Alþýðublaðið - 26.03.1958, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 26.03.1958, Qupperneq 8
8 Alfrý8«t>U8l8 Miðvíkudagur 26. marz 1958 Leiðir allra, sem œtla aö kaupa eða selja BlL Hggja tll okkar Bílasalan Mapparstíg 37. Sími 19032 önnumst allskonar vatns- og hitalágnir. MifaBagnlr sJ. Símar: 33712 og 12899. Húsnæðis- mfSIunin, Vitastíg 8 A. Sími 16205. Aki iakobsson og Kristján Eiríksson hæstaréttar- og héraðs dómslögmenn. Málflutningur, innheimta, samningageirðir, fasteigna og skipasala. Laugaveg 27. Sími 1-14-53. Samúðarkort Slysavarnafélag tslands kaupa flestir. Fást hjá siysa varnadeildum um land allt. í Reykjavík í Hanny ’ðaverzl uninni í Bankastr. 6, Verzl. Gunnþórunnar Halldórsdótt ur og í skrifstofu félagsins, Grófin 1. Afgreidd í síma 14897. Heitið á Slysavarnafé lagið. — Það bregst ekki. — Sparlð auglýslngar cg hlaup. Leitið til okkar, e£ þér hafið húsnæði til Ieigu eða ef yður vantar húsnæði. KAUPUM prjónatuskur og vað- málstuskur hæsta verði. ÁSafoss, Þsnpholtstræti 2. SKINFAXI h.f. Klapparstíg 30 Sími 1-6484. Tökum raflagnir og breytimgar á lögnum. Mótorviðgerðir og við geðir á öllum heimilis— tækjum. >' Cu oO Útvarps- SVIinviingarspjöld D. A. S. viögeröir viðtækjasaiá fást hjá Happdrættl DAS, Vesturveri, sími 17757 — Veiðarfæraverzl. Verðanda, efani 13786 — Sjómannafé lagi Reykjavíkur, sími 11915 — Jónasi Bergmann, Háteigs vegi 52, sími 14784 — Bóka verzl. Fróða, Leifsgötu 4, sími 12037 — Ólafi Jóhanns syni, Rauðagerði 15, sími 33098 — Nesbúð, Nesvegi 29 ----Guðm. Andréssyni gull smi5, Laugavegi 50, sími 13769 — 1 Hafnarfirði í Póst faúsíhu, sími 50267. RADfÚ Veltusundi 1, Sírni 19 800. Þarvaidur Ari Arason, lidl. LÖGMANNSSKRIFSTOFA Skólavörðustíg 38 c/o Páll fóh. Þorteifsson h.f. - Pósth. 621 Stmar 15416 og 15417 - Simnefni: Ari vörtízkan. Ný kjólaefni Tweedefni í dragtir og pils. Einlit ullarefni. Tízkuhnappar og alls konar smávörur fyrir heimasaum. Skólavörðustíg 12. Vasadaghókin Fæst í öllum Bóka- verzlimum. Verð lcr. 30.00 Arnesingar. Get bætt við mig verk- um. IIILMAR JÓN pípulagningam. Sími 63 — Selfossi. Framhald af 7. sl3u. greinarnar, sem fjalla um fiski- vernd, hafa mjj>la þýðingu til viðbótar lögsögu strandríkis. ÍÉn jafnvel þótt fullnægjandi ráðstafanir til fiskiiverndar séu framkvæmdar, yrði samt úr vöndu að ráða ef þá kæmi í liós, að hinn mesti fáanlegi afli til frambúðar nægði ekki fyrir þörfum allra þeirra, sem stunda vildu veiðar á tilteknum mið- um. Tökum dæmi af íslandi. Væri það sanngjarnt að krefj- ast þess, að allir þeir, sem við strendur landsins stunda sjó, drægju að jöfnu úr aíla sínurn, þannig að slíkt gengi til jafns yfir strandbúana, sem eiga af- komu sína undir afla sjávarins og yfir hina, sem sækja á miðin til þess að auka tekjur sinna þjóða. Við segjurn nei — og aft ur nei. Hér verðúr með öðrum orðum að greina skarplega á milli ráðstafana til að vernda fiskimiðin og réttarins til að nota þau. Þegar ágreiningur rís um síðara atriðið, telur sendi- néfrid Íslands, að strandríkinu beri forgangsréttur til fisk- veiða allt að nauðsynlegri fjar- lægð frá ströndum landsins til þess að fullnægja þörfum lands manna, að minnsta fcosti þar sem fiskveiðar m.eð ströndum fram eru grundvöllur að eína- hag og a'fkomu landsins. Slíka fjarlægð ber að ákvarða með tilliti til aðstæðná í hverju til- viki og ástæðna á hverjum stað. Að því er ísland varðar verður því t.d. ekki neitað, að allur efnahagur þjóðarinnar byggist á fiskveiðum undan ströndum landsins. Það er einn ig ljóst, að landið er afskekkt og hvílir á stöpli eða land- gr.unni, þar sem skapazt háfa góð aflaskilyrði. Að þessu at- huguðu telur íslenzka sendi- nefndin að rétt hafi Verið og sanngjarnt að gera það, sem ís- lenzka ríkisstjórnin gerði þeg- ar fyrir 10 árum: að banna veið ar erlendra skipa á svæði innan marka, sem nauðsynleg rnáttu teljast til þess að tryggja ís- lendirigum forgangsrétt á því að fullnægja þörfum sínum. Ég hef gert mér nokkuð tíð- rætt um þetta vandamál, ekki sízt vegna þess, að þjóðréttar- nefndin hefur minnzt á þess konar vandamál í skýrslu sinni. Á bls. 38 í skýrslu henn- ar stendur: „Kröfur um sérstök fiskveiðiréttindi ó grundvelli efnahagsaðstæðna. — Athygli nefndarinnar hafði verið vakin á tillögu þess efnis, að þar sem þjóð byggir afkomu sína á fisk veiðum undan ströndum sínum, ætti hlutaðeigandi ríki að hafa rétt til lögsögu y-fir fiskveiðum innan sanngjarnra ‘takmarka frá str.öndinni með hliðs.jón af aðstæðum, þegar slíkt er naúð- synlegt, til þess að varðveita afkomu þjóðarinnar. Var það lagt til, að í slíkum tilvikum gæti komið tii mála að færa út landhelgina eða að sérstakt við bótarbelti yrði viðurkennt í þessu skyni. Þegar nefndin hafði rætt þetta atriði urn stund, komst hún að raun um, að hún hefði ekki aðstöðu til að athuga ná- kvæmlega hvað í því fælist og að hve miklu leyti væri hér um sérréttindi að ræða. Nefndin viðurkenndi hins vegar, að þessi tillaga svo og r.eglan um að í vissum tilvikum hefji þjóð ír ekki veiðar á svæðum þar sem þær hafa ekki stundao veið ar áður (sjá athugasemdir við gr.ein 53), kunni að bvggjast á ’hagsmunum, sem þjóðarréttin- um beri að viðurkenna. Þar eð nefndin hefur ekki til að béra nægilega sérþekkingu í fiski- fræði og hagfræði til að rann- saka þessi sérstöku tilvik, hef- ur hún ekki gert ákveðnar til- lögur í þessu efni, en leyfir sér að vekja athygli á því.“ 6. íslenzka sendinefndin er sann arlega sammála þeirri reglu að þjóðir skuli ekki hef ja veiðar á svæðum þar sem þær hafa eigi stundað veiðar áður (ef siíkt brýtur í bága við hagsmuni strandríkisins), og að.hennar á- liti er vandamálið um lögsögu: yfir. fiskveiðum sett fram á- mjög raunhæfan hátt í skýrslu nefndarinnar. Samt hefur nefndin ekki gert ákveðnar til- lögur hér um og ber við skorti á sérþekkingu í fiski-fræði og hagfræði til þess að gera þessu máli hæfileg skil. Sendinefndin treystir því, að' þessi ráðstefna, þar sem kost- ur er sérfræðinga á öllum þess um málum, muni taka mál þetta til meðferðar og leys-a það. Þess ber að geta sérstaklega' og leggja áherzlu á, að með þess ari tillögu erum við ekki nð gera neina tilraun til þess að „ganga á“ reglurnar um frelsi á hafinu, enda þykir oss hlýða að taka það fram, að þessf til-. laga snertir á engan háft frjálsræði venjulegra siglinga. En vér erum þess fullvissir, að grundvallarreglurnar u:ni lög- sögu strandríkis — hvort sem hún nefndist landhelgi, viðbót-' arbelti eða landgrunn — og um frelsi á hafinu eiga jafnan rétt. á sér og að annað kemur ekki í bága víð hitt. Á bak við bæði standa lögmætir hagsmunir,' og vandinn er sá að finna mörkin á rniilli þeirra. í ræðu sinni lét hæstvirtur fulltrúi Kanada þá skoðun í ljós, að hvað landhelgi áhrærði bæri að draga mörkin þrjár mílur út frá grunnlínum, en að því er fiskveiðibelgi snerti ætti fjarlægðin að -tfera 12 mílur. Svo sem ég hef áður tekið fram, fellst íslenzka sendi nefndin algerlega á það, að ekki sé þörf á að færa landhelgina út að því er varðar fiskveiði- lögsögu strandríkis. Ef Íögsag- an yfir fiskveiðunum er hæfi- lega tryggð, getur sendinefndin íslenzka fallizt á þrönga land- heígi. Við lítum einnig svo á, að yfirleitt muni 12 mílna svæði vera sanngjarnt hámark fisk- veiðilögsögu. Að því er ísland várðar, myndu slík fiskveiðí- mörk að miklu leyti reynast fullnægjandi ’hvað þarfir íslend inga snertir, og munum v.ið styðja þessa tillögu sem al- menna reglu. En eins og ég hef áður sagt, teljum við nauðsyr.- legt' að-sérstakar régltir gilöi um þjóð, sem er að miklu leyti upp á fiskveiðar komin sér til lífsuþpeldis. Þegar svo stendur á, hlýtur strandríkið að gera sínar ráðstafanir í ljósi brýnna þarfa, og ráðstefna þessi mun að sjálfsögðu með góðum vúja, skilningi og raunsæi geta kom- izt að einhverri niðurstöðu um reglur, þar sem viðurkenndar séu brýnar efnahagsþarfir strandríkis ásamt reglum, er útiloki misnotkun slíkrar að- stöðu. Munum við aftur víkj.a að þessu vandamáli, svo og því, hvar setja béri slíkar regiur inn í texta frumvarpsins, þegar komið er að umræðum um þær frumvarpsgreinar. - Herra forseti. íslenzka sendinefndin treyst, ir á víðsýni ráðstefnu þessarar og vonar, að hún láti ekki í störfum sínum stjórnast af blindum regluþrældómi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.