Alþýðublaðið - 04.03.1958, Síða 6

Alþýðublaðið - 04.03.1958, Síða 6
AlþýSublaSiS ÞTÍðjudagur 4. maarz. 1958. Ræða Friðjóns Skarphéðinssonar á alþingi: ÉG FLYT á þingskjali nr. 266 írumivarp til laga um breytingu á lögum. nr. 81 irá 1936 um sveit arstj órnarkiosnnigar. Aðalbreytingin, sem í frum- varpinu felst, er um kjördag bæjar- og sveitarstjórnarkosn- inga. Gert er ráö fyrir að kosið verði um land allt til bæjar- og sveitarstjórna á einum og sama degi, síðasta sunnudag í marz- mánuði, í stað þess að nú fara fram bæjarstjórnarkosningar síðasta sunnudag í janúarmán- uði og ennfremur sama dag sveitarstjómarkosningar í kaup . túnihreppum, en í sveitahrepp- .irai fara kosningar þessar fram síðasta sunnudag í janúarmán- uði. Einnig er í frv. lagt til, að sá M'ttur verði upp tekinn, að kjör skrár verði samdar í marzrnán- uði í stað þess að þær eru nú samdar í febrúar, eða a. m. k. foer nú að semja þær í febrúar samikvæmt gildandi lögum, þótt misbrestur muni vera á, að svo sé g-?rt. Þá er og lagt til að kjör skrér verði aðeins samdar það ár, sem sveitarstjórnarkosning- ar fara fram. Gert er ráð fyrir að lögin öðl- ist ekki gildi fyrr en 1. júlí n. k. og myndu þau því engu foéyta um þær sveitarstjómar- faosningar, sem fram munu fara síðasta sunnudag júnímán- aðar n. k. II. Það er margra skoðun, að fyr- irkomulag það, sem nú gildir km 'kjördag og samning kjör- skrár, sé óheppilegt. Alveg sér staklega tel ég þó að fyrirkomu lag það um samningu kjrskráa, sem nú er lögákveðið sé óheppi legt og er langt síðan ég kom auga á það. í grein, sem ég skrifaði á Sínum tíma um kjör- skrár og kjörskrármál og birt var í Tímariti lögfræðinga 1954 og pentuð var síðan upp í Sveit- arstjórnarmálum, benti ég á ó- kosti þessa fryirkomulags, og jafnframt að nauðsynlegt væri að bæta úr því með þeim hætti að kosið væri í bæjum og sveit- um eftir kjörskrám, sem semd- ar væru samtímis. Eins og skýrt er frá í greinar- gerð frumvarpsins eru ókostir þessa fyrirkomulags um kjör- skrárnar í því fólgnir, að við kosningar í janúar er kosið efr ir 11 mánaða gamalli kjörskrá og ávaOt eru nokkrir kjósend- ur, sem fullnægja kosningar- réttarskilyrðin, sem þó eiga hvergi rétt á að vera á kjör- skrá, en hins vegar aðrir, sem ber að taka á kjörskrá á tveim stöðum. Þannig áttu þeir, sem fluttust úr sveitahreppi í kaup- stað eða kauptúnahrepp frá því 1. marz 1957 til loka þess árs, ekki rétt á að vera á kjörsltrá í janúarkosningu í þeim kaup- stað eða kauptúnahreppi, sem þeir fluttust til, því að þá eina má á kjörskrá táka, sem bú- settir eru í kjördeild, er kjör- skrá er samin, en kjörskrá á bessum stöðum var samin í febrúar 1957. Enn. síður eiga þeir rétt á að vera á kjörskrá við kosningar í júní n. k. í þeim sveitahreppi, sem þeir fluttust frá, því að kjörskrá, sem kosið verður eftir þar, er samin í febrúar 1958. Friðjóit Skarphéðinsson. Hafi maður hinsvegar flutzt úr kaupstað eða kauptúna- hreppi í sveitahrepp á tíma- bilinu marz 1957 til febrúar 1958 bar að taka hann á kjör- skrá í kaupstaðnum eða kaup- túnahreppnum, sem hann flutt- ist frá, þannig að hann var þar á kjörskrá við kosningarnar í janúar s. 1. En samkvæmt nú- gildandi lagaákvæðum á Mnn einnig að vera á kjörskrá í sveitahreppnurn ,sem hann flutt íst til, því þar er hann búsett- ur í febrúar 1958 og verður því á kjörskrá þar, sem' kosið verður eftir í júná n. k. III. Nú kann einíhver að segja, að auðvelt sé að lagfæra j>etta með þvi einu að lögákveða að kjör- skrár séu. samdar samtímis, þó að ékki sé breytt til um kosiv ingatíma. í frum.varpi, sem fram kom: i hátt.virtri Neðri deild snemma í vetur og hátt- virtur Þingmaður Austur-Hún. (J. Pá.) flutti, er lagt til að kjör skrár s'kuli samdar í desember ár hvert og giMa frá 1. janúar til ársloka. IVfáiiið er þó ekki eins einfalt'eins og þessi Mt.t- virti þingmaður hefur haldið. Það liggur t. d. í augum uppi, að kjörskrár, sem samdar eru í desember, er ekki unnt að leggja fram almenningi ’til sýn- is tveim mánuðum fyrir kjör- dag. Samkvæmt. kosningalögum skal. svo gert.. Að hinu leytinu er sá háttur hafður um samningu kjörskráa, að Hagstofa íslands tekur kjör- skrárnar saraan eft.ir manntali, sem miðað er við 1. des. hinu næsta áður en kjrskrá er samin, en bæjar- og sveitarstjórnir leið j étta þær síðan þannig að menn | verði á kjörskrá þar sem þeir i eru búsettir í febrúar. | Hagstofan getu ekki lokið sínum þætti verksins fyrr en í lok febrúar eða byrjun marz. Hefur hagstofustjóri tjáð mér þetta. Hagstofan fær ekki allar flutningsilkynningar og önnur gögn um búsetu manna hinn 1. dessmber fyrr en 1—2 mánuð- um síðar. Af báðum þessum. ástæðum, I framlagningarskyldunni 2 mán. fyrir kjördag og vegna fyrir- komulags um manntal Hagstpf unnar 1. des., tel ég sýnt að ekki sé hægt að nýta tillögu þá, sem felst í frumvarpi Mttvirts jringmanns A.-Hún. Hafi ég ékki komið auga á aðra skynsainlega lausn á mál- inu en að einn kjördagur verði um alit land. Hægt. er aö leiða rök að því, að óheppilegt er að kosning fari fram í janúar af ðrurn ástæðum en ég hefi . nú rakið. Veðráttu er þannig hát’tað hér á landi í janúar, einkum á Norðurlandi. að jafnan má vænta þess að veður og færð hamli kjör.sókn eða kosningar farizt iyrir með öllu af þeim sökúm. Væri því æskilegt af þeim ástæðum að kjördagur væri á öðrum árstima. í mínum: augum er það ekkj. aðalatriði að kjördagur verði í maá eins og frumvarpið ráðger ir, heldur að kjördagur verði einn og sami um al!t land. Ef bent verður á annan tíma heppi legri mundi ég líkiegast fallazt á það. Hins vegar hefi ég að svo komnu ekki k-omið auga á annan tíma betri. í júnímánuði eru Alþingiskosningar og mundi því tvennar kosniugar geta fallið á einn ménuð. Tel ég það of mikið álag á einn rnánuð, eða e. t. v. einn dag, að þá væri bæði kosningar til Alþingis og sveitarstjórna. ’ Júlí-ágúst eru ekki h°ppilegir vegna þess að þá er orlofstími vinnandi manna og auk bess sildarvertíð og heyötflunartími 'i sveitum, í sepcember á að nokkru leyti hið sama við, en auk þess eru þá göngur og réttir. í október er komin hautsveðrátta. Þó sýnisí xnér sá mlánuður e. t. v. geta 'komið til greina. Nóv.—apríl eru vetrar- miánuðir og óheppílegir af þeim sökum. Ef háttvirt alþingi telur á- FramhaM á 8. sífíu. ( Lörtci og INNDALSÁLVEN heitir stórá ein í Norður-Svíþjóð, á svipaðri breicldargráðu og Reykjavík. Hún er nú af- rennsli stöðuvatnsins Stor- sjön, sem er eitt af stórvötnum landsins. Fyrrum er þó álitið, að aírennsli þess vatns hafi verið áin Ljungan, sem fellur nokkru sunnar austur yfir landið til siávar, en á ísaldar tírnanum hafi þetta breytzt. Innda’sálven er ein af mestu ám landsins, 420 km. löng og rík að vatnsafli til virkjunar. SKRÝMSLIÐ í STÓRASJÓ. Storsjön er frægt vatn vegna Freyseyjar, sem í því er, þar sem í heiðni var b!ót- staður mikili. Þar hefur fund- izt nyrzti rúnasteinn Svi- þjóðar. Einnig hefur það hlotið mikla frægð fvrir furðusagnir þær, er einkum voru á kreiki á síðustu öld, um skrímsli mikið, sem þar átti að hafast við. Sumir hafa haldið því fram, að það sé einhver furðuskepna af settum hinna fomu risaeð’a, en aðrir vilja telja þær skyn- víllur eða smiði ímy'ndunar- innar. RAGUNDA. Niður með Inndalsalven er Ragunda, breiður og girösugur dalur. Þar var eitt sinn stöðu- vatn, en nú er það horfið. Og það em ekki nema rúm 150 ár síðan það hvarf með skyndilegum og eftirminni- legum hætti. Breiður sandás stífiaði fyrir vatnið að aust- an, svo að mxkil uppistaða myndaðist. En áin féll úr vatni þessu úr norðaustur- hominu á svig við ásinn. Þar var foss. s°m hét Storforsen, en nú faeitir Dödafallet, og neðan við ásinn voru engja- lendur góðar. Nú var það nokkru fyrir a’damótin 1800, að upp kom sú tillaga, að veita vatni gegnum ásinn og nota skurðinn fyrir timbur- rennu, svo að unnt væri að nytja skógana þar efra. Eig- endur engjasvæðanna neðan við ásinn vildu þetta ekki, en eftir 1890 var þó byrjað á skurðgerðinni. Vatnið gróf sig níður í sandinn, og var sett loka í skurðinn til þess að hafa hemil á rennslinu. Svo kom vorið 1796. Með leysingum liækkaði í Reg- undavatninu, og að kveldi 6. júní, meðan Ragúndabúar sváfu svefni hinna réttlátu, gerðist atburðurinn. Morg- uninn eftir, þegar þeir komu á fætur, var ekkert vatn í Ragunda, bara vatnsbotn.. ÞAD, SEM GERDIST UM NÓTTINA. TJm nóttina hafði vatns- rennsli komizt fram hjá lok- unni í skurðinn og sagað íausan sandásinn sundur með svo skjótuim hætti, að vatnið tæmdist og ægilegur vatnsflaumur flæddi niður dalinn með svo gífuriegum krafti, að sundur tættir laxar héngu uppi í trjátoppunum. Miklum verðmætum var spillt, en mannskaðar urðu ekki. Inndalsálven skar sig nú lengra og léngra niður í vatnsbotninn, Storforsen var horfinn, skildi einungis eft- ir sorfnarr klappir, og nýr foss mvndaðist. þar sem áður var vatiLsbotninn. S. H. FRIMERKJ I SIÐASTA þætti var rætt um væntanlegt Ballonflug yfir Njörvasund og hverskonar uppi- stand varð út af fregn Vísis í sambanöi við þ'að hér í-bæ. Þessi þáttur vakti inikla áíhygii og gekk vart á öðru en símahring- ingum og heimsóknum til rit- stjórans eftir -hann. Eitt atriði var beðið um leið- réttingu á, en það var að Ball- onstjórinn Boesman hefði ekki selt þau ballónumslög er í um- ferð eru í Hollandi óg alls ekki fyrir 60 gyllini, eins og sagt. va’r. í því sambandi skal aðeins bent á að þær upplýsingar voru frá land hans Bergsma og hafi hann farið með rangt mál þá er sjálfsagt að leiðrétta. það. Hitt er óhrakið, að Boesman hefir tekið sér þau forróttindi að stimpla með aukastimplum ball- onumslög, sem hann sjálfur fékk og Flugmálasafnið hbll- enska ásamt einu hundraði slíkra umslaga í viðbót. Þetta var á bent og verður hér með ítrekað sem brot á þeim trúnaði er honum var sýndur a£ íslenzk- um póstyfirvöldum og þeim sem i að fluginu stóðu. Annaðhvort 1 átti að stimpla öll umslögin á þann hátt, eða ekkert þeirra. —- Flugmálafólagið mun einnig vera þarna um að saka, nema því aðeins að því hafi verið ó- kunnugt um að Boesman notaði stimpil með nafni þess til að stimpla með umslögin eftir á. Annars er hér með látið út- rætt um þetta mál að sinni, en gaman verður að viía hvort fregnir berast frá Tangier þess efnis, að þar eigi að fara fraiii bailonfiug. Nú er það ákveðið að Frimex sýningin verði haldín hinn 27. septernber n. k. og þá verður væntáníega gefiö út nýU frí- merki eða írímerkjasett. Ennfremur er merki sýningar- innar væntanlegt á markaðinn innan skamms og bregðast sain- arar vonandi vel við og kaupa það til að styðja sýninguna. Þá er það upplýst að ranimar þeir er -sýnt vérður í verða ;í stærðunum '54x70 crn. óg 76x70 cm. Af þessu geta safnarar nokk ursvegin áætlað hvé mikio pláss þeir þurfa til sýningar á söfn- um sínum- og ættu því að panta þegar rammapláss eftir þ\ú. Leiga fyrir rammana verður kr. 25.00 fyrir stykkið af þeim minni en kr. 40.00 fyrir þá stærri Þó að það sé nokkur galii, verður að biðja þát.ttakendur áð siá sj.álfa um uppsetningu á efr.i því er þeir sýna, en þetta er nauðsynlegt sökum þess að sýn- ingarnefndin hefur eklci tök á vinnukröftum til þéss. Má auk þess segja mér, að margir verði ánægðir með það að geta jafn- vel sett. sin'n persónulega svip á uppstillingu sýningarefnisins. Allt það er á sýninguna verð- ur sent ér vátryggt meðan á henni stendur og er það vel. Tilkynna vefður þátttöku til | Jónasar Hallgrimssonar fyrir 1. | apríl n. lc. í pósthólf 1116. I Vonandi er að sem flesíir taki þátt í sýningunni og það er víst að margt skemmtilegt á eftir að 1 koma þar fram.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.