir cf sterku sólskini. -jjf Verðmæti landbúnaðaraf- urða, sem framleiddar voru á írlandi 1857 nam 193 millj. stpd. og er það mun meira en árið áöur (177.5 millj.) eða 1S.5 millj. stpd. meira. — Kaup bænda á fóðurvörum tiibúnum á- burði og sáðkorni, jókst :im 10%, nam 33 millj. stpd. —< Fyrir hvatningu landbún- aðarráðuneytisins hefix? notkun tilbúins áburðau

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.