Alþýðublaðið - 02.04.1958, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 02.04.1958, Qupperneq 4
AlþýðnblaBlB Miðvikudagur 2. apríl 1958, l/ETTVAN6tíft MGS/0S SEYTJÁNDA bók skáldsins Jakobs Thorarensen kom út íyi'- Sr fáum dögum og nefnir hann hana Aftankul. Það er komið að kvöldi hjá honum, honum finnst að nokkuð sé andkalt að aftni æfinnar. Hann er orðinn sjötug- ur og finnst að líkindum, að hann sé orðinn eldri en okkur iamferðamönnum finnst að hann sé. ÁKATUGUM saman höfum við þekkt þennan alskeggjaða .myndarmann á götum Reykja- víkur, hraðstígan, ennisbjártan — og alltaf einan á göngu. Hann liefur gengið meir en nokkur annar Reykvíkingur, alltaf einn og farið í sjóinn einn í Skerja- firði, við Örfirsey, suður í Foss- vogi, eiginlega orðið að hrekj- ast undan vaxandi byggð og auk ínni mannaferð. HANN HEFUR EKKI farið eft • r veð)! í þessu. Hann hefur geng :i.ð í öllum veðrum og hann hef- ur faiíð í sjóinn í byljum og írosti eins og á sólbjörtum sum- ardögöm. Hann hefur alls ekki itátið það aftra sér þó að hanrt hafi orðið að slíta úr rriiklu jörpu skegginu klakastykkin. — Hann hefur ekki aðéins gengið um götur höfuðstaðarins, hann hefur einnig farið ríðandi og gangaadi um sveitir landsins, enda mikill sveitamaður, þessi snlkkari og skáld í borginni. <anda yrkir hann ’nú lofsörig til Jakob Thorarensen kveð- ur samferðamenn sína Snikkari og skáld í borg- inni, en ramm-íslenzkur sveitamaður í anda. sauðkindarinnar. A síðastliðnu sumri gekk hann Tvídægru og sofnaði upp við jökul. ÞGgar hann kom aftur hringdi ég til hans og spurði hann um fcrða- lagið. Þá spurði hann mig: — „Heldurðu að þeir hefðu gert þetta Björn Jónsson eða Hannés Hafstein?" -— Hann miðaði við þá. EN NÚ, með þessari nýju bók sinni, kveðúr Jakob Thoraren- sen. Hann álítur sjálfur, að þetta verði sín síðasta Ijóðabók. Það efast ég mjög um, því að þó hann sé byrjaður á átturrda tugnum, þá er hann enn sem ungur mað- ur og hann á eftir að ga..ga mik- ið og yrkja mikið. Jakob mun ekki álita að honum hafi mjög cft skjátlast í dómuni síniim, en í þetta sinn skjátlast honum. SÍÐASTA KVÆÐIÐ í bókinni Aftánkul er stílað til samferða- manna skáldsins. Ég hafði bú- izt við nokkurri bölsýni í kveðju orðum Jakobs, því að ég hygg, að öldin sé ekki honum að skapi í mörgum greinum, en hennar kennir furðuiega lítið. Hérna eru tvö síðustu erindin í þessu kveðjuljóði Jakobs Thoraren- sen: Öldin er blendin, og þó stór í sniðum, önnur ei nein, er henni sýndist lík, fjölvís og snjallráð, hafin háum miðum, hagvirk og keppin, verltaslyng og rík, færði ’hún lýðnum nóg af nýjum siðum, skal náttmálum lúta framtíðin slík. Samferðamenn, þó senn við skilja kynnum, sjáumst við aftúr lífs á hærri slóð, yngdir og hressir — ugglaust mikið vinnum, aukum og vöxtum þroskans dýra sjóð, því áfram mun stefnt og aldrei sókn við linnum. — Eflist vort kyn og blessist land og þjoð. VIÐ LÁTUM það bíða enn um sinn að segja við Jakob Thorar- ensen: Vertu blessaður. Hannes á horninu. Sámsbær (Peyton Place) eftir Graee Metalious, næst mesta metsölubók, sem nokkru sinni hefur verið prentuð í Bandaríkiunum (yfir 6 milli. eintök) hefur á 'hálfti öðru ári farið fram úr Á hverfanda hveli. (Gone rvith the wind), sem hefur verið í bókaverzlunum í meir en 20 ár. Ox i n eftir Hans Mahner-Mons, — ein bezta erlend skáldsaga, sem út hefur komið hér á landi. Gulu skáldsögurnar Samkvæmt kröfu borgarstjóraris í Reykjavík f. h. bæjarsjóðs og að undangengnum úrskurði verða LOG ■ TOK látin fara fram fyrir ógreiddum : FASTEIGNAGJÖLDUM, LÓÐALEIGUGJÖLDUM, BRUNABÖTAIÐGJÖLDUM, sem féllu í gjalddaga 2. janúar s.I., að átta dögum liðn- uffi frá birtingu þessarar auglýsingar. Borgarfógetinn í Reykiavík, 1. apríl 1958. KR. KRISTJÁNSSON. VERZLUNARMANNAFELAG REYKJAVÍKUR Árshátíð félagsins verður haldin í KVÖLD kl. 20,30 í S j álf stæðishúsinu. 1. Kvartettsöngur. 2. Gamanvísur. Baldur Hólmgeirsson. 3. Leikþáttur. Emilía Jónasd. og Áróra Halldórsd. 4. D a n s . Aðgöngumiðar seldir í skrifstofu félagsins og eftir kl. 5 í Sjálfstæðishúsinu. Verð aðgöngumiða kr. 64. Ekkj samkvæmisklæðnaður. Nefndin. t p i |l Þetta verða skemmtileg ustu páskar í áratugi Tvær nýiar stórkostlegar skáldsögur komnar út. ,,FJALLIГ eftir Jökul Jakobsson og tole France. Bók Jökuls segir frá un hug en fá ekki náð uppá hátind ham truflana. Sagan lýsir baráttu elskenda hin heilsteypta þrekmikla sveitastúlk ótruflaða náttúrubarns. Hér gerast mi ast næg umhugsunarefni. Og hér er Þetta er bók fyrir unga fólkið. .UPPREISN ENGLANNA” eftir Ana- gum elskendum, sem unnast af heilum ingjunnar vegna andlegra og líkamlegra nna við hin grimmu örlög unz konan, a flevgir sér í faðm annars manns, hins klir etfirminnilegir atburðir. Hér gef- ekki töluð nein tæpitunga. „Uppreisn englanna" er bók sem ekki þarf að auglýsa, frægasta skáldverk eins frægasta Frakka, nóbelsverðlauna skáldsins Anatole France. Stórkostleg skáldsaga, örlagasaga skrifuð af leiftrandi skáldsnilli, hugkvæmni og húmor. Báðar þessar bækur fást í bókaverzl unum í sterku og þoklcalegu bandi. H E L G A F E LL, Unuhúsi, Veghúsastíg (Símí 16837) ATII. Félagar MFA vitji bóka sinna í Unuhús.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.