Alþýðublaðið - 28.01.1958, Side 11

Alþýðublaðið - 28.01.1958, Side 11
Þriðjudagur 28 jan. 195S AltýðublaíiS 11 irá Skaffsloiu Rsykjavíkur. Framtalsfrestur rennur út 31. ian. Dragið ekki að skila framtölum yðar. A það skal bent að gjaldendum ber að tilgreina launa tekjur sínar á framtölunum, ófullnægiandi er því, að vísa til uppgjafar atvinnuveitenda. Framtalsaðstoð er veitt á sk: i stofunni til kl. 7 á m:.ð vikudag og fimmtudag, en á föstudacf til kl. 22. Áríðandi er, að þeir sem vilja njóta aðstoðar skattstofunnar v.ið framtal, hafi með sér öll gögn varðandi skatta af fást- eig'num, skuldir og. vexti. Skattstjórinn í Iteykjavík. G B í DAG er þriðjutlagurinn 28. jiuuiar 1958. »lysavarðstota ReyRjavlknr er opin allan sólarhringinn. Nætur- læknir L.R. kl. 18—8. S.íini 15030. Eftirtalin apóteb eru opin kl. 9—20 alla daga, nema laugar- daga kl. 9—16 og sunnudaga kl. 13—16: Apótek Austurbæjar (simi 19270), Gárðsapótek (simi 34006), Holtsapótek (síihi 33233) og Vesturbæjar apótek (sími 22290). Bæjarbókasafn Reykjavífcur, Þingholtsstræti 29 A, sími 1 23 08. Útlán opið virka daga kl. 2—10, laugardaga 1—4. Lls- stofa opin kl. 10—12 og 1—10, laugardaga kl. 10—12 og 1—4. Lokað á sunnudögum yfir sum- armánuðina'. Útibú: Hólmgarði 34 opið mánudaga, miðvikudaga og föstuditga kl. 5—7; Hofsvalla götu 16 opíð hvern virkan dag nema laugardaga kl. 6—7; Efsta sundi 36 opið mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga kl. 5.30— 7.30. LEIGUBILAR Bifreiðastöðin Bæjarleiðii Sími 33-500 Síminn er 2-24-40 Borgarb/lastöðin —o— Bifreiðastöð Steindórs Sími 1-15-80 —-0—— Bifreíðastöð Keykjavíkui Siini 1-17-20 SENDIBÍLAR Sendibflastöðin Þröstur Sími 2-21-75 Þorvaldur Ári Árason, hdl. LÖGMASN8SKR1FSTOFA SkóUvörSustíg 38 c/o l’áll /óh. ttorlrilssoti h.l. - Pósth. 621 Simar 15416 og /5-//7 - Símnefni: Aii LífflCi FLUGFERÐIR Loftleidir h.f. Saga, millilandaflugvol Loft- leiða, korr. til Reykjavíkur kl. 07.00 í mor.gun fr.á New York. Fór til Glasgow og London kl. 08.30. SKIFAFRETTLR Eimskip. Dettifoss fór frá- Swinemunde 25.1. til Gdynia, Riga og Vent- spils. Fjallfoss fór frá Vestm,- eyjum 24.1. til Rotterdam, Aant werpen og Hull. Goðafoss fór frá Breiðafirði í dag 27.1. til Vestmannaeyja. Gullfoss fer frá Kaupmannahöfn 28.1. tii Leith, Torshavn og Reykjavíkur. Lag- arfoss fer frá Reykjavík kl. 8.00 í fyrramálið 28.1. til Flafnar- fjarðar, Keflavíkur og Akra- ness. Reykjafoss fór frá Haínar- firoi 25.1. til Hamborgar. Trölla foss fer væntanlega frá New York 29.1. til Reykjavíkur. Tungufoss fer frá Akureyri 28. 1. til Siglufjárðar, Húsavikur og Austfjarða og þrÆian til Rotter- dam og Hamborgar. Drangajök- uli kom til Reykjavíkur 25.1. frá Hull. Skipadeild SlS. Hvassafell er í Reykjavík. Arnarfell er í Kaupmannahöfn. Jökulfell lestar á Norðurlands- höfnum. Dísarfell er í Stettin. Litlafell er í Hamborg. Hel-ga- fell fór 21. þ.m. frá New York áleiðis til Reykjavíkur. Harara- fell fór frá Reykjavík 25. þ m. áleiðis til Batum. Rikisskip. Hekla fer frá Reykjavík á morgun austur um land í hring- ferð. Esja er á leið frá Aust- fjörðum til Reykjavíkur. Herðu breið fór frá Reykjavík kl. 20 í gærkvöldi austur um iand til Reyðarfjarðar. Skjaldbreið er væntanleg til Reykjavíkur í dag að vestan. Þyrill er í Faxaflóa. Skaftfellingur fór fra Reykja- vík í gærkvöldi til Veslmanna- eyja. J. SVSagníís Bfarnason: Nr. 19 EiRIKUR HANSSON Skáldsaga frá Nýja Skotíandi. e:ns og rnest þeir máttu. Mold rykið þyrlaðist upp undan vagn hjólunum, og eikurnar, húsýn og garðarnir meðfram veginum virtist vera á fleygingsferð, — sýndust hendast aflur fyrir okk ur með ógnar-hraða, og hurfu á svipstundu. „Harðara enn, Jón Miller!“ öskraði frú Patrik. „Ekki hægt!“ söng í nefinu á Jóni Miller. „Heyrirðu, hvað ég segi?“ cskraði frú Patrik. „Heyrið þið, hvað frúin seg. ir?“ söng í nefninu á Jóni Mill er. „Ég skipa, Jón Miller!“ org aði frú Patrik. „Heyrið þið, að frúin skip- ar?“ söng í brotna nefinu á Jóni Miller. Og áfram þutum við óðfluga éftir rennisléttum veginum, fram hjá húsum og görðum, gegnum þorp og sgógarrunna, yfir ár og lækni, og yfir hóla l ög dældir, eins og leiðin lá. Og alltaf voru hestarnir á harðasta stökki, og alltaf sagði frú Pat- rik: „Harðara enn, harðara enn!“ Og alltaf söng í brotna nefinu á Jóni Miller. En nokkru fyrir sólarlagið staðnæmdust hestarir og vagninn náttúr- lega líka, við framdyrnar á fallegu steinhúsi, sem var í út jaði'inum á liltlu þorpi, sem stéð innarlega við fjörð einn mikinn. Jón Miller fór með héstana inn í þorpið, en ég og frú Patrik gengum inn í ste:n- húsið. „Þetta er nú húsið mitt, elsku, litli pílagríminn mmn“, sagði frú Patrik, þegar við vor um komin inn í skrautlega stofu í húsinu, „og þetta hús átt þú að álíta þitt eina sar/na heimili héðan í frá. Settu þig niður á legubekkinn þarna, litli saffírsteinninn minn. Ég ætla að hringja bjöllinni". Ég settist á legubekkinn, en frúin hringdi bjöllunni mjög; óþolinmæðislega. Að vörmu spori kom frar.i grannvaxin kona, á að gizka þrjátíu og fimm ára gömul. Hún hafði hvíta liúfu og afar rnikla hvíta svuntu, sem nærri því náði saman að aftan. And lit hennar var svo þunnt að undrum sætti, — eltki ósvipað stórskörðóttu axarblaði langt til að sjá. „Hvað á þetta að þýða, Marí anna?“ sagði frú Patrik byrst, „þú kemur ekki til dyranna, þó að þú heyrir vagninn koma að húsinu. Yei, vel! Svívirðing, Maríanna?“ .......... „Ég var í eldhúsinu, frú mín, og heyrði ekki þegar vagninn kom, „sagði Maríanna og lét höfuðið ganga fram og aftur, eins og hún væri að- höggva með því. „Skömm og svívirðing!“ hrópaði frú Patrik. „Þú ert erki skömm og svívirðing, Marí- anna! Heyrirðu, hvað ég segi.?“ „Ég heyri, frú mín“, sagði Maríanna og hjó ákaflega með höfðinu. „Það er gott, að þú heyrir það, Maríanna, — að þú heyr ir, að ég segi, að þú sért erki- skömm!“, sagði frú Patrik og stóð á öndinni. „Snáfaðu fram og sæktu kryddbrauð og epla- safa handa litla hjartans ungan um mínum. Heyrirðu til mín, Maríanna? — fulla skál af eplasafa!“ „Ég heyri, frú mín“, sagði Maríanna og hjó með höfðinu ótt og títt. „Flýttu þér þá, Maríanna!“ öskraði frú Patrik. „Ég fer“, sagði Maríanna, og hún fór. ............ V. VeSalings, vesalings fangar, ég veit, hversu sárt ykkur langar! Hannes Hafst&in. O, heim, heim, heim! Mig langar, langarr, langar heim! Mig langar ávallt heim! Jón Olafsson. Steinhúsið hennar frú Pa- trik var eitthvert hið lang- skrautlegasta „prívathús", sem ég hefi nokkurn tíma komið inn í, og það var jafnframt hið langmesta völundarhús, sem ég hefi séð. Það var hvort tveggja, að húsið var allstórt, enda voru mörg herbergi í því, bæði niðri og eins uppi á loftinu. Og öll voru herbergin prýdd eins og framast mátti vera. Alls staðar voru legu- bekkir og hægrndastólar og borð af beztu tegund. Gólfin voru þakin dýrustu dúkum og veggirnir skreyttir ágætum málverkum í gyltum umgjörð- um, sem alít bar vott um, að húsáðandi væri fjáðari en al- mennt á sér stað. Frú Fatrik var eins og áður hefur verið sagt, dómara- ekkja, og eftir þvf, sem ég komst næst, var hún komin af góðum írskum ættum, og fædd í Londonerry á írlandi. Hún var ekki katólskrar trú- ar, eins og þó flestir írar eru, heldur var hún meðlimur bapptista kirkjunnar, sem hún sagði mér, að væri hin eina sanna kirkja^ Hversu lengi frú Patrik hafði verið ekkja, þegar ég kom til hennar, get ég ekki sagt, en það er áreiðan- legt, að hún missti mann sinn á Englandi. Hún hafði aldrei verið móðir, og aldrei; hafði hún heldur verið móðursystir eða föðursystir nokkurrar sál- ar, og ekká heldur stjúpa, fóstra né ljósa, né guðsmóðir nokkurs barns, hvernig sem þvf nú var varið. Hún var á- reiðanlega stórauðug, en ná- grannar hennar sögðu, að hún væri ekki gjöíul. Þó var eins og allir vildu vera vinir- henn- ar, og allt fátækara fólkið þar í kring sóttist eftir að vinna það, sem hún þurfti að láta vinna í húsinu og garðinum í kringum húsið. Og ég komst fljótt að því, að hún borgaði öllum, sem unnu fyrir hana, bæði fljótt og vel. En aftur var' það líka víst, að fáir kærðu sig um að vera fastir heimilis- menn hennar. Maríanna var eina manneskjan af öllum, sem unnu fyrir hana, sem hélt til í húsinu hjá henni. Jón Miller var hestamaðurinn hennar, en hann kom aldrei inn fyrir dvr á steinhúsinu, nema þegar frú Patrik skipaði honum það. Þvottakonan kom aldrei nema inn í eldhúsið, og mennirnir, sem unnu við garðinn, söguðu eldiviiðinn, sóttu vatnið og hirtu um.kýrn- ar, komu aldrei nema í eldi- viðarskýlið bak við eldhúsið. Svefnherbergi mitt var inn af svefnherbergi frúarinnar, uppi á loftinu. Það var skemmtilegt herbegi með tveimur gluggum, sem vissu að firðinum. Rúmið mitt var undir öðrum glugganum, en þndir hinum stóð lítið borð úr mahóni, þéttsett myndablöðum og bókum, og tveir stólar voru við borðið. Sængin, koddarn- ir, rekkjuvoðirnar og ábreið- urnar í rúminu, var allt af beztu tegund. Eg var næstum hræddur við að hátta fyrsta kvöldið, sem ég var þar, vegna þess, að ég hélt að ég mundi kvola þennan ágæta rúm- fatnað. En ég háttaði samt og svaf vært alla þá nótt. Daginn eftir sýndi frúin mér allt húsið og garðinn, og fór svo með mig inn í ofur- lítið herbergi inn af setustof- unni og læsti hurðinni. Hún sagði mér, að þetta væri upp- áhalds þerbergið sitt, og' að \ t \ JL,. w- fTvxwii Og peir atiu eitir aö veroa en n meira hissa

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.