Tíminn - 15.04.1965, Blaðsíða 8
FIMMTUDAGUR 15. apríl 1965
TÍMINN
Bjarni Vilhjálmsson:
Fróf og prdsentureikningur
í þættinum „Spurt og spjallað j
itvarpssal“ mánudagskvöldið 5.!
príl s.l. komst Kristján Gunnars-i
■on skólastjóri að orði eitthvað á1
>á leið, að landsprófi miðskóla
/æri þannig hagað, að gegnum
>rófið kæmist á hverju ári ná-'
cvæmilega sú tala, sem mennta-'
.kólarnir gætu rúmað hverju sinni.'
þessu felst sú miður góðgirnis
ega ásökun á hendur landsprófs-
íefnd, að frammistaða og geta
íemenda í prófinu skipti litlu máli
rm það, hvort þeir nái þeim mikil-
/asga áfanga, sem landsprófið vissu
ega er, heldur sé tala þeirra
nemenda, sem í gegnum prófið
romast, takmörkuð við það, sem
'orráðamenn menntaskólanna
:elja sig geta hýst á haust-
n. Kristján fór heldur ekki dult
ueð það álit sitt, að þessi ískyggi-
æga niðurskurðarpólitík lands-
>rófsnefndar væri aðalhemillinn á
-ðlilega fjölgun stúdenta hér á
andi, en tala stúdenta væri til-
ölulega lægri hérlendis en annars
itaðar.
Mér er það hulið, hvaðan Kristj-
ini hafa komið heimildir um fram
mgreind vinnubrögð landsprófs
íefndar og framkvæmd prófs-
ns. Hefði honum þó verið í lófa
agið að afla sér traustari fróð-
ieiks um þessi efni, en fyrst val-
nkimnur skólastjóri ber annað
jins á borð fyrir alþjóð, verður
ekki hjá því komizt að leiða hann
sannleikann. Einnig má búast
við því, að margur leikmaðurinn
sé haldinn einkennilegum hug-
myndum um þessi mál, fyrst skóla-
menn eru ekki betur á vegi stadd-
ir.
Landspróf miðskóla hefur verið
lialdið árlega frá og með vor-
inu 1946 og hefur í reyndinni orð-
ið innlökupróf í menntaskólana
(aðra en menntadeild Verzlun-
arskólans) og a-5 nokkru leyti
Kennaraskólann, sem þó hefur allt
af jafnframt tekið við nemendum
með annars konar prófum. Nem
endur. sem fá meðaleinkunn 6.00
eða þar yfir í landsprófsgrein-
um, hljóta réttindi tii inngöngu í
menntaskóla og kennaraskóla
(verða hér á eftir kallaðir nem-
endur með fullgildu landsprófi)
Sá fjöldi hefur farið vaxandi ár
frá ári, nema árin 19S3—1957 að
báðum meðtöldum, er hann var
nokkru minni en 1952, enda fækk-
aði þá talsvert þeim nemendum,
sem þátt tóku í prófinu. Ef litið
er á árin 1956—1964, kemur í
Ijós, að nemendum með fullgildu
landsprófi hefur fjölgað árlega,
hvort heldur miðað er við heildar-
tölu þeirra eða hundraðshluta
fæddra í árganginum. í töflu-
formi lítur þetta svona út: "
Tala nemenda
1959 393 12.4
1960 439 135
1961 476 13.9
1962 525 15.3
1963 561 15.2
1964 578 15.1
Ár með fullg. % af fæddum
landspr. í árganginum
1956 296 11.9
1957 323 12.4
1958 364 11.9
Hlutfallstala þeirra nemenda,
sem lokið hafa fullgildu lands-
prófi, hefur á þessum sömu árum
verið í heild nálægt 70% þeirra^
sem tekið hafa þátt í prófinu.
| í trausti þess, að ICristján Gunn
j arsson vilji heldur hafa það, er
i sannara reynist, vil ég taka það
■ fram hér, að jafnan hefur verið
j leitazt við að hafa verkefnin, sem
I lögð eru fyrir nemendurna, sem
sambærilegust frá ári til árs, en
þó ekki svo lík, að nemendur geti
lært á prófið án þess að kunna
námsefnið. Þetta er ærinn vandi,
þar sem gömul verkefni eru jafn-
an tiltæk hverjum sem er. Eink-
unnir eru síðan gefnar fyrir úr-
lausnir eftir fyrirfram ákveðnum
reglun, svo að geta nemendanna
til að leysa þessi verkefni ræður
því ein, hvort þeir standast prófið
eða ekki, en húsrými menntaskól-
anna er alveg látið liggja milli
hluta.
Ég hef haft með höndum fram-
kvæmd landsprófsins í 17 ár. For-
ráðamenn menntaskólanna hafa
aldrei gert minnstu tilraun til að
ráða neinu um prófið. Þessi ár
hafa fjórir menntamálaráðherrar
setið að völdum (þeir Eysteinn
Jónsson, Björn Ólafsson, Bjarni
Benediktsson og Gylfi Þ. Gísla-
son),. Enginn þeirra hefur nokk-
urn tíma skipt sér af framkvæmd
prófsins, að öðru leyti en því, að
þeir hafa skipað nefndina, oftast
nær á fjögurra ára fresti. Aldrei
hefur komið til neins ágreinings
milli þeirra manna í nefndinni,
sem eru menntaskólakennarar, og
hinna, sem kenna við aðra skóla,
um fyrirkomulag eða þyngd verk-
efna. Hitt skal fúslega viðurkennt.
; að verkefnin hafa jafnan verið
í miðuð við það, að nemendur, sem
í geta leyst þau til sæmilegrar hlít
ar og hlotið tilskilda lágmarkseink
unn, hafi einhverjar líkur til að
! geta lokið menntaskólanámi eins
og því er nú hagað í landinu, enda
væri annað algerlega óraunhæft og
nánast ábyrgðarlaus blekkingar-
starfsemi. Því miður hefur raunin
orðið sú, að ekki er úti öll þraut,
þó að yfir landsprófið sé komið,
því að allmargir nemendur heltast
úr lestinni í menntaskólanámi,
eins og bezt sést á því, að stúdenta
fjöldinn, sem allir menntaskólarn-
ir hafa brautskráð síðustu 11 árin,
hefur verið sem hér segir:
1954
1955
1956
1957
1958
1959
Hlutfallstölur hef ég ekki til-
tækar, en síðast liðið ár munu
stúdentar haaf verið rétt rúm
10% fæddra í árganginum, en mun
fram að því vart hafa verið meira
en 8—9%. í framangreindum
stúdentafjölda eru þó innifaldir
stúdentar frá Verzlunarskóla ís-
lands, sem aldrei hafa lokið lands-
prófi, en þeir munu oftast vera
nálægt 20 árlega. Þó er þess að
geta, að allmargir nemendur, sem
164 1960 183
184 1961 187
163 1962 237
169 1963 262
178 1964 330
181
Nágrannar háíáiSiÍ og kaldar kveðjur
Fólkinu í byggðum Suður-Þing-
jyjarsýslu hafa verið sendar kveðj
xr í tveimur blöðum höfu'ðborgar-
.nnar,. hvern daginn eftir annan,
;em eru þannig að or'ðbragði og
nnihaldi, að með fádæmum mun
vera. Tilefnið er ályktun, sem sam
>ykkt var á fjölmennum bænda-
undi í héraðinu 4. apríl s. 1.
m uppbyggingu íslenzks atvinnu-
ífs og þar sem mótmælt er áform-
m um óeðlilega íhlutun erlendis
i-á í þeim efnum. Það sem vekur
nrædd blaðaskrif er það, að
.786 íbúar þessa liéraðs skuli
.cra svo djarfir að láta í Ijósi
kQðanir og gera ályktanir um
.ýðingarmikil málefni, sem varða
þjóðina alla og að þeir skuli leyfa
sér að vera á annarri skoðun í
>eim efnum en höfundar grein-
ina og ýmsir aðrir munu vera.
áðar eru greinamar nafnlausar
.g því á ábyrgð blaðanna.
Síðari greinin er leiðari í Mánu-
lagsblaðinu, sem dagsett er 12.
apríl, en kom út laugard. 10. apríl.
311 ber greinin helzt merki þess
a'ð vera skrifuð undir grófum
ihrifum sterkra drykkja. Sér á
töku stað í gegnum grímu ölvím-
tnnar í hrokafulla vanþekkingu
— meira að segja veit ekki grein-
irhöfimdur betur en Þingeyjar-
;ýsla sé á Austurlandi — og minni
náttarkennd höfundarins birtist
ódýrum smánaryrðum, eins og
títt er um þá menn, sem ekki
kunna fótum sínum forráð og hafa
kki persónu til að standa undir
mistökum sínum.
Fyrri greinin er í Morgunblað-
nu föstudaginn 9. apríl og nefn-
st Staksteinar. í henni er snúið
it úr ályktunum bændanna, þær
nártogaðar og með lítilmótlegum
'nætti skopast að fólkinu í þessu
jarlæga byggðarlagL Gæti hún
verið skrifuð af einhverjum þdm
illa siðuðu ungmenna, sem hrópa
að vegfarendum á gatnamótum,
ef gera mætti ráð fyrir að' slíkir
piltar væru læsir og skrifandi.
Báðar eru þessar greinar hin-
aa' ómerkilegustu og engra svara
verðar. En þær gefa efni til hug-
leiðinga, einkum Morgunblaðs-
greinin, þar sem hún birtist í við-
lesnu og áhrifamiklu blaði.
Suður-Þingeyjarsýsla er harð-
býlt hérað, en býr þó yfir mikl-
um og merkilegum auðæfum frá
náttúrunnar hendi. Þar vorar oft
seint og haustar snemma, en bænd
umir þar standa ekki öðrum að
baki í ræktun, byggingum og öðr-
um búskaparháttum. Fólkið í hér-
aðinu hefur komið við.sögu i lífi
þjóðarinnar með eftirminnilegum
hætti. Sýslan hefur lagt til ekki
færri áhrifamenn og leiðtoga í
þjóðmálum en önnur héruð nema
síður sé. Þar er upp runnin sú
félagsmálahreyfing, sem mesta
þýðingu hefur haft af öllum sam-
bærilegum vakningum á íslandi
og héraðsbúar hafa oft átt frum-
kvæði að málefnum, sem hafa
haft varanlegt gildi fyrir þjóðina
alla. Þeir byrjuðu fyn- en flestir
aðrir að skipta jörðum og stofna
nýbýli, svo að ungt fólk þyrfti
ekki að hrekjast burtu úr hérað-
inu. Hin svonefnda „alþýðumenn-
ing“ er viðurkennd að hafa verið
meiri þar en víðast annars staðar
á þeim tíma, þegar næstum öll
þjóðin átti ekki völ neinnar skóla-
göngu. Héraðsbúar voru í fremstu
víglínu í baráttunni fyrir bættri
menntun og stofnuðu unglinga-
skóla fyrr en flestir aðrir f sýsl-
unni átti upptök sín nýjúng í skóla
málum með stoínun Laugaskóla.
og i þann skóla hefur meginþorri
allra unglinga, sem vaxið hafa upp
í héraðinu s. 1. 40 ár. sótt bæði
verklega og andlega menningu.
Samkvæmt opinberum skýrslum er
meira lesið af bókum þar en í
öðrum landshlutum. Félagslíf er
þar blómlegt og mannfundir marg
ir og fjölmennir. Á meðan hafís-
inn lokaði norðurlandi undan-
farnar vikur, létu héraðsbúar það
ekki aftra sér frá að stunda sín
hugðarefni, önnur en strit fyrir
daglegu brauði. Verið var að æfa
þrjá allstóra sjónleiki í sveitum
héraðsins, sem mér er kunnugt
um, alla samtímis. Jafnframt eru
ekki vanrækt önnur mál: nám-
skeið, ungmennafélagsfundir,
kvenfélaga- og bændafundir, söng-
æfingar, o. fl. Viku áður en um-
ræddur bændafundur var haldinn
komu 300 manns saman í einu af
samkomuhúsum héraðsins á veg-
um a. m. k. 12 kirkjukóra prófasts
dæmisins og nutu fjölbreyttra
skemmtiatriða og kynningar. Var
samkoman öll merkur menningar-
viðburður. Og ásamt öllu þessu
býr unga fólkið í héraðinu sig
undir það, að senda marga tugi
kvenna og karla til þátttöku í
íþróttum á landsmóti ungmenna-
félaganna á Suðurlandi næsta sum
ar.
Svipaða sögu má eflaust segja
úr mörgum héruðum öðrum, en
Staksteinar Morgunblaðsins gefa
efni til þess að á þetta er bent.
Kjarni málsins er sá, hvort íbúar
þeir. er búa i sveitum landsins,
eiga að hafa leyfi til að mynda
sér skoðanir á þýðingarmiklum
málum og hvort þeir eiga að hafa
rétt til þess að álykta út frá þeim
og gefa öðrum kost á að kynnast
sjónarmiðum sínum og viðhorfum,
og hvort þeir eiga að hafa leyfi
til að greina á um skoðanir við
landsföðurlega atvinnuskrifara,
sem aldrei hafa drepið hendi sinni
í kalt vatn í baráttu fyrir ís-
lenzkri menningu í sveitum lands-
ins.
Það er óneitanlega nokkur mun
ur á aðstöðu 2.786 íbúa harðbýls
héraðs í nágrenni við hafísinn og
þeirra, sem kvöld eftir kvöld sitja
yfir krásum vinveitingahúsanna í
þéttbýlinu. En saga umgenginna
kynslóða og komandi tíðar sker
úr um það, hvorir eim líklegri til
að hugsa og álykta og þora að
kannast við skoðanir sínar og
gefa öðrum kost á að kynnast
þeim, hvorir vekja upp fleiri ný-
mæli til nytsemdar og hvorir eru
meira vakandi um verðmæti
mannlífsins, önnur en daglegt
brauð.
Það væri sannarlega ekkert at-
hugavert við það, þótt vakandi og
áhugasamir iðnaðarmenn í Hafn-
arfirði gerðu ályktanir um sauð-
fjárbúskap á Homströndum, sem
Staksteinahöfundurinn hefur í
flimtingum. Það er ekki heldur
neitt athugavert við það, þótt
bændur í Þingeyjarsýslu geri
ályktanir um uppbyggingu ís-
lenzks atvinnulífs. Það er mál sem
þá varðar, eins og þjóðina alla,
og er ekki efni til hártogana af
lélegri gerð.
Þorsteinn Erlingsson sagði á sín
um tíma, er hann ávarpaði ís-
lenzka fossinn: „nú þykir þeim
sælast að dreyma, að þú værir
asni, sem uppí er hnýtt og ís-
lenzkar þrælshendur teyma.“ Svip-
að mætti segja og á svipaðan hátt:
Á meðan fólkið í byggðum lands-
ins er ekki asnar sem uppí er
hnýtt og útlendar. þrælshendur
teyma, hefur það bæði rétt og
skyldur til að hugsa og álykxa og
tala og skrifa. Þá skyldu og þann
rétt hefur það sannað með verk-
um sínum og það hefur fyrr verið
á það hlustað.
Sunnudaginn 11. apríl 1965.
Páll H. Jónsson frá Laogum.
ljúka fullgildu landsprófi. fara al-
drei í menntaskóla. Sumir fara í
Kennaraskólann. aðrir fara ekki
í neitt framhaldsnám. Enn er þess
að geta, að nokkrir nemendur
hætta framhaldsnámi af öðrum
ástæðum en getuleysi. Hins er þó
ekki að dyljast, að allmargir nem-
endur gefast upp á menntaskóla-
brautinni, og er þeim jafnan eink-
um hætt, sem naumlega hafa stað-
izt landsprófið. Skal hér látið
liggja milli hluta, hvort um er að
kenna of harkalegri meðferð
menntaskólanna eða of vægu mati
landsprófsnefndar á úrlausn-
um hinna slakari. Benda má þó
á það landsprófsnefnd til máls-
bóta. að dável hefur rætzt úr sum-
um þeim nemendum, sem staðizt
hafa fullgilt landspróf með lægstu
einkunn. Sjálfsagt væri mikill feng
ur að því, að fram færi fræðileg
rannsókn á prófi menntaskólanna,
áþekk þeirri, er þeir gerðu Jónas
Pálsson sálfræðingur og Hjálmar
Ólafsson núverandi bæjarstjóri á
landsprófi miðskóla (sbr. greinar
gerð þeirra í Skírni 1961). Það
er vafalítið eitt hið mest mein ís-
lenzkra skólamála, hversu lítið er
gert að hlutlægum rannsóknum á
því, hvar við erum á vegi staddir
í þeim efnum á hverjum tíma og í
hverju er fólgið það takmark, sem
við keppum að hverju sinni.
Litlar líkur tel ég á því, að þeir
nemendur, sem ekki standast kröf-
ur landsprófsins, eigi að svo stöddu
erindi í menntaskólanám, eins og
því er háttað hér nú. Ég skal þó
taka það fram, að þessi skoðun
mín er ekki á neinni rannsókn
byggð. Ég leyfi mér samt að vitna
til þess, að Kennaraskólinn tók
lengi vel árlega við nokkrum þeim
nemendum, sem ekki höfðu stað-
izt landsprófið, en vantað herzltK
muninn (hlotið meðaleinkunn á
á bilinu 5.50—6.00). Nú stend
ur þessi leið ekki lengur opin þeim
nemendum, sem þannig er ástatt
um, og bendir það eindregið til,
að ekki hafi verið góð reynzla af
þeim í kennaranámi, og í fæstum
tilfellum mun við betri árangri að
búast í menntaskólanámi.
Kristján vitnaði til þess í um-
ræðunum á dögunum, að tala stúd-
enta væri Iægri hér á landi en víð-
ast hvar í nágrannalöndunum. í
Danmörku er hlutfallstalan svip-
uð og hér, að minnsta kosti alls
ekki hærri, en í Noregi um 17%,
í Svíþjóð sennilega lítið eitt lægri,
en líklega nokkru hærri í Finn-
landi. Þó er þess að gæta, að finnsk
ir háskólar hafa vantreyst mjög
stúdentsprófinu þar í landi hin
síðari ár, og háværar raddir eru
uppi um það meðal norskra há-
skólamanna að taka upp sérstakt
inngöngupróf í háskólana, enda
eru þegar margar háskóladeildir
þar í landi svo til lokaðar nema
fyrir fáum útvöldum. Líklega dett
ur heldur engum í hug, að Danir
séu helmingi verr á vegi staddir
í verklegum og andlegum efnum
en aðrir Norðurlandabúar, þó að
stúdentafjöldinn sé þar allt að
helmingi minni. Ég sé ekki, að það
breyti ýkja miklu, þó að öllum
þeim, sem nokkurra ára framhalds
nám stunda, verði gefin stúdents-
nafnbót.
Vitaskuld geta margir fleiri
unglingar komizt gegnum lands-
prófið en þeir, sem við það reyna
t.d. ýmsir þeir, sem Ijúka gagn-
fræðaprófi. Til þess liggja margar
ástæður, en mestu munu þar at-
vinnuhættir okkar valda. Astand-
ið í atvinnumálum hefur hér lengi
verið slíkt, að tiltölulega auðvelt
er fyrir ungt fólk að komast í vel
launaða vinnu án þess að leggja
á sig langa skólagöngu. Eftitekt-
arvert er það t.a.m., að í Vest-
mannaeyjum og á Suðurnesjum
ljúka hlutfallslega fáii nemendur
landsprófi Það er án efa í txst-
um tilfellum vegna þess, að vanda
menn þeirra hafi ekki efni á ao
hafa þá í skóla, heldur er skýring
Framhald á bls. 31