Tíminn - 01.04.1965, Side 5
___5
FIMMTUDAGUE 1. apríl 1965
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastióri: Kristján Benedlktsson. rtitstiórar: Pórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriöi
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofur • Eddu
húsinu, slmar 18300—18305 Skrifstofur. Bankast.rætl • Af-
greiöslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrtfstofur,
simi 18300 Askriftargjald kr 90,00 á mán innanlands - í
lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA ti.f
Ætlar stjórnin eklri
r.ð lækka skattana?
Það er augljóst, að andstæðingarnir hafa veitt mið-
stjórnarfundi Framsóknarflokksins mikla athygli. For-
ustugremar stjórnarblaðanna hafa verið meira og minna
helgaðar honum, síðan ályktun hans var birt.
í skrifum blaðanna um fundinn gætir að vonum harla
misjafnra og ólíkra grasa.
Alþýðublaðinu finnst t. d. sérstök ástæða til að deila
á fundinn fyrir það, að hann krefst þess, að álögur á al-
menningi verði lækkaðar. Blaðið kallar þetta ábyrgðar-
leysi, þar sem jafnframt sé óskað margra umbóta, er hafi
útgjöld í för með sér.
Þessi viðbrögð eins aðalmálgagns ríkisstjórnarinnar
hljóta að vekja mikla athygli. Þegar andúð almennings
var mest á síðastl. sumri vegna hinna háu skattaálaga,
var því bæði lofað af ríkisstjórninni og málgögnum henn-
ar, að skattar skyldu stórlækkaðir á næsta þingi. Nú
líður óðum að lokum þess þings, og enn hafa ekki nein-
ar tillögur verið lagðar fram af hálfu stjórnarinnar um
skattalækkun, en hinn almenni söluskattur hefur hins
vegar verið hækkaður um 2%. Þessi málsmeðferð bendir
óneitanlega til þess, að ríkisstjórnin hafi eitthvað ann-
að í huga en að standa við loforð sitt um skattalækkun.
Það var því fullkomlega nauðsynlegt og tímabært af
miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins að gera kröfu til,
að skattarnir væru lækkaðir.
Sú mótbára Alþýðublaðsins, að ekki sé hægt að lækka
álögur á almenningi nema með niðurskurði opinberra
framkvæmda, er fullkomlega út í hött. Það er deginum
ljósara, að margvísleg óhófseyðsla viðgengst nú 1 land-
inu. í ályktun miðstjórnarfundarins er bent á, að þessa
eyðslu eigi að skattleggja jafnframt því, sem skattaeftir-
lit verði hert, en eins og Alþbl. sjálft hefur réttilega bent
á, hafa skattsvik aukizt mjög í seinni tíð, ekki sízt með
tilkomu hins almenna söluskatts. Það er því vel hægt, ef
vilji er fyrir hendi, að lækka álögur á almenningi, án
þess að draga úr framlögum til nauðsynlegra fram-
kvæmda.
Almenningur þarf að taka kröftuglega undir þá kröfu
miðstjórnar Framsóknarflokksins, að ríkisstjórnin standi
við fyTÍrheit sitt um skattalækkun. Margt bendir til, að
þetta fyrirheit verði svikið að öðrum kosti.
Ótti íhaldsins.
Mbl. hefur allt á hornum sér í sambandi við ályktun
miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins. Það reynir að
draga athygli frá ævintýramennsku og hringlandahætti
Sjálfstæðisflokksins með því að reyna að setja sama mark
á ályktunina! Það er ekki nýtt, að Mbl. reyni þannig að
setja þann stimpil á aðra, sem á heima á Sjálfstæðis-
flokknum fyrst og fremst .
Bersýnilega er Mbl. þó verst við það atriði ályktun-
arinnar. þar sem skorað er á umbótamenn að fylkja liði,
þótt þeir séu ekki sammála um allt íhaldið ó.ttast ekkert
meira en að eitthvað dragi úr sundrungu umbótamanna.
Það hefur byggt völd sín á henni. íhaldið getur ekki með
neinu móti hugsað til þeirra sögulegu þáttaskila, sem
verða myndu í íslenzkum stjórnmálum. ef umbótamenn
fylktu sér saman og tryggðu framgang raunhæfrar og
djarfrar umbótastefnu.
TÍMINN
Walter Lippmann ritar um alþjóðamál:
Bandaríkin verða að móta
alveg nýja stefnu í Indó-Kína
Engar líkur til, aö loftárásastefnan geti heppnazt.
EKKI getur á löngu liðið áð-
ur en Bandaríkin verða að
marka alnýja stefnu í Indó-
kína. Áður en lengra er haldið
vil ég taka fram, að hér á ég
ekki við, að við getum fjar-
lægt eða eigum að fjarlægja
hersveitir okkar, yfirgefa vini
okkar og hætta tilraunum okk
ar til að tryggja hlutleysi indo-
kínversku ríkjanna.
Eg tel breytingu á núverandi
stefnu Bandaríkjamanna nauð
synlega vegna þess, að hún er
ívirk og hlýtur að verða óvirk
ifram. Eigi að komast hjá óför
ím verður að breyta henni,
þeim óförum, að við hrekjumst
á brott af svæðinu og verðum
að eftirláta það Kínverjum eða
þeim hörmungum, að til ófrið
ar leiði milli Bandaríkjanna og
Kina.
YFIRLÝST áform gildandi
5tefnu Bandaríkjamanna er að
fá valdhafana í Hanoi til að
láta af afskiptum sínum 1 Suð
ur-Vietnam og taka þátt í al-
þjóðaráðstefnu. Vonin um já-
kvæðan árangur þessarar
stefnu byggist á þeim valta
grunni, að okkur takist að
finna nákvæmlega rétt meðal-
hóf í loftárásunum. Þær mega
ekki ganga svo langt ,að þær
leiði til ,,útbreiðslu“ stríðsins,
innrásar Norður-Vietnama í
Suður-Vietnam eða innrásar
Kínverja í Indókína. En þótt
árásirnar megi ekki vera svo
umfangsmiklar að þær leiði til
aukinna hernaðarátaka, þá
verða þær eigi að síður að
vera það ítækar, að þær neyði
valdhafana í Hanoi til að hætta
baráttunni ,sem þeir eiga nú í.
Þess sjást enn engin merki,
að við séum neitt nærri því
að finna það ímyndaða meðal
hóf í loftárásunum, að þær
verði ekki of miklar, en þó
nægilegar. Illa horfði áður í
borgarastyrjöldinni í Suður-
Vietnam og enn verr horfir
nú, þrátt fyrir loftárásirnar.
Frá hernaðarlegu sjónarmiði
séð hefir ástandið aldrei verið
verra en það er nú.
AÐ MÍNU áliti heppnast loft
árásarstefnan ekki af þeim sök
um, að hún er ekki nema hálf
stefna. Hún er barnaleg. Hún
felur ekkert í sér nema ógnun
ina eina. Vlð gefum Norður-
Vietnömum í skyn, að þeirra
oíði enn ákafari árásir, ef þeir
gefist ekki upp. Við gerum árás
irnar til þess að sannfæra þá
um, að við eigum sprengjur
og kunnum að beita þeim. En
við segjum Norður-Vietnömum
ekki, hvers konar framtíð bíði
þeirra og annarra íbúa Indó
kína, ef endalok stríðsins verði
þau, sem við ætlumst til.
Stefnu okkar brestur þær
sigindir, sem raunveruleg
stefna verður að hafa, þar sem
hervæddir aðilar eigast við.
Það. sem í stefnuna vantar,
sr uppástunga að öeirri iausn.
3em hernaðaraðgerðum okkar
er ætlað að knýja fram.
SAMKVÆMT afsleppum. al-
nennum orðum forsetans og
vísvitandi óljósum málflutn
MC NAMARA
hermálaráðherra Bandarfkjanna
ingi Dean Rusks utanríkisráð-
herra er tilgangur okkar að
gefa valdhöfunum í Hanoi kost
á að velja milli eyðileggingar
og undanhalds. Skilyrðin, sem
við krefjumst, eru ekki skýrð
nánar, og af því leiðir, að í
raun og veru er hér aðeins
um að ræða nýja tegurid skil-
vrðislausrar uppgjafar. Ekkert
er um það sagt opinberlega,,
— og heldur ekki á bak við
tjöldin, svo að ég viti, — hvern
ig eigi eða unnt væri að koma
málum fyrir, ef valdhafarnir
í Hanoi gæfust í raun og veru
upp.
Okkur ætti ekki að koma á
óvart að stefna okkar getur
ekki náð tilgangi sínum. Tak
mörkuðu sprengjuárásirnar
okkar, sem stillt er í hóf til
þess að þær leiði ekki til yfir-
gripsmeiri ófriðar, hræða
hvorki pé þvinga valdhafana í
Hanoi. Hegninguna sem þeir
hljóta, er bæði unnt að líða
og þola. Við kröfunni um, að
valdhafamir í Hanoi eigi að
hætta að styðja Vietkong, er
hins vegar skellt skoilaeyrum.
Ástæðan er, að Vietkong sigr-
ar í stríðinu, og ef ti\ vill er
þess ekki langt að bíða, að
í Saigon verði mynduð stjórn,
sem semur frið við Vietkong og
valdhafana í Hanoi.
ÞESS skuggalegri sem hern
aðarhorfurnar verða, þess há-
værari verða kröfumar um
árásir á hin þéttbýlu svæði í
Norður-Vietnam, umhverfis
Hanoi og Haiphong. Þar mynd
um við drepa konur og börn,
en það höfum við reynt að
forðast til þessa og tekizt að
mestu.
Eg held, að við ættum ekki
að verða við þessum kröfum.
Að láta undan þeim gæti ekki
aðeins leitt okkur út í stríð
við 16 milljónir Vietnama, held
ur 700 milljónir Kínverja.
Það væri stríð, sem við gæt
um ekki unnið Hanson Bald-
win (sem skrifar um hermál í
New York Times) og Gale Mc
Gee öldungadeildarþingmaður
eru haldnir þeirri blekkingu.
að við getum gert út um sak-
irnar við Kínverja í eitt skipti
fyrir öll, ef við legðum nú til
atlögu við þá. En þrátt fyrir
álit þeirra verður ekki séð,
hvernig unnt ætti að vera að
heyja fyrirbyggjandi stríð við
Kínverja.
Þótt við eyddum kínverskum
borgum væru eigi að síður
eftir hundrað milljóna Kín-
verja, sem hlytu að helga sig
þeirri hugsjón, að koma fram
hefndum á „hinum hvítu djöfl-
um.“ Baldwin og McGee öld-
ungadeildarþingmaður ættu að
minnast þess að fyrri heims
styrjöldm, sem lauk með skil
yrðislausri uppgjöf þvzka hers
ins og sundurlimun þýzka
heimsveldisins, leiddi beint til
síðari heimsstyrjaldarinnar.
EF VIÐ eigum að vera bæði
heiðarlegir og raunsæir, verð
um við að vera við þeim mögu
leika búnir, að borgarastyrjöld
inni ljúki með samkomulagi
við Vietkong og við verðum
beðnir að hverfa á braut með
hersveitir okkar. Það væri ó-
sigur, sem hlyti að verða til
alvarlegs álitshnekkis fyrir okk
ur, þar sem við höfum lagt á-
lit okkar í hættu af gáleysi.
En hagsmunum okkar hlyti að
verða bezt borgið með því. að
láta í ljós skilyrði okkar fyrir
aðgengilegri lausn mála í Indó
kína.
Hver sem útkoman verður í
Suður-Vietnam, hljóta Banda-
ríkin að haída áfram að vera
stórveldi á sunnanverðu Kyrra
hafi og við hljótum að gegna
mikilvægu hlutverki við endan
legt uppgjör, hvernig svo sem
það verður Við hefðum fyrir
löngu átt að vera búnir að
láta í ljós skilyrði okkar fyrir
lausn deilunnar Við hefðum
ekki átt að treysta á varnar-
málaráðuneytið eitt, heldur
einnig á utanríkisráðuneytið,
sem getur hugsað sér jákvæða
lausn í Suðaustur-Asíu.
Ef til vill er þegar orðið
um seinan að hafa áhrif á út-
komuna út úr borgarastyrjöld
inni i Suður-Vietnam. En okk
ur ber eigi að síður að minn-
ast þess, að á stríðstímum býr
ríkisstjórn menntaðrar þjóðar
sig undir friðinn-
J