Alþýðublaðið - 04.02.1958, Síða 3
Þriðjudagur 4. febrúar 1958
A 1 þ ý 8 n b 1 a 8 I 8
r — >
Alþg&ublaðiú
Ctgefandi; Alpýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Auglýsingast j ór i: Emilía S a m ú e 1 s d ó 11 i r.
Ritstjórnarsímar: 149 0 1 og 14902.
Auglýsingasími: 14 9 0 6.
Afgreiðslusími: 14900.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10.
Athyglisverðar staðreyndir
„FRJÁLS ÞJÓГ ræðir á laugardaginn nokkrar stað-
neyndir í tilefni bæiarstjórnarkosninganna. Hér skal á þær
minnzt með frekari atihugun og umræðu fyrir augum.
í fyrsta lagi dregur „Frjáls þjóð“ þessa ályktun af kosn-
ingaúrslitunum í Reykjavík: „Andúðin á þeirri tilbugsun,
að kommúnistar yrðu mestu ráðandi um stjórn Reykja-
víkur, ef Sjálfstæðisflokkurinn missti meirihiuta sinn,
tryggði Sjálfstæðisflokknuim atkvæði meirá.en tuttugu þús-
und kjósenda í höfuðstaðnum."
Það er óvefengjanlegt, að þetta hafi verið dómur kjós-
endanna. Kommúnistar eru eiturdropar 1 bikar vinstri
hreyfingarinnar. Þess vegna vill fólk ekki við þeim líta
og sízt af öllu Reykvíkingar, bar sem veldi kommúnista
hefur verið miest og baráttan gegn þeim hörðust. Enn einu
sinni kemur í iiós, hvað kommúnistar eru S.jálfstæðisflokkn
uim eftirsóknarverðir andstæðingar. Morgunblaðið lét líka
mjög í veð'ri vaka, að baráttan í Reykjavík stæði milli Sjálf-
stæðismanna og kommúnista. Það vissi, hvað þess m(önnum
feom.
í öðru lagi segir „Friáls þjóð“: „Minnst afhroð guldu
stjórnarfiokkarnir á þeim stöðum, þar sem kommúnistar
eiga ekki teljandi fylgi að fagna og eru éhrifalitlir.“ Blaðið
nefnir ísafjörð þessu til sönnunar. Það er hárrétt. En ekki
myndi síður ástæða til að benda á Akranes. Og í Hafnar-
firði hefur forusta iafnaðarmanna tryggt vinstri stjórn
bæjanfélagsins með góðum árangri. Alþýðuflokkurinn get-
ur stöfnað til vinstri samjvinnu um róttæk umbótamálefni
þar sam hann rná sín meira en kommúnistar. En vinstri
hreyfingin koðnar niður alls staðar þar sem kommúnistar
ná forustunni, þó að hvergi sé þetta augljósara og eftir-
minnilegra en hér í Reykjavík. Dómur „Frjiálsrar þjóðar'*
er þess vegna rökstuddur og tímabær. Þar er krufið til
mergjar eitt meginatriði íslenzkra stjórnmála í dag.
í þriðja lagi kveður „Frjáls þjóð“ svo að orði um þessi
viðhonf: „Hér ber allt að sama brunni. Almenningur snýr
baki við þeim stjórnmálasamtökum vinstrimanna, þar sem
kommúnistar eru innanfeorðs. Nálega 1600 atkvæða tap
koirfnúnista í Reykjavík á einu og hálfu ári er vísbending,
.sam ekki verö’ur misskilin. M'álstað vinstrimanna í landinu
er illa kpjnið, ef þá skortir raunsæi og manndóm til að
horfa'st í augu við þessa staðreynd og haga stÖrfum sínuni
samkvæimt bví.“
Alþýðublaðið tekur eindregið undir þessi orð „Frjálsr-
ar þjóðar“. bctta er í aðalatriðum hið sania og Alþýðu-
flokkurinn hefur jafnan haldið fram eftir að kommúnist-
ar komu fyrst v-ið sögu íslenzkra istjórnmála. Aliir jsannir
vinstrl menn jhljóta að ,gcra sér grein fyrir þessum stað-
reynduni. En málstaðurinn, sem fyrir „Frjálsri þjóð“ vak
ir, getur því aðcins sigrað, að hér reynist unnt að stofna
til vinstri lireyfingar, sém hafnar öfgum íhalds og komm-
únisma, en berst fyrir lýðræðislegri jafnaðarstefnu. Auð-
vitað mun henni ekki á komið fyrirhafnarlaust, en hún
er eigi ,að síður meginnauðsyn, ef raunhæf vinstri stefna
skal i framtíðinni koma hér við þjóðarsöguna með líkum
hætti og í nágrannalöndunum þar sem menningsn rís
hæst, framfarirnar gerbreyta gömlum viðhorfunt og póli-
tískt siðgæði er í heiðri lialdið.
Alþýðuflokkurinn gefst sannarlega ekki upp. Hann
hortfist í augu við staðreyndirnar og gerir sér grein fyrir
nauðsyn þess, aö öflug vinstri hreyfing komi til sög-
unnar á íslandi. En kommúnistar hlióta að verða þar utan
við. Þleix- kafa dæmt sig úr leik í eitt skipti fyrir öll. Sanna
vinstri menn þarf hins vegar að sameina, og það verður
að takast. Eila munu öfgar íhaldsins og kompjúnistoans
toga ísland og íslendinga sundur á milli sín. Og vill niokkur
einlægur yinstri maður bera ábyrgð á þeirri óheillaþróun?
V'onandi ekki, því að þá væri úti um ísland.
Auglýsið í Alþýðublaðinu
( litan úr heimi )
vesfurve
EINS og öllum er kunnugt
hafa Rússar og .fylgifiskár
þeirra talað mikið um einræðx
og einingu undar.farið. Flest
félög og félagasamhönd kotnm-
únista hafa gert harðorðar á-
lyktanir gegn nýlendu kúgun og
na o
nýlendustefnu vesturveídanna.
Nu skulum við sjá, hvernig hus
bændur þessara einingarstnna,
Rússar, framkvæma vilja sinn
í þessum efnum.
Við skulum því bera saman
r.tíkkur lönd sem hafa öðlazt
frelsi á siðastliðnum 29 árum
og ennfremur nokkur lönd, sera
hafa lent í heljargreipum
Rússa undir því yfirskini, að
þeir væru að berjast fyrir ein-
ingu og frelsi.
LÖND SEM HAFA ÖÐLAZT FRELSl Á Lbúafjöldi: SÍÐASTLIBNUM 20 ÁRUM.
Lönd: (í milljónum) Öðluðust frelsi:
Burma 20.0 Á 1- jan. 1948
Cambodia 4.5 ,, 25. sept. 1955
Ceylon 8.9 .: 4. febr. 1948
Ghana 4.7 JjÁ 5. marz 1957 „
indland 382.0 15. ágúst 1947
Indónesía 84.7 . Á,- Í:f^i.l5. ágúst 1950
ísrael 1.9 14. maí 1948
Jórdanía 1.5 A,- 25. maí 1946
Kórea ¥ 22.0 15. ágúst 1948
Laos sá i & ^ „21. júlí 1954
Líhanon ■ , 1.5 1- jan. 1944
Lábýa . ■, * 1-1 2. jan. 1952
Malaya 6.1 31. ágúst1957
Marokkó 9.7 , i, 2. marz 1956
Pakistan 84.0 14. ágúst 1947
Filippseyjar 22.0 .v... A 4. júlí 1946
Súdan 9.0 1. jan. 1956
Sýr-land 3,7 Á 1- jan. 1944
Túnis 3.8 20. marz 1956
Vietnam 12.5 26. okt. 1955
íbúafjöldi samtals: 685,6 . 'ÍL(
LÖND SEM MISST HAFA SJÁLFSTÆÐI SIT'J’ í HENDUR RÚSSA íbúafjöldi: I.
Lönd: (fyrir hernám Rússa) Misstu sjálfstæði:
Albaniía 1.186.000 Des. 1945
Búlgaría 7.160.000 Hernumin 1944
Tékkcslcvakía 12.463.000 Bylting 'kommúnista 1948
A.-Þýzkaland 18.807.000 Hernumin í styrjöldinni
Eistland 1.122.000 Hernumið 1940
Ungverjaland 9.224.000 Hernumið 1945
Lettland 1.951.000 Hernumið 1940
Litháen 2.957.000 Hernumið 1940
Pólland 24.500.000 Júní 1945
Rúmenía 16.007.000 Leppstjórn 1945
Ytri Mongólía 2.000.000 1945
Norður-Kórea 9.100.000 Hernumin 1945
íbúafjöldi samtals: 106.477.000
Ennfremur hafa Russar hreln Prússlandi, austur Tékkós’ó-! og lönd er- Japanir áttu. íbúa-
lega inniimað í Sovétríkin hér- I vakíu austur Póilandi, og í j fjöldi í þessum héruðum er t
uð í Rúmeníu. norð-austur I Finnlandi. Einnig Tannu Tuva 1 18.366:000.
ynrrenn
HINN NÝI forsætisráðherra
Ungverjalands, Ferenc Múnich,
lét s voum mælt í fyrstu ræðu
sinni í ungverska þinginu eftir
embættistöku sína, að hann
væri á allan hátt samþykkur
þeirri stjórnmálastefnu. sem
ríkisstjórn Kadars hefði fylgt.
Lýsti hann og yfir því að stjórn
arskiptin 'táknuðu e’kki á neinn
hátt stefnubreytingu, — þar höf
um við riáð föstu.m grundvelli,
sagði hann.
Þá sagði hann einnig að síð-
ustu fimmtán mánuðina hefði
skapazt meiri eining, bfeði ínn-
an flokksins og stjórnarirmar,
en áð'ur hefði verið fyrir hendi,
ekki einu sinni eftir „frelsún-
ina“ 1945. Þannig mundi það
og verða í framtíðinrii. Lálum1
ímyndunarafl fjandmanna okk-
ar þjóna óskhyggju þeirra, —
við ví’kjum ekki út af þeirri
braut, sem við höfum valið okk
ur. Sovétsamveldið er okkur
eina tryggingin fyrir sjáifstæði
og frelsi. og allri framþróun í
landinu. Þannig mælti hinn nýi
forsætisraðberra Ungverja-
lands.
Fyrrverandi forsætisráðherra
og núverandi framkvæmda-
st j óri kommúnistaf I okks i ns
ungveska, Janos Kadar, lét svo
um mælt við asma tækifæri.
Sovézku hersveitirnaT- dveljast
hér eingöngu vegna þess á-
stands, sem nú ríkir í alþjóða-
málum en ekki fyrir mnanrik-
isástæður . . . Þetta sagði hann
nokkru eftir að bingið hafði
einróma samþykkt að íallast á
lausnarbeiðni hans, og kosið
Fernc Múnich eftirmann hans„
en Múnich er nú 71 árs að aldri.
Kadar sagði einnig í sinni
ræðu, að þjóðskipulagið og ung-
verska þjóðin væri hvort-
tveggja nógu sterkt til að stand
ast allar árásir. Hann mælti og
með því að dregið vrði úr víð-_
sjám með ríkisstjórninni og
kaþólsku biskupunum. Sam-
vinna með ríkisstjórn og kirkju
yrði að byggjast á traustum
grundvelli sagöi hann.
Ferenc Múnich er eins og áð-
ur er sagt kominn á áttræðis-
Framhald á 8. sí8u.