Alþýðublaðið - 15.01.1958, Qupperneq 7
Miðvikudagur 15. janúar 1958
ALþýSubla5i3
.HVAÐ MERKJA orðin hægri
og vinstri í pólitík? Hvaða
flokkur er hægriflokkur og
ihyer ,er vinstri flokkur? Það er
ekki úr vegi að ræða nokkuð
um þessi orð, eins oft og þau
eru notuð.
FRÁ STJÓRNARBYLT-
INGUNNI.
- Flokksheitin hægri og vinstr;
eru runnin frá stjórnarbylting-
unni miklu í Frakklandi. Á
stéttaþinginu, sem kom saman
1789, sátu menn í hópum eftir
stétt og skoðunum. Þeir, sem
sátu hægra megin í þingsaln-
íim, voru nefndir hægrimenn,
en þeir, sem sátu vinstra meg-
in vinstrimenn. Flokkaskipting
var samt óglögg á stéttaþing-
inu, svo’ áð þéssi skipting var
lítið meira .en nafnið.
LÍTIÐ INNIHALD.
Þó að bráðum séu tvær aldir
síðan farið var að tala um
hægri og vinstri og merking
þessara orða hafi alltaf verið
lítil og óljós, eru þessi orð enn
í dag notuð mikið sem slagorð.
Og því er ekki að neita, að
einstaka menn láta enn hafa
áhrif á sig með þessum orðum,
þó að þau hafi lítið meira inni-
hald nú á tímum, en þau höfðu
í byrjun, þegar þau sögðu aðal-
lega til um það, hvort menn
sátu á stól, sem var til hægri
eða vinstri í salnum.
FLEIRI EN TVEIR.
Skilyrði þess, að hægt sé að
skipta pólitískum flokkum í
tvo hópa, er, að um aðeins tvær
tegundir af flokkum sé að ræða.
Verði stefnurnar fleiri en tvær,
ná orðin vinstri og hægri ekki
yfir þær. Sérstaklega á þetta
við, þar sem mjög margir flokk-
ar starfa. Þar blandast stefnur
og sjónarmið svo saman,, að ó-
gerlegt er að. segja til um, hvað
er vinstri og hvað hægri.
FIMM FLOKKAR.
Hér á Islandi eru nú starf-
andi fimm stjórnmálaflokkar,
en voru um tima sex. Menn eru S
ekki á eitt sáttir um það. hverj-
ir eru þar til vinstri eða hægri. I
Er Þjóðvörn t.d. vinstri eða'
hægriflokkur? Þeir telja sig
víst sumir vinstrimenn, en sú
fullyrðing er hæpin. Það er lít- j
il rök hægt að leiða að því, að
það sé vinstristefna að vera á j
móti hernum, en í öðrum mál-
um eru Þjóðvarnarmenn með
skiptar skoðanir. Má ekki alveg
eins segja, að það sé hægri-1
stefna að vera á móti hernum?
Er Framsókn hægri- eða vinstri
flokkúr? Þar eru bæði íhalds- j
menn og aðrir, sem hallast til
kommúnisma, og allt þar á
milli. Var Lýðveldisflokkurinn
hægra eða vinstramegin við
Sjálfstæðisflokkinn? Þannig má
lengi spyrja án þess að fá svar.
Sést bezt af því, hvað hægri og
vinstri eru haldlaus hugtök.
HÆGRI—VINSTRI-
STEFNA.
Getur hægriflokkur rekið
vinstristefnu og vinstriflokkur
hægristefnu? Svona spurning
hljóðar sem orðaleikur. Sjálf-
stæðisflokkurinn, sem er talinn
hægriflokkur, hefur staðið fyr-
ir þjóðnýtingu af ýmsu tagi, en
hana telja sumir bera vott um
sanna vinstrimennsku. Kom-
múnistar hafa staðið og standa
að ýmsum einkarekstri. Er bað
hægri eða vinstristefna? Þann-
ig geta hægrimenn framkvæmt
vinstristefnu ,iOg vinstrimenn
hægristefnu. Þegar þannig er
komið, vaknar sú spurning',
hvort hugtökin séu ekki komin
á hvolf, ef þau hafa haft ein-
hverja merkingu.
KOMMÚNISTAR
HÆGRIFLOKKUR.
Alþýðuflokkurinn er vinstri-
flokkur, ef það er notað í þeirri
( Bréfakasslnn )
FRIMERKJAÞATTUR
„FILE 1958“
ÞAÐ er mikið að gera í Dan-
mörku í vetur í sambandi við
frímerki og frímerkjasöfnun.
Sjónvarpið hefur haft skemmti-
legan þátt um frímerki, eins og
áður hefur verið sagt frá hér,
undir stjórn Chr. Dalerup Koch
og auk þess spurningaþáttinn,
þar sem Stig Andersen vann 10
þús. danskar krónur sökum þess
að hann gat svarað öllum þeim
spurningum, er fyrir hann voru
lagðar um dönsk frímerki.
Nú stendur fyrir dyrum að
sýningin Filé verði opnuð hinn
31. þ. m. og er það sérkennileg
sýnmg að sínu leyti, því ‘að þar
verða fyrst og fremst sýnd íöls-
uð merki, en mest mun þar bera
á fölsunum Sperati, sem sýndar
eru af „The British Philatelic
Association", sem er félagsskap-
ur, sem „Félag frímerkjasafn-
ara“ er m. a. aðili að. Auk fals-
ana Sperati verða falsanir Four-
nier sýndar þarna.
í öðrum flokki verða svo sjald
gæfari merki sýnd til saman-
burðar og þó nokkur fleiri en
verða í deildinni fyrir falsanir.
M. a. verða sýnd þarna sjaldgæf-
ari merki frá íslandi og þar á
meðal afbrigðin af 5/35 aura
Heklumerkinu s. s. spegilyúr-
prentun á bakhlið, 2 arkir.
Af þessu má sjá, að markmið
sýningarinnar er að gefa söfn-
urum kost á að bera saman ó-
fölsuð merki og fölsuð og er sá
samanburður mjög æskilegur,
sérstaklega þegar tekið er tillit
til þess að margar af fölsunum
Sperati eru enn í umferð og þar
á meðal falsanir hans af 2 sk,
merkinu íslenzka.Þessarfalsanir
setti hann í umferð á stríðsárun-
um sem nokkurs konar hefnd á
Þjóðverja, sem þá höfðu her-
numið Frakkland, voru þeim
seld merki, sem hann framleiddi
og eru þau nú alltaf öðru hvoru
að koma á markaðinn.
í þriðja flokknum verða
klúbbasöfn frá klúbbum, sem
eru meðlimir að Samarbejdeirde
Frimærkeforninger samtökun-
um og á sú deild að sýn hverju
má ná með samvinnu meðal
klúbbanna.
„CARITAS 1958“
Sýning þessi verður haldin 15,
—16. marz nú í vetur og verða
þar sýnd jóla- og líknarmerki,
svo að þarna verur sambland af
frímerkja- og jólamerkjasýn-
ingu.
Sýningin verður í tveim deild
um og er þátttaka heimil öllum
meðlimum DJF. í fyrri deildinni
verða eingöngu jólamerki og
hvers konar mr/ndir og annað, er
gefur hugmynd um starf það, er
liggur til grundvallar útgáfu
jólamerkja.
í síðari deildinni A. flokk
verða hjálparmerki sýnd og jóla
merki, og í B. flokki hjálparfrí-
merki og motivsöfn, sem hafa
eitthvað að gera með líknarstörf.
Þetta yerður samnorræn sýn-
ing og hefur nú verið fullskipuð
sýningarnefnd fyrir hana, með
fulltrúum frá öllum Norðurlönd
unum undir forsæti baróns We-
dell-Wedellsborg amtmanns.
jnerkingu, að hánn sé umbóta-
flokkur, enda enginn flokkur
hér á landi komið á meiri fé-
lagslegum umbótum en hann,
sbr. tryggingarnar og fleira. Ef
kommúnistar eru flokkaðir á
sama hátt, eru þeir mesti hægri
flokkur hér á landi. Þeir eru á
móti sjálfu lýðræðinu, sem er
þó mesta þjóðfélagsumbót á
seinustu öldum. Telja þeir Rúss
land til fvrirmyndar, en þar
ríkir miðalda einræði.
HÆGRI KRATAR.
Helztu menn í Alþýðuflokkn-
um hafa hlotið heitið „hægri
kratar“ hjá kdmmúnistum.
Hins vegar er Alþýðuflokkur-
inn talinn vinstriflokkur.
Hægri kratar virðast því vera 1
hægri-vinstrimenn og vinstri-
katar á hinn bóginn vinstri-
vinstrimenn. Nú hafa vinstri
kratar klofnað. Nokkrir fóru
með Hannibal, en aðrir urðu
eftir í Alþýðuflokknum. Þeir
virðast því hafa klofnað í hægri
vinstrikrata og vinstrivinstri-
ki'ata. Sést af þessu, hvað slík
flokkun er fráleit og laus við
alla skynsemi.
HÆGRI EÐA VINSTRI?
Eins og öllum í flokkum hafa
menn skiptar skoðanir í Alþýðu
flokknum um málefni. Stefna
flokksins á hverjum tíma er á-
kveðin á lýðræðislegan hátt.
Þannig vinnur flokkurinn nú
um stund með Framsóknar-
mönnum og kommúnistum í
ríkisstjórn, en vinnur á móti
kommúnistum, sem studdir eru
af Framsóknarmönnum í verka
lýðsfélögum. Nýtur Alþýðu-
flokkurinn þar stuðnings Sjálf-
stæðismanna. Kommúnistar
tala því um Alþýðuflokksmenn
sem vinstri krata, þegar þeir
tala um ríkisstiórnina, en
hægri krata þegar þeir tala um
verkalýðsfélögin. Hvernig sömu
menn geta verið bæði hægri og
vinstri kratar í einu er erfitt
að skilja. Skýringin er að sjálf-
sögðu sú, að allt tal um hægri
og vinstri krata er vitleysa.
Góðum Alþýðuflokksmönnum
er ekki hægt að skipta í neina
hægri og vinstri flokka. Þeir
Framhald á 8. síðu.
FLUGFELAGI ISLANDS
hafa verið fengin í hendur þau 1
sérréttindi að vera eitt um allt
innanlandsflug með farþega og
farangur. Ætla mætti, að for-
ystumenn þess gerðu sér ljóst,
að þessu sérleyfi fylgja nokkr-
ar sk\ddur, Til þessa bendir m.
a. að gerðar eru áætlanir um
tilhogun innanlandsflugsins,
önnur er gildir sumarmánuð-
ina, hin að vetrinum. Áætlanir
þessar eru snyrtilega prentað-
ar og þeim dreift um landið.
Framkvæmd þessara áætlana
er það meginatriði sem máli
skiptir alla þá sem njóta vilja [
þess hraða og hagræðis, sem er ,
a!f öruggum flugsamgöngum.
Hér í þessu byggðarlagi er,
satt bezt að segja, flugáætlun-
in dauðm- bókstafur, ef ekki
beinlínis til ógagns að vetrin-
um, því ýmsum verður það enn
á að álíta að einhverju leyti
megi marka flugáætlunina.
Fróðlegt væri að fá um það
upplýsingar Flugfélags íslands
hvort á liðnu sumri hefði verið
flogið skv. flugáætlun til Flat-
eyrar nema sem svarar tíundu
hverja viku eða hvort það sem
af er þessum vetri eða á þeim
næstliðna hefði nokkurntíman
tvær vikur í röð verið flogið
milli Reykjavíkur og Flateyr-
ar skv. útgefinni áætlun. •
Þeir sem kunnugir eru vita
gjörlega að flugþjónusta hing-
að hefur undanfarin missiri ver
ið frámunalega léleg og óá-
bvggileg. Og síður er en svo að
þar sjáist nokkur batamerki.
Heldur virðist sinnulevsið eða
kæruleysið vera vaxandi þátt-
ur í þessari flugstarfsemi.
Nú þessar síðustu vikur blasa
við þessar staðreyndir:
Engin flugvél hefur komið til
Flateyi'ar 28 síðustu daga des-
ember né síðari helming nóv-
ember.
Með rifrildi og beinum kröf-
um mótakenda tókst að fá með
skipi þá flugfragt til Flateyrar,
sem safnazt hafði á afgreiðsl-
unni í Reykjavík fyrrihluta
desembermánaðar, en joað sem
síðar kann að hafa boriz.t þang-
að er enn ókomið. Vafalítið er
þó einn megin tilgangurinn
með að kaupa flugfragt á varn-
ing sá að reyna að koma honum
sem fljótast á ákvörðunarstað,
íljótar en eftir öðrum leiðum,
Ótrú þeirra er bezt þekkja
hér þessa þjónustu er þó sú, ao
þeir hafa varað viðskiptaaðila
sína við að treysta nokkuð á
flugferðir hingað vetrarmán-
uðina eða lagt blátt bann við
að varningur til þeirra vrði
sendur í flugfragt á þeim ársT
tíma. Hér er enn í minni að'
fyrir fáum árum var flugvéj
send hingað eftir hádegi á aðr
fangadag jóla fullskipuð vör-
um er safnazt höfðu á af-
greiðslu Flugfélagsins í Reykja
vík allan desembermánuð og
var þar á meöal margt af varn-
ingi er ætlaður var til sölu fyr-
ir þau jól.
Farþegar er sunnanlandS
voru staddir fyrir jól gátu ekki
fengið flugfar til Flateyrar né
uður aftur eftir jól.
Á gamlársdag var enn flug’-
dagur, skv. áætlun Flugfélags
íslands, skylai þá flogið til
Flatevrar, en vegna dimmviðr-
is og myrkurs komst flugvélin
ekki lengra en til Þingeyrar og
þar beið hún fram á nýjársdag.
Á nýjársdag var albjart veður
og stillilogn. Loforð var og frá
kvöldinu áður að komið skyldi
eftir þeim átta farþegum, er
viþað var að biðu á Flateyri,
svo sem rétt var og skylt, þar
sem ekki tókst að ljúka ferð-
inni á áætlunardegi. Sjö til tíu
mínútna flug er milli nefndra
staða. Þrátt fyrir allar þessar
aðstæður, skyldur og loforð var
þetta að engu haft og flogið
beint frá Þingeyri til Reykja-
víkur, þó nóg rúm væri í flug-
vélinni fyrir alla þá farþega,
er biðu á Flateyri.
Ekki er ástæðulaust þó spurt
sé hvað valdi slíku háttarlagi
sem hér hefur verið greint frá,
eða er hér aðeins um nýjárs-
kveðju að ræða og' fyrirheif að
Framhald á 8. síðu.
'i Kvennap áttur
SOKUM þess að sá tími árs-
ins, er n ústendur yfir, er einn
mesti samkvæmistíminn, langar
mig til aö segja nokkur orð um
samkvæmislíf og ýmsar kuiteis-
isvenjur.
Þegar aðdáandinn, unnustínn
eað eiginmaðurinn býður konu
út, ætti hún að minnast eftir-
farandi:
Þegar komið er að veitingahús
inu, þá látið hann halda hurð-
inn íyrir yður og gangið inn á
undan. Sé um hringhurð að
ræða, þá lájið hann stöðva hana
og gangið inn í næsta hólf á und
an honum, hann mun svo koma
í næsta hólf á eftir og biða með-
an þér farið úr yðar hólfi. Bíðið
hans síðan innan hurðarinnar.
Þegar þér farið af dansgólfinu
að borðinu aftur, þá gangið á
undan honum, hann mun koma
strax á eftir og halda stólnum
fyrir yður meðan þér setjist.
Tefjist hann vegna þrensgla, þá
bíðið hans við borðið nema
þjónninn haldi stólnum fyrir
yður, þá setjist.
Komi það slys fyrir, að þér
fellið eitthvað, þá biðjið aðeins
afsökunar einu sinni, þjónninn
mun annast’hreinsun á þvf 's<?m
þarf og umfram allt gætið þess
að fuma ekki og líta út eins og
allt kvöldið hafi verið eyðilagt.
Gott er að hafa samkvæmis-
tösku meðferðis, þegar farið er
út með herra á kvöldin, því að
hana má hafa með sér þó staðið
sé upp til að dansa, en ef taska
yðar er af stærri gerð, þá um-
frant allt skiljiS hana eftir hjá
eða á borðinu.
Látið herrann ávallt hjálpa
yður út úr bílnum og inn um
dyr og bíðið ávallt aðstoðar hnns
með þolinmæði.
Þegar þér borðið, þá látið oln
bogana hvíla við líkamann og
sitjið sem næst borðinu, svo að
ekki þurfi að beygja sig áfram
til-að vera sem bezt yfir diskín-
um. Þér sitjið betur ef þér hafið
öklana saman undir borðinu.
Ef velja á vín með matnum,
þá minnist þess, að nota á hvítt
vín með fiski og t. d. hænsna-
kjöti, en aftur á móti rautt vín
með öðru kjöti. Það ætiast þó
enginn til þess að daman velji
það og fáir herrar, sem spyrja
dömuna' hvað' hún vilji, munu
standast orðin: „Vilt jsú ékki
velja fyrir mig?“
Umfram allt verið glöð. Þér
þurfið ekki að vera feimin við
að sýna honum að þér skemmtið
yður vel, það eru laun hans fyrir
að bjóða yður út og hver veit
nema þið eigið eftir að vera savn-
an ævilangt og er þá ekki betra
a ðsýna honum að þér kuniö að
gleðjast og skemmta yður með
honum en að vera dauf og feim-
in'. Á'. m. k. eru karlmenn þannig
gerðir, að fyrr eða síðar gefast
þeir upp á að vera með slíkum
stúlkum, því að lífið á að veroa
báðum aðilum til ánægju,
Skemmtileg og aðláoandi
stúlka á alltaf nóga kunniugja,
sem vilja þjóða henni út og þó
þeir verði fleiri en einn og fleiri
en tveir, þá verður endirinn sá,
að hún finnur þann rétta, ef hún
á annað borð er að leita hans og
þá er öllu borgið.