Alþýðublaðið - 15.02.1958, Side 3
Laugardagur 15. febrúar 1958
AlþýðnblaðlS
3
>■— >
Aíþýðubiaöið
Útgelancii: Aiþýðuflokkurinn.
Ritstióri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Auglýsingast j óri: Emilía S a m ú e 1 s d ó 11 i r.
Ritstjórnarsímar: 14901 og 1490 2.
Auglýsingasími: 14 9 0 6.
Algreiðslusimi: 149 00.
Aðsetur: Alþýðuhúsið.
Prentsmiðja Alþýðublaðsins, Hverfisgötu 8—10.
% é
Sakiel og UngvÉrjoland
ÁRÁS FRAiKKA á þorpið Sakiet í Túnis hefur vakið
mikia athygli og reiði hvarvelna á Vasturiöndum. Vdst hafa
önnur verk verið unnin stærri og verri undanfarin ár, en
athæfi Frakka veldur slíkuim vonbigðum, að almenn reiði
sagir til sín. Þass vegna mótmæla stjórnmlálamenn og blöð
Vesturlanda þessari árás, telja hana lítilmannlega og ekki
menningarþjóð sæmandi. Sú alda nser alla leið hingað út
til íslands. Mönnum hrýs hugur við tilhugsuninni um
óhæfuna.
ÞjóÖviljinn Iætur fordæminguna í tilefni árásarinnar á
Sakiet mjög til sín taka. Þar er kveðið fast að orði, en
naumast að ástæðulausu. Þó seilist koœfmúnistablaðið helzt
tii langt, þegar það vill halda því frarn, að Atlantshafs-
bandalagið beri siðferðilega álbyrgð á vei’knaði Frakka í
Thjuni's. Árlá'sin á Sakiet brýtúr sem sé algerlega í bága við
tilgang Atlantshafsbandalagsins, enda er ekbert dult í'arið
mieð þá skoðun á Vesturlöndum.
Ilitt er ærið umhugsunarefni, að Þjóðviijinn fer
mjög i manngreinarálit, þegar um liryðjuverk er að
ræða. ilann kveður úpp þungan áfelíisdóm yfir Frökkum
vegna árásarinnar á þorpið Sakiet í Túniís og er í því
sambandi með brigzlyrði i garð Atlantsbafsbandalagsins.
En haim leit allt öðrum auginn á athæl’í Rússa í Ung-
verjalandi, þegar bylting fólksins þar var kæfð í blóði.
Ýmsir forustumenn íslenzkra kommúSista mieð Brynjólf
lljarnason í broddi fylkingar hafa reynt að afsaka at-
hæfi Rússa i Ungverjalandi, enda iangskólaðir og þaul-
ménntaðir i þeirri fræðigrein. Og' aldrei datt Þjóðvilj-
anum í hug, að blóðbaðið á Ungverjalandi flekkaði skjöld
Varsjárbandalagsins. Ekki heyrðist heldur nein rússnesk
rödd, sem fordæmdi óhæfuverk Rússa í Búdapest. Frakk-
ar verða hins vegar gagnrýninnar varir heima fyrir.
Stjórnmálamenn og hlöð bar segia valdhöfunum misk-
unnai'Gaust til syndanna. Rússar 'höfðu eklcert af því-
Iiúkum óþægindum að segia.
Þatta er ekki 'tekið hér fram til að mæla gegn fordæm-
ingu Þjóðviljans á árásinni á Sakiet. Þvert á móti. Hun er
orð í tírna töluö. En hiá þvi verður ekki komizt að minna á
þá ömurlegu staðreynd, að íslenzka kominúnistablaðiÖ heí-
ur várið naeð oddi og egg miklu stærri og verri óhæfuverk.
Þess vegna er ekki tekið mark á boðskap Þjóðviljans, þeg-
av hann finnur til með Túnisbúum. Hann hefur ungverska
skuggann yfir sér. Málgagn Kadars getur ekki með góðn
samvizku barizt fvrir réttlæti.
ÞJÖÐVILJINN skýrir í gær frá því, að af nýjasta bindi
stóru sovézku alfræðioröabókarinnai' verði ekki annað séð
en að Sovétríkin hafi verið forsætisráðherralaus frá 1953
til 1955. Um þetta segir blaðið svo orðrétt:
„I 130 blaðsíðna yfirliti um sögu Sovétríkjanna í 50.
bindi alfræðibókarinnar cr þess hvergj getið, að þetta
tímabil gegndi Georgi Malénkoi’f emhætti forsætisráð-
herra. I þessu bindi bókarinnar, sem allt fjallar um Sov-
étríkin, er þess ekki heldur getið að Malénkoff var að-
alframkvæmdastjóri Kommúnistaflokks Sovétríkjan.na
frá iáti Stalíns í miarz 1953 þangað til Nikita Krústjoff
tók við því starfi misseri síðar. Malénkoff er nefndnr á
nafn á þremur stöðum í bindinu og alls staðar í savn-
handi við „andflokkslega undirróðursstarfsemi11, en lion-
um og fjórum öðruni forustumönnum var vikið úr öll-
um trúnaðarstöðum í Kommúnistaflokki Sovétríkjaníia
i'yrir þær sakir síðast liðið sumai'11.
Heimildar er ekki aetið, svo að maður gæti haldið, að
skriÆfinnar Þjóðviljans hefðu brotizt gegnum 50. bindi
soivézku alfræðiorðabókarinnar til að leita að Malénkoff
óg félögmn haiis. En er þetta ekki óþörf fyrirhöfn? Veit
ekki Þjóðviljinn af langri reynslu, hvaöa örlög sögunnar
bíða þeirra manna, sem fálla í ónéð austur í Rússlandi?
Þeir eru orðnir margir, er týnzt hafa þar eftir bylting-
una, sem. átti að koma lýðræðinu og sévsíalismánium til
valda. .
( Utan úr heimi )
ÁRIÐ 1954 ráku postular rétt1
trúnaðarins í Ameríku dr. J.
Robert Oppenheimer frá störf-
urn á þeim forsendum að hann
væri hættuleguröryggilandsins
og bönnuðu honurn að halda á-1
fram þeim vísindarannsóknum, j
sem hann hafði náð svo frá-
bærum árangri í. Og nú leita |
þessir sömu menn að átyllu til,
að kalla hann aftur til starfa.
Hræðslumálaráðuneyti Mc
Carthys hlaut að valda því, að
Bandaríkin misstu forystuna í
kjarnorkuvísindum. I fjögur ár
voru Bandaríkjamenn í farar-
broddi, en þá fóru Rússar að
draga á og þar kom að stór-
veldin tvö voru jöfn í kapp-
hlaupinu um framleiðslu vetn-
isvopna. Og þá fylgdi lömunin
í kjölfar móðursýkinnar, sem
bjóðmálaskúmarnir höfðu vak-
ið. 1945 var kjarnorkuspreng-
an hæsta tromp Bandaríkjanna,
en 1954 vetnissprengjan. Hlut-
ur Oppenheimers i framleiðslu
bessara vonna var afgerandi.
Hann var settur forstjóri vfir
tilraunastöðinni í Los Alamos,!
en hlutverk hennar var að
vinna að því að ná valdi yfir
atómklofningnum og stjórna
honum. Honum einum var það
að þakka, að tókst að fá vísinda
menn hvaðanæva úr Bandaríkj
unum til hess að einbeita sér
að ákveðnum verkefnum í þágu
kjarnorkurannsókna, og hann
einn hafði þá menntun og yfir-
sýn, sem með þurfti til þess að
beina starfi allra þessara
manna í einn farveg.
í rannsóknarstofnunum í Los
Alamos störfuðu 4.000 vísinda-
menn og að auki 4000 starfs-
menn. En það er vart mögulegt
að svo margir menn vinni sam-
an án þess bryddi á afbrýði-
semi, deilum og andúð manna
á meðal. Og möguleikar fyrir
árekstrum margfaldast begar
verkefnið, sem starfað er að,
grípur ekki einungis yfir tækni
leg vandamál, heldur skapar
einnig siðferðileg, hernaðarleg
og pólitísk vandamál, siík sem
aldrei hafa áður þekkst í sögu
veraldarinnar. Þegar þar við
bætist, að störf þessi verður að
vinna í kapphlaupi við styrj-
aldarviðburði og í spennitreyju
ótta og öryggisleysis', sem ógn-
ar frj.álsri hugsun einstak-lings-
ins hlýtur að brjótast út
beizkja og misklíð manna og
gagnrýni á forystumanninn er
eðlileg afleiðing.
Eftir að kjarnorkusprengj-
unni var varpað á Hírósíma lét
Oppenheimer af störfum í Los
Alamos, viðurkenndur af flest-
um sem lærðastur allra í atóm
ræðum. Hann var skipaður
sta'rísmaður í kjárnorkunefnd
Bandaríkjanna og var bar með
trvggt að hann héldi áfram að
starfa að kjarnorkurannsókn-
um í þágu þjóðar sinnar.
t september 1949 reyndu
Rússar fvrstu kjarnorkusp.rengj
una. Bandaríkjamenn • höfðu
tapað forskotinu og það varð
að vinna upp,
Kjarnorkunefndin undir for-
sæti Oppenheimers sneri sér að
því að gera áætlun um vetnis-
sprengjur. En það var ekki ein-
ungis um að ræða hin tækni-
iegu vandamái, sem leysa
burl'ti, heldur éngu að síður
hina siðferðilegu ábyrgð, sem
á þeim hvíldi, sem falið var að
búa til þetta ægilega vopn.
Þeir, sem óttuðust afleiðingarn
ar of notkun vetnisvopna, voru
í minnihluta í nefndinni, en
efndin var sammála um að
heppilegra væri að einbeita sér
að fullkomnun kjarnorkuvopna
en fresta framleiðslu vetnis-
vopna í bili. Forseti Bandaríkj-
anna f'ór ekki að ráðum nefnd-
arinnar. Víisindamönnunum var
falið að hraða eftir mætti fram
leiðslu vetnisvopna, og 1. nóv-
Robert Oiipenheimer
ember 1952 var fyrsta vetnis-
sprengjan reynd við Marshall-
eyjar. Bandaríkin þóttust ör-
ugg. 12. ágúst 1953 sprengdu
Rússar einnig vetnissprengju.
Ótti kjarnorkunefndarinnar
við afleiðingarnar af fram-
leiðslu vetnisvopna var á sterk
urn rökum reistur. En margir
voru reiðir nefndinni fyrir hik
hennar og nú brauzt útgremjan
gegn Oppenheimer. Hann hafði
flækzt í deilur hinna ýmsu
deilda hersins um hver þeirra
ætti að fara með hin nýju
vopn. Foringjar flughersins
töldu Oppenheimer hafa beitt
sér fyrir því, að meiri áherzla
var lögð á varnarvopn en
sprengjur. Og hin stórpólitísku
vandamál, sem leysa þurfti í
sambandi við hagnýtingu vetn-
isorkunnar leiddu brátt til of-
stækis og ofsókna. Óttinn og
efinn áttu ríkastan þátt í upp-
gangi McCarthys og hans fé-
lag'a. Oppenheimer hafði haft
náið samband við kommúnista
á yngri árurn, og Sovétríkin
voru furðulega stutt á eftir
Bandaríkjunum í kapphlaupinu
um vetnisvopn.
1 desember 1953 var Oppen-
heimer leystur frá öllum störf-
um og bannaður aðgangur að
vísinclaleyndarmálum ríkisins,
og almenningi sagt að hann
hefði um árabil verið stórhættu
legur öryggi landsins, og hefði
seinkað framleiðslu vetnis-
sprengjunnar til þess að þ.jóna
með því Sovétríkunum. Það var
að vísu sannað að hann hefði
mikið umgengizt kommúnista á
námsámm símun, en vísinda-
menn báru það, að hann hefði
á engan hátt taíið framkvæmd
ir í sambandi við beizlun vetn-
isorkunnar, og stóra nauð-
syn bæri til, að hann hé’.di
áfram störfum á sínu vísinda-
sviði. En nefnd sú, sem falið
var að rannsaka mál hans,
komst að eftirfarandi niður-
stöðu: — Borgarar, sem vinna
að viðkvæmum verkefnum í
''águ þjóðar sinnar, verða að
hlyta settum öryggisreglum.
Að Jeyfa manni í æðstu stöðu
að fara á bak við öryggisreglur
u- ófyrirgefanlegt. Dr. Oppen-
heimer fullnægir ekki þeim á-
kvæðum, sem öryggi landsins
krefur og því verður hann að
víkia. úr starfi sínu.
Dr. Oppenheimer sneri aftur
til Princetonháskólans. Öryggi
Ameríku var tryggt. En mót-
mæli bárujst frá vísindasam-
bandi landsins. Þar segir meðal
annars: Það er ekki rétt að
ströngustu öryggisreglum veiti
mest öryggi. Hernaðarstyrk-
leiki lands vors er þá mestur,
að við getum ætíð haft forystu
í vísindalegum framförum. Ef
Bandaríkjamönnum skildist
réttmæti þessara orða myndu
þeir taka vísindaafrekum Rússa
af meiri stillingu. Og þá væri
Oppenheimer enn í fararbroddi
vísindamanna Bandaríkjanna.
FÉU6SLÍF
Æskulýðsvika
K.F.U.M. og K.
Samkoma í kvöld.kl. 8,30.
Bjarni EyjóHsson ritstjóri
talar. Vitndsburðir, söngur og
hljóðfærasláttur. — Allir
velkomnir.
iðvörun fil Vssisrifsl|éra
FYRIR nokkrum dögum birt
ist í dagblaðinu Vísi geðvonzku
pistill eftir mann einn lít.ils-
háttar, og var tilefnið Ijóð er
Einar Bragi hefur gefið út með
nýsí'áriegum hætti. Inn í þessi
skri-f eru fléttuð dónaleg um-
mæli um mig og tvo aðra nafn-
kunna menn, ufflmasli, sem jafn
vel þættu ósæmileg é> prenti í
hörðustu orrahríðum stjórn-
málablaðanna, hvað þá að slíkt
þyki sæmandi í samibandi við
bókagagnrýni.
Nú dettur engum í hug, sem
þekkir höfund þessa orðbragðs,
að kippa sér upp við dónaskap
hans, en hitt hlýtur að vekja
furðu að ritstjóri Vísis skuli
skiáka í því skjóli, að blað hans
sé ekkj virt þess að höfðað sé
mál gegn því.
En þar sem höfundur níðsins,
lætur það fréttast, aö von sé á
áframhaldi, vil ég hér með að-
vara Herstein Pálsson.
Rv. 13. febr.
Jón úr Vör.