Alþýðublaðið - 02.04.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.04.1958, Blaðsíða 6
6 AlþýSoblaSlB Miðvikudagiir 2. apríl 1958. Rœtt við hóndann og heimshorgarann í Gljúfrasteini - i f?ti i SVALT er og bjart uni að lítast þegar stigið er út úr bif- reiðinni á hlaðvarpann að Gljúfrasteini. Fannir í Esjunni, kaldranagrátt heiði yfir; snörp norðanátt þar sem vindur náði sér á leiðinni upp í Mosfelis- dalinn en lygnt þarna á hlað- inu. Fáa þekki ég nú sem kunna að taka gestum. af siíkum inni- leik sem þau Gljú'frasteinshjón. Látlaus kveðja húsmóðurinnar, frú Auðar, alúðarbros og hiýtt handtak Halldórs húsbónda veldur því að mér mundi eðli- Jegra að reikna leiðina úr borg- inni þangað upp eftir í lestar- gangsstundum að gömium sið .mér alltaf er ég sé hann standa á hiaðinu að einmitt þetta virð- ingarheiti mundi honum vel særna, — og það eins þótt ég viti að hann er snauður af bú- fénaði. Það er áreiðanlege eng- in hending að frægasti afreks- maður hugsunar og orðs sem nú er uppi með þjóðinm skuli vera af bændum kominn og bera svo greinilega aldagamait aðals- mierki þeirra í svip og fram- komu er hann tekur að reskj- ast. — Jú, það er ákaflega gott að vera kominn heim aftur, segir Halldór Kiljan Laxness, þegar við erum setztir að am stund uppi í vinnustofu hans. Gott að Halldór Kiljan Laxness í stofunni á Gljúfrasteini. en eftir bifreiðaspani. 1 æsku 'heyrði ég Laxnessheimilið ann- álað fyrir gestrisni, og nú, þeg- ar mér er boðið til stofu í Gljúfrasteini, þykist ég þess fullviss að þannig hafi og gest- um verið tekið þar í tíð for- eldra Halldórs. Um leið dettur mér í hug að fá orð muni slík- ur samnefnari alls þess sem sannast er og bezt í menningu hugarfarSins sem gamla, ís- lenzka virðingarheitið ,,bænda- 'höfðingi“. Þótt húsbóndinn að Gljúfrasteini sé víðförlasti og fjölgáfaðasti heimsborgari sem ísland hefur aJið síðan öid fyrri kynslóðar þeirra lauk þegar sviptivindur hvolfdi farinu und ir Birni Jórsalafara í Hvalfirði, og frægastur íslendingur annai en Snorri í Reykholti, finnst geta tekið aftur til starfa eftir því sem næst árlanga hvíld. — Kominn heim, — það er nú svo einkennilegt að ég er víst ekki að öllu leyti kominn heim enn. Það kemur nefnilega oít fyrir þegar ég losa svefnmn á nótt- unni, að þá finn ég mig stadd- an á Austurlöndum; hugurinn virðist dveljast þar enn öðrum þætti . . . Sem snöggvast berst talið að draumförum manna og svefn- lífi. Ég hef aldrei viljað taka mark á draumum mínum, segir Laxness, og fyrir bragðið man ég ef til vill ekki það, sem íyrir mig ber í svefni, eins glöggt og þeir, sem þroska með sér þann hæfileika. Engu að síður getur svefnlíif manns verið auðugt og haft sín óbeinu áhrif, — og sem sagt, þegar ég losa svefn- inn verð ég þess var að hug- urinn hefur orðið síðbúinn að austan, enda var þar mörgu merkilegu að kynnast. Laxness kveðst hafa nýja skáld-sögu í undirbúningi. Ekki þó um íslenzku mormónana í Utah eins og flogið hafði fyrir í fréttum að vestan. En urn íslenzkt efni. Einnig kveðst hann þurfa að skrifa nokkrar greinar. Starfsnæðið mætti vera betra; þótt Gljúfrasteinn sé spottakorn frá borginni og varla á alfaraleið er þar gest- kvæmt og oft verður Laxness að bregða sér til borgarinnar ýmissa erinda og það tekur sinn tíma. Ég spyr hann hvern ig honum lítist horfa við hér heima eftir að hafa gist millj- ónaríki £ vestri og austri. — Er ekki allt hérna í stak- asta lagi? segir hann. Raunar er ég svo nýkominn heim að mér hefur ekki unnizt tímj til að gefa því gaum sem skyldi. En ég sé ekki annað en hér sé allt í bezta lagi. Lífskjör al- mennings eru betri hér en jafn- vei £ Bandaríkjunum, hvergi eins vel og mikið byggt og aIl- flestir hafa meira en nóg að bíta og brenna og margir of fjár að því er virðist. Það væri þá kannski helzt sums staðar í sveitum að kjör manna erú krappari. Annars ferðast menn um allt og nóg er flutt inn, og einhvern veginn eru alltaf ráð með gjaldeyri .Reyndar veit ég ekki hvernig það er að flytja inn svona mikið af erlendu vinnuafli; manna fiskiskipin að miklu leyti útlendingum, flytja inn útlent vinnufólk, og greiða þetta vinnuáfl að miklu leyti í erlendum gjaldeyri Ég er ekki viss um að það fyrirkomulag þekkist yrfirleitt annars staðar en hér að greiða innflutt vinnu afl í erlendum gjaldeyri, — en hvað á að gera þegar innlent vinnuafl skortir og það erlenda fæst ekki með öðru raóti, nú, — og þetta gengur allt v'el, Af hverju eru menn þá að kvarta og hverjum andskotanum eru menn alltaf að kvíða? Ég veit það ekki. Kannski það sé kvíð- inn fyrir því að fá yfir sig kjarn orkusprengju, sem brýzt þannig út. Það skyldi ekki vera . . . Ég þykist ekk£ viss um að a1-- menningUr þori að mana fram þann ótta með sér; það kvíða- efni muni nærtækara að þessí i mikla og almenn.j veimegun endist ekki, fólk geti ekki sætt sig við þá tilhugsun að verða aftur að búa við kröpp kjör. I — Fólk sættir sig ekki við I það eftir þetta. Það kemur ekki | til. Annars virðist þessi kviði einkennandi fyrir þjóðir, sem búa við auð og allsnægtir og hafa gert það um skeio. Hans gætir til dæmis mjóg í Banda- | ríkjunum. En á Austurlöndum, I þar sem þjóðirnar eru að brjóta sér leið frá hungri og skorti og hverskyns áþján til vaxandi vel megunar og aukins sjálfstæðis, þar þekkist ekki þessi kvíði. Þar er almenningur bjartsýnn Loffur Guðmundsson ræðir við og vongóður. Tij dæmis í Kína, þsir sem menn eru nú að sigrast á hungurvofunni. Og á Jnd- landi . . . Á þessum löndum er viðhorfið til framtíðarinnar allt annað en hér á Vesturlönd- um.. Verður sósíalisminn annar í framkvæmd austur þar en við höfum fregnir af honum úr ná- lægari löndum? verður mér að spyrja. — Það er ekki hægt að tala um eiginlegan sósíalisma á indlandi nema í einu ríki. En í Kína, jú, og þar eru að gerast stórkostlegir hlutir. Þar kemst maður ekki hjá þvi áð verða fyrir sterkum áhrifum. Þar er tugmilljónaþjóð í sókn á öllum sviðum og fólkið er djarft og kátt og frjálslegt. Og terrors í rússneskri mynd gætir þar ekki við framkvæmd sósíalismans? spyr ég. — Fólk virðisí frjálst að öllu nema ef menn fara beinlínis að i Halldór Kiljan Laxness. drápu ekki auðmenn- landsins eða sviptu stóreignamenn. öllu sínu bótalaust. Þeir keyptu af þeim eignirnar, greiða þeim árlega of fjár fyrir. — Þessir menn hafa þvi of fjár undir höndum. en geta bara ekkert gert við það, ekki eytt því í neitt nema sjálía 'sig og sína og lifað í vellystihgum. Eða þá keypt fyrir bað ríkis- skuldabréf. Þannig rennur svo auður þeirra fyrr eða síðar aft- ur til ríkisins. Raunar munu nokkrir kínverskir auðmenn. hafa flúið land eða veriðfelldir í byltingarátökunum, en ýfirieitt herfur ríkið keypt upp eignir auðmanna. En kommúnistíski kenninga- áróðurinn, —- hvernig er með hann austur þar? — Hans mun hafa gætt þar mjög fyrst, en nú hefur tals- vert verið dregið úr horium að því er virðist. Ég spyr Laxness hverju það Hús skáldsins — Gljúfrasteinn. vinna gegn stjórninni þá eru muni sæta fyrst og fremsfc er þeir eflaust teknir til afhugun- sósíalisminn verður frjálsari i ar. Og það er athygl.isVert aö framkvæmd þar eystra en í Evr kínversku kommúnistarnir i ópu. Framkvæfndastjðri óskast Landssamband iðnaðarmanna óskar að ráða fram- kvæmdastjóra, er iafnframí só rítstióri tímariís iðnaðarmanna. — Umsóknir með upplýsingum um nrenntun og fyrri störf, sendist skrifstofu sam- bandsins, Laufásvegi 8, Reykjáviík, eigi síðar en 25. apríi næstkomandi. Halldór Kiljan Laxness og Bach.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.