Alþýðublaðið - 02.04.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.04.1958, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. apríi 1958. AlþýSnblaSll 3 '— ^ Alþýöubloöiö Utgelandi: Alþýðullokkurinn. Ritstióri; Helgi Semundsson. Fréttastjórí: Sigvaldi Hjálmarsson, Augiýsinga s t j ór i: Emilía S a m ú e 1 s d ó 11 i r. Ritst j órnar simar: 14901 og 1490 2. Auglýsingasimi: 1 49 0 6. Aigreíðslusími: 1 4 9 0 0. áSsetur: AlþýðuhúsiÖ. Preatsmiðjs AlþýSublaðains, Hverfisgötu 8—10. — — « Ncikvœtt nudd ÞAÐ er býsna gaman að Morguniblaðinu þessa dagana. Aldrei hafa þeir ritstjórarnir opiníberað eins ljóslega van- mátt sinn og mláóeinaákort og síðan Alþýðublaðið skýrði frá því, að tillögur væru fyrir hendi um nýjar leiðir í efnahags- málunum. Klippingaxneistari Morgunblaðsins hefur setið við lon og don og rambzt við eins og rjiilpan við staurinn að að klippa niður greinar úr Alþýðu'blaðinu, fella brotin sam- an á sína vísu, toga þau og teygja, sníða úr þeim stakk eft- ir sínum vexti og t'engja þau svo saman á sinn sérstaka hátt, og auðvitað í krafti hins margfræga, rökræna stíls. En ailir þessir aumkunarverðu til'burðir haifa komið fyrir ekki. Kliþpingameistarinn veit ekki sitt rjúkandi ráð frekar en fyrri daginn, allt erfiðið vitnar um. rúræðalieysið eitt. hvergi er bitastætt í öllu hans mikla meistarastykki, útkoman að- eins neikvætt nudd, einskisvert jamj og japl og fuður. Maður skyldí ætla, að einhver.ja stefnu mætti lesa út úr öllu þessu merkilega klippingakúnstverki meistarans. Menn sitja ógjarnan við það dögum saman að klippa nið- ur greinár úr öðrum blöðum, föndra við það marga daga í röð ein og' lasnir krakkar í rúminu, án þess að einhver meining kcmi í ljós, einhver tilgangur, sem styðji þeirra eigin málstað og stefnu. En svo er þó ekki í þessu til- felli. Það er eiður sær. Skærunum er að vísu sæmilega fimlega heitt, og jafnan gætt þess hæfilega vel, að hlut- ur blaðsins, sem skorið er úr, sé ekki :sem heztur. Smá- vegis falsanir og hártoganir fylg.ja með enda er meistar- inn nráIafyIgjumaður og lögfræðingur að mennt. En þá er líka öll sagan sögð. Hvergi örlar á stefnu Sjálfstæðis- flokksins í þessunr úrklippupistlum Morgunblaðsins né öðrum skrilfum ritstjóranna, og iþar verður ekki gert upp á milli þeirra, enda munu limir dansa eftir höfðinu. Nei, það fer sannarlega ekki mikið fyrir stefnu ,stærsta stjórnmálaflokks landsins" í etfnahagsmálunum í þessúm hæpnu og miður heiðarlegu ,,skrifum“ þeirra Morgunblaðs- manna. Samt eru þsir stöðugt við sam-a heygarðshornið i einu efni. Þar er þeim. liíkt farið og gúmikarli handa börnum, sem sífellt tíst'r eins, þegar þrýst er á hann: Það var allt svo dæmalaust giott, meðan Sjáltfstgeðismenn voru við völdi Þá voru engin etfnahagsivandkvæði! Allt gekk af sjálfu sér! — Ekki er gott að segja, hvort þeir Morgunlblaðsmlsnn sjáltfir eru farnir að trúa þessu gúmkarlstísti. Vel m.iá það vera. En sönnu nær mun þó hitt, að. hér séu þeir klippingameistari og félagar aðfreista þess að búa til þjóðsögu, etf vera mætti, að þannig slyppi Sjálístæðistfl'okkurinn betur undan þung- um dómi sögunnar. Svo mikið er víst, að þeir skærisfélagar •eru svo önnum kafnir við gúmkarlatíistið ,,það var allt svo gott“, að þair gleyma öllum skyldum við líðandi stund. Þeir eiga sér ekkert riáð í efnahagsmfálum,. engar tillögur, enga stsfnu né starfsgrundivöll, og því síður lausn eða iokaorð. Fræg er sagan um pennastrik foringjans, eem aldrei kom úr pennanum, og a’drei var annað en karlagrobb kapteins, sem kunni ekki að sigla. Það er hætt við, ,að þjóðsaga klippingameistara og fé- laga vcrði seitiit samgróin fólki. Allur almenningui' veit, að fram.tak Sjálfstæðismanna í efnahagsmálum var það eitt að láta r 'ka |á reiðanum, ;ski»in stöðvuðust uom hver áramót, dýrtíð jókst hröðum skrefum og krónan minnk- aði. Að lokum gafst samstarfsflokkurinn alveg upp á stjórn pennastriksforingjans og lýsti yfir, að þjóðarskút- an strandaði alveg, ef þessu :héldi fram. Því var núver- andi stjórn mynduð. Og þeim Morgunblaðsmönnum ætti að fara að skiljast það, að jbað er harla bágborinn áróður að halda því sífellt fram, að allt hafi sigið á ógæfuihlið í þjóðfélarginu uim leið og þessi stjórn settist að völdiim. Þeir vita það sjálfir, og það er líka alþjóð kunnugt, að erfiðleikar og vandkvæði í þjóðarbúskapnum í dag eru afleiðingar ráðslagsinls í gær. Sökin er Sjiálfstæðisfliokks- ins, haun stjórnaði illa, svo illa, að þjóðin mun súpa af því seyðið um langan aldur. ÞaS situr því sízt á þeim klippingameistara Morgunblaðs ins og félögum að reyna að gera lítið úr heiðarleg'um til- raunum Alþýðuflokksins til úrbóta í efnahagsmálum. Og því síðup ættu þeir að nudda á sinn neikvæða hátt, meðan þeir vita ekki, hvað þeir eru að nu-dda um. Befðu þeir eitt- hvað jákvætt til mála að leggja, m/ættu þeir sannariega klippa og skera, teygja og toga. En meðan svo er ekki, œttu þeir að minnsta kostj að sjá sóma sinn í að vera ofurlít- ið heiðarlegr.i í málflutningi. ( Utatn ur Keimi ) MIKLAR breytingar og lík- legar til að hafa djúplæg áhrif hafa gerzt í herbúðum beggja aðila á Mið-Austurlöndum ný- verið; og eru breytingar þess ar taldar ávinningur fyrir Nass er forseta og samarabisk áform hans. Það er þá fyrst til að taka, að Saud Aarabíukonungur hef- ux opinberlega selt bróður sín- um, Feisal krónprinsi, en Feis- al er mjög hneigður til vináttu við Egypta, Hefur hann og að undanförnu verið hinn voldug asti maður að nafnbótum, bor- ið titil forsætis- og utanríkis- ráðherra, en Saud konungur hefur hingað til ekkert tillit tekið til þess í framkvæmdinni og ríkt sem einvaldur í landinu. í Sýrlandi hefur gerzt sá at- burður að Afif Bizri hershöfð- ingi hefur látið af embætti sem æðsti maður sýrlenzka hers- ins, og voru þá ekki liðnar nema tvær vikur frá því er Nasser útnetfndi hann fvrir ’ ýfirhershöfðingja. — Orsök þess að hann lætur af því veg- lega embætti er sögð sú að hann hafi reynzt Sovétveldunum vin veittur um of, og hafi hann með al annars neitað að losa sig við undirforingja, sem Nasser vildi láta fjarlægja og svipta áhrif- um; Bizri hafi jafnvel fengið þeim ábyrgðarmeiri stöður inn an hersins. Svo mjög var allri afgreiðslu þessa máls hraðað, að Bizri vissi sjálfur ekki hið minnsta um hvað til stóð fyrr en hann las það í dagblöðunum að hann hefðj „sótt um lausn frá em- bætti“, og að orðið hefði verið við þeirri beiðni hans. Feisal krónprins. FEISAL FENGIN ÖLL VÖLD. I tilkynningu, sem birt var í höfuðborg Saud-Arabíu. síðast liðinn mánudag, segir meðal annars: „Vér afhendum forsæt- isráðherra vorum ótakmarkað vald og heimild til að marka stefnuna í innan-, utanríkis- og fjármálum og sjá um alla fram kvæmd þeirra mála“. Hins veg ar er ekki tekið fram í tilkynn- ingunni hver völd 3'aud konung ur ætli sjálfum sér. Þetta valdasal í Saud-Arabíu er álitið skref í áttina að þing- bundinni konungsstjórn um leið og það er talið sanna sigur Feiz als yfir Saud konungi. Feisal var á sínum tíma talinn líkleg- astur til að taka við ríki og völdum af Ibn gamla Saud fyrrverandi Arabíukonungi, en. skömmu fyrir andlát hans var honum stjakað til hliðar og Saud, eldri bróðirinn, látinn taka við erfðum. FEISAL TALINN HA.ND- GENGINN NASSER. Feisal er sem kunnugt er mjög andsnúinn Bandaríkjun- um frá því er Israelsríki var stofnað árið 1948. Það er því bersýnilega ósigur fyrir þau öfl í Saudi-Arabíu, sem vildu steypa Nasser og koma í veg fyrir stofnun Hins sameinaða ara'biska lýðrveldis, er honum haifa verið fengin svo víðtæk völd í ríkinu, Kairoblaðið „A1 Shaab“ tel- ur að Feisal hafi neytt Saud bróður sinn til að vísa allmörg: um af fyrri ráðgjöfum sínum frá hirðinni og samþykkja að réttarrannsókn skuli haldin, vegna samsærisins gegn Nasser forseta. BARÁTTAN GEGN SÝR- LENZKA HERSHÖFÐINGJ- ANUM. Frá Damaskus hafa borizt fréttir um að margir af undir- foringjum Bizris • hafi verið teknir höndum, en enn hefur ekki tekizt að fá þær. Hafa fréttamönnum erlendra blaða verið torvelduð símtöl þaðan. Er álitið að með brottvikningu Bizris vilji Nasser gera herinn. hlýðið afl en ekki sjálfstætt í* stjórnmálum landsins, eins og herinn var að verða undir stjórn Bizris hershöfðingja. Víkan scm leið ~ AF ERLENDUM tíðindum í s. 1. viku má telja helzt upp- raisnina í Indónesíu. Túnisdeil- una og Algiermálið auk enda- loka hinnar svokölluðu „sam- virku forustú' í Rússiandi. INDÓNESÍA. í Indónesíu héldu bardagar áfram, en ekki er annað fyrir- sjáanlegt en u|>pre:snarmenn verði gersigraðir, bæði vegna skorts á baráttuvilja og iélegri forustu. Hafa uppi'eisnarmenn alls staðar orðið að láta undan síga. Þessi barátta stendur fyrst og fremst um það, hvort So- karno forseti eigi að fá að stjórna áfram og leyfa komm- únistum þau miklu ítök í stjórn landsins, sem þeir hafa haft eð undanf örnu. Dj akar tast j órnin fékk fyrir skemmstu tíu skip frá Rússum. Telja margir, að í þeim hafi verið hergögn handa Indónesiíuher, en svo mikið er víst, að hinir rússnesku skips- stjórnarmenn verða fyrst um sinn á skipunum til að hjálpa til við skipstjórn og viðhald. Varð þetta tiletfni til þess, að Sjaffruddin, forsætisráSherra uppreisnarstjórnarinnar, sag'ði í ræðu í vikunni: „Ef Sokarno má hatfa rússneskar áhafnir, því megum við þá ekki fá ame- ríska flug'menn?“ Allt virðist benda til, að uppreisnarmenn hljóti að bíða lægri hlut, eins og mólin standa nú, en spurn- ingin er, hvort vesturveldin muni sjlá sér fært að veii:a upp reisnarmönnum hjálp, eins og Rússar eru nú þegar farnir að gera við Djakartast.jórnina. — Víst er um það, að SEATO- löndin fagna því ekki að sterk kommúnistísk stjórn sitji að völdum í Indónesíu, og lítill vafi er á, að svo verði, einkum eftir núverandi aðstoð Rússa, ef uppreisnarmenn verða kveðn ir niður. Það er a. m. k. víst, að ætli vesturveldin að hjálpa upp reisnarmönnum verða þau að láta til skarar skríða strax. TÚN'IS OG ALGIER. Bourguitoa, forseti Túnis, er sýnilega fús til mikilla tilslak- ana í deilu sinni við Frakka Framhald á 8. síðu ó D Ý R T FYRIR HÁTÍÐINA: ís í stórum formum. Ávextir — Suðusúkkulaði Heimilissúkkulaði Páskaegg fyrir alla fjölskyldima REYKJAVIKURVEGI 6 Opið frá kl. 2—11,30 e. li. Ó s s s s s s s s s s s s s S s s s s s s

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.