Alþýðublaðið - 02.02.1958, Blaðsíða 11
11
SíiÁmidag-ur 2. febr. 1958
A 1 þ ý 5 u b 1 a 8 i ð
VELRiTUNARSTULKUR.
Vanar vélritunarstúlkur óskast nú þegar.
IJppl. í síma 19946 (á venjulegum skrif-
stofutima)
í DAG er sunnudagurinn, 2.
febrúar 1958.
Ileifiklag'svörour L. R. í dag er
Björn Guðbrandssou, Lækna-
. varðstofunni, sími 1-50-30.
Siysavarðsíoía ííeyKjavntur er
opin allan sólarhringinn. Nætur-
læluiir L.R. kl. 18--8. Slrni
15030.
fiftirtaiin apótek eru opin fcl.
9—20 alla daga, nema laugar-
daga kl. 9—18 og sunnudaga kl.
13—16: Apótek Austurbæjar
(simi 19270), Gurðsapóíek (sími
34006), Hoiísapótek (sími
33233) og Vesturbæjar apótek
(sími 22290).
Bæjárbókasafn H„ykjavíkur,
Þingholtsstræti 29 A, slmi
1 23 08. Útián opið virka daga
kl. 2—10, laugardaga 1—4. Lfes-
stofa opin kl. 10—12 og 1—10,
laugardaga kl. 10—12 og 1—4.
■ Lokað á sunnudögum yfir sum-
armánuðina. Úíibú: Hólmgarði
. 34 opið mánudaga, miðvikudaga
og föstudaga kl. 5—7: Hofsvaiia
götu 16 opið hvern virkan dag
nema iaugardaga kl. 6—7; Efsta
sundi 36 opið mánudaga, mið-
vikudaga og föstudaga kl. 5.30—
7.30.
FLIGFEUÐIR
Flugféíag íslands h.f.:
Millílandaflug: Gullfaxi er
væntanlegur til Reykjavíkur kl.
16.10 í dag frá .Hamborg, Ivaup-
mannahöHi og Oslo, Flugvélin
fer til Lóndon kl. 08.30 í fyrra-
málið. — Innanlandsflug: — í
dag er áætlað að fljúga.til Ak-
ureyrar og Vestmannaeyja. —
Á morgun e.r áætlað aö fljúga iil
Akureyrar, Fagurhólsmýrar, - —
Hornaíjarðar, ísafjarðar, Siglu-
f jarðar og Vestmannaeyja.
SKIPAFRÉTTIR
Eimskipaféíag ísiands h.f.:
Dettifoss fór frá Riga 30.1.
til Ventspils og Reylcjavíkur. —
Fjallfoss kom til Rotterdam 28.
1. fer þaðan til Antwerpsn, Hull
og Reykjavíkur. Goðaíoss fór frá
Reykjavík 31.1. til New York.
Gullfoss fór frá Leith 31.1. til
Thorshavn og Reykjavikur, —
væntanlegur til Reykjavíkur árd
3.2. Lagarfoss fór frá Vestm,-
eyjum í nótt 1.2. til Fáskrúðs-
íjarðar, og Norðfjarðar, Ham-
borgar, Gautaborgar og Kaup-
mannahafnar. Reykjafoss kom
til Hamborgar 31.1. fer þaðan
til Reyltjavíkur. Tröllafoss fór
frá New York 29.1. lil Reykja-
víkur. Tungufoss fór frá Norð-
firði í morgun 1.2. til Eskifjarð-
ar og þaean til Rotterdam og
Hamborgar.
Skipaútgerð ríkisins:
Hekla fer frá Akureyri í dag
á vesturleið. Esja fór frá Reykja
vík í gærkvoldi vestur um land
í hringferð. Herðubreið er vænt
anleg til Reykjavíkur árd. í dag
frá Ausííjörðum. Skjaldbreið fer
frá Reykjavík á miðvikudaginn
vestur um land tíl Akureyrar.
Þyrill er í olíuflutningum á
Faxaflóa. Skaftfellingur fer frá
Reykjavík á þriðjudag til Vest-
mannaeyja.
Skipadeild S.Í.S.:
Hvassaíell er á Húsavík. —
Arnarfell fór 3,1. f. m, frá Kaup
mannahöfn áleiðis til Akraness.
Jökulfell er í Ólafsvík. Ðísar-
fell fór í gær frá Porsgrunn á-
leiðis til Reykjavíkur. LitlafeJl
kom í gær til Rendsburg. Helga-
' fell er í Reykjavík. Hamrafeil
kom við í Gíbraltar í gær á leið
til Batum. Alfa fór 28. f. m.
frá Capo de Gata áleiðis til Þor-
lákshafnar.
FUNDIR
Kvenfélag' Laugarnessóknar.
Konur, munið aðalfundinn n. k.
þriðjudagskvöld í fundarsal
kirkjunnar.
Slysavarnakonur í Reykjavík.
Munið aðalfundinn annað kvöld
kl. 8,30 í Sjálfstæðishúsinu. —
Venjuleg aðalfundarstörf, —
skemmtiatriði, — kvikmynd.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur.
Konur,' munið. áður auglýstan
afmælisfagnað félagsins á þriðju
daginn, 4. febrúar. Vinsamlega
tilkynnið þátttöku strax í síma
12585, 11810 og 15236.
—o—
Kvöldvökur IOGT.
iSvo sem auglýst er á öðrum
stað hér í blaðinu, gengst þing-
stúka Reykjavíkur fyrir út-
breiðslufundum með kvöldvcku-
sniði dagána 3.—6. febr. n. k. í
Góðtemplarahúsinu. Kvöldvök-
urnar heíjast kl. 8,30 e.h, hverju
sinni. Þarna verða flutt erindi
og ávörp af þjóðkunnum mönn-
um um áfengisvandamálið, auk
þsss sem margt verður þar um
skemirkiaíriði. Sýndir gaman-
leikir, lesið upp, hljómlist og
skemmtiþættir fluttir. Aðgangur
er öllum heimill ókeypis meðan
húsrúm leyfir.
Tékknesk -íslenzka
menningarsambandið.
Mánudaginn 3. febr. 1958 kl.
8,30 e. h. verður tékkneska stór
myndin Jean Zizka frá Troenov
sýnd í MÍR-salnum að Þing-
hoitsstræti 27. Jean Zizka er stór
mynd í litum gerð af O. Vavra
höfundi myndarinnar um Jean
Huss. Jean Zizlca er ein af þjóð-
hetjum Tékka og hafa þeir lagt
mikla vinnu í gerð þessarar
myndar. — Öllum er heimili að-
gangur.
Framhald af 12. síðu.
ig ýmisar tegundir mýkri
steina sem nota má til húsa-
s'kreytinga, í t. d. mosaik og
terrasó.
Bergkristallar hafa töluvert-
verið notaðir til húsaskreyt-
inga, t. d. í Háskólanum og'
Þjóðleikhúsinu, en lítið er orð
ið eftir af honum í. landinu, svo
Ktenn viti.
ÓNOTUÐ VERÐMÆTL
„Á íslandj liggja mikil ónot-
uð auðæfi í jörðu, ætti að
leggja mikla áherzlu á að not-
•færa þáu til iðnaðar, en, selj-
um ekkert af þeim óunnið úr
landinu, því hér er hægt að
byggja upp á þeim s(óriðnað,“
J.. Magnús B|arnasofi :■ J
EIRIKUR HANSSON i
S
S
Skaldsaga írá Nýja Skoílandi. S
í
höfðinu eins og hún vildi
ldjúfa mig í herðar niður.
■—• Eg gekk upp í svefnher-
bergið mitt, þegar ég var bú-
imi að borða, og fór að hugsa
um það, hvort mér mmidi nú
ekki takast að komast burt á
sama hátt og drengurinn, sem
Maríanna sagði mér frá. Það
var hreint ekki meira en tólf
fet frá gluggasium mínum og
ofan á gangstéttina fyrir neð-
an, og ég sá, að ég múndi hæg-
lega geta komizt þar, ófan, ef
ég festi annan endann á reipi
utan um einn rúmstöpuhnn
og renndi mér svo niður. Eg
var viss um, að ég mundi kom-
ast til Skipafjarðar um sólar-
uppkomu, ef ég gæti lagt af
stað um það levtið, sem frú
Patrik færi að sofa. Hið eina,
sem ég óttaðist við þetta næt-
urferðalag, var það, að ég
mundi verða alveg yfirkominn
af myrkfælni. En ég afréð þó,
að hætta mér út í þetta ferða-
lag, þrátt fyrir allt og allt.
Eg var svo heppinn um dag-
inn að finna digra þvottasnúru
í ©ldiviðarskýlinu, og ég var
líka svo heppinn að geta komið
henni upp í herbergið rnitt, án
þess að nokkur tæki eftir því.
Eftir því sem á daginn leið,
slóst hjartað í mér harðara, og
eftir því varð burtfararþráin
sterkari og óviðráðanlegri.
Mér fannst dagurinn aldrei
ætla að líð'a, en samt lei’ð hann
og kvöldið kom. Eg fór snemma
upp í herbergið mitt um kvöld-
ið, en ég fór ekki úr fötunum.
Eg slökkti ljósið eftir litla
stund. Eg setti dollarann, sem
frú Patrik hafði einu sinni
gefiS mér, í vasa minn, og svo
tók ég bækurnar mínar þrjár,
(Nýja Testamentið, Ijóðmæli
Jónasar Hallg'rímssonar og
Ijóðmæli LongefelloWs) og
batt stórum klút utan um þær,
því að ég vildi ómögulega
skilja þær eftir. Svo beið ég
langan tíma við glug'gann og
horfði út. Nóttin var heiðskír
og kyrrð og ró hvíldi yfír öllu.
Eg sá Ijósin í húsuUum út með
firðinum fækka smátt og
smátt, þangað til þau öll voru
horfin.
Þegar ég hélt, að frú Patrik
væri sofnuð, tók ég snúruna
batt öðrum endanum um rúm-
stöpulfnn, sem var næstur
glugganum, svo opnaði ég
giuggann og' renndi snúrunni,
með bögglinum í hinum end-
anum, uið'ur. Þar næst skreið
ég gætilega upp í gluggakist-
I una. — Ó, ég fór hægt og
| gætilega. Hj.artað í mér barð-
ist ákaflega.. Eg hélt niðri í
mér andanum. og köldum
svita sló út á, er.ninu á mér.
Eg húkti nokkra stund þárna
í gluggakistuhhi og var í vafa
um, hvort ég se-tti nú annars
að voga að leggja í þessa
glæfraferð. En þráin eftir að
komast hei-m var)ð:, vfirsterk-
ari öllum öðrum Öílum í mér.
Eg herti því upp hugann. las
mig niður snúruna, Moiust heill
á húfi ofan á gangstéttina, tók
bólcaböggulinn, læddist 'hljóð-
lega út úr garðinum og í|am.
á brautina, sem lá til Skipa-
fjárðar. Það var dálítið frést,
og snjór var enir á brautinni,
syo að gangfæri var hið ákjós-
anlegasta. Eg fór strax að
hlaupa. Eg hljóp eins hart og
mér var mögulegt, hljóp eins
og líf mitt lægi við. Áiram
þu'it ég eins og ég væri aiveg
•: ður. fram hiá húsum og hiöð-
um, og yfir hól og dai, og tók
á öllu, því lífsmagni, sem til
var I mér. Eg fór reyndar
nokkuð hægara, þagar ég fór.
fram hiá húsum. Víða urðu
hundar varir við ferð mína og
létu þá til sín heyra, og oft eltu
þeir mig langar leiðir. Eg
varð samt ekket hræddur við
þá. Eg var ekki hræddur við
neiít þá nótt. Allt, sem ég
hugsaði um, var það, að kom-
ast sem allra lengst að mér var
unnt, áður en sá tími kæmi,
að frú Patrik yrði þess vör, að
ég væri strokinn. Nei, ég
iiræddist ekkert þá nótt, —
ekkert nema það, að mér yrði
veitt eftirför. Og. óttinn fyrir
því knúði mig áfram, stælti
vöðva mína og taugar og
hleypti æsingu í blóð mitt, svo
að ég hentist áfram óðfluga alla
liðlanga nóttina, án þess nokkru
sinni að nema staðar.
Dagur liómaði rétt í því, að
ég kom að Skipafirði. Eg hélt
áfram inn með firðinum og inn
fyrir fjarðarbotninn og út með
honum hinum megin, og var þá
komið nokkuð fram á morgun-
inn, þsgar ég beygði austur með
firðinum. Áfram hélt ég austur
með ströndinni. En smátt og
smátt fór ég að fara hægara,
fætur mínir vbru alltaf að
verða, að mér fannst, þyngri
og þyngri. Eg var allur í ernu
svitalöðri, og ég var fyrir
löngu farinn að finna til
verkja undir síðunni cg til
þyngsla fyrir brjóstinu. En
áfram hélt ég. Klukkan var
ellefu, þegar ég kom til þorps-
ins Tangie, þar sem við Ingv-
ar höfðum borðað dagverð
haustið fyrir. Eg gekk þar inn
í gestagjafahúsið, keypti mér
miðdagsverð og varð um leið
að svara mörgum spurningum
viðvíkjandi ferðalagi mínu, —
spurningum, sem mér var allt
annað en ijúft að svara. Eg
stóð víð á gestgjafahúsinu
lengur en ég hafði ætlað í
fyrstu. Og þegar ég loksins
lagði af stað upp á Mooselands
hálsana, fann ég að ég var
orðinn svo stirður, að ég í
fyrstu. komst aðeins með naum
índum áfram fót fyrir fót. En
nú voru ekki nema tólf mílur
enskar til nýlendunnar. Áfram
hélt ég' eins hratt og mínir
veiku kraftar leyfðu. Sólin
lækkaði smátt og smátt á loft
inu, og leiðin til nýiendunnar
styttist líka meir og meir. Á-
fram hélt ég upp með Tangier
fljótinu, eins og végurinn lá.
Eg fór yfir fljótið á brúnni hjá
sögunarmylnunni. Og nú voru
sex mílur eftír til nýlendunn-
ar. Eg fór fram hjá námaþorp-
inu litla, sem kallað Var
Mooselands námar. Og nú voru
fjórar mílur eftir til 'nýlenl-
unnar. Eg' fór nú að greikka
sporið. Eg fór fram hjá Moose
lands skólahúsinu, fram hjá
pósthúsinu og fram hjá litlu
þakspónamylnunni hans Jóns
Prests. Og nú vou aðeins tvær
mílur eftir til fyrsta býlisins
í nýlendunni. Áfram hélt ég
k
viðstöðuiaust, ' og tilhlökkunin
að mega bráðum sjá ömmu
mína, færði í mig nýtt líf. Eg
reyndi til að fara að hlaupa
á ný, en þrátt fyrir það, fannst
mér, að ég vera lengi að fara
hvem faðminn. Loksins komst
ég í krókinn á brautinni, rétta
mílu fyrir austan fyrsta býlið
í nýlendunni. En rétt í því, að
ég komst í þennan krók á
braútinni, heyrði ég hringl í
iiestabjöllum á eftir mér. Eg
get ekki lýst því ofboðá, sem
yfir mig kom, því að ég þóttist
viss um, að það væru hestar
frú Patrik, sem hér væru á
eftir mér. Eg vissi, að það eina
sem nú gæti bjargað mé, var
minn eigin fráleikur, þv£ að
hlaupa út af brautinni og fela
mig var alveg þýðingarlaust,
vegna ófærðarinnar ískótginum.
Það var aðeins tæp míia til
býlisins fram undan. Kæmist
ég þangað, var mér fyllilega
borgið. Og þó að ég væri áðfram
kominn af þreytu, tók ég nú
til þess bragðs, að hlaupa, —
hlaupa eins og líf mitt lægi við.
Eg leit sem snöggvast til baka,
Eg sá hesta og sleða koma í
krókinn á brautinni —- hundr-
að faðma eða svo fyrir aftán
mig, — og mér til skelfingar
sá ég, að hestarnir voru leir-
ljósir. Það voru hestar frú
Patrik. Eg heyrði hvellinn í
hestasvipunni og heyrði og
kannaðist við rödd Jóns Mill-
ers, hins nefbrotna.
— Guð, hjálpaðu nú litlum
dreng, sem á bágt! hrópaði ég.
Og ég hljóp eins hratt og mér
var framast unnt og tók á öllu
því lífsmagni og viljakrafti,
sem til var í mér, því að mér
fannst ég vera að hlaupa upp
á líf og dauða. Eg sá griðastað
:inn fram undan, ég sá hann í
gegnum móðuna, sem var að
færast fyrir augun á mér. Öðr-
um megin við veginn stóð hús
ið, en hinum megin hlaðan.
Eg þekkti þetta hús og þessa
hlöðu undur vel. Eg þekkti
fólkið, sem átti þar heiina, og
ég vissi, að það mundi slá
yfir mig verndarhendi, ef ég
kæmist til þess.
Hestabjöllurnar færðust allt
af nær og nær. Eg heyði betur
og betur orgið í Jóni Miller.
Hann kallaði til mín hvað eft
ir annað og skipaði mér að
nema staðar, eða ella skyldi
hann keyra fram á mig. En
mér kom ekki til hugar að
nema staðar, meðan ég gæti
hreyft fætuma. En ég var
smátt og smátt að missa aflið
úr fótunum. Eg fór að verða
rnáttlaus um hnén, suða kom
fyrir augu mín, og mér fannst
hjartað í mér vera komið upp
í háismn á mér, og mér fannst
ég vera að gefa upp andami
fyrir fullt og allt.
•— Æ, g'óði guð, hjálpaðu nú
litlum dreng, sagði ég. Og um
leið var hönd Jóns Millers á
öxiinni á mér. Eg hafði tapað
í þessu kapphlaupi og hneig
rrmagna niður.
Jón Miller stóð yfir mér of
urlitla stUnd, meðau ég var að
kasta mestu mæðinni. Ó, hvað
ég bað hann vel að leyfa fnér
að fara heim til ömmu minnar,
bara sem shöggvast. En han'n
svaraði mér ekki einu einasta