Alþýðublaðið - 19.12.1957, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.12.1957, Blaðsíða 3
Fimmtudagui' 19. des. 1957 A1 þ ý 8 n h 1 a S i 6 AlþýöublQÖið Útgefandi: Alþýðuflok fcurinn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Auglýsingastjóri: Emi 1 ía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 1 490 1 og 14902. Auglýsingasími: 14 906. Afgreiðslusími: 14 8 0 0. Aðsetur: Alþýðuhúsið. Prentsmiðja Alþýðublaðs ins, Hverfisgötu 8—10. Nútíð og fortíð NÚ má Þjóðviljinn. ek.ki heyra það nefnt, að Aiþýðu- flokkurinn eigi sér fortíð í verkaiýðsmálum. Lítur helzt út fyrir, að hann þoli ekki að ræða þau efni án þess að verða miður.sín á einhvern hátt. Það er heldur varla við öðru að búast, því að fortíð kommúnista í verkaíýðshreyfingunni er ekki til neinnar fyrirmyndar. Þeir hófust þar til nokkurs vegs fyrir atbeina Bjarna nokkurs Benediktssonar, sem þá var nýkominn frá Þýzkalandi og þótti kommúnistar hæfilegt verkfæri til að klekkja með á for-vígismönnum verkalýðs- hreyfingarinnar. Og kommúnistar sjálfir létu sér það vei líka að vera notaðir þannig af Bjarna Ben. Þeir hugsuðu um það eitt að kornast til valda. Hvað kom þeim við. þótt raðir alþýðunnar sundruðust við þær aðgerðir, og sundr- ungin veikti samtökin? Völdin voru fyrir öllu, og heiftin út í fovígismennina, sem flestir voru Alþýðuflokksmenn. ‘Svo koma þessir menn nú og þykjast vera þess umkomn- ir að bera forvígismennina fyrir brjósti! Það þarf sannar- lega brjóstheilindi til. Verður ekki sagt, að þeim flökri við smámunum þar á Þjóðviijaheimilinu. Ef engu líkara en að þeir vilji hafa eins konar einkarétt á að túlka öli þau efn,i sem að verkalýðshreyfingu snúa, og meira að segja kenna Alþýðublaðinu, hvernig það á að rita um alþýðusamtökin og forvígismennina. Það vantar svo sem ekki sjálfsáiitið! En séu kommúnistar eittbvað miður sín út af verka- lýðsmálum þessa dagana, geta þeir sjálfum sér um kennt. Menn uppskera í líkingu við það, sem þeir sá. Og hvort sem þeim líkar það; betur eða verr þar á Þjóðviljaheimilinu, skal það sagt hér enn einu sinni, að Alþýðublaðið mun ekki spyrja Þjóðviljann þess, hvernig það ræðir verkalýðsmál. Hann getur sparað sér áhyggjur og erfiði þess vegna. Margur liyggur ENiN er Morgunblaðið að tala um mútur og verzlun með ■varriir landsins. Þetta fer nú að verða allmerkilegt mál úr þessu. Aðalritstjóri Morgunblaðsins er fyrrverandí utan- ríkisráðherra. í hans ráðherratiö þurfti að sjálfsögou að gera ýmiss konar viðskiptasamninga við önnur lönd og taka erlend lán. Þetta þótti ongum mikið þá. En af skrifum Morgunblaðsins um utanríkismál mætti vel draga þá ályktun, að aðalritstjórinn hafi jafnan raútað hinu merleiidu lánardrottnum, þegar hann var ráðherra, og viðskiptasamninganir hafi að mestu leyti verið gerðir til að ná sér niðri á öðrum þjóðum. Þetta er ekki fallegt, ef satt væri. En skrif Morgunblaðsins um utanríkismál þessa dagana gefa ótvírætt í skyn, að s.vo muni þetta haí'a veriö. Það er hver sínum hnútum kunnugastur, og mgrgur hyggur mann af sér. En þó svo væri nú, að aðalritstjórinn hefði rekiö sarns konar utanríkispólitík, sem hann ber núverandi stjórn a brýn, er það eigi að síður næsta óþjóðhollt og spillandi aö básúna það um allar jarðir, að núverandi rikisstjórn verzii með landið sem hverja aðra verzlunarvöru. Það er ekki samtooðið neinum manni, sem. telur sig vera sæmilega ábyrg- an og heiðarlegan, að snúa þannig við staðreyndum. Enda er nú svo komið, að menn eru hættir að taka mark á því, sem Morgunblaðið segir í þessum efnum og öðrum. Jafnvel Sjálfstæðismenn sjálfir yppta öxlum, er þeir lesa blaðið, og láta sér fátt um finnast eða aumka mennina, sem stjórna því. ndisveinn Sendisveinn óskast frá áramótum. Upplýsingar í skrifstofunni. VélsmiÖjan Héðinn h.f. Hver hefur svikið vinsira samstarf? ÞJÓÐVILJINN ber sérstak- ar áhyggjur af því undanfarna daga að Alþýðuflokkurinn sé að svíkja sámþykktir flokksþings sins í vérkalýðsmálum. Jafn- framt er gerð tilraun til þess að læða því inn hjá mönnum að baráttan gegn kommúnist- um sé tilbúin af örfáum mönn- um innan flokksins. I Alþýðublaðinu í gær vai' birt samþykkt síðasta flokks- þings í verkalýðsmálum, sem samþykkt var þar einróma. Þessi samþykkt var og ítrek- uð af miðstjórn flokksins á s.l. vetri. Að baki þeirri þrotlausu baráttu, sem hefur verið háo og verður háð gegn kommún- istum stendur Alþýðuflokkur- inn því heill og óskiptur. Með birtingu samþykktar Alþýðuflokksþingsins í verka- lýðsmálum er svo rækilega flett ofan af lygaáróðri kom- múnista um svik við samþykkt ir, að þar þarf ekki frekar vitn- anria við. Ef baráttan gegn skemmdar- verkum kommúnista gegn ís- lenzkri alþýðu fyrr og síðar verður að dómi Þjóðviljans kölluð skemmdarverk gegn rík- isstjórninni, hvað var þá fram- koma kommúnista á síðasta þingi A.S.Í.? Þar sannprófuðu Alþýöu- flokksmenn heilindi komrnún- ista í stuðningi við núverandi ríkisstjórn. Þeir höfnuðu skil- yrðislaust allri þeirri samvinnu, sem þeir fyrir sambandsþing höfðu talið lífsnauðsyn fyrir sambandsþing höfðu talið lífs- nauðsyn fyrir ríkisstjórnina. í krafti 11 atkvæða muns á 330 íulltrúa samkomu íslenzkrar alþýðu, sönnuðu kommúnistar þennan „einlæga“ stuðning sinn við það, sem þeir kölluðu fyrir þing grundvöll stjórnar- starfsins. En hvers vegna tóku kom- múnistarnir þessa ákvörðun þvert ofan í sín fyrri fyrirheit? Allt umtal þeirra um nauð- syn vinstra samstarfs fyrir sam bandsþing var vísvitandi blekk ing til þess eins gerð að villa mönnum sýn til aukins fylgis. Eftir að þeim hafði svo tekizt að bjarga naumum meirihluta út á þessar blekkingar, var af- ráðið að nota skyldi Alþýðu- sambandið til þess að knýja fram kommúnistísk áhrif í rík- isstjóminni — eins konar refsi- vöndur á vinstri ríkisstjóm. Með slík áform i huga var náttúrlega ekki hægt að hafa Alþýðuflokksmenn með. Þess vegna var samstarfi við þá hafnað. — Þannig voru svikin undirbúin. Gegn slíkri misnotkun al- býðusamtakanna rrmn Alþýðu- flokkurinn berjast af alefli og skírskotar í þvi efni t;l allra einlægra verkalýðssinna hvar í flokki sem þeir annars standa í stjórnmálum. Undan þessum dómi þýðir kommúnistum ekkert að veina. Nú þekkja þá allir. JÓLASÆLGÆII í ÁR búum við svo jólasæl gætið til heima. í>að er bæði ó- dýrara og oft ekkert verra eu að keypt sælgæti. Konfekt. í þettá konfekt, sem sést fremst á fatinu fyrir miðju, er aðeins notað hjúpsúkkuiaði og nokkrar stórar konfektrúsínur, döðlur eða hnetur. Hjúpsúkkulaðið er brætt yfir gufu og þegar það er orðið vel mjúkt er ávöxtunum dýft í það. Konfektið er síðan lagt á smurð an smjörpappír unz það er þorrn að. Á litla fatinu til vinstri get- ur einnig að iíta svona konfekt, en þá hefur það verið skreytt með smástykkjum af appélsínu- berki. Kókoskúlur. %dl. mjólk, 75 gr. smjör, 185 gr. sigtaðúr flórsykur, 250 gr. kókosmjöl, 35 gr. kakaó. Sjóðið mjólkina og smjörið saman. Takið pottirin af plöt- unni og blandið .öllu hinu i. Hnoðist í jafnt deíg og búið síð- an til kúlur með tveím skeiðum og veltið þeini upp úr kókos- mjöli. Kúlurnar eru á miSju fatinu fremst á myndinni. Súkkulaðihraun. 100 gr. sykur, 100 gr. púðursykur, % bolli mjólk, 2 msk. sýróp, 50 gr. suðusúkkulaði, 3 rnsk. smjör, Vanilludropar. Aftast á fatinu fremst á myrrd inni sjáið þið svo hraunið. Látið sykurinn, púðursykur- inn, mjólkin,a sýrópið og súkku- laðið í lítinn jjott, og látið súð- una koma hægt upp. Hrærið rösklega í þessu í nokkrar mín- útur. Þetta'ör mátulega soðið ef það verður að kúlurn i köldu vatni. Takið pottinn af plöturini, en hærirð nú ekki lengur í. Þeg- ar þetta hefur kólnað lítið eiit má setja í það vanilludropa eft- ir smekk. Hrærið nú vel í öllu saman þar til það þykknar. Lát- ist í form eða í skúffu og látið það kólna. Skerist í srnábita. Margir möguleikar eru á að skreyta hraunið. Þrýsta má of- an í það möndlum, hnetum eða bitum af appelsínuberki. Enskt jólahraun. 2% bolii sykur, % bolli sýróp, Va bolli vatn, % tesk. salt, 2 eggjahvítur, 50 gr. suðusúkkulaði, % tesk. vaniliudropar. Látið sykurinn, sýrópið, vatn- ið og saltið í lítinn pott og setjið hann á heita plötu. Hrærið stöð- ugt í honum unz þetta er farið að sjóða, látið siðan sjóða um stundaríjórðung á minnsta straum, en án þess að hræra í. Látið rakan dúk um gaífal og veiðið með honum upp sykur- I en þá verður hraunið §vo mjúkt j að setja verður það í pappaform, j eins og sýnt er á miðjum bakk- anum, annars er mynd af þessu hrauni fremst á bakkanum. Franskar sælgætiskiilur. 250 gr. suðusúkkulaði, 1 msk. sterkt kaffi, 50 gr. sigtaður flórsýkur, 2 eggjarauður, 60 gr. smjör, Vz tesk. vanilludropar, kökuskraut, kakaó eða kókosmjöl. Súkkulaðið er brætt í kaíf- inu í skaftpotti, sem settur er rönd þá, er myndast með hlið- um pottsins, látið lítið eitt af þessu í teskeið og dýfið henni i kalt vatn, ef þá myndast kúlur. er það nægjanlega soðið. 33jeIliS þessu síðan ásamt bræddu súkku laðinu í þeyttar eggjahvíturnar og þeytið allt saman vel unzt bað er orðið jafnt og þykkt og loðir við þeytarann. Þá er van- iliudropunum bælt i, blandað vel. Búin 'eru til lítil kringlótt stykki og skreytt eins og áð.ur ei sagt um súkkulaðihraunið. • Sleppa má suðusúkkulaðinu. oían í annan pott með vatni. Þetta er hrært rösklega saman þar til það er orðið lint. Þegar sVo er komið er skaftpotturinn tekinn af og flórsykrinum, eggja rauðunum, smjörinu og vaniliu- dropunum bætt í, en gætið þess ið hræra stöðugt í á meðan. Hrærið þangað til deigið er far- ið að loða við sleifina. en tollir | eklt lengur við málminn. Með tveim skeiðum eru svo búnir til kúlur úr þessu og þeim velt upp úr kökuskrauti, kakaó eða kók- osmjöli. Kápuvíxl á Gildaskála. Skilaðu kápunni, nranni minn, sem þú tókst í mis- gripum á laugardagskvöldið og fáðu þína góðu kápu aftur fyrir niína lélegu. — Talaðu við afgreiðslu- stúlkurnar á Gildaskálanum, sem geynfa þína góðu, ensku kápu. — O.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.