Tíminn - 15.04.1965, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.04.1965, Blaðsíða 2
TÍMINN * MEÐ GÓÐUM AFBORGUNARSKILMÁLUM * * í BERNÍNABÚÐINNI, AUSTURSTRÆTI * * SÍMI 12852 OG HJÁ * * MEÐ GÓÐUM AFBORGUNARSKILMÁLUM * * í BERNÍNABÚÐINNI, AUSTURSTRÆTI * * SÍMI 12852 OG HJÁ * * , * * ÁSBIRNI ÓLAFSSYNI H. F. * * GRETTISGÖTU 2 A # * Síml 24440 * * # « ** # 4: « * * * * Sextugur á laugardag: Sveinn Guðmundsson Vestmannaeyjum Sveinn Guðmundsson, fv. bæjar- fulltrúi, Vestmannaeyjum. sextug- Ur 17. apríl 1965. í meira en þrjátíu ár' hefur Sveinn Guðmundsson verið í fylk- ingarbrjósti Framsóknarmanna í Vestmannaeyjum. Hann hefur allt af verið ótrauður í baráttunni og tekið sigrum og ósigrum með þeirri léttu lund, sem einkennir hann öðru fremur. Mestan sinn starfsaldur hefur hann átt heima í Vestmannaeyj- um, mestu verstöð landsins, þar sem allt snýst um útgerð og fisk- véiðar, enda kann hann á öllu slíku góð skil. Samt segist hann fyrst og fremst vera sveitamaður, og víst er um það, að annasamt má vera heimafyrir ef hann læt- ur smalamennsku og réttir í Grímsnesinu fara fram hjá sér. Hann hefur yndi af að hlaupa kringum fé og er það þáttur í þvi náttúrubarnseðli, sem þessi at- hafnasami og sístarfandi maður býr yfir. Hann er í essinu sínu þegar honum gefst tóm til að príla upp um hæstu fjöll á Aust- urlandi til að safna einkennileg- um steinum, en af þeim á hann eitt mesta og merkasta safn, sem til er hér á landi í einstaklings eign og þess gætir hann af alúð og natni, enda manna fróðastur um steinafræði. Sveinn er einn af þeim, sem vekur hvers manns traust sem honum kynnast. Margir ieggja leið sína á skrifstofu hans á Strandvegi og ekki allir í viðskiptaerindum, en þaðan fer enginn bónleiður til búðar, því Sveinn er kunnur að því að vilja hvers manns vanda leysa. Sjáifur á ég honum og elskulegri konu hans, frú Unni, mikla þakkar- skuld að gjalda, og margar skemmtilegar minningar frá fal iegu heimili þeirra á Arnarstapa. Samherjar Sveins þakka honum ósérhlífið starf um áratugi og vin- ir þeirra hjóna senda þeim kveðj- ur og heillaóskir á þessum tíma- mótum. Helgi Bergs. Sveinn Guðmundsson er fæddur í Grænnesi í Norðfirði og ólst upp hjá foreldrum sínum á Norðfirði. Foreldrar hans voru Guðmundur Stefánsson og Valgerður Árnadótt ir og standa að honum traustar austfirzkar ættir. Hann stundaði nám í Alþýðu- skólanum á Eiðum og síðan í Samvinnuskólanum og starfaði að námi ioknu hjá Áfengisverzlun ríkisins í Hafnarfirði. Árið 1929 kvæntist Sveinn Unni Pálsdóttur, ættaðri úr Skaga firði og eiga þau þrjú. uppkomin börn. Árið 1931 fluttust þau til Vest- mannaeyja þar sem Sveinn tók við forstöðu Áfengisverzlunarinn- ar þar og gegndi því starfi þar til 1952 er verzlunin var lögð niður. Síðan hefur Sveinn fengizt við ýms umboðsstörf m. a. verðí umboðsmaður seðlabankans í Vestmannaeyjum og Brunabóta- félags íslands o. fl. Sveinn hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, sem of langt yrði upp að telja öll. Hann hefur verið bæjarfulltrúi í Vestmanna- eyjum í 16 ár 1938—46 og 1954— 62 og gegnt margvíslegum trún- aðarstörfum öðrum á vegum bæj- arfélagsins. vítamínauóuf' **»éa,semc,!Í‘" HEILDSÖLUBIRGÐIR ilýiD) ittsSIHiaM álllMikMiDil KRAFT « FIMMTUDAGUK 15. apríl 1965 í stjórn Sparisjóðs Vestmanna- eyja hefur hann lengi átt sæti, nú seinustu árin sem formaður. Hann hefur lengi verið formað- ur Framsóknarfélags Vestmanna- eyja og í mörg ár ritstjóri Fram- sóknarblaðsins, myndarlegs blaðs, sem Framsóknarmenn í Eyjum hafa gefið út reglulega í áratugi. í miðstjórn Framsóknarflokksins átti hann lengi sæti. Sveinn er mikill áhugamaður um náttúrufræði og náttúruskoð- un. Hann stundar fjallgöngur þeg- ar hann kemst höndum undir og safnar steinum og á stórmerkt steinasafn og er mjög vel að sér í jarðfræðilegum efnum. í öllum sínum margvíslegu störf um hefur Sveinn unnið sér traust hvers manns, sem honum hafa kynnzt. Ferðir Strætisvagna Reykjavíkur um páskana Skfrdagur: Á öllum leiðum nema Lækjarbotn- um, leið 12: kl. 09.00—24.00. Á þeim leiðum, sem ekið er á á sunnudagsmorgnum og eftir mið- nætti á virkum dögum: kl. 07.00—09.00 og ki. 24.00—01.00. Föstudagurinn langi: Á öllum leiðum nema Lækjarb°tn um, Ieið 12: kl. 14.00—24.00. , , Á þeim leiðum, sem ekið ef a n sunudagsmorgnum og eftir mlð' nætti á virkum dögum: kl. 11.00—14.00 og kl. 24.00—01.00. Laugardagur: Á' öllum lciðum nema Lækjar- botnum, leið 12: kl. 07.00—01.00. Páskadagur: Á öllum leiðum nema Lækjarbotn- um, leið 12; kl. 14.00—01.00. , - Á þeim lelðum, sem ekið er a. a sunnudagsmorgnum og eftir n11 nætti á virkum dögum: kl. 11.00—14.00. Annar f páskum: Á öllum leiðum nema lelð Lækjarbotnum: kl. 09.00—24.00 , . Á þeim leiðum, sem eklð er .g_ sunnudagsmorgnum c“ir nætti á virkum dögum: kl. 07.00—09.00 og kl. 24.00—01.00. ^ Lækjarbotnar, Iel® og á virkum döguim Föstudagurinn langi- . Fyrsta ferð kl. 14.00 og siðan og á virkum dögum. og venjulega á sunnudogum. Annar í pá“: síðan einí Fyrsta ferð kl- “•li> 08 og á virkum dögum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.