Alþýðublaðið - 28.01.1958, Side 3
Þriðjudagur 28. jan. 1958
Alþý8ubla818
S
r —%
Afþyöublaöiú
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjórl: Sig.valdi H j á lm a r s so n.
Auglýsingastjóri: Emi lia S a m ú els dót ti r-.
Ritstjórnarslmar: 1 4901 og 1 4902.
Auglýsingasími: 1 4906.
Algreiðslusími: 149 00.
Aðsetur: AlþýðuhúsiC.
Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10.
V
Kosningaúrslitin
MEGIN'IJRSLIT bæjarstjónarkosninganna á sunnudag
hafa orðið þau, að Sjálfstæðisflokkurinn fékk hreinan
meirihluta atkvæða í tveimur kaupstöðum landsins —
Reykjavík og Vestmannaeyjum. Hins vegar eiga stjórnar-
fiokkamir samanlagt meira fylgi að fagna í öllum hinum
kaupstöðunum, sem eru sérstök kjördæmi. Úti um land
eru því stjórnmálaviöhorfin í aðalatriðum óbreytt.
Mestúr varð sigur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þar
sém hann hefur nú tíu bæjarfulltrúa. Alþýðuflokkurinn
horfist í augu við þá staðreynd, að talsverður hluti af kjós-
endum hans í höfuðstaðnum hefur að þessu sinni greitt
Sjálfstæðisflokknum atk-væði. Orsök þess er úmfram allt
vantrú á. að unnt reyndist að mynda viðunandi meirihluta
vinstri flckkanna í Reykjavík, ef þeim yrði sigurs auðið.
Aftur á móti er engin ástæða til að æt'la, að þetta fólk,
bindi framtíðarvonir við stefnu og starf Sjálfstæðisflpkks-
ins. Eú Alþýðuf’.okkurinn er ekki einn um það hlutskipti
að hafa farið halloka í bardaganum við Reykjavíkuríhald-
ið að þessu sinni. Vissulega er athyglisvert, að 1542 af
kjcsendum Alþýðubandalagsins frá því í alþingiskosning-
unum sumarið 1956 ha'fa snúið baki við því, en þæf er
20rr atkvæðamagnsins, sem það hafði þá í höfuðborginni.
Virðist naumast um annað að ræða en sá hópur hafi greitt
Sjálfstæðisflokknum atkvæði á sunnudag.
Kosningarnar hafa orðið Aíllþýðujflokksmönnum von-
brigði. Stefna þeirra á tvím,ælalaust brýnt erindi við ís-
land og íslendinga. Lýðræðisleg jafnaðarstefna hlýtur að
hafa hér miklu og góðu hlutverki að gegna eins og annars
staðar á Vesturlöndum. Eigi að síður hefur Alþýðuflokkur-
inn orðið fyrir áfalli. En hann gofst sannariega ekki upp.
Þvert á móti munu kosningaúrslitin verða honum hvöt bess
að treysta samtök sín, herða róðurinn og setja markið
hærra. Vinnustéttir íslands geta ekki án hans verið. Og
málefni hans hljóta að sigra í framtíðinni, ef vel er unnið.
Sundrung sú, sem oft hefur komið við sögu í Alþýðu-
f’okknum undanfarin ár, er ekki lengur fyrir hendi. Og
vonbrigði kosninganna munu á engan hátt larna einingu
íslenzkra Alþýöuilokksmanna. Samhugurinn verður sá
grundvöllur. sem hægt er að bygjgja á. Málefnalitlir flokk-
ar missa stiórn á sér fyrir gleði sakir við kosningasigur, en
láta hugfaliast í mótlæti. Hvorugt á við um Alþýðuf'.okk-
inn. Hann hefur aldrei ofmetnazt af sigri og heldur ekk.i
misst móðinn við ósigur. En andbyrinn verður til þess, að
flokksfólkið skipar sér fast í sveit, tekur höndum saman
og horfir hvasst í áttina til framtíðarinnar. Þess vegna vex
Alþýðuflokknum iðulega ásmegin í erfiðleikum, sem yrðu
öðrum íslenzkum stjórnmálasamtökum ofraun. Einnig' í
þessu efni lætur hann máiefni ráða. Hann man h'lutverk
sitt og skyldu í stríðu og blíðu.
Alþýðublaðið þakkar öllum þeim, sem studdu Alþýðu-
flokkinn í þessum bæjarstjórnarkosningum. Og það heitir
á unnendur iafnaðarstefnunnar á íslandi að bregðast nú
vel og drengilega við, hefia nýia sókn og snúa ósígrinum
þannig upp í sigur. Alþýðuflokkurinn iátar hreinskilnis-
lega vonbrigði sín. En hann er staðráðinn í að láta þau
ekki lama einingu sína eða íramtíðarvon. Islenzk alþýða
þarf á Alþýðuflokknum að halda — og sér í lagi, þegar
móti blæs. Þess gefst oft kostur að duga betur •— og nú
er að skipuleggja starfið og næstu viðureign af framsýni,
dugnaði og sigurvilja. Alþýðublaðið eggjar Alþýðuflokks-
fólk um land allt að hefjast handa í því efni strax í dag.
áðalfyidur
Slysavamadeildarinnar Ingóifs
verður haldinn í Grófin 1. fimmtudaginn 30. jan.
kl. 20,30.
naa er nú
meiri en nokkru sinni áður
Venjuleg aðalfundastörf.
Stjórnin.
í SÍÐASTA HEFTI Árbókar
landbúnaðarins, efu fróðlegar
upplýsingar jim sauðfjárrækt
íslendinga. Er vert að vekja at
hy^'i á nokkrum staðreynd-
um, sem þar koma fram. Kem
ur í ljós, að sauðfé er nú fleira
á landinu, en nokkru siirni áð
ur. Flest hefur fé verið talið
árið 1933, þá 728492. Árið 1956
er það.706291, og hefur þá fjölg
að síðustu sex árin um 300 þús.
úr 411 þús. í rúmlega 706 þús.
Af bráðabirgðatalningu síðast
liðið haust má gera ráð fyrir,
að vetrarfóðrað fé sé nú 750
—-760 þús. eða 20—30 þús.
fleira, en það hefur flest orðið
áður. Við samanburð á tölu
sauðfjár árin 1933 og 1956 kem
ur í ljós, að fjölgun hefur orð
ið í 12 sýslum en færra fé er
í 7 sýslum. En þess verður að
geta, að í flestum þeim sýsl
um þar, sem fækkun hefur orð
ið, er fjárskipum nýlokið, og
fjárfjöldinn af þeim sökum
ekki kominn í eðlilegt horf.
Svo er þetta í Gullbringu og'
Kjósarsýslu, Rangárvallasýslu
og Árnessýslu, en í þessum
þrem sýslum vantar nærri 32
þús. til þess að þar sé sama
fjártala 1956 og hún var vorið
1933, þá er fjárfjöldi minni í
Dalasýslu og Standasýslu og
má hvort tveggja rekja til þess
að nokkrar sveitir í þessum
sýslum voru fjárlausar 1956
vegna niðurskurðar við mæði
veiði, en á síðasta ári mun hafa
orði allmikil fjölgun á sauðfé
í þeim sýslum, sem hér hafa
verið taidar þótt sú fjölgun
hafi líklega ekki orðið svo mik
il, að næg: til þess, að þar sé
sami fjárfjöldi og 1933. Eina
sýslan, sem ekki er unnt að
gera ráð fyrir að fjölgað hafi
í, er ísafjarðarsýsla, mun þar
vera teljandi færra fé 1957 en
var 1933. Þetta er dálítið dap
urlegt með þá sýslu, sem lagt
hefur til langsamlega mestan
hluta fjárskiptafjárins.
Flest fé árið 1956 var í Húna
vatnssýslu, er þar talið 76 909
vetrarfóðraðs fjár. Næst kem-
ur Þingeyjarsýsla með 76 774,
og þá Norður-Múlasýsla og Ár
nessýsla með rúm 60 þús. fjár.
Mest hefur fjölgunin frá
1933 orð’ð í Þingeyjarsýslu,
Norður-Múiasýslu og Skaga
fjarðarsýslu, og ef vel heyast
að sumri. mundi þar enn verða
veruleg fjárfjölgun. Meiri
vænleiki fjárins síðast liðið
haust örvar menn til fjárfjölg
unar. Hagstætt sumar og
haust og þá sérlega síðustu vik
urnar fyrir göngu ráða eflaust
mestu, bæði um fallþunga dilka
og kjötgæðin. Þannig dregur
mjög úr vænleika fjár, ef það
kemur snemma úr afrétti,
hvort sem það er vegna iil-
viðra eða sölnunar grasa, og
hópast v:ð girðingar, sem víða
skilja afrétti og heimahaga. Er
leið sión að sjá féð ráfa á rót
nöguðum móum við girðingar,
eða hrekjast á vegbrúnum und
an umferðinni. Eru dæmi um
sveitir þar, sem féð gengur svo
til allan seinni part sumars
sumars innan um girðingafarg
an og skurði.
Geta má nærri um þunga og
kjötgæði dilkanna eftir að hafa
gengið í gegnum þennan hreins
unareld gaddavírsins. Er full
ástæða til að ætla, að ekki hafi
alltaf verið gætt fullrar hag-
sýni hvað snertir staðsetningu
og fjölda girðinga,
Eins og stendur er afréttar-
beitin eitt aðalvandamál þeirra,
sem sauðfjárbúskap stunda.
Gera má ráð fyrir því, að væn
leiki fjár síðastiiðið haust hafi
orðið til þess, að þeirri skoðun
hafi þorrið fvlgi, að of þröngt
sé um féð á afréttum, en hafa
verður í huga, að sumarið var
óvenju gott um land allt. í
svo góðu sumri sem því, sem
lega möguleika á ræktun og
landnámi, hér á landi. Virðist
ríkja mikil bjartsýni hjá þeim,
er þessi mál hafa kynnt sér,
en hafa verður hugfast, að allt
er þetta á byrjunarstigi og tek
ur langan tíma að framkvæma
þótt ekki sé nema örlítið brot
af því, sem gera þarf til þess
að auka beitilandið.
Ef við vilium auka landbún
að okkar sýnist vegna markaðs
horfa sá kostur líklegastur í
bila að fjölga sauðfénu. En
Islenzkur fjárhópur á haustdegi.
nú er nýliðið, er ekki þröng-
ur kostur fyrir sauðféð á af-
rétti, þótt þröngt hefði orðið
fyrir sama fjárstofn á slæmu
sumri. Eitt höfuverkefn i í
þágu landbúnaðarins, er gæzla
og aukning haglendisins eftir
því sem sauðfénu fjölgar. Er
hér mikið og verðugt starf
framundan, nýtt landnám ó-
byggðanna. Gæzla haglendis-
ins verður að vera í því fólgin
að dreifa fénu á haganlegan
hátt á beitilandið. Uppgræösla
mýra og mela eykur gildi beiti
landsins að miklum mun. Sand
græðslan getur orðið miklu ó
dýrari og greiðari en nokkurn
óraði fyrir. Líkur eru til að
auðvelt sé að stækka það gróð
urland, sem við nú eigum um
me’.ra en þriðjung. Nú er unn
ið að rannsóknum á gróðurfari
afréttarins, í þeim tilg'angi að
finna leiðir til að auka gróð
ur þar á hagkvæman og ódýr
an hátt. Ungur, íslenzkur vís
indamaður hefur nýlega sagt
í viðtali, að auðvelt sé að
rækta upp hvaða land, sem
er með sáningu og áburðarnotk
un. Kvað hann næstum óendan
hvort veggja verður að gæta.
að spilla ekki högum með of
beit og láta ekki koma rýrð í
féð vegna hagþrensgla.
Fram til þessa hefur það að
allega verið aðstaðan til fóð
uröflunar, sem mestu hefur ráð
ið um stærð búa, en hér eftir
verður engu síður að athuga
hvað hagarnir þola. Síðastliðið
haust var meðalþungi dilka á
öllu landinu rúmlega 15 kg. og
hafa diikar aldrei áður verið
svo þungir. Æt’la má, að kjöt-
framleiðslan næsta ár verði um
1000 tonnum meiri en síðastl.
ár. Nevzla kindakjöts hér á
landi mun að öllum líkum auik
azt um 130—150 tonn á þessu
ári, en gera má ráð fyrir að
800—900 tonnum meira af
kjöti megi selja á erlendum
markaði á þessu ári en síðast
liðið ár. í
Iíagstæðir markað'iir þyrir
kindakjöt erlendis eru mikils
virði fvrir allt þjóðarbúið, og
ætti með tímanum að vera hægt
að auka svo sauðfjárbúskap á
íslandi að kjöt yrði veruleg út
flutningsvara.
Tilkynning
frá Mafsveitsa- og veiflsjga-
þjénaskólanum.
Matreiðslunámskeið fvrir fiskiskipamatsveina byrja 1.
febrúar.
Nemendur í matreiðslu og framreiðslu, sem hafa sótt
um skólavist ema að mæta mánud. 3. febr. kl. 2 e. h. til
skrásetningar.
Skólastjóri.