Alþýðublaðið - 14.11.1957, Page 4

Alþýðublaðið - 14.11.1957, Page 4
« FimmtuAagur 14. nóv. 1957. AtþýgublaSlg LeiMélag Reykjavíkur: - tJthreiðið Alþýðublaðið - (!S^vy>y<^<^<yi^>.^-,y,y^>.,^,y,y,y,y,y,y,y,/',yiyiy.y.y>y-y>yr ÞF&SA DAGANA stendur yfir í París fundur þing- .manaa AtlantShafsbanda- lagsrílcjarma, og eru þar rædd ýmis mál, sem snerta bandalagsríkin. Má vænta þess aö umxæður áfundinum verðí á dagskrá 1 fréttum og frásögnum á næstunni. Mikið hefux verið rætt og ritað um Atlantshafsbanda- la-gið, síðan það var stofnað. Br ekki að sökum að spyrja, að í áliti sínu á því er heim- urinn. að rnestu skiptur í tvo andstæða hópa, eins og raun ar á flestum sviðum. Þótt ilit sé til þess að vita, er svo komið í dag, að austrið og vestrið geta naumast orðið á eitt sátt um nokkurt atriði í heimsmálum, sem verulegu máli skiptir. Ekki hefur Atlantshafs- bandalagið farið varhluta af « þeim hnotabitum sem stöð- ugt eiga sér stað milli aust- urs og vesturs. Líta Rússar bandalagið feikilega óhýru auga, kalla það árásarsam- Sélag og hernaðarsamtök, sem stofnuð séu í þeim til- gngi að ráðast á Austur-Evr- ópu. Linna þeir aldrei látum í hamslausum áróðri gegn því, og bergmál þessa áróð- urs er- sífelldur söngur í sama dur í kommúnistablöð- um á Vesturlöndum. Forráðamenu aðildár- ríkja bandalagsins hafda því hins vegar fram, að það hafi einungis verið stofnað i varúðarskyni og tii varnar, ef nauðsyn krefði. Er enginn efi á því, að alþýða þeirra ríkja, sem í bandafaginu eru, telur þar ekki um árásarsamtök að ræðá. FuHvíst er, að meiri hluti íslenzku þjóðarinnar telur eðlilegt og sjálfsagí, að ísland sé í bandalaginu, en fáir munu þeir íslending ar vera, sem hefja Vildu ó- frið við nokkra þjóð. Sama má segja um frændur okk- ar, Norðmenn og Dani. Fá- ar þjóðir hafa dýrkeyptari reynslu af síðustu styrjöld en einmitt þeir, en samt teíja beir Atlantshafsbanda lagið vera samvinnuvett- vang, sem þeir hljóti að starfa á. Ekki þarf samt að fara í neinar grafgötur um það, að almenningur í Nor- egi og Danmörku kysi allt anaað fremur en fara með ófriði á hendur öðrum þjóð um. En hvers vegna var þá Atlantshafsbandalagið stofn að? spyrja Rússar og fvlgi- fiskar þeirra vestan járn- tjalds. Hvaða ástæða var-til að bindast samtökum af þessu tagi, ef ekki skyldi nota þau til árásar? Þessu er í rauninni fljótsvarað. Kalda stríðið, sem Rússar áttu ekki minni hlut að en aðrar þjóðir, hlaut að vekja þjóðir Vestur-Evrópu til umhugsunar um sam- tök og samvinnu á sviði varnar og viðskipta. Eftir stríðið mátti Austur-Evrópa heita eitt samsteypuráki und ir stjórn Rússa. Þeir gáfu engu ríki, sem þeir höfðu náð tangarhaldi á, hið minnsta frelsi. Þeir vig- bjuggust af kappi, mögnuðu kaldyrði í garð vestursins og létu sífellt í það skína, að þeir hefðu fundáð stjórn- arform og hagkerfi, sem hægt væri að þrýsta fyrir- hafnarlítið niður á aðrar þjóðir í einum svip, eins og stimpli. Var nokkur furSa, þótt friðelskandi ríki í Vestur- Evrópu, sem nýlega höfðu orðiS heiftúðugu herveldi og einræðisríki að bráð, væru uggandi um sinn hag, þegar sterkasta ríkið í austri var svo óbilgjarnt í samskiptum við nágranna sína og aðrar þjóðir? At- lantshafsbandalagið var í rauninni ekkert annað en eðlilegt svar við framferði Rússa í utanríkismálum. Og atburðirnir í Ungverja- Iandi í fyrra sönnuðu raun ar til fullnustu, að stofn- un bandalagsins var nauð- syn. Hitt geta allir verið sam- mála um að vona, að banda- lagið þurfi aldrei að láta til sín taka í ófriði. Verkefni þess eru áreiðanlega næg fyr ir því. Af umræðum á þing- mannafundinum sést gjörla, að þessi ríki eiga mikilla sam eiginlegra hagsmuna að gæta á mörgum sviðum. Og ísland er svo tengt þeim löndum, sem þar eiga hlut að máíi, bæði landfræði- lega og menningarlega, að íslenzka þjóðin hlýtur jafn- an að láta sig miklu skipta, hvernig mál ráðast í banda- laginu. ARAGRÚI gamanleikja og 'gamankvikmynda, aragrúi glæpaleikja, glæpakvikmynda og glæpasagna, aragrúi miðl- uns verka til flutnings á leik- sviði, kvikmyndatjaldi og sjón- varpsskjá eða birtingar í víku- blöðum, er svonefnd ,,receptur“ framleiðsla, þar sem vissum atr iðum er blandað saman eftir visum ,,formúlum“. Árangur- inn verður, þegar bezt lætur, dægrastytting, sem ekkert 'skil- ur eftir; maður getur hlegið að sliku gamni stutta stund, eða gleymt sér um hríð við þannig gerða hrollvekju; en sem sagt, — aðeins þegar bezt lætur. „Grátsöngvarinn“, gaman- le'ikur sá eftir brezka höfund- inn Veron Sylvaine, sem Leik- félag Reykjavíkur frumsýndi s. 1. mánudag, er lélegt miðlungs- sýnishorn þannig gerðrá miðl- ungsverka. Væri það ekki fyrir frábæran flutning, rríundi það fæstum einu sinni stundargam- an að sjá þá framleiðslu og heyra. Og satt bezt að segja er það harmleikur út af fyrir .sig að sjá svo snjöllum leik só- að á jafn ósnjallt viðfangsefni. Fyrri hluti leikritsins er að vísu vel í meðallagi hlægilegur samsetningur frá höfundarins hendi, sem leikendum tekzt að gera sprenghlægilegan fyrir frábæran leik Árna Tryggva- sonar og Brynjólfs Jóhanhes- ' sonar og ágætan leik arinarra, er þar hafa hlutverk á hendi, — en seinni hlutinn er svo langt' fyrir neðari meðallag, að horium. verður ekki við bjargað. þrátt fyrir það. Eins og nafnið gefur kynna er það hið furðulega nú- tímamenningarfyrirbæri, grát- söngvarinn, sem höfundurinn tekur til meðferðar. Ekki ræðsl hann þó á það með háði skopi, þaðan af síður að reyni að kryfja það til merkjar, — þótt öfugmæli sé raunar að minnast á merg í því sambandi, —- heldur grípur hann það feg- ins hendi sem nýjan bragðvaka til að hressa upp á blöndu, þótt ekki en nýjabragð nema hálfa ur í laggirnar. Árni Tryggvason reynir þó ekki að túlka það fyrirbæri eins og höfundurinn ætlast til; í stað þess að sýna óhrjálegt grátsöngvaraviðrini í stíl við Prestley og hans nóta, stillir Árni skopinu í hóf og lætur duga lítt skrumskælda meðalgáfu af þeim dægurlaga- söngvurum, sem hér tíðkast, — nema hvað hann syngur mun Brynjólfur Jóhannesson og; Arni Tryggvason í hlutverkum. betur en þeir vel flestir, — og bjargar þessi listræna hófsemi hans hlutverkinu og um leið heildarsvipnum. Brynjólfur Jóhannesson gerir mun. meira úr hlutverki sínu en efni standa Brynjólfur Jóhannesson og Helga Valtýsd. í hlutverkum. til; skapa'r heilsteypta og trú- verðuga grátskoplega persónu úr nokkrum misjafnlega heppn uðum þröridurum og blótsyrð- um ,og skal honum ekki láð þótt það kraftaverk dugi ekki til í seinni hluta leiksins. Krist- ín Anna Þórarinsdóttir leikur skemmtilega hina „ástföngnu“ stelpukind, en frá höfundarins hendi er litið lagt í hlutverkið. Helga Valtýsdóttir leikur hús- freyjuna, Stellu Beritley, svip- vana hlutverk, af hálfu höfund- ar, sem leikkonunni tekzt ekki að gæða persónuleik og lífi, enda varia við að búast. Hiris- vegar tekzt þeim Steindóri Hjörleifssyni og Margréti Ól- afsdóttur vel til við „exstensia- listiskU11 hjónin, nema hváð hlutverkin renna út í sandihn í seinni hlutanum, og yerða þau ekki sökuð um það. Knútur Magnússon ræðúr ekki við „sál- fræðinginn“ Schneider, enda'er hlutverkið óskapnaður, en Ein- I. Sigurðsson gerir hvorki að um né spilla hlutverki Kenleys. Svipað má segja um rneðférð Hólmfríðar Pálsdótt- ur á hlutverki Lindu. Margrét Magnúsdóttir reynir árangurs- laust að leika lítt leikanlégt hlutverk. Leikstjórn Jóns Sig- urbjörnssonar er vönduð ög smekkleg, ekkert út á hana að setja; ljós og tjöld í bezta lagi. Tannhvoss tengdamamma-er skemmtílegur gamanleikur og vel saminn, og framámenn L.R. hefðu mátt setja sér það mark að taka ekki lélegri gamanleik til meðferðar samtímis. Þessi er ekki sambærilegur. Og það er engum leiklistarunnarida raunalaust. að sjá og heyra jafn snjöllum leikurum þannig mis- boðið. Loftur Guðmundsson. Útgefandi; Alþýðuflokkurinn Ritstjóri: Helgi Sæmundsson Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson Jiaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson kuglýsingastjóri; Emilía Samúelsdóttir Ritstjómarsímar: 14901 og 14902 Auglýsingasími: 14906 Afgreiðslusími: 14900 Pientsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10 Atlantzliafsbandídagið Álit Wrights Framhald af 8. siJTu. íku, þar sem Evrópumenn gartu hjálpað til. Var hann þeirrar skoðunar,. að árás, ef af henni yrði, my.ndi hefjast með árás á Kanada og Bandaríkin til þess að koma í veg fyrir, að þau g'eti svarað í sömu.mynt. Síðan yrði ráðizt gegn Vestur-Evrópu og Bretlandi og þau lönd tekin með venjulegum herjum, án þess að hætta á, að Sovétríkin verði fyrir atómárás. Brynjólfur Jóhannesson, Margrét Ólafsdóttir og Arni Tryggvason í hlutverkum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.