Alþýðublaðið - 02.02.1958, Page 7
Surmudagnr 2. febr. 1958
AlþýðublaðiB
7
Horft yfir sitkagrenitré í Múlakoti í Fljótshlí 5. — Ljósmynd: Gar'ð'ar Jónsson.
stöðvazt með öllu, ef skógur
verður of þéttur. Þegar birki-
skógar ná hæfilegri hæð, og
trén eru orðin sæmilega gild
má fá mikinn og góðan smíða-
við úr birkiskógunum, og ís-
lenzka birkið er einn bezti hús
gagnaviður, sem völ er á.
Fyrr á árum var nokk.ur eft-
irspurn eftir eldiviði, en nú eru
menn hættir að brenna viði
nema lítilsháttar til að reykja
við kjöt. Viðarkolabrennsla er
einnig úr sögunni eins og sakir
standa, og af þessum ástæðum
verður öll grisjun í ungskógi
miklu dýrari en ef unnt væri
að selja það, sem fellur, ein-
hverju verði. Þetta veldur því,
að grisjun og hirðing ungskóg-
ar er miklu meiri vandkæðum
bundin nú en f.yrir nokkrum
‘árum.
6.
Þar sem kjarri hefur verið
misþyrmt um marga tugi ára
með of mikilli beit og skógar-
höggi, svo að það er orðið marg
greint, lágvaxið og kræklótt,
getur það oft eigi tekið nein-
um þroska við friðun. Sennileg
skýring er, að nýir stofnar hafi
vaxið upp af gömlum rótum í
hvert sinn, er höggvið var ofan
af. en ræturnar halda áfram að
vaxa í endann, og á þann hátt
verður mikill og gamall vaxtar-
vefur á milli nýrra stofna og
nýrra róta. Er varla von til þess
að slíkir runnar geti nokkurn
tíman vaxið á hæðina, jafnvel
þótt grisjaðir séu. Því rniður er
allt of mikið af skóglendi lands
ins þannig farið. En falli fræ af
þessum kræklum í góða jörð,
geta heilbrigð og hraust tré
vaxið upp.
Við friðun skóglenda kemur
hvarvetna í Ijós, að birkið sáir
sér út um mela og bera iörð,
og ungvúðið á auðvelt með að i
komast á legg, ef gras verður
ekki of þétt. Ennfremur hefur
oft komið í Ijós, að við friðun
kemur birki upp af gömlum'
rótum á ólíklegustu stöðum, og
á íjárleysisárunum nú fyrir
nokkru kom birkigróður mjög
víða upp, þar sem menn höfðu
Framhald á 8. síðu.
- -•;
’ikSsitírltfyht!. •
WSmá
'•V/t-.'.þyV.-ýc;/
.
Wmffi
•••'.;•'■• ' , 1 '■;•
■ ■'.■■■
■ ■ , •'.-•'• .5. .
WááI
• -V'
Sú pmta
ein af milljön. sem fengi svona En mamma gamla var ákveð-
tækifæri, og ef að hún fengi að in og sagði: „Hvernig á ég að
! vera, myndi nafn hennar sjást geta skilið eftir unga og fallega
ÁÐEIN3 fyrir fáeinum dög-
um var hin íturyaxna Claudia
Cardinale reiðubúin til þess að
verðá önnur Gina Lollobrigida
cða Sophia Loren. En þá var
þaö sem mamma gamla tók í
taumana. Og í staðinn fyrir að
lara til kvikmyndaveranna á
hin átján ára gamla Claudia að
íara aítur í skólann.
Claudia tók sitt fyrsta skref
til þess ao verða stjarna, er hún
vann ítglskg fegurðarsam-
keppni í Túnis. Síðan gerði hún
allt sem með þurfti . . . eins og
’það, að fara á kvikmyndahá-
tíðina í Feneyjum og fljúga til
Rómar. Ekki leið á löngu þar
til að menn, sem hafa þann
starfa að finna nýjar „stjörn-
'i:r“, höfðu tekið eftir henni og
fouðu henni samning með tvö
foúsund krónum í vikukaup.
En þá var það, að móðir henn
ar kom frá Túnis í Norður-Af-
ríku og krafðist þess, að Clau-
dia sneri heim þegar í stað.
Tveir kvikmyndaframleiðendur
fylgdu Claudiu á flugvöllinn og
grátbúðu móður hennar að láta í hverju kvikmyndahúsi í land- 13 ára gamla stúlku meðal úlf-
undan. Þeir sögðu, að hún væri inu. . anna?“
Rafvæðing landsins.
ÉG Man, hversu hrifinn ég
varð, er ég sá rafljósin í fyrsta
sinni. Það var á afskektum
sveitabæ á Austurlandi. Nú
smá-þokast í þá átt, að unnt
verði að byggja svo margar
rafstöðvar, að raforkán fái
farveg inn á hvert heimili um
land allt. Þá rætist stórkost-
legur og fagur draumur.
Örkustöðvar.
Rafmagnsstöðin er til þess
gerð að beina orkunni til um-
hverfisins, eftir sérstökum
ieiðslum. En nú vitum vér, að
einnig er til orka, sem ekki
þarf slíkar leiðslur, heldur fer
eftir huldum og ósýnilegum
leiðum til þeirra, er við henni
taka. Orkustöðin sendir út frá
sér kraftinn, eins og Ijósið
geislana, í allar áttir.
Tveir skyggnir menn.
Einu sinni spurði ég tvo
skyggna menn, sinn í hvoru
lagi, hvers þeir hefðu orðið
vísari við messugjörð. Mér
þótti eftirtektarvert, hve vel
þeim bar saman. Annar hafði
raunar séð eitt og annað, sem
hinn sá ekki, en báðir höfðu
þeir séð inn í óendanlega dýrð
eða Ijóshaf uppi yfir altarinu.
í öðru tilfellinu náði Ijósflæð-
ið svo langt niður, að það um-
lukti prestinn, sem stóð fyrir
altarinu, en hinn sá breiða
ljóselfi teygja sig til prestsins
og sveipa hann geislandi hjúp.
Út frá prestinum gekk gullið
band til hvers manns í kirkj-
unni, og annar hinna skyggnu
manna lét svo um mælt, að
hann hefði þótzt finna á sér,
hverjir tóku við hinni ósýni-
legu orku, og hverjir ekki. —
Nú má gjarnan spyrja, hvort
þetta sé nokkuð að marka, og
verður hver að hafa þar þá
skoðun, er. honum sýnist. En
það er einkum tvennt, sem
bendir til þess í mínum aug-
um, að þarna séu sannindi að
baki. í fyrsta lagi höfðu sjá-
endurnir ekki borið sig sam-
an, og í öðru lagi er mér kunn
ugt um, að aðrir hafa órðið
varir við eitthvað svipað i
kirkju undir messugjörð.
Náð Guðs.
Kaþólskir guðfræðingar
ræða oft um náð Guðs, sem út
streymi guðlegs máttar, er
veitist manninum í messunni.
Lútherskir guðfræðingar út-
skýra orðið náð fremur sem
kærleika suðs, sem opinber-
ist í Kristi og orði hans eða
boðskap til mannanna. Þess
vegna hefur lútherska kirkjan
verið kirkja orðsins, þar sem
megináherzlan hefur verið
lögð á predikunina, oft um of.
Hins vegar hefur það verið al-
gengur veikleiki hjá vorum
kaþólsku bræðrum að gera
guðsþjónustuna að eins konar
sjálfvirku siðalcerfi, sem nálg-
aðist bað að vera töfrabrögð,
án tillits til þess, hvort mað-
urinn raunverulega hefði
nokkurn skilning á því, sem
fram fer. — Hér hefur
því farið sem oftar, að menn
hafa gert andstæður úr því,
sem vel gat farið saman. Náð-
in er kærleikur guðs, boðaður
mönnum í Kristi, en það þarf
engan véginn að útiloka, að
messan. helgiáthöfnin, sé far-
vegur ósýnilegrar orku, sém
Jesús nefndi „kraftinn af hæð
um“ — og sá maður, sem veit- ;
ir hönuiri viðtöku, vevðl
þannig fyrir eins konar
hleðslu, fái nýjan styrk til
kristilegs, lífs.
Kirkjugangan.
Sá, sem fer til messu, gerir
það til að fræðast af predik-
un prestsins, fá uppörvun til
kristilegs hfernis, og án þeirr-
ar upnlýsingar, sem fæst við
það að heyra guðs orð, megum
vér ekki vera. I sálmum, lof-
söngvum og bænum leitar
söfnuðurinn til guðs, og í guð
spjalli og pistlum heyrir hann
fagnaðarerindi guðs til mann-
anna. — En vér förum einnig
til að komasx í betri snertingu
við þá andlegu, yfirnáttúrlegu
orku, sem til vor streymir af
hæðum, því að kirkjan er and-
leg orkustöð, farvegur æðri
kraftar, sem vér veitum við-
töku, eftir því, sem hjarta
vort er undirbúið.
Rinnig vegna hinna,
sem ekki konia.
Það er því miður algéiig
hugsun, að menn fari til
messu, vegna sjálfra sín ein-
göngu. í því er áreiðanlega
fólginn hinri mesti misskiln-
ingur á eðli messunnar. Nú á
dögum eru að opnast augp
manna fyrir því, að ósýnileg
tengsl eigi sér stað milB
mannanna. Þá virðist mér
liggja í hlutarins eðli, að það
sé ekki þýðingarlaust fýrir
byggðai’lagið eða borgina, að
í kirkjunni sé samankominn
hópur af fólki, sem samstilliií
huga sinn í móttöku ándlegá
máttar, með kærleiksríkum
hugsunum og bænagjörð. Sum
ir prestar hafa það fvrir fasta
venju að biðja fyrir ýmsum
einstaklingum við altarið, og
svo munu fleiri gera í kirkj-
unni. Messan fpr. þarinig fraxri
vegna þeirra. sem ekki koma,
engu síður en hinna. Ég hef
ekki orð neins sjáanda fýrir
því, að hinir gullnu taumar
nái út fyrir kirkjuveggina, en
ég er hins vegar sannfærður
um, að áhrifin frá messunni
ná til umhverfisins, — til
hinna mörgu, sem ekki hafa
hugmynd um, að þessi dásam-
lega orkustöð sé að senda
þeim geisla hins æðra ljóss.
Hið gullna tækifæri,
Um alt ísland hafa verið
byggðar andlegar orkustöðv-
ar, til hjálpar mönnunum. Þar
hefur hver maður hið gullna
tækifæri til að láta gott af
sér leiða, neð því að verða
farvegur hinnar himnesku
orku, sem er jafnvel enn þýð-
ingarmeiri en rafmagnið, sem
aliir hlakka til að njóta.
Jakob Jónsson.