Alþýðublaðið - 10.01.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.01.1958, Blaðsíða 6
6 Alþ'y ðub IaðiU Föstudagur 10. janúar 1058. I ÞAÐ hefur alltaf verið stefna i Alþýðu.flokksins, að bæjarfé- lögin annist ýmsan atvinnu- rekstur. Hefur flokkurinn tal- ið, að hagsmunir bæjarbúa væru bezt tryggðir á þann hátt. Segja má, að allir flokkar við- urkenni í dag í framkvæmd þessa stefnu, að minnsta kosti að nokkru leyti. Þannig hefur áróður og barátta Alþýðuflokks ins haft sín áhrif. Hér í Reykja- víkhefurSjálfstæðisflokkurinn, sem er yfirleitt andvígur öllum ríkis- og bæjarrekstri, rekið margvísleg fyrirtæki á vegum bæjarins. Má þar nefna t. d. vatnsveitu, rafmagnsveitu, húsatryggingar, strætisvagna, baejarútgerð og fleira. ÚXRÝMING ATVINNUIÆYSIS. Alþýðufkxkkurinn hafði iengi barizt fyrir því, að sett yrði á stofn bæjarútgerð í Reykjavík. Þetta var sérsíaklega brýnt, þeg ar atvinnuleysi var í bænum og bæjarútgerð gat leyst atvinnu- vandamál margra manna. Enda hefur Alþýðuflokkurinn alltaf1 álitið það eitt af höfuðverkefn- um sínum að berjast fvrir því, að bær og ríki geri á hverjum tima þær ráðstafanir, seni I tryggi öllum góða og stöðuga ■atvinnu. BÆJARÚTGERÐ STOFNUÐ. Það var eitt af skilyrðum. fyr- ir þátttöku AlþýðufiokksiRs í Nýsköpunarstj órninni á sínum tíma, að hún keypti til landsins flota nýrra togara. Alþýðu- flokksmenn í bæjarstjórn í Reykjavík beittu sér einnig fyr ir því, að bærinn keypti nokkra af þessum togurum og hæfi bæjarútgerð. Meirihluti Sjálf- stæðismanna í bæjarstjórn lét undan því almenningsáliti, sem barátta Alþýðuflokksins hafði skapað, og samþykktu tillög- umar um bæjarútgerð. Þannig náði þetta gamla baráttumál Ai þýðuflokksins að lokum fram að ganga. I Verndun lýðræðisins er aðalatr ' iðið og verður annað að koma á eftir. NÚVER.VNM STJÓRN. Áður en núverandi stjórn var mvnduð, var sú skoðun aimenn ’ meðal Alþýðuflokksmannx, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði sölsað undir sig meiri peninga- - völd en eðlilegt gæti talizt og • beitti þeim þannig, að lýðræði ‘ og frjáls skoðanamyndun væri - íhættu. '• Völd þessi voru ekkiví einka ‘ rekstri heldur i hinum svokölí . uðu þjóðnýitu bpnkum. Leið- • rétting á þessu var ein aðal- • forsendan fyrir-þvíj að Alþýðu - flokkurinn faefur vikið í bili; frá þeirri stefnu sinni að ; mynda ekki stjóm með komni • únistum. OFRÍKI S.Í.S. í dag verður. sú skoðun al- mennari meðal Aiþýðuflokks- , manna, að S.Í.S. hafi náð undir' sig meira peningavaldi, ensarn- rýmzt geti lýðræðislegu stjórn- ' arfari í eins Jitiu þióðfélagi og r íslenzka. þjóðfélagið er. Éf SÍS safnar niest öllum atvinhu- '• rekstri og f jármagni á síriar • hendur, fer að þrengjast úm' pólitLska frelsíð. • I • ’ ÖFGALAUS STEFNA. Stefna Alþýðuflokksins gagn var-t- bæjarrekstri, í'íkisrékstri : samvmriurekstri ög einka- • rekstri'er-sú, að jafnvægi hald- • ist i þjóðfélaginu og skoðana-'. frelsið og lýðræðiö sé vai'ðveitt. . Eðlileg dreifing atvinnurekstr- ar og fjármagns milli þessara t aðila stuðlar að slíku jafnvægi, - þó að til langfrariia geti ekkert • nema fólkið sjálft varðveitt skoðanafrelsið. Efling Aiþýðufloklcsins í bæj : arstjórnarkosningunum stuðl- ■ ar að því, áð sigur lýðræðislegr- : ar úmbótastefnu, sem laus er -. við öfgana tii hægri og vinstri, ' Fyrsti nýsköpunartogarinn — Ingólfur Amarson. Lúðvík Gizurarson GOÐ REYNSJLA. Bæjarútgerðin hefur nú starfað í áratug. Reynslan er þar dómari um árangurinn. — Togarar bæjarútgerðarinnar hafa fiskað fyrir hundruð millj- óna króna og auk þess að veita hundruðum Reykvíkinga góða atvinnu, skapað þjóðinni mikl- ar gjaldeyristekjur. Jafnframt hefur tekizt hin bezta sam- vinna milli bæjarútgerðarinn- ar og annarra útgerðarféiaga í Reykjavík. HALDLÍTIL GAGNRÝNI. Ýmsir hafa gagnrýnt það, að Alþýðuflokkurinn skyldi taka upp samstarf við bæjarstjórnar meirihlutann um bæjarúigerð- ina. Sú gagnrýni er þó næsta haldlítil. Sigur baráttumálanria og heill þeirra hefur ailtaf ver- ið aðalatriðið í baráttu Alþýðu- flokksins. S V OKÖLLUÐ ÞJÓÐNÝTING. Sú skoðun er almenn, að um ,;þjóðnýtingu“ sé að ræða, ef ríki, bær eða samvinnufélag annast atvinnureksturinn. Svo kölluð þjóðnýting er oft ekki nema nafnið eitt, eins og t. d. í kommúnistaríkjunum, þar sem fámenn flokksklíka notar völd yfir lögreglu og svokolluðum þjóðnýttum fyrirtækjum til að kúga alla alþýðu manna. Al- þýðuflokksmenn gera sér Ijóst, að einhliða breyting á eigna- réttinum er ekki alhlítt ráð. ÞJODNYTA EDA EKKI. Hér er tilefni til að ræða spumingu, sem margir vilja fá svarað. Hve langt á ríki og bær að ganga í því að taka at- vinnurekstur í sínar hendur? í framkvæmd hefur það verið þannig, þar sem Alþýðuflokks- menn hafa haft meirihluta er- lendis og getað framkvæmt stefnu sína, að mjög varlega hefur verið farið í að þjóðnýta. Flest aliir Alþýðuflokksmenn eru andvígir algerri þjóðnýt- ingu, enda hefur reynzian frá kommúnistaríkj unum. sýn t, að alger þjóðnýting leiðir til var- anlegs einræðis. Lýðræði get- ur hvergi þróazt, nema atvinnu og peningavaldið sé dreift og safnist ekki á fáar hendur. — sé ti-yggöur. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLAN Vinningar eru 11250 samtah 15 120 000 krónur f dag er síðasti dagurinn, sem viðskiptamenn hafa forgangsrétt að númerum sínum. Á morgun má selja þá öðrum. Nýju númerin eru á þrotum. Þeir, sem óska að fá raðír, ættu ekki að fresta því. Endurnýið strax í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.