Alþýðublaðið - 26.03.1958, Page 11

Alþýðublaðið - 26.03.1958, Page 11
Miðvikudagur 26. marz 1958 AlþýSnblaSIS 11 vantar unglinga til að bera folaðið í þessi hverfi: GRIMSSTAÐAHOLT TaSil ¥iS afgrei^sluna. Sími 1-4900. í DAG er miðvikutlagurinn, 26. marz 1958. aíysavarðstoía RcyKjavtknr er opin allan sólarhringinn. Nætur- Iæknir L.R. kl. 18—8. Sími 15030. Sftirtalin apótek eru opin kl. 6—20 alla daga, nema laugar- daga kl. 9—16 og sunnudaga kl 13---16: Apótek Austurbæjar (sími 19270), Garðsapótek (sími 34006), Hoitsapótek (sími 33233) og Vesturbæjar apóíek (sími 22290). Bæjarbókasaín ftvykjavíknr, Þinghoitsstræti 29 A, sími 1 23 08. Útlán opið virka daga kl. 2—10, laugardaga 1—4. Les- stofa opin kl'. 10—12 og 1—10, laugardaga kl. 10—12 og 1—4. Lokað á sunnudögum yíir sum- armánuðina. Útibú: Hólmgarði 34 opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga ki, 5—7; Hofsvaila götu 16 opið hvern virkan dag n$ma laugardaga kl. 6—7; Efsta sundt 36 opið mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga kl. 5.30-— 7.30. FLIIGFEKS I R Flugfélag íslands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi fer til Glasgow, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 08.00 í dag. Flugvélin er væntanleg aftur tit Reykjavíkur kl. 16.30 á morgun. — Innanlandsflug: í dag er á- ætlað að fljúga til Akureyrar, ísafjarðar og Vestmannaeyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Bíidu- dals, Egilstaða, ísafjarðar, Kópa skers og Vestmannaeyja. Eoftleiðir h.f.: Edda kom til Reykjavíkur kl. 07.00 í morgun frá New York. Fór til Stafangurs, Kaupmanua- hafnar og Hamborgar kl. 08.30. Hekla er væntanleg til Reykja- víkur kl. 18.30 í dag frá Loud- on og Glasgow. Fer til New York kl. 20.00. SKIPAFRETTIH Eimskipafélag íslands h.f.: eDttifoss kom til Turku 24.3. íer þaðan 28.3. til Kaupmanna- IEIGUBÍLAR BifridiðastÖð Steindórs Síítii 1-15-80 Bifreiðastöð Eeykjayíkur Sími 1-17-20 SENDIBÍLAR Sendibííastöðin Þröstux Sími 2-21-75 hafnar. Fjallfoss kom til Reykja víkur 21.3. frá Gautaborg. Goða- foss fór frá Vestmannaeyjum 23. 3. til New York. Gullfoss kom til Hamborgar 25.3. fer þaðan 26.3. til Gautaborgar og Kaup- mannahafnar. Lagarfoss kom til Vestmannaeyja 25.3. fer þaðan á morgun 26.3. til London, Rott erdam og Véntspils. Reykjafoss fer væntanlega frá Hamborg 25. 3. til Reykjavíkur. Tröllafoss kom til Reykjavíkur 22.3, frá New York. Tungufoss fór frá Vestmannaeyjum 24.3. til Lyse- kil og Gautaborgar. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Austfjörðum á suð- urleið. Esja fer frá Reykjavík á hádegi' í dag vestur um land til Akureyrar. Herðubreið fer frá Reykjavík í dag austur um land til Bakkafjarðar. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gær vestur um land til Akureyrar. Þyrill er á Austfjörðum. Skaftfellingur fór frá Reykjavík í gær til Vest- mannaeyja. : í . i i Skipadeild S.Í.S.: Hvasafell fer í dag frá Akra- nesi áleiðis til Rotterdam. Arnar fell fór í gær frá Akureyri áleið- is til Rotterdam. Jökulfell fór frá Keflavík 24. þ. m. áleiðis til New York. Dísarfell er í Reykja vík. Litlafell er í Rendsburg. — Helgafell fór frá Hamborg í gær áleiðis til Reyðarfjarðar. Hamra- fell fór frá Batum 18. þ. m. á- leiðis til Reykjavikur. Alfa er á fjarðar, Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfirði, fer þaðan til Eski- Breiðdalsvíkur. FÖSTUMESSUR Fríkirkjan: Föstumessa í kvöld kl. 8,30. Séra Þorsteinn Björnsson. Dómkirkjan: Föstumessa í kvöld kl. 8,30. Séra Óskar J. Þorláksson. Neskirkja: Föstumcss i í kvcld kl. 8,30. Séi-a Jón Thorarensen. Lsugarneskirkja: Föstumessa i kvöld kl. 8,30. Séra Garðar Svavarsson. Félag Bjúpamanna. Spila- kvöld verður haldio fimmtudag- inn 27. marz n. k. í Breiöfirð- ingabúð, niðri og hefst kl. 8,30. J. ÍVSagnús Bjarnason: Nr. 61. EIRIKUR HANSSON Skáldsaga frá Nýja Skotlandi. unni sé lof og þökk, — fylgist alla jafna að. — Hann er ef til víll móð- urlaus, sagði frú Clifford og Ieit viðkvæmnislega til mín. — Ef til vill móðurlaus, sagði Clifford og bar klútinn uipp að hinum votu augura sínum, og sömuleiðiS föður- láus, sem er engu síður átak- anlegt. — En skilur hann ensku? spurði frú Clifford, og það var eins og hún vaknaði af draumi. —- Þetta hefi ég því miður ekki athugjað, sagði C.lifford mjög alvörugefinn. Hann skil- ur að líkindum eitthvað ofur lítið. Ég skal grennslast eftir því tafarlaust. ©vo sneri hann sér til mín. — Skilurðu ofurlítið í ensku, drengur minn? sagði hann og tæpti á orðunum, euic og barnfóstrur gera stundum, þegar þær eru að tala við hvít- voðunga. — Eg skil ofurlítið, sagði ; ég. — Hann skilur ofuxlítið, ástin mín, sagði Clifford og leit til konu sinnar, — og bað sem meira er, hann talar dá- lítið líka, — miklu betur en 1 drengurinn, sem var hjá okk- ur í Síam. — Hefurðu borðað kvöld- verð, ljúfur? sagði frú Clic- ford blíðlega og leit móður- lega til mín. — Hefurðu fengið nokkuð að eta og drekka, dx-engur minn? sagði Clifford og benti upp í sig og lézt drekka úr hnefa sínum, svo að ég skildi betur við hvað liann ætti. — Eg sagðist ekki hafa borðað kvöldverð. Og frú Clif- ford lét í liós, að sér þætti fyrir að hafa ekki strax spurt mig um það, því að ég hlyti að vera mjcg svangur. Hún bar svo siálf mat á borðið, og hjálpaði maður hennar til að raða matnum þannig, að mér gengi sem bezt að ná í hann. Eg borðaði með góðri lyst, en varð á meðan að svara mörgum spurningum, því að Clifford var óspar á að spyrja mig um ýmislegt. 1 — Kanntu „Eaðir vor,“ drengur mrnn? var ein af fyrstu spurningunum, senx hann lag'ði fyrir mig, eftir að ég var farinn að borða. — Já, sagði ég. — Vertu svo góður að láta mig heyra það, sagði hann. — Eg las „Faðir vor“ á ensku. Þau hjónin virtust bæði verða alveg hissa. Frú Clifford klappaði á vangann á mér og sagði, að ég væri góður dreng- ur, og gat þess um leið við mann sinn, að ég talaði hreina ensku. — Þetta er dásamlegt, sagði Clifford og bar vasa- klútinn úpp að augum sér. Þetta er ljós vottur þess, að boðskapur friðarins hefur jafnvel verið fluttur til hms kalda íslands og að frækorn trúarinnar hefur náð að festa rætur á meðal jöklanna þar. Já, jafnvel þar á ísauðninri má finna hina blessuðu bók. Dásamlegt, — dásamlegt, og næsta dýrðlegt. — Geturðú líka lesið og skrifað, ljúfur? sagði Clifford mjög ástúðlega. -— Ofurlítið, sagði ég. — Hér er svo annað atriði, er vert er að athuga, sagði Clif- ford mjög hátíðlega. Því má hér ekki ljóslega sjá árangur kristniboðsins? Hverju hafa ekki kristniboðarnir komið hér til leiðar? Hversú trúlega hefur hér ekki einhver af bræðrunum starfað í víngarði drottins? Ó, það er dásamlegt og næsta lofsvert. Ég ætla að rita um þetta, ástin mín, til krist'niboðsnefndarinnar í Lundúnaborg. — Hefurðu nokkurn tíma áður séð Islending? sagði frú Cliífprd við rnann sinn, eftir að hafa verið hugsi um litla stund. — Eg hefi aldrei séð íslend- ing fyrr, ástin mín. sagði Clif- ford, en — rödd hans lýsti of- urlitlu stærilæti, — en ég hlefi séð Norðmenn og Svía og sömuleiðis Dani, Hollend- inga, Belgíumenn cg Þjóð- verja, ennfremur Frakka, Ungverja, Austurríkismenn, Svisslendinga, Rússa og Portú galsmenn, einnig Spánverja, Gjrjjkki, I^inna, , Pólverja, Tyrki og Baska og menn frá Rúmeníu, Búlgaríu og Serbíu og Svartfjallalandi, og í stuttu máli: menn af öllum þjóðflokkum Norðurálfunnar, en íslending aldrei. Og hann bar síðasta orðið fram mjög hátíðlega, líkt og ensk leik- kona mundi bera það orð fram í átakanlegum sorgarleik á leiksviði í stórborg. Clifford sagði mér svo, að fæðið og húsnæðið fyrir mig kostaði aðeins fjörutíu cents um sólarhringinn, og að ég : skyldi borga það við enda :: hverrar viku — en ekki fyrir- fram. Hann sagði mér að láta sig vita, áður en ég yrði alveg peningalaus, því að þá skyldi hann leita 'hjálpar til vina minna. Og ég hélt hann ætti j við Sandfordsfólkið og spurði ■ hann, hvort hann vissi, hvar j heimili þess væri. Nei. hann j sagðist ekki vitg um það, en hann sagðist vifa, hvar Ink- ster, undirfcringi iögi’eglul liðsins, ætti heima, og þóttist ég þá vita, að Inkster ætlaði að borga fyrir mig, ef ég yrði peningalaus og mundi svo senda' Sandford reikninginn, þegar hann kæmi heim, og fann ég, að mér mundi þykja, mjög leiðinlegt, ef ég þyrfti að, koma með skuldabyrði inn í| hús Sandfords. En kæmi hanr. og fólk hans ekki innan j tveggja vikna, varð ég annað , hvort að gera, að þiggja lán, eða einhvers konar hjálp, þangað til Sandfordsf ólkið > kæmi, eða þá að öðrum kosti' að fara að vinna mér fyrir| fæði, svo framt að ég fengij eitthvað að gera. Eg átti í pen-| ifígum nóg til að borga fæði mitt í tvær vikur. En hver gat' sagt, íiema Lalla og foreldrar' hennar yrðu komin heim til. s.ín, áður en sá tími liði? Og þá var allt gott, hugsaði ég. j Eftir að Clifford og hin góða kona hans höfðu spurt mig um nafn mitt og aldur og kringumstæður mínar yfir höfuð, og eftir að hafa látið í Ijós undrun sína yfir því, að útlendingur á mínum aldri skyldi tala svo góða ensku, og eftir að frúin hafði boðið mér góða nótt og beðið guð að vera hjá mér, þá fylgdi bóndi henn- ar mér upp í lítið herbergi á öðru lofti. Þar var lítið uppbúið rúm og einn stóll og borð. Eg fór með farangur minn þangað upp og þótti vænt um að mega hafa þetta herbergi út af fyrir mig eingöngu. Svo bauð Clif- ford mér góða nótt, en kraup áður niður við rúmstokkina og las langa bæn. Eg var þreyttur og var feg- inn að vera kominn jj mjúkt og gott rúm á óhultum stað. Mér fannst dagurinn hafa ver- ið all-viðburðaríkur, svo við- burðaríkur, að ég mundi ekki eftir öðrum eins. Eg hafði að vísu ekki ferðast mjög langt þann dag, en ég hafði séð Leitfarnar saf :her Zorins störðu á loftskipið, þar sem það bar í burtu foringja þeirra.úr allri hættu. Þeir urðu ofsahæcd þeir s!áu frammistöðu án þess að lenda í vandræðum. og Zorin og doktorinn skulfu af þeirra manna, sem þeir hættu lífi sínu fyrir. En flóttamennirn ir áttu samt ekki eftir að sleppá T-vær af hinum skelfilegu orr- hræðslu er þeir horfðu á þær ustuvélum birtust skyndilega j nálgast.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.