Alþýðublaðið - 26.03.1958, Síða 3

Alþýðublaðið - 26.03.1958, Síða 3
Miðvikudagnr 26. marz 1958 Alþ?ðublaðl» 3 Alþgöublaöiö ÍJtgeíandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingast j óri: Ritatj órnarsímar: Auglýsingaslmi: Aígreiðsluslmi: Aðsetur: Alþýðuliokiturinn. Helgi Ssemundsson. Sigvaldi Hjálmarsson. Emilía Samúelsdóttir. 14901 og 1400 2. 1 4 9 0 6 14 9 0 0. AlþýðuhUsið Prenismiðja Aiþýðublaðsins, Hveríisgötu 8—10. Pólitíska uppboðið MGRGUNÍBLAÐIÐ hefur mikinn hug á því, að Sjálf- stæðisflokkurimi konijst aítur til valda og áhrifa á íslandi. Það býr sér til vonir og di'auma í þessu efni, en allt er til einskis: Samstarfsaðilana vantar. Eins og stendur fæst eng- inn íslenzkur stjórrunálaflokkur til samstarfs við Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson. Bjarni reynir mjög í þessum vandræðum sínum að telja kommíúnistum trú um, hvað þeim sæmi illa að sitja í rí'kis- stjórn með Pramsóknarflokknum og Aiþýðuflokknum, Hann tilnefnir tvær meginástaéður vanvirðunnar: Ameríski her- inn er enn ekki horfinn 'brott af íslandi, og efnahagsmálin hafa ekki verið leyst tii .framibúðar. Og svo kallar Bjarni Benediktsson hástöfum yfir. ána til' kommúnista: ;,Hvernig í ósköpúntim getið þið unað öðru eins og þessu? Komið heldur ýfir til okkár feðá kánnsM að við~eigum að bregöa okkur yfir til ykkar?“ Á áð skilja þélta svo,. að Sjálfstæðisflokkurinn sé reiðubúinn að láta ameríska herinn hverfa brott af Js- landi, ef- hann.. fær í staðinn kommúnista til Siamstarfs við sig um landsstjórnina? Og jupp á hvað vill hann bjóða kommúnistum varðandi lausn efnahagsmálanna? Hing- að til hefur Morgunhlaðið ekki léð máls á að gera grein fyrir stefnu ,Sjálfstæðsflokksins í bví efni. Hins vegar vita allir, að Sjálfstæðisflokkurinn hefur löngum auga- stað á gen-gislækkun til lausnar á þeim vanda efnahags- málanna, sem hann stofnar til og ber ábyrgð á. Alþýðu- bandalagið lýsir sig við hvert tækifæri andvígt þeirri ráðstöfun. Verkalýðshreyfingin hefur sömuleiðis tekið afstöðu gegn gengislækkunarhugmyndinni eins og glöggt kom fram á síðasta Alþýðusamband^þingi. Þar var deilt um margt, en samþykktin gegn gengislækkun var gerð einróma. Hér virðist þv:í ekki um annan samkomulags- möguleika að ræða ,með kommúnistum og Sjálfstæðis- flokknum en Sjálfstæðisflokkurinn geri kommúnistum það til geðs að láta ameríska herinn hverfa af landi brott gegn því að kommúnistar geri Sjálfstæðisflokknum það til geðs að sætta sig við gengislækkun. Er það kannski þeíta, sem vakir fyrir Morgunblaðinu? Sannleiku'rinn mun sá, að Sjálfstæðisflokkurinn veit ekkert hvað hann vill varðandi landsstjórnina. Hins veg- ar langar hann ósköpin öll að komast aftur í stjórn. Þess vegna er Morgunblaðið látið halda pólitískt uppboð á hon- um dag eftir díag, en enginn vill bjóða í gripinn —- ekki einu sinni kommúnistar. Og þetta breytist ékkert við það, þó að Bjarni Benediktsson gretti s:g framan í kommúnista á ann- arri síðu Mórgunlblaðsins en brosi við þeim á hifini. Sjálf- stæðisflokkurinn heldur áfram að vera á þeim rétta íslenzkra stjcrnmála, sem honum var búinn í síðustu ai- þingiskosmngum. ÞJÖÐVILJIN'N hefur undanfarin ár fordæmt liarðlega kjarnorkutilraunir Bandar,íkj amanna og ekki linnt látum að. verða sér úti urn upplýsingar varðandi skaðræði þeirra. Surnt atf því hefur verið augljós áróður, en eigi að siíður ber að játa, að hættan af kjarnorkutilraununum er mi'kil og vafamál, hvort þær svari kostnaði fyrir mannkynið. Nú hregður hins vegar svo við, að Rússar eru orðnir ssmkeppn- isfærir við Bandaríkjamenn á sviði kjarnorkutilráunanna. Þeir hafa til dæmis gert þrjár kjarnorkutilraunir undanfar- ið og láta m'kið af árangrinum. Hvernig bregzt svo Þjóð- viljinn við þeim tíðindum? Hann gleymir .allij fordæmingu, en telur hins vegar athyglisvert fagnaðarefni, að Rússar skuli samkeppnis- færir við Vesturveldin um framleiðslu vopna, sem eiga að boða dauða og djöful, ef Bandaríkjamenn éiga hlut að máli. Kjarnorkusprengjurnar eru góðar ,austur í Rúss- landi, en vondar vestur í Bandaríkjunum. Og SVO á ís- lenzkur almennin-gur að blekkjast af friðarvilja mami- anna, ,sem haldnir eru þessari áráttu. Slíkt mun tilgangslaust. Gleymska Þjóðviljans er engin filviljun. Þeir mega ekki muna eftir neinu því, sem var- hugavert er af rússnesku ættinni. ( Utan úr heimi ) FRANSKI stjórnmálamaður- inn Edgar Faure hefur sagt um Guy Mollet, -að hin óbifanlega og margumtalaða rósemi hans stafi af því, að hann hafi aldrei efazt um nokkurn skapaðan hlut. í landi þar sem efinn er gáfnaeinkenni, þar er Mollet undantekning. Enginn frýr hon um póliíískrar hæfni, og hann er vafalaust einn af áhrifa- mestu mönnum í frönskum stjórnmálum í dag. Guy Mollet hefuf tekizt að halda JafnaðarmÖnnum í Frakklandi saman þrátt fyrir miklar deilur og ógnþrungna atburði. Hann ræður algerlega yfir 100 atkvæðum í franska þinginu, aðeins kommúnistar ráða fleiri atkvæðum. Slíkt er óhemjumikils virði í landi hinna mörgu flokka. Guy Mollet sendi nýlega frá sér bók, sem nefnist „Uppgjör og framtíð sósíalismans“. Er hún eins konar varnarrit. og skýrir manngerðina Guy Mollet allvel. rembingsstjórn. Þær væru sjálf ir jafnaðarmenn geta breytt síæðar innan mikillar efnahags í gangi sögunnar, en þjóðernis- I bók sinni ræðir hann flest vandamál heimsins, og þá eink um Frakklands. Framsetningin er éinföld og ljós. Guy Mollet er það laus við efasemdif að hann hefur róandi áhrif á þá, sem lesa bókina, sérstaklega þó á Frakka. Aðalinntak bókarinnar eru skoðanir Mollet á sjálfstjórnar rétti þjóðanna og vandamálum hinna lítt þróuðu landa. Nú til dags virðast allir vera sammála um og telja eðlilegt að þjóðern issinnuð öfl taki völdin í lönd- um, sem sjálfstæði hljóta, og sjálfstæðiskröfur séu söguleg nauðsyn. En Guy Mollet er á annarri skoðun, — hann neitar því að nokkuð sé til, sem heit- ir söguleg nauðsyn og heldur því fram að einstaklingurinn geti breytt gangi sögunnar að vild. Og hann hefur tekið að sér að hafa áhrif á gang sögunn ar -— með aðs'.oð franskra Jafn aðarmanna. I þessum tilgangi hefur hann búið sér til starfs- skrá. — Þjóðirnar eru ekki fær ar til að stjórna sér sjálfar fyrr en efnahagur þeirra er kominn í viðunanlegt horf og réttarör- yggi tryggt. Fyrsta viðfangs- efnið er því að skapa mögu- leika á nýtingu auðlinda við- komandi landa. Því næst að grundvalla lýðræðislegt stjórn •arfar í landinu, en það eitt get- ur tryggt alhliða framfarir. — Frakkland ber því ábyrgð á nýlendum sínum og því hvemig þær fara með sjálfstæði sitt þegar þar að kemur. Þröng þjóðernissinnuð stefna er úrelt nú á dögum. Við lif-! um á tímum hinnar miklu sam vinnu. Þegar nýlenduþjóðimar eru færar um að velja sér stjórnarform, þá á að bjóða1 þeim sæti í samtökum hinna stærri þjóða. Alsír og Senegal eiga að vera í nánu efnahags- legu og pólitísku sambandi við Frakkland. Og þó væri hálfu betra að stofnað yrði Eurafríka — stórt sambandsríki sexveld anna og Afríkuþjóða. Ef nýlenduþjóðirnar ganga að þessu, þá er sjálfstæði þeirra betur tryggt en þótt þær njóti sjálfstæðis í orði, undir þjóð- heildar Ein setning í bók Mollet er lykillinn að skoðunum hans: — Við verðum að gera nýlendu þjóðunum klevft að hlaupa yfir þj óðer nissinnatímabilið. En eríiðleikarnir byrja þeg- ar þjóðirnar neita að sleppa því tímabili úr sögu sinni. Enda segir Guy Mollet, að ef nauð- syn beri til þá verði að neyða með valdi stjórnarformi uppá nýlenduþj óðirnar. Og hann virðist telja það þjóðunum til góðs eins að þær séu valdi beitt ar. Þetta er harmleikurinn í Alsír. Guy Mollet veit að Sov- étríkin styðja þjóðernissinna í nýlendunum. Og hann álítur, að ekki sé um raunverulegt frelsi að ræða í landi þar sem þjóðernissinnar éru við völd. Þá opnast allar dyr fyrir kom- múnisma og yfirráðum Rússa. Frelsi og sjálfstæði Vesturlanda er órjúfanlega tengt nýlendu- þjóðunum. Þannig farast Guy Mollet orð. Og í lokin virðist eitthvað bresta í röksemdafærslunni. Hann afneitar hinni sögulegu þróun þegar um er að ræða hann sjálfan eða Jafnaðar- menn. En þegar hann minnist á nýlenduþjóðirnar og þjóðern issinna þeirra þá er hin sögu- lega nauðsyn allt í einu orðin óumflýjanleg, nema því aðeins að Evrópuþjóðirnar komi til hjálpar. Það er að segja: Fransk sinnar í nýlendunum ekki. Hér bregst Mollet hin franska rök- vísi og auglsir um leið van- traust sitt á mannfólkinu. Eða réttara sagt: — hann treystir aðeins Frökkum — og í hæsta lagi Evrópumönnum. Og hér er kannski um að ræða það hug arástand, sem er forsenda þess, að stríð er háð í nýlenduríki, Þetta er harmleikur franskra stjórnmála. Bók Guy Mollet er frábær sviðsetning þessa harm- leiks. Iþrótiir Framhald af 9. síðu. Brown. Ayre 2, Lucas. Ipswich (2) 3 - Cardiff (1) I Rees D. 2, Garneys. Bonson. Lincoln (2) 2 - Midcllesb. (1) 3 Harbertson, Holliday, Brook. McLean, Clough. Notts C. 0 - Liverpool (2) 2 . Melia, Bimpson. Sheff. Utd. (1) 3 - Stoke 0 Hawksworth (vítasp.), Pace, Russel. Svansea (3) 4 - Doncaster (2) 3 Allchurch I., Walker, Terry 2, Reeson, Allehurch L. Higham. West Ham (2) 2 - Grimsby 0 Musgrove, Richardson (sjálfsm.) W. Ham 35 19 9 7 87:49 47 Charlton 35 20 Liverp. 36 18 Swansea 35 Notts C. 34 Lincoln 33 6 9 85:59 46 8 10 68:51 44 8 19 55:87 24 5 20 53:46 32 9 19 37:72 19 Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn minntist sextugsaf- mæliis skáld'klei'ksins Kaj heitins Munk með sýningu á leik- riti hans, Hugsjónamaðurinn. Myndin er af frumsýningu þess og sýnir viðureign milli Heródesar konungs (Henrik Bentzon) og Mariamme drotnningar (Astrid Villaume).

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.