Vísir - 02.10.1958, Blaðsíða 4

Vísir - 02.10.1958, Blaðsíða 4
V í S I B Fimmtudaginn 2. október 195S — ■ — ■ ■—1 - .... ,”"-1 1 V. f ■ D A G B L A Ð Vislr kemur út 300 daga á árl, ýmist 8 e8a 12 blaðsíður. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn PálssoD. Skrifstofur blaðsins eru í Ingólfsstræti 3. látatjómarskriístofur blaðsins eru opnar frá kl. 8,00—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: (11660 (fimm línur) Vísir kostar kr. 25.00 í áskrift á mánuði, kr. 2.00 -íintakið í lausasölu. Félagsprentsmiðjan hJ. Kýpurmáiið. Um þessar mundir koma til framkvæmda áform brezku stjórnarinnar um stjórnar- form á Kýpur, og miðast þau ' við næstu sjö ár. Hefir verið skýrt frá þessu í fréttum og ekki ástæða til að endurtaka í einstökum atriðum bráða- birgðalausn þá, sem brezka stjórnin hyggst hafa á máli þessu. Svo er að sjá, sem tyrkneski minnihlutinn á eynni taki brezku tillögun- um, eða öllu heldur fram- kvæmd á þeim vel, en hins vegar láta grískir menn á eynni sér fátt um finnast, efna til allsherjarverkfalls, loka skólum, skrifstofum og sölubúðum, til þess að sýna í verki, að þeir muni alls ekki sætta sig við hin brezku áform. Þá halda EOKA- menn áfram hermdarverk- um sínum, og má jafnvel búast við, að til enn válegri tíðinda kunni að draga þar á eynni á næstunni. Það er eins um Kýpurmálið og önnur þau mál úti í heimi, ! sem efst eru á baugi þessa dagana, að það kemur oss Islendingum ekki beinlínis við. Þó er það svo, eins og áður hefir verið að vikið hér í þessum dálkum, að mál eins og Kýpurmálið, Formósu- málið og Alsírmálið, koma ölium íbúum heims við, bæði vegna þess, að heimurinn er orðinn svo lítill, ef svo mætti að orði kveða, að atburðir langt úti í heimi geta haft bein áhrif og afleiðingar einnig fyrir oss íslendinga, og svo er hitt, að frelsisbar- átta smáþjóða yfirleitt kem- ur oss fslendingum sannar- lega við, eins og öllum sæmi- legum mönnum, hvar sem er í heiminum. Afstaða vor íslendinga til Kýp- urmálsins er, eða hlýtur að vera, ákaflega einföld og sjálfsögð. Vér höfum fyrir rúmum áratug endurheimt sjálfstæði vort eftir að hafa verið undir aðra gefnir í nær sjö aldir. Öll vitum vér, að framfarir hafa orðið gíf- urlegar á íslandi einmitt fyrir þá sök, að vér erum frjáls og fullvalda þjóð. Vér tökum naumast að rumska af Þyrnirósarsvefninum í atvinnumálum fyrr en árið 1918 með viðurkenningu fullveldisins, og með endur- reisn lýðveldisins 1944 má segja, að vér séum orðin glaðvakandi, framsækin þjóð, sem lyft hefir Grettis- tökum á- örfáum árum. Vel má vera, að Kýpurbúar séu á ýmsan hátt skammt á veg komnir, en ef að líkum læt ur, myndi einnig þeim vegna betuh, ef væru þeir alfrjáls- ir. Hins vegar má vera, að málið sé ekki svo einfalt að því er snertir Kýpur. Þar er mikill meirihluti af grískum stofni, að sögn um 80 af hverju hundraði, hinir af tyrknesku bergi brotnir og er samkomulag þeirra hið versta. Greinir þá á um, með hverjum hætti framtíðar- stjórnarform eyjarinnar skuli vera, og meira að segja sitja þeir um líf hver ann- arra. En báðir aðilar virðast þó sammála um, að Bretar eigi að láta af yfirráðum þar á eynni. Brezka stjórnin hefir lýst yfir því, að eftir sjö ár séu Bret- ar fúsir til að láta af yfir- ráðum á Kýpur, en ein- hverra hluta vegna sé slíkt ekki tímabært nú. Framkvæmd landheigisgæslunnar „Ófulfveðja þjóiir". Á stundum virðist manni sem Bretar séu haldnir þeirri meinloku, að hinar og þessar þjóðir séu þess ekki um komnar að ráða sér sjálfar, þeir verði þar að gegna hlut- verki eins konar fjárráða- manns, rétt eins og um ó- fullveðja unglinga sé að ræða, sem ekki kunni fótum sínum forráðw Brezkir á- hrifamenn hafa löngum lát- ið í það skína, að þeir séu þess albúnir að styðja hinar og þessar þjóðir til sjálfs- bjargar, þegar þær séu fær- ar um að ráða sér sjálfar. Hins vegar séu Bretar einir 1 dómbærir á, hvenær fólk ; skuli fá að ráða sér sjálft, j Þessi meinloka er sannast sagna að verða fjarska hvimleið. Bretar hljóta að verða að sætta sig við, að þeir eru ekki lengur neinir sjálfskipaðir lögreglumerin heimsins, og tími er kominn til þess, að þeir varpi af sér því, sem Kipling nefndi „byrði hvíta mannsins“. Og oss íslend- ingum gengur illa að skilja, hvers vegna Bretar séu allt- af að hafa áhyggjur af sjálf- stæði annarra . og minni þjóða. Hið eina sjónarmið, sem íslendingar geta haft í slíkum málum hlýtur ævin- lega að vera það, að hver þjóð, hversu lítil sem hún er, fái að ráða sér sjálf. Þetta Það hefur nokkuð verið deilt á landhelgisgæzluna og þá sér- staklega yfirstjórn hennar fyr- ir ýms framkvæmdaatriði nú undanfarið og þó varla meira en efni standa til. Það er af skiljanlegum ástæð- um að ekki hefur verið haft hátt um ýms mistök, sem átt hafa sér stað og skal það ekki rakið hér. Engum dylst, að lítillar fyrir- hyggju eða fyrirfram skipulagn ingar hefur gætt og lítið bólað á því, að stjórn landhelgisgæzl- unnar hafi fyrirfram gert sér grein fyrir þeim atvikum, sem vænta mátti að fyrir kæmu og hvernig þá skyldi brugðið við. Því hefur svo farið, að þá loks, er vandann bar að dyrum, varð að taka ákvarðanir í skyndi og hefur heppni ráðið ,að ekki hefur tekizt verr til en raun ber vitni. Það er deilt um hvort sleppa átti togaranum nú síðast, sem varðskipsmenn voru búnir að taka. En þetta atvik er eitt dæmi þess, að aðgerðir allar eru handahófskenndar og ekkert hugsað fyrir og ekkert sam- ræmi í athöfnum hinna þriggja aðila í stjórn gæzlunnar. Ekki skal hér deilt um þá ákvörðun, sem loks var tekin á síðustu stundu af yfirstjórninni — það er of seint að byrgja brunninn þegar barnið er dottið í hann. En þetta atvik minnir á það, er Þór setti mennina í boi’ð um Northern Foam og þeir voru teknir þar til fanga. Einnig þá kom í ljós, að ekki hafði verið hugsað fyrir hvernig bregðst skyldi við slíkum atbui’ðum, sem hver maður gat þó séð fyr- irfram að hlutu að geta borið að höndum. Leikmenn veltu Ályktun útvegsmanna á ísa firði um landhelgismáiið. íitvegsniaiinafélag fsíirðinga samþykkti á fundi sínum nýlega, svófellda ályktun í einu liljóði: Otvegsmannafélag Isfirðinga fagnar útfærslu fiskveiðiland- helginnar í 12 sjómilur og mót- mælir harðlega ofbeldi Breta með veiðum innan landhelgis- línunnar undir herskipavenjd. Lýsir félagið sérstaklega undr- un sinni yfir því siðleysi Breta, að hafa gert ítrekaðar tilraunii’ til ásiglingar á íslenzku varðskip- in. Félagið telur útfærslu land- helginnar lífsnauðsyn, sem í engu megi hvika frá, og mikil- vægt spor 1 þá átt, að viður- ke’nndur verði réttur íslendinga til alls landgrunnsins. Otvegsmannafélagið treystir þvi, að stjórn og þing og þjóðin öll standi einhuga saman í land- helgismálinu. hlýtur að vera alfa og omega í utanríkismálastefnu íslendinga. Ef vér hvikum frá þeirri skoðun, ættum vér heldur ekki rétt á að vera sjálfstæðir sjálfir. Fyr— ir því hljótum vér að telja, að Kýpurbúar eigi að ráða sér sjálfir, og vér fáum raunar ekki séð, hvers vegna Bretar eru svo uggandi út af framtíð eyjarinnar. Þeir eiga að hverfa þaðan á brott, og það hið fyrsta, * því oft fyrir sér fyrir 1. sept. hvernig landhelgisgæzlan mundi bera sig' að þegar gæzlu- menn ættu að mæta vopnuðum sjóliðum um borð í landhelgis- brjóti, en stjórn landhelgis- gæzlunnar virðist ekki hafa brotið heilann of mikið um það mál, né gefið skipshöfnum varðskipanna reg'lur að fara eftir í einu og' ölJu þegar þar að kæmi. Einnig þetta skal látið liggja í kyrrþey úr því sem komið er. En nú síðast, er herskip kem- ur að landi á Patreksfirði með sjúkan mann af togara og fleyg- ir honum í hendur leikmönn- um og neitar að bíða þess að læknir geti veitt honum mót- töku, þá er það of alvarlegt mál til þess að ekki sé bent á van ræksluna. Auðvitað átti að krefjast þess að læknirinn á herskipinu afhenti manninn í hendur hins íslenzka læknis sjálfs, með sjúkdómslýsingu o. s. frv., og hyrfi ekki af sjónar sviðinu fyrr en ísl. læknirinn hefði formlega tekið vi'ð sjúkl- ingnum. Setjum svo, að slíktj atvik endurtaki sig — fárveik- um togaramanni verði varpað á lnd í hendur leikmanna í ísl, fjöru eða höfn og þeir sem hann fluttu, hlaupi svo sem óðast í burt, en maðurinn látist áður en lækni ber að — hverjum verð- ur þá um kennt? Getur ekki verið hætta á því, að óvinveitt- ir menn komi á loft liættuleg- um söguburði, beinlínis sagt að maðurinn hafi vei’ið drepinn og hver á að svara til saka? Hver, á að dæma um slík mál? Auðvitað átti að krefjast þess, að herlæknirinn yfirgæfi ekki sjúklinginn fyrr en íslenzkur. læknir tæki við honum form- lega, að öðrum kosti átti ekki að veita manninum móttöku. Það er bráðnauðsynlegt, að stjórn landhelgisgæzlunnap leggi á ráðin fyrirfram, geri sép grein fyrir flestu eða öllu, sem búast má við að borið geti að höndum og hvernig skuli við brugðist og gefi öllum starfs- mönnum gæzlunnar fyrirfram fyrirskipanir um hvernig þeir. skuli haga sér 1 einstökum til- fellum. Vestri. Híbýlaprýii og tömstundaiðja - Framh. af 8. síðu. af þátttöku í einhverjum þátt- um tómstundaiðju Æskulýðs- ráðsins. Sýning sú, sem opnuð verður n.k. föstudag' á að kynna tóm- stundaiðju æskulólks. Undir- búningur að henni hófst s.l. vor. í framkvæmdanefnd hennar eiga sæti séra Bragi Friðriks- son, Bent Bentsen, frú Elsa Guðjónsson, Jón Pálsson og Sveinn Kjarval. Og með þeim hafa starfað og eiga sína deild og þætti í sýningunni þessi fé- lög: Félag húsgagnaarkitekta, Skátafélögin í Reykjavík, Far- fugladeild Reykjavíkur, íslenzk- ir ungtemplarar, Taflfélag Reykjavíkur, Félag frímerkja- safnara, Félag áhugaljósmynd- ara og íþróttabandalag Reykja- víkur. Sýning þessi má segja að sé þríþætt. í fyrsta lagi verður þar híbýlasýning. Sýndar verða 8 mismunandi tegundirherbérgja, en hvert herbergi hafa ung- ling'ar með leiðbeiningu hús- gagnaarkitekts smíðað eða valið í. í öðru lagi verður kynnt tóm- stundaiðja, þ. e. efni og með- ferð efnis. Aðallega verður það miðað við efni það, sem fáan- legt er hér, en einnig notað er- lent efni, sem gæti orðið fyrir- mynd. I þriðja lagi verður kynning áhug'aefna ungs fólks og dag- skráratriði til fróðsleiks og skemmtunar, sérstök fyrir dag hvern. Fara dagskráratriðin hér á eftir: Föstudaginn 3. okt. kl. 16.30 opnar Gunnar Thoroddsen borg- arstjóri sýninguna, en Sveinn Kjarval húsgagnaarkitekt flyt- ur ávarp. Sunnudaginn 5. okt. kl. 16 mun íslenzka brúðuleikhúsið flytja brúðuleikrit. Kl. 21 verð- ur kynning á fatnaði, snyrting og umgengni, bæði fyrir stúlk- ur og pilta. Kynninguna annast Elsa Guðjónsson, Jónína Guð- mundsdóttir, Sigríður Ingimars dóttir, Vigdís Aðalsteinsdóttir, Björn Guðmundsson og Einar Eggertsson. Þriðjudaginn 7. okt. 'kl. 16.30 verður kvikmyndasýning. Kl. 20.30 fer fram kynning' á ljós- myndaiðju, og sýnir Félag á« hugaljósmyndara hvernig ljós- mynd er tekin og síðan alla meðferð, unz myndin er tilbúin. Þá um kvöldið flytur Félag frí- merkjasafnara þátt um frí* merki. Miðvikudaginn 8. okt. kl. 21 verður kynning á heilsurækt og íþróttum, og hafa umsjón með henni Þorsteinn Einarsson, Stef* án Kristjánsson, Sigríður Val* geirsdótti , Benedikt Jakobs* son og Iþróttabandalag Reykja- víkur. Fimmtudaginn 9. okt. kl. 16.30 verður sýnd kvikmynd, og kl. 21 tónlistarkynning undir stjórn Guðmundar Jónssonar söngvara. Föstudaginn 10. okt. kl. 16.30 verður þátturinn Bækur barn- anna. Hann annast Stefán Jóns- son ^ithöfundur. Kl. 21 verður bókakynning fyrir eldri lesend- ur, sem Sigurður A. Magnússon hefur umsjón með. Laugardaginn 11. okt. verður taflkynning, sem Taflfélag Reykjavíkur stendur að, en kynningin annars í höndum Friðriks Ólafssonar stórmeist- ara. Kl. 20.30 verður kvöldvaka: Skemmtikvöld Æskulýðsráðs Reykjavíkukr, þættir úr félags- lífi nokkurra æskulýðsfélaga. söngur og tónlist. Stjórnandi verðui’ Einar Pálsson leikari. Sunnudaginn 12. okt. kl. 16 flytur Félag' húsgagnaarkitekta dagskrá um híbýlaprýði, og' kl. 21 verður listkynning í umsjá Björns Th. Björnssonar. Mánudaginn 13. okt. kl. 16.30 verður sýnd kvikmynd, og um kvöldið kl. 21 flytur Ferðafélag' íslands dagskrá um ferðalög og útilíf. Síðasta dag sýningarinnar, þriðjudaginn 14. okt. kl. 20.30 verður svo kynning á skógrækt og gróðri, en að þeirri kynn- ingu stendur Skógrækt ríkisins. Sýningin verður annars opin dag hvern kl. 14—18.30 og 20—• 22.30, í tíu daga. ,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.