Alþýðublaðið - 18.02.1958, Síða 4

Alþýðublaðið - 18.02.1958, Síða 4
AlfcýBnblaBlB Þriðjudagur 18. febrúar 1958 n t/erTVANGttn mgs/a/s B. B. skrifar: „Ég vil hérmeð I jþakka þér fyrir fyrirspurnir þín ar og ummæli um drengina, sem Sinupluðu skotvopnunum heima ihjá öðrum þeirra, fóru til kaup- ananns og keyptu af honum skot- færi og hófu svo skothríð á hús Siér í bænum. ÉG VII, árétta þessi ummæli jþín, og jafnframt vil ég krefjast þess, að lögreglan komi fram á- íbyrgð á hendur kaupmanni Iþeim, sem seldi þeim skotfærin. Sá maður á að fá að komast að raun um það að hann hefur íramið lögbrot. ÞAÐ EK RÉXT, að enginn má áá afgreiðslu á skotfærum, nema að leggja fram leyfi 'frá lög- reglustjóranu-m, um að viðkom- andi megi kaupa skotfæri, EN í SAMBANDI við þetta vil ég segja það, að kaupmenn átta sig ekki alltaf á því hvað beir mega selja og hverjum þeir mega selja. Þeir eiga ekki, þeg- ar börn, t. d. koma með stórar peningafúlgur til þeirra til þess að kaupa sælgæti og gosdrykki. 3Það mun að vísu eitki vera lög- brot að selja þessum börnum það, sem þau vilja kaupa, en Kaupmenn og kaupendur. Börn með fullar hendur fjár. Réttur — Samviska Utivist barna, heimilin og lögreglan. það er dáíítið til, sem kall- ast óskráð lög, og mér finnst að undir svona kringumstæðum, eigi kaupmaðurinn að stinga við fótum. ÉG SEGI þetta af gefnu til- efni. Undanfarið hefur nokiiuð borið á afbrotum drengja. Þetta hefur skeð á hverju ári, og ég held ekki, að afbrot unglinga séu meiri nú en áður, en samt er þetta ískyggilegt. Hér er heim ilin um að saka. Afbrotaungling ar koma frá heimilum, þar sem börnin eru, svo að segja, látin ganga sjálfala. HVERNIG HELDUR FÓLK, að útkoman verði á þeim börn- um, sem heimilin láta vera sjálf ráð um hvenær þau koma heim á kvöldin? — Ég skal drepa á það, að hér í hverfinu, sem ég á heima í eru börnin úti allt til miðnættis. Að vísu eru þau frá sömu heimilunum. Ég hef rekist á þessi börn niðri í miðbæ klukkan hálf tólf að kvöldi. ÉG SKIL EKKI þau heimili, sem leyfa slíkt. Þeim hlýtur að ýera Ijóst hvert leiðin liggur fyrrir börnin. Hér er um tómlæti að ræða. Engir foreldrar leiða börn sín vitandi vits ut á glap- stigu. En það mega þáu vita, að.tómlæti í þessum málum, get- ur ekki leitt annað en út í vand- ræði.“ ÞETTA segir B.B. í bréfi sínu. Útivist barná á kvöldin er ekki eingöngu sök heimilanna. Hér eru fastar reglur í lögreglusam- þykktinni um utivist barna. — En ef heimilin vinna ekki með lögreglunni, þá er engrar úrbót- ar að vænta. Hannes á horninu. ( Ufan úr heimS ) AÐALATRIÐI úr yfirlýs- ingu Felix Gaillard forsætis- ráðherra Frakklands 11. febr- úar 1858, vegna atburðanna í Sakiet-Gidi-Youssef. 1. Á yfirstandandi ári hafa árekstrar orðið æ tíðari á landa mærum Túnis, en þar hafa upp reisnarmenn frá Alsír (F.L.N.) liaft aðstoðu til að búa um sig í friði. Alvarlegasti atburður- inn átti sér stað hinn 11. jan- úar í Sakiet-Sidi-Youssef. Þar féllu 16 okkar manna, 2. Frá þessu þorpi var sífellt haldið upþi skothríð á allar franskar flugvélar með stórum vélbyssum, staðsettum á þök- nm túniskra stjórnarbygginga. rÆorguninn 8. febrúar varð ein flugvél okkar fyrir skoti og ne.ydd til að lenda. enda bótt foringja þeirra, sem með byss- ur þessar fóru, hefði verið til- kynnt, að þess mundi verða hefnt ef slíkir atburðir endur- tækju sig. 3. Ákveðið var af herstjórn- inni í landamærahéruðunum, að eyðileggja bækistöðvar F.L. N. og loftvarnir þeirra. 4. „í þessum síðustu átök- um,“ sagði Gaillard, „hefur mikilvæg herstöð uppreisnar- manna verið eyðilögð, en því miður hafa einnig fallið al- mennirborgarar. Enginn, hvorki herstjórnin né opinberir em- bættismeftn hefur viljandi leit- að eftir að drepa alþýðu raanna, og við böx-mum rnjög afdrif þeirra, sem féllu. 5. Þrátt fyrir þá erfiðleika, sem Frakkar eiga nú við að stríða um þessar mundir, ætla þeir að þejta sér fyrir f jármála legu og stjórnmálalegu sam- bandi, þar sem þjóðir Norður- Afríku fái notið farsældar í framtíðinni. 6. Fi'anska stjórnin vonar, að rkisstjórn Túnis finni • ráð tii að forðast árekstra á landi sínu. 7. Forsætisráðherrann er ekki mótfallinn samningum við stórn Túnis um skaðabóta- greiðslur vegna þeirra, sem féllu. Franska þingið vottaði ríkis- stjórninni traust í lok umræðn anna með 339 atkvæðum g'egn 179. \ \ S s s s s \ s s s s s s S s s s s s s s s s s s s ) s Úr ötlum áttum. Seytján ára segir stöllu sinni frá Gull fossi: Og þarna streymdi vatn ið eins og vodka á Borginni . . . Þingeyingur haldinn minnimáttarkennd — heldur sig ekki vita betur en aðrir . . .Ónefndur æðriskólakenn- ari eftir að hafa lesið þá full- yrðingu Helga Sæmundsson- ar að drykkjuskapur íslend- inga væri að færast í austur: Ef hann dreymir ekki Árni minn Pálsson heldur ónota- lega á næstunni, — þá trúi ég ekki framar á annað líf. . . . Bjartur í Sumarhúsum: Já, og jafnvel þeir skytu niö- ur Rauðsmýrarkirkju, þá væri það andskotalaust- af minni háifu . . , Á vatninu . . . Svo er sagt að Beaverbrook lávarður léti. allt þjónustu- fólk sitt kalla sig „hevrann“ ekki aðeins í ávarpi, heldur og í umtali. að var eitt sinn að Sir Rand olph Churchill hugðist heim- sækja lávarðinn á sveitasetx-i hans, en dyravörðurinn varð fyrir svörum þegar harm bar að garði: „Mér þykir það leitt en herrann er á gangi uti í garðinum . . .“ „Já, einmitt“, varð Churcix ill að orði. „Úti á garðtjörn- inni, geri ég ráð fyrir.“ t ?':-9 Brot út ferðasögu á póstkorti. Á milli Skotlands og Dan- merkur skall á okkur slíkt ó- skapaveður að minn varð að láta binda sig við barinn . . . Annað ferðasögubrot. Hjón nokkur höfðu tekið á leigu stofu og svefnherbergi vara í gistihúsi á Englandi, og vöknuðu um nóttina við eitfc hvað þrusk frammi í stofunni. Það er annaðhvort innbrots þjófur eða draugur, hvíslaði konan. „Þú verður að fara fram og aðgæta það, góði minn“. „Nei, þú verður að fara sjálf“, svaraði eiginmaðurinn. „Þú talar svo mikið betur ensku . . .“ ORÐ UGLUNNAR: Og nú kváðu hrútspungar orðnir tízkuvara. S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Ef kjóllinn er of síður, þá er bara að girða haun að sér eiiis og sést hér á myndinni. Kjóllinn er frá Frederick Stark I London og hugxnyndin að minnsta kosti nýstái'leg. Og nú eigs kjólarnir sem sagt að vera stuttir. j Svavar Guðmundsson sextugur í GÆR átti einn af þekktustu og mikilhæfustu boi'gurum Ak- ureyrarkaupstaðar sextugs- afmæli, Svavar Guðmundsson, útibússtjóri Útvegsbankans á Akureyri. Hann er fæddur 17.2.’98 á Akureyri, sonur hjónanna Guð- mundar Hannessonar læknis og síðar prófessors í læknavísind- um við Háskóla Islands og Karólínu ísleifsdóttur konu hans. Eftir að hafa lokið mennta- skólanámi um 19 ára aldur, starfaði Svavar stutta hríð hjá Sambandi íslenzkra samvinnu- félaga, en hélt síðan til Kaup- mannahafnar, lauk þar prófi í i forspjallsví'sindum, en innritað ist síðan í stúdentadeild Niels Brocks Handelskole og lauk námi þar. Síðan var Svavar starfsmaður hjá dönskum og býzkum fyrirtækjum um skamma hríð, en hvarf því næst á ný til starfs hjá SÍS og var í þjónustu þess óslitið 1921—35, er hann varð útibússtjóri Út- | í vegsbankans á Akureyri og hef j ur gegnt því starfi síðan. Meðan Svavar Guðmundsson var í þjónustu SÍS, gegndi hann og ýmsum opinberum trúnaðarstörfum, var m.a. for- maður bankaráðs Útvegsbank- ans 1930—’35 og formaður gjaldeyris- og innflutnings- nefndar 1931—’33. Eftir að Svavar flutti starfs- vettvang sinn til Akureyrar, sat hann um skeið í bæjarstjórn Akureyrar og formaður Bygg- ingasamvinnuféiagsins Garðs hefur hann verið frá stofnua þess. Af þessu stutta yfirliti um störf Svavars Guðmundssonaf má ljóst vera, að honum hefuí vei'ið til mikils trúað, enda sam vizkusemi hans og trúmennskui í störfum við brugðið, og ráð- deild hans og ákveðin stjórn á útibúum Útvegsbankans á Ak- ureyri og Siglufirði, en hið síð- ara hefur lotið yfirstjórn Svav- ars, sem hefur gert þau að mjög traustum fyrirtækjum. Kvæntur er Svavar Sigrúna Pálsdóttur, kjöi'dóttur Þormóög Eyjólfssonar konsúls á Siglu- firði og Guðrúnar Bjöi'nsdótt- ur, konu hans. Eiga þau hjóts 3 börn, 2 dætur og 1 son.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.