Vísir - 01.10.1958, Page 9
Miðvifeudaginn 1. október 1&58 V f S IB
Atómöldm14:
Atómild hefst - i kjallarannm í Cbicagn
Þegar Fermi sá atémöldma í hyllingum. - Hinn þögSi sorgarleikur undir
knattspyrnuveiiiiim. — Þjóöverjarnir varu reióubúnir. — Hægt a5
gera atómsprengju, en hva5 urn sprengsefnið ? — Risaverksmiðjan við
fðjótið. — Hlder geragur berserksgang............
jtZftÍB' tíJhrisiémn SÞahlemp Koch.
Þeir létu ekki mikið yfir sér
mennirnir, sem voru að setja
sorgarleikinn á svið og rína inn
í framtíðina — öld atómsins.
Það var 2. desember 1942.
Þjóðverjinn Otto Hahn sagði
eftir stríðið, að hann og annar
þýzkur Nóbelsverðlaunahafi,
Heisenberg, hefðu lagt siðustu
hönd á áætlanir sínar uffl fram-
leiðslu þýzkar atómsprengju
einum mánuði á undan Fermi,
eða um 1. nóvember 1942. En það
var aðeins vegna þess, að Hitler
skildi ekki þýðingu þessa mikil-
væga máls, að framkvæmdum
var slegið á frest. Ekkert vissu
menn í herbúðum Vesturveld-
anna þó um þetta þá, en þeir ótt-
uðust, að tíminn væri naumur,
og þess vegna biðu þeir í eftir-
væntingu eftir fregnum frá
Fermi — hafði honum tekizt að
framkalla keðjuverkanir — hafði
honum tekizt að opna dyrnar að
leyndardómum atómaldarinnar?
í kjallaranum undir knatt-
spyrnuvellinum í Chicago stóð
„flata appelsínan" innvafinn í
ferhyrnda gúmblöðru og ofan á
trékassanum inni i blöðrunni
lágu hinir svokölluðu „sjálfsmorð
ingjar", þrír ungir menn, hver
með sína fötu af cadmiumupp-
lausn, sem þeir ætluðu að hella
niður í „staflann", ef svo skyldi
fara, að ekki væri hægt að
stanza keðjusprengingarnar með
því að beita stillistöngunum og
allt ætlaði að springa í háa loft.
Þarna voru komnir margir á-
horfendur, sem biðu milli vonar
og ótta. Einn þeirra var Ung-
verjinn Wigner. Hann stóð úti í
horni með aðra höndina fyrir aft
an bak.
En þetta fór allt eftir áætlun.
Klofningamargfaldarinn komst
tipp í 1006 og keðjusprengingarn
ar gengu ágætlega og siðan voru
þær stöðvaðar með cadmium-
stöngunum. Á eftir varð dauða-
þögn í kjailaranum og þá gekk
Wigner íram og rétti Fermi
flösku af Chianti rauðvini, en
það var til að fela hana, sem
hann hafði haldið hendinni fyrir
aftan bak. Rauðvíninu var helt
í pappabikara og nú var skálað!
Þvi næst var hringt til sam-
verkamanna og annarra þýðing-
armikilla manna, sem ekki höfðu
haft tækifæri til að vera við-
staddir á þessu merkilega augna-
bliki þegar eldaði fyrir fyrsta
degi hinnar nýju aldar — atóm-
aldarinnar.
Tilkynningin, sem gefin var í
þessum símtöium hljóðaði á
þessa leið:
— ítalski leiðangursmaðurinn
er mættnr.
— Nú, hvernig haga heima-
menn sér?
— Heimamenn ern mjög vin-
samlegir.
Hvort nokkur hrópaði „húrra"
eða „til hamingju" segir sagan
ekki.
Sprengiefnið í
atómsp rengj una.
Ekki var þó allur vandinn
leystur með þessu. Margt var
enn á huldu. Að vísu var nú feng
inn vissa fyrir því að hægt væri
að koma af stað keðjuverkandi
kjarnorkusprengingum. Það var
svona álíka eins og þegar mað-
ur einn, sem uppi var í grárri
forneskju, rak sig á það, að ef
neisti féll í þurran mosabing, þá
kviknaði í mosanum — það
kviknaði eldur.
Fermi og félagar hans sáu, að
það var hægt að koma af stað
sprengingu, sem leiddi til ann-
arar sprengingar og svo koll af
kolli, en það var engin vissa fyr-
ir þvi, að þetta kæmi að hag-
nýtum notum — að hægt væri að
virkja það afl, sem þarna losn-
aði.
Reyndar var það ekki aðallega
það, sem þeir stefndu að, heldur
hvort hægt væri að gera
sprengju og hve öflug hún gæti
orðið. Um það var enn allt á
huldu.
í fyrstu höfðu vísindamenn-
irnir hugsað sér að nota úrajií-
nm 233, sem efni í sprengjuna,
því að þegar hér var komið sögu
þekktu þeir ekki plutonium nema
sem fræðilega staðreynd. Um
áramótin 1940—41 hafði Sea-
borg, Mattliison og McMillan, er
unnu undir stjórn E. O. Lawr-
ence í Berkeley, tekizt að fram-
leiða þetta efni, og framleiðslan
gat farið fram í „stöflum" eða
kjarnorkukljúfum. Þetta var
gert með því að láta úraníum
235 „gleypa" nokkrar þeirra nev-
tróna, sem úraníum 235 — kjarn-
inn varpaði írá sér þegar hann
klofnaði. Hinn ókljúfanlegi úr-
aníivm-238-kjarni V'arð þá fyrst
að neptúníum og síðan að plut-
óníum, alveg eins og Bohr og
Wheeler höíðu spáð.
Hvernig átti að ákveða
stærð sprengjiuinar?
Var þá hægt að velja á milli
úraníunis-235 og plútóníum? Já,
vissulega, en fyrst varð þó að
eiga nægilega mikið af öðrv
livoru þessara efna.
En ja.fnvel þótt þetta val va^ri
ekki erfitt, þá rakst maður sí
og æ á ný vandamál og þá fyrst
og fremst á það, hvað sprengjan
átti að vera stór.
Þegar notað er hreint úraníum
235 og hreint plútóníum er marg
földunargildið, k, aðeins komið
undir stærð efnisskammtsins.
Hafði maður aðeins lítinn mola
af efninu, skjóta sumir kjarn-
arnir að vísu nevtrónum (bæði.
efnin eru geislavirk), en þær eru
fremur fáar nevtrónurnar, sem
hitta og kljúfa aðra kjarna, þvi
langflestar þeirra hrjóta hreint
og beint af klumpinum og þjóta
út í loftið, án þess að kljúfa
nokkurn kjarna; k-ið verður þvi
lág tala eða miklu lægri en 1000.
Ef klumpurinn er aftur á móti
stór, munu næstum allar rev-
trónurnar hitta og kljúfa hver
sinn kjarna í honum og þá fær
maður á broti úr sekúndu öfluga
keðjusprengingu. Á svipstundu
klofna billjónir og aftur billjón-
ir af kjörnum —- með öðrum
orðum, það verður sprenging.
Hve stór átti þá úraníum
klumpurinn (eða plútóníum-
klumpurinn) að vera, til þess að
sprenging gæti yfir höfuð átt sér
stað? Og hve stór mátti hann
vera. án þess að sprengingin
riði of fljótt af?
Að reikna þetta út og ákveða
hina réttu stærð, va-r afarárið-
andi, en þetta var svo sern ekki
hið aðkallandi vandamál, heldur
hitt, hvort hægt væri að ná i
nóg úraníum, og þar við bæt.tist,
að hingað til hafði ekki tekizt að
skilja úraníum-235 úr úraníum-
238 nema í milligrammávís og
ekki hafði maður meiri reynslu
í að skilja plútóníum úr úraní-
um-238 (þ. e. a. s. úr úraníum-
238 sem hefði verið undir nevt-
rónuskothríð í kjarnakljúf og
var því að nokkru leyti orðið að
plútónium.)
Sprengjan kostar niilljarð'a.
Eitt vissi maður nú þegar: Hér
þurfti ógrynni fjár, efni, vinnu
og sérþekkingu, ekkert af þessu
var auðfengið á styrjaldartim-
um. Og annað lá í augum uppi:
Hitler gat orðið á undan Banda-
rikjamönnum. Var þá eftir
nokkru að bíða — skiptu pening-
ar, þótt í milljarðatali væri,
nokkru máli, þegar svo var kom-
ið? Auðvitað ekki! Hér varð að
vinna markvíst að einu marki,
sameina alla krafta. Framtíð
hins frjálsa heims var í veði.
Timinn var meira virði en öll
heimsins auðæfi. Þetta þýddi m.
a. að ekki mátti eyða tíma í að
velta fyrir sér livort nota skyldi
úraníum-235 eða plútóníum. Það
varð að afla hvort tveggja efn-
anna og síðan að ganga úr
skugga um hvort þeirra væri
hentugra, fljótunnara, ódýrai’a
o. s. frv. Síðan mátti svo halda
áfram stórframleiðslu á því efni,
sem fyrir valinu yrði.
Fyrsta plútóníum
verksmiðjan.
Áður en árið 1941 var liðið var
búið að ákveða að reisa plútóní-
um-verksmiðju í tilraunaskyni.
Skyldi hún standa i Oak Ridge
í Tennesseedalnum, bæði af því
að Oak Ridge var einangraður
staður, þar sem hægt var að
forðast forvitin augu og fá nægi-
lega mikið rafmagn úr hinu
mikla rafæðakerfi sem þar er,
og loks mundi enginn undrast,
þó að þarna risi enn ein verk-
smiðjan.
Verksmiðjan skyldi heita Clin-
ton Engineer Works. Þar átti
fyrst og fremst að vera kjarna-
kljúfur, þar sem úraníum-238
yrði meðhöndlað, svo að það yrði
að plútóníum að nokkru leyti og
þvi næst yrði reist önnur sam-
stæða, sem kalla má plútóníum-
skilvindu.
Kjarnakljúfurinn, sem kallað-
ur var X-10, er enn til, og fram-
leiðir megnið af þeim geislavirku
isótópum (fyrir iðnað og til
lækninga), sem Bandaríkjamenn
ýmist nota sjálfir eða flytja út.
Verksmiðjan tók til starfa árið
1943 og fyrir lok ársins var hægt
að taka fyrstu úranium-238
stangirnar úr kljúfnum og fara
að vinna úr þeim hreint plútóni-
um.
En þetta var ekki auðleyst
mál. Auðvitað voru stengurnar
afar geislavirkar. Ekki var um
það að ræða að ganga að þeim
og „taka“ þær eins og ekkert
væri. Allt varð að gerast með
fjarstýrðum tækjum, miklir
veggir úr blýi og steinsteypu
urðu að vera starfsmönnum til
verndar á meðan þeir voru að
_________________________________ %
„handfjatla" þetta lífshasttulegac
efni. |i
Þessi veggur var um 30 rrr.
langur. Öðru meginn við hann
var kjamakljúfurinn. Með fjar-
stýrðu tæki voru úraníumstykk-
in flutt í klefa, sem var hinuml
megin við vegginn. í þessumi
klefa var vökvi, sem úraníum-
stykkin voru lögð í, en síðan vap
vökvanum dælt yfir í næsta1
klefa. Ur honum var vökvanum
svo enn dælt í annan klefa’
og svo koll af kolli. 1 hverjunf
klefa skildist ofurlítið af úraní-
ur úr, og þegar vökvinn var bú-
inn að fara í gegnum vissan
fjölda klefa — en ekki var látið
uppi hve marga — var aðeins
plútóníum eftir.
Risaverksmiðjan við fljótið.
Eins og á þessari lýsingu sést,
var hér um margbrotið verkefni
að ræöa. Þegar þessu hafði far-
ið fram í fjóra mánuði, en þá
var komið fram í marzmánuð
1944, var ekki búið að afla meira
en eins gramms af plútóníum. !
Þetta virtist vera vonlaust!
En visindamennirnir voru
ekki búnir að missa kjárkinn-
Þvert á móti sögðust þeir vera'
harla ánægðir. Reyndar höfðu
þeir alltaf verið bjartsýnir, en
nú voru þeir vissir um að hægt
var að framleiða plútóníum í
stórum stíl. 1 Oak Ridge mundi
að visu ekki vera hægt að fá'
meira en þetta eina gramm, en
þ'að var bara af því að verk-
smiðjan var of lítil. Ef reist væri
nógu stór verksmiðja, mundi
fást nægilega mikið plútóníum-
Það.hafði líka þá þegar verið
byrjað að reisa hina nýju, stórií
verksmiðju. Það var í apríl 1943.
Þar áttu að vera þrír kjarnorku-
kljúfar og fjöldinn allur af „skil-
vindum“. i
Þessari verksmiðju var valinrt
staður við Columbiufljótið í rík-
inu Washington. I litlu tilrauna-
verksmiðjunni í Oak Ridge, með
sinn 2000 kw. kjarriorkukljúf,
var ekki hægt að fá nóg kæli-
vatn og varð því að notast við
loftkælingu. Það takmarkaði
stærð kjarnakljúfsins. Á nýja
staðnum yrði milljón kw. kljúf-
ur og til þess að kæla hann
þurfti heilt stórfljót. Columbiu-
fljótið var einmitt hentugt til
þessara hluta — kalt, vatnsmik-
ið og hreint. Flér var því hent-
ugt stæði fyrir slíka framleiðslu.
Hér mátti reisa risaverksmiðju!
Verksmiðjunni varvalinn stað-
ur skammt frá bæjunum I-Ian-
ford og Richland. Þetta voru
smá sveitaþorp, en nú fjölgaði
þar, og áður en varði, voru þetta
orðnir fjórðu stærstu bæirnir i
Washingtonríki með 660 þúsund
íbúa. Þó að verksmiðjan væri
reyndar reist sem næst Richland
var hún kennd við Hanford og
fékk nafnið Hanford Englneers
Works.
1 sept. 1944 var hafin starf-
ræksla í stærsta kjarnorkukljúfn
um í Hanford. Hann er hærri en
fjögurra hæða hús. Seinna á ár-
inu var sá næsti tekinn í notkun
og sá þriðji í ársbyrjun 1945.
Þar með var hafinn fram-
leiðsla á sprengjuefninu í atóm-
sprengjuna, en nú var Hitler að
ærast: Óvinaherirnir nálguðust
Siegfriedlinuna, foringinn lét eld
flaugum sínum V-sprengjunum,
rigna yfir London og Antwerpen
og Göbbels boðaði tilkomu liins
nýja, ægilega leynivopns.
■ ii'f'~
Hvernig gekk svo framleiðsl-
an á hinu sprengjuefninu, úrani-
um-235? ?
... n _ _u >_J. - _ - . >■ . J
Það eru bó takmörk fyrir því, sem jafnvel hinir harðsoðnustu
„listunnendur“ láta bjóða sér-upp á. Eins og t.d. þetta „mál-
verk“, sem listamaður að nafni Donald Hoster í Los Angeles
hefur framleitt með aðstoð — ánamaðka. Hann tíndi ánamaðka,
dýfði þcim niður í ýmsa olíuliti og lét þá svo skríða eftir vild á
léreftinu. Árangurinn af „listhæfileikum“ maðkanna sést hér á
myndinni, og Hoster var svo — á maður að segja frekur — að
meta myndina „sína“ á 1000 dollara og vildi fá hana tekna með
í samkeppni um nútíma málverk. Því var þó hafnað. Lista-
maðurinn er með myndinni.