Alþýðublaðið - 30.03.1958, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 30.03.1958, Qupperneq 9
Sunnudagur 30. marz 195 S AlþýSnblaBlB ÍÞróttir ) Skíðalandsmótið: Állir beztu skíðamenn og konur landsins keppa • EINS og áður hefur verið getið um í fréttum verður Skíða mót íslands haldið dagana 2.— 7. apríl n.k. í nágrenni Reykja- víkur. Áformað er, samkvæmt dagskrá mótsins, sem birt verð ur hér á eftir, að það verði hald ið við Skíðaskálann í Hveradöl um, í Hengli og í Jósefsdal eða Yífilfelli. Að sjálfsögðu getur orðið breyting á keppnisstöð- um vegna snjóalaga og mun þá miðar verða seldir á kr. 5. -— Keppendur á mótinu eru skráð ir 97, þar af 70 utan af landi, frá tíu héruðum og íþrótta- bandalögum. í fyrra á Akureyri voru keppendur alls 103. Á mið vikudag 2. apríl kemur út leik- skrá með rásröð keppenda í öll um greinum ásamt öðrum upp- lýsingum um mótið. Leikskrá og mótsmerki verða seld við bílana í bænum og á mótsstað^ Skarpþéðinn Guðmundsspn Siglufirði keppir í skíðastökki. reynt að tilkynna það með næg um fyrirvara. Þegar keppni er haldin langt frá þjóð- veginum munu snjóbílar verða til taks til þess að draga fólk á skíðum á mótsstað. Þá munu og verða veitingar á sömu stöð- um. Aðgangseyrir að mótinu verður 10 krónur hvern einstak an dag. Þá geta menn og keypt sérsíakt aumerki á kr. 25.00, er gildir fyrir allt mótið. Barna- Allir beztu skíðamenn landsins meðal þátttakenda. Allir beztu skíðamenn lands-i ins eru meðal keppenda á mót- inu og er erfitt að spá um úr- slit í einstökum greinum, en þpi þykir rétt að geta þeirra, serrt. sigurstranglegastur eru taldir.? I göngu má nefna Þingeyingana Jón Kristjánsson og rbóðir hans Steingrím. ísfirðingarnir Árnl Höskuldsson og Gunnar Péturs son, Páll Guðbjörnsson, Fljót- um, og Sveinn Sveinsson, Siglu firði, eru og skeinuhættir. í boð göngu er keppt um nýjan bik- ar, sem Skíðafélag Reykjavíkur hefur gefið. Jón Þorsteinsson og Jónas Ás- geirsson eru meðal kcppenda í stökki. I stökki eru meðal keppenda hinir gömlu og góðkunnu SigL firðingar, þeir Skarphéðinn Guðmundsson, Guðmundur Arnason, Jónas Ásgeirsson og Jón Þorsteinsson, eldri, en hann hefur ekki keppt á landsmóti síðan 1950. Einnig ber að nefna Eystein Þórðarson, Reykjavík. Finnski þjálfarinn Ale Laine mun aðstoða starfsmenn í sam- bandi við göngu og stökk. í norrænni tvíkeppni má nefna sem sigurstranglegasta þá Harald Pálsson, Reykavík og Svein Sveinsson, Siglufirði. Keppentlur í Alpagreinum. í Alpagreinum, bruni, svigi og stórsvigi, eru flestir kepp- endur. Af þeim eru þekktastir bræðurnir Eysteinn og Svan- berg Þórðarsynir og Stefán Kristjánsson, Reykjavík, Magn ús Guðmundsson og Hjálmar Stefánsson frá Akureyri, Einar Valur Kristjánsson, Olafsfirði, Jóhann Vilbergsson, Siglufirði og ísfirðingarnir Jón Karl Sig- u.rðsson, Björn Helgason og, Steinþór Jakobsson. Jakobína og Marta Bíbí í Alpa- greinum kvenna, I kvennagreinum, bruni, svigi og stórsvigi, keppa m. a. þær Jakobína Jakobsdóttir, Reykjavík, Marta B. Guðmunds dóttir, ísafirði og Kristín Þor- geirsdóttir, Siglufirði. Kepp- endur utan af landi eru vænt- anlegir í bæinn um og eftir helg ina og. munu flestir þeirra búa í Skíðaskálanum í Hveradölum Knaítspyrnan hefst eftir fjórar vikur:' iSsmenn Fram hafa aidrei æft betur . . segir Skóli Nielsen SUMARIÐ nálgast og um leið styttist tíminn, þar til knattspyrnumenn okkar hefja keppni. Samkvæmt upplýsing- um vallarvarðar, Baldurs Jóns- sonar, benda allar líkur til þess, að fyrsti leikur sumarsins verði afmælisleikur milli Fram og í- þróttabandalags Akraness. Trú lega fer leikurinn fram 24. apríl (sumardaginn fyrsta) eða 27. apríl, ALDREI ÆFT BETUR. I tilefni leiks Akraness og Fram sneri fréttamaður síðunn ar sér til eins af efnilegustu leikmönnum Fram, Skúla Niel- sen, og spurði hann frétta af meistaraflokki Fram, hvort vel væri æft og svo framvegis. — Ég held, að við höfum aldrei æft eins vel að vetrarlagi eins og nú. — Um áramótin var tekið til við æfingar og æft þrisvar í viku, leikfimi og knatt meðferð einu sinni í viku hverri og tvisvar var hlaupið úti. Síðustu vikurnar höfum við töluvert æft með knött úti. Eru æfingar vel sóttar? — í fyrra voru yfirleitt 11— 15 á hverri æfingu, en í vetur er hópurinn helmingi stærri. Það eru yfirleitt kornungir menn, að tveim eða þrem und- anskildum. Trú mín er, að tölu verð samkeppni verði um það hjá okkur að komast í meist- araflokk og er það mjög ánægju leg þróun. Þjálfari okkar í fyrra Reynir Karlsson, er við nám í Þýzkalandi, en við starfi hans tók- Haukur Bjarnason, sem (lengi hefur leikið með meist- araflokki félagsins. Það stendur mikið til hjá ykkur í sumar? — Ekki er því að neita, hing að höfum við boðið úrvali knatt spyrnumanna frá Sjálandi og meistaraflokkur Fram fer síð- an í boði SBU til Danmerkur í júlímánuði. meðan á mótinu stendur. Ekki er að efa, að keppni verður tví- sýn og skemmtileg í öllum greinum og áhorfendur margir, verði veður gott. Mótsstjórnin vill hvetja unnendur skíða- íþróttarinnar til að gera sitt, svo að mótið verði sem skemmtilegast fyrir alla. Að endingu vill mótsstjórnin hvetja þá alla, sem starfað geta við mótið, og ekki hefur verið haft samband við enn, að gefa sig fram við hana. Hittumst heil á fjöllum um páskana. Allt í páskamatinn a einum stað AUSTURSTRÆTI SÍMAR: 13041 - EFNILEGUR LEIKMAÖUR. S’kúli Nielsen er rúmlega tví- tugur og lék í fyrsta sinn með íslenzka landsliðinu í leikjun- um gegn Dönum og Norðmönn- um í fyrra. Hann tekur íþrótt sína alvarlega og má búast við því, að hann komist senn í fremstu röð íslenzkra knatt- spyrnumanna. Knattspyrnan er greinilega vinsælasta íþrótta- greinin hérlendis eins og víða annars staðar. Knattspyrnu- mennirnir verða því að taka í- þróttina alvarlegar en þeir hafa gert hingað til, því að áhorfend ur gera miklar kröfur til þeirra. Ef þeir bregðast, má bú- ast við minnkandi aðsókn að knattspyrnumótum og um leið afturför í íþróttinni. Myncl bessi er úr Ieik s. 1. sumar milli Fram og KR. Knöttur- inn sézt í netinu hjáKR eftir glæsilegan „skalla'* frá Skúla Níelsen. Var það síðara markið, sem Framarar gerðu í lcikn- um. — Ljósm. Alþbl. SEFi ULLAR-GÓLFTEPPI fallegir litir, margar stærðir. HAMP-GÓLFTEPPI margar stærðir. TEPPAMOTTUR COCOS-GÓLFTEPPI margar stærðir. ULLAR-GANGADREGLAR 70 og 90 cm. HAMP-GANGADREGLAR 90 cm. GÓBLÍN-GANGADREGLAR BAÐMOTTUR GÚMMÍMOTTUR Geysir h Teppa- og dreglagerðin, Vesturgötu 1. k I | S I s .V s V s V s « V s s $ * s s s I 1 < V s s s s s s s s s s s s s

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.